Alþýðublaðið - 04.08.1951, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur
að Alþýðublaðinu.
I Alþýðublaðið inn á
hvert heimili. Ilring-
ið í síma 4900 og 4906
Alþýðublaðið
fjaugardagur 4. ágúst 1951.
Börn og unglingarj
Komið og seljið |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Allir vilja kaupa
Alþýðublaðið
Fræðsluráð vill að
Ármann Halldórs-
son verði fasf-
ráðinn námsstjóri
Á fundi fræðsluráðs 4. iúlí
síðastliðinn var rætt um náms
eftirlit í gagnfræðaskólum
Reykjavíkur. en það eftirlit
hefur Ármann Halldórsson
h'aft á hendi frá 1. des. s.l.
Lagði hann fram skýrslu um
sta'rf sitt.
Fræðsluráð telur sýnt. að
nauðsynlegt er að starfi bessu
vetði haldið áfram og leggur
einróma til að Ármann Hall-
dórsson verði ráðinn náms-
stjóri áfram sem fastráðinn
star'fsmaður.
Fræðsluráð leggur til við
fræðslumálastjóra, að auglýst-
ar verði stöður þeirra kennara
og skólastjóra við gagnfræða-
stigið í Reykjavík, sem hafa
ekki verið skipaðir, enda verði
þeim tilkynnt bréflega, að þeir
þurfi að sækja um starfið, ef
þeir óska eftir að halda því á-
frám.
Háskó (afyr irfestu r
Nfels Bohr í gær
NIELS BOHR prófessor
fiutti fyiirlestur í hátíðarsal
háskólans í gærkveldi um kjarn
orlcuvísindi og þýðingu þeirra
fýrir líf nútíma kynslóðar.
Áður en fyrirlesturinn hófst
ávarpaði rektor háskólans dr.
Alexander* Jóhannesson pró-
fessor Bohr og bauð hann vel
ko'minn, en snéri máli sínu
síðan til áheyranda og kynnti
þeim prófessorinn og störf
hans. Að loknu erindinu
ávaípaði Sigurður Norðdal
prófessor Niels Bohr og komst
m. a. þannig að orði að það
væri von sín að stjórnmála
mennirnir ynnu að lausn þeirra
vandamála, sem kjarnorkunni
fylgdu, af sama hugarfari og
vísindamennirnir hefð áður
urfhið, að lausn kjarnorkugát-
unnar.
Séinna um kvöldið hafði svo
menntamálaráðherra boð inni
fyrir Bohr prófessor og frú
hans, kennara og prófessora
háskólans og fleiri.
Norrænu konurnar
kvaddar á Akureyri
Einkaskeyti AKUREYRI í gær.
NÖRRÆNU KONURNAR létu
í haf frá Akureyri klukkan 19
á miðvikudag. Mikill fjöldi bæj
arbúa kvaddi þær á bryggj-
unni. Jónas Jónsson kennari
flutti þeim kveðjuorð, og þakk
aði þeim komuna. Fararstjóri
þakkaði af skipsfjöl. Kantötu-
kór Akureyrar söng þjóð-
söngva allra Norðurlandanna
að lokum.
Hafr,
Nýafstaöið þirsg ILO saoiþykkti
karla fyrir sömu mm
fsland átti „af sparnaÖarástæöum“ eng
an fulltrúa á þessu merka þinfifj!
HIÐ ÁRLEGA ALLSHERJARÞING ALÞJÓÐAVINNU-
MÁLASTOFUNNAR (I. L. O.) var háð í Genf í Sviss í júní-
mánuði síðast liðnum. Aðildarríki stofnunarinnar eru nú orðin
64. Fjölgaði þeim um tvö á þessu þingi, sem samþykkti upp-
töku Japans og vestur-jþýzka iýðveldisins. Skömmu áður en
þingið hófst tók Júgóslavía upp sína fyrri aði’d að stofnuninni,
en það ríki hafði ekki tekið þátt í störfum stofnunarinnar í
næstum tvö ár og tilkynnt úrsögn sína úr samtökunum.
Þing þetta er hið fjölmenn-1
asta, sem stofnunin héfur Haldj
ið. Það sátu samtals 603 full-
trúar og. áðstoðarfulltrúar . rík-
isstjórna, vinnuveitenda og
verkamanna frá 60 ríkjum Það
voru því aðeins fjögur aðildar-
ríki, sem ekki sendu fulltrúa.
Eitt þeirra var ísland, sem .,af
sparnaðarástæðum sendi eng-
an fulltrúa að þessu sinni1',
eins og segir í tilkynningu frá
félagsmálaráðuneytinu um
þingið.
Á þinginu voru gerðar tvær
alþjóðasamþykktir.
Onnur þessara samþykkta
fjallar um sömu laun tíl
karla og kvenna fyrir jafn
verðmæt störf og var hún
samþykkt með 105 atkvæð-
um gegn 33.
Hvert það ríki, sem full-
gildir þessa samþykkt, skuld
3 dauðaslys og 55 önnur meiriháítar
slys vegna umferðar frá áramótum
------*-----
Auk þess hafa orðið möré minni hátt<
ar meiðsli og um 1000 bílar skemmst.
í ÞEIM rúmlega 500 árekstrum, sem orðið hafa frá síð-«
ustu áramótum og rannsóknarlögreglan hefur skýrslur um, hafa
orðið þrjú dauðaslys og 55 önnur meiriháttar slys. Auk þesS
hafa orðið fjölmörg minniháttar slys, þar sem fólk hefur að-
eins skrámast og marist, en hefur ekki þurft að leggjast I
sjúkrahús af völdum slysanna. !
Paul Ramadier,
hinn nýi forseti ILO.
Belgíumannsins Léon-Eli Tro-
clets, er gegndi því embætti
síðast liðið ár. Forseti var nú
gjörinn Paul Ramadier, hinn
bindur sig með því til þess a8, þekkti franski jafnaðarmanna
koma á sem fyllstu samræmi
í launagreiðslum milli karta
og kvenna og skal beita til
þess þeim aðferðum, sem
bezt hæfa aðstæðum á hverj-
um stað.
Þar sem það telst nauðsyn-
legt eða hentugt skal koma á
óvilhöllu mati á störfum og
þeim hæfileikum, sem þarf til
þess að leysa störf af hendi.
Framkvæmd grundvallar-
reglu samþykktarinnar skal
tryggja með lögum eða reglu-
gerðum, heildarsamningum
eða báðum þessum aðferðum
sameiginlega.__________
Hin samþykktin, sem þingið
gerði, fjallar um ákvörðun lág
markslauna við landbúnaðar-
störf og var hún samþykkt með
116 atkvæðum gegn 31.
Auk þessa samþykkti þíngið
fjórar álitsgerðir, tvær til á-
réttingar og skýringa á fyrr-
nefndum samþykktum og tvær
um önnur efni.
Samþykkt var fjárhagsáætl-
un fyrir stofnunina fyrir árið
1952 og nema áætluð heildar-
útgjöld fyrir það rúmlega 6
milljónum doílara. Upphæð
þessa greiða aðildarríkin til
stofnunarinnar eftir ákveðnum
hlutföllum. Hlutur íslands af
þessari upphæð nemur 0,12 c{,.
Á þessu þingi fór fram stjórn
arkosning til næstu þriggja
ára.
Stjórnin hélt fund að þingi
loknu og kaus sér forseta í stað
foringi og fyrrverandi forsæt-
isráðherra í Frakklandi og
verður hann forseti stjórnar-
innar næsta ár.
Samkvæmt upplýsingum,*'
sem blaðið hefur fengið hjá
rannsóknarlögreglunni, hafa á-
rekstrarnir og slysin orðið af
mörgum mismunandi ástæð-
um. í 16 tilfellum voru öku-
menn t. d. ölvaðir við akstur, í
sumum tilfellum var um of
hraðan og ógætilegan akstur
að ræða, og í einstaka tilfelli
voru öryggistæki bifreiðanna
ekki í fullkomnu lagi.
Eins og getið var um í blað-
inu fyrir nokkrum dögum eru
það rúmlega 1000 bifreiðar,
sem skemmzt hafa í árekstrum
frá áramótum, en rannsóknar-
lögreglan hefur þegar skýrslur
um 500 árekstra, en í sumum
þeirra koma fleiri en tveir bíl-
ar við sögu. Þá eru 12 tilfelli
þar sem bifreiðum hefur verið
ekið á hús og grindverk við
garða.
Nokkrir af bílunum, sem
komnir eru á skrá hjá lögregl-
unni, hafa lent 4—5 sinnum í
árekstri á þessu ári, og enn aðr
ir 2 sinnum, en langflestir hafa
þó ekki lent í óhappi nema
einu sinni.
Gott veiðiveður og sæmileg
síldveiði á ausfursvæðinu
------•-----
Raufarhafnarverksmiðjan hefir nú tek
ið á móti samtals um 100.000 málum.
AÐ ÞVÍ ER FRÉTTIST FRÁ RAUFARHÖFN í gærkveldi
höfðu nokkur skip fengið allgóða veiði. Síldarflotinn hélt sig
mestmegnis austan við Langanes og við Digranes. í gærkveldi
var gott veiði veður og kyrrt og voru allar skipshafnir í bátum.
Raufarhafnarverksmi’ðjan var í gær búin að taka á móti
100.000 mái’um og eru þrær hennar að fyllast, því verksmiðjan
bræðir ekki nema 5000 mál á sólarhring eða því sem svarar
fullfermi úr fimm skipum.
Síldartorfurnar voru allstór-
ar og fengu nokkur skip mjög
góð köst eða allt að 900 mál-
um. Þau skip, sem voru aust-
ast á miðunum, fóru með fram
sinn til Seyðisfjarðar, en þar
hófst bræðsla á síld á fimmtu-
dag. Einnig fóru nokkur skip
með síld til Vopnafjarðar og
Bakkafjarðar þar sem söltun er
nú hafin.
Mikil rauðáta er nú í sjónum
fyrir Norðurlandi og hefur átu
magn í síldinni tvöfaldazt á
nokkrum dögum, og þykir þnð
góðs viti. Aftur á móti óttast
menn göngu síldarinnar suður
á bóginn með austurlandinu, ef
svo færi að hún hóldi þaðan
austur í haf. Síldin mun hafa
veiðzt syðst við Bjarnarey
sunnan Vopnafjarðar.
----------«----------
í REYKJAVÍK var 17 stiga
hiti í gærdag, og álíka hiti var
á ýmsum stöðum hér sunnan-
lands í Keflavík var 18 stiga
hiti en norður á Akureyri 14
120 útlendingar
koma með Heklu
í SUMAR HAFA KOMIÐ
fleiri erlendir ferðamenn til
íslands með Heklu, en nokkm
sinni fyrr. Erlendir farþegar í
ferðum þessum hafa venjulega
verið um 80, en með Heklu,
sem er væntanleg til Reykja-
víkur á miðvikudaginn kemur
er 120 manna hópur, og er það
fjölmennasta erlendi ferða-
manna hópur sem hingað hefur
komið með Heklu
rr
Þorsfeinn Ingólfs-
son" kominn
úr fveggja mán-
aða útivisf
i
TOGARINN Þorsteinn Ing-
ólfsson kom til Reykjavíkur í
fyrrakvöld eftir tveggja mán-
aða útivist. Þorsteinn fór á
veiðar í Norður-íshafi 8. júnf
síðastliðinn. Tók hann salt og
olíu í Hammersfest í Noregi og
hélt veiðunum áfram unz hann
hafði fengið fullfermi, en þá
sigldi hann beint af miðunum
til Esbjerg í Danmörku og
seldi saltfiskinn þar beint upp
úr skipi, en Danir munu síðant
selja þennan farm til Ítalíu,
Afli Þorsteins Ingólfssopar*
mun hafa verið um 230 lestir
auk fiskimjöls og lýsis.
Tveir aðrir bæjartogarar,
þeir Jón Baldvinsson og Pétur
Halldórsson, hafa einnig verið
á fjarlægum miðum að undan-
förnu, Pétur Halldórsson við
Grænland og Jón Baldvinsson
við Bjarnareyjar, og mun ef til
vill vera í ráði, að þeir sigli
einnig með afla sinn til Es-
bjerg, eins og Þorsteinn Ing-
ólfsson.
-----------♦-----------
Jörundur landar enn
Einkaskeyti AKUREYRI í gær
TOGARINN JÖRUNDUR
landar í Krossanesi í dag um
3000 málum síldar, og er þetta
önnur síldarlöndun hans.
Síðustu daga hafa þessir bát
ar landað í KroSsanesi:
Kristján 263 málum og Snæfell
137.