Alþýðublaðið - 09.09.1951, Síða 4
ALÞÝPUBLAPIÐ
J A’
SunrtMágur 9. SeptrslSSl
Útgefandl: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetarsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Möller
Ritstjórnarsími: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Heilaspuni og
siaðreyndir.
ÞAÐ VAR um miðja vikuna,
sem leið, eða rétt um það leyti,
sem hið nýja dýrtíðarmet var
auglýst, með 33% verðhækk-
un á kolum og 15—16% verð-
hækkun á mjólk, að annað að-
alblað ríkisstjórnarinnar, Tím
inn, birti ritstjórnargrein, sem
hann nefndi „Hvað hefur
stjórninni á unnizt?“
Grein þessa byrjaði blaðið
með nokkrum mæðulegum orð
um um það, að margt væri nú
rætt manna á meðal um dýr-
tíðina, og fyndist mönnum
eðlilega, að þær byrðar væru
bæði þungar og vaxandi, er
hún leggði þeim á herðar. Lét
blaðið í því sambandi svo um
mælt, að vissulega skyldi því
heldur ekki haldið fram, að
ekki mætti margt betur fara
og ýmsar aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar orka tvímælis. Siík
hógværð er óneitanlega nýj-
ung í dálkum stjórnarblað-
anna; en því miður fer fjarri
því, að í grein Tímans sé nokk
ur tilraun gerð til heiðariegrar
sjálfsgagnrýni í sambandi við
það öngþveiti, sem stjórn
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins hefur leitt yfir
þjóðina. Þvert á móti er grein
hans skrifuð til þess að reyna
enn einu sinni að klóra yfir
það með ómerkilegum blekk-
ingum og furðule"um ósarm-
indum.
*
Tíminn gerir sér það ákaf-
lega létt í grein sinni að breyta
með orðum einum vershandi
kjörum og vaxandi öngþveiti
í landinu í lofsverðan árangur
íhaldsstjórnarinnar. Hann seg
ir, að sá árangur verði „bezt
dæmdur þannig, að menn geri
sér Ijóst, hvernig farið hefði,
ef ekki hefði verið gripið til
þeirra úrræðs, sem stjórnin
hefur beittí'. Það er sjálfsagt
vituriegast fyrir Tímann að
fara þannig aftan að hlutun-
um; því að það er vissulega
miklu þægilegra fyrir íhalds-
stjómina, blöð hennar og
flokka, að fimbulfambað sé um
um það, sem enginn veit. sem
sé það, hvernig farið hefði,
heldur en að talað sé um hitt.
sem allir vita, með öðrum orð
um það, hvernig farið hefur
og komið er! Það á nefnilega
að vera auðvelt að sætta menn
við öll óhappaverk núverandi
ríkisstjórnar og gera þau meira
að segja að sannkallaðri bless-
un fyrir þjóðina, ef hægt er
að telja þeim trú um, að eitt-
hvað miklu verra hafi yfir vof
að og verið raunar óumflýj-
anlegt, svo framarlega, að bessi
stjórn hefði ekki komið eins
og frelsandi engill!
Og það er einmitt þetta, sem
Tíminn færist í fang með grein
sinni „Hvað hefur stjórninni
á unnizt?“ „Þótt margt sé erf-
itt og andstætt um þessar
mundir, er það samt smávægi-
legt“, segir hann, .„í saman-
burði við það neyðarástand,
sem hér hefði skapazt, ef um-
ræddar ráðstafanir“, þ. e. ráð-
stafanir núverandi ríkisstjórn
ar, „hefðu ekki verið gerðar“
Og hvað færir hann fram slík-
um fullyrðingum til stuðnings?
Jú, hann lýgur því, að útflutn
ingatvinnuvegirnir hafi „mátt
heita alveg stöðvaðir og ríkið
gjaIdþrota“, þegar núverandi
stjórn tók við völdum. Og síð-
an dregur hann þá ályktun af
sinni eigin lygi, að „hér hefði
rlkt stórkostlegt atvinnuleysi
í öllum kaupstöðum og kaup-
túnum landsins“, ef núverandi
ríkisstjórn hefði ekki verið
mynduð og bjargað öllu við,
.,því að stöðvun sjávarútvegs-
ins hefði haft stöðvun iðnaðar-
ins í för með sér“.
Eins og menn sjá er logið
hér alveg blygðunariaust um
s.taðreyndir; og geta menr» þá
gert sér í hugarlund, hve mik-
ið mark er takandi á útmálun
Tímans á því, hvernig hér
hefði farið, án núverandi ríkis-
stjórnar, byggðri á slíkum ó-
sannindum. Allir vita, að at-
vinnuvegir þjóðarinnar, út-
flutningsatvinnuvegirnir sem
aðrir, voru hér í fullum gangi,
og atvinnuleysi óbekkt, þegar
núverandi ríkisstjórn tók illu
heilli við völdum, og lækkaði
gengi krónunnar; og það er
fleipur eitt, að þeir hefðu hlot-
ið að stöðvast án þeirrar ráð-
stöfunar.
*
En hvað hefur þá núverandi
ríkistjórn „á unnizt“, svo að
spurning Tímans sé upp tek-
in? Sjálfur lætur hann þeirri
spurningu alveg ósvarað. Og
einnig það er sjálfsagt heppi-
legast, bæði fyrir hann og
stjórnina; því að aldrei hefur
þekkzt hér önnur eins óstjórn,
annað eifs öngþveit.i og þjóð-
in verður nú upp á að horfa eft
ir hálfs annars árs stjórnartíð
hennar. Tvisvar sinnum er bú
ið að fella gengi krónunnar,
fyrst með hinni viðurkenndu
gengislækkun fyrir hálfu öðru
ári, síðan með hinni dulbúnu
gengislækkun báígjakleyrisins
í vor. Og afleiðingin er sú, að
allt er að sligast, einstaklingar
jafnt sem stofnanir, af dýrtíð,
sem vaxið hefur örar hér en í
nokkru öðru landi heims und-
anfarin missiri. Ef Marshall-
aðstoðarinnar hefði ekki notið
við í sívaxandi mæli, er eng-
inn efi á því, að ríkisstjórnin
væri búin að leiða hreina og
beina hungursneyð yfir þjóð-
ina. En jafnvel lán og gjaíir
Marshallaðstoðarinnar hafa
ekki megnað að hindra það, að
atvinnuleysisvofan tæki að
ganga hér ljósum logum á ný,
eins og hún gerir nú, í fyrsta
sinn síðan löngu fyrir stríð.
Og svo er Tíminn að hælast af
því, að ' núverandi ríkisstjórn
hafi með ráðstöfunum sinum
afstýrt stórkostlegu atvinnu-
leysi í öllum kaupstoðum og
kauptúnum landsins! Hvílík öf-
ugmæli! L*ða hvað vill Tíminn
segja um það ástand, sem var
á Vestfjörðum mánuðum sam-
an í fvrravetur og er að end-
urtaka sig á Siglufirði nú?
Það þýðir ekkert i'yrir Tím-
ann að endurtaka þau marg-
hröktu ósannindi, óstjórn Fram
sóknarflokksins og Sjálfstæðis
flokksins til afsökunar, að
„dýrtíðaraukningin siafi mest
af óhagstæðri verðlagsþróun
eriendis“. .Það hefur svo oft
verið sýnt fram á það, að þetta
er ósatt. Heimsmetið í dýrtíð
hér á landi í tíð núverandi rík-
isstjórnar stafar ekki fyrst og
fremst af verðhækkun erlend-
is, heldur af gengislækkuninni,
bátagjaldeyrinum og afnární
verðlagseftirlitsins hér heima
fyrir. Með öðrum orðum hún
stafar af ráðstöfumxm núver-
andi ríkisstjórnar. Það, sem
með þeim hefur á unnizt, er
þetta: að þjóðin býr nú við
ægilegri dýrtíð og meira öng-
þveiti, en nokkur nálæg þjóð
eða dæmi eru til í seinni tíma
sögu hennar, dýrtíð og ör.g-
þveiti, sem fámenn klíka heild
sala og annarra braskará græð
ir stórfé á, en allur almenn-
ingur, bæði til sjávar og sveita,
er að sligast undir.
-----------*----------
Kolaverðið 708 kr.
á Akureyri.
Á AKUREYRI er kolaverðið
58 krónum hærra en í Reykja-
vík, og kostar hvert tonn af kol
um þar heimkeyrt 708 krnóur.
Akureyringar kvarta mjög
um það, að kolasölurnar í bæn
um geymi kolin í portum, þar
sem ekki séu steypt gólf, og
fylgi kolunum því jafnan mik
ið af sandi og möl. Þykir kaup
endunum, sem von er, óþarfi
Okkar á milli saol
■ ■ ■
NÝSKÖPUNARTOGARNIR eru nú orðnir 42 talsins og
gætu, ef allir stunduðu ísfiskveiðar, farið 60 söluferðir á mán-
uði * * * Ef þeir færu 60 ferðir og seldu fyrir 10 000 pund að
meðaltali (sem einu sinni þótti ekki mikið, en nú er óhugs-
andi) mundu tekjur þeirra nema 25 000 000 þann eina mánuð!
Shell hefur fengið samþykki bæjarráðs fyrir benzín
stöð við Reykjanesbraut, sennilega gegnt Blönduhlíð * *
Áður mun liafa verið ákveðið, að ný slökkviliðsstöð verði
einnig reist Oskjuhlíðarmegin við Reykjanesbraut (eða
Hafnarfjarðarveg, eins og flestir kalla hana).
Blöð á Akureyri segja frá því, að Ólaf Thors muni langa
mjög til að verða forseti, og kalla Thor Thors heim til að erfa
hið pólitíska veldi sitt — og eru blöðin elcki sérléga hrifin af.
FARÞEGAFLUTNINGAR Eimskip eru nú svo umfangs-
miklir, og þá fyrst og fremst flutningar Gullfoss, að félagið er
að láta innrétta afgreiðslu fyrir farþegadeildina á horninu,
þar sem Ziemsen var, en Ziemsensverzlun er í nýjum húsakynn
um vestar við Tryggvagötu.
Þjóðviljinn segir, að ásókn þýzka togaraflotans á Is-
landsmið sé að, gera íslendinga „ósjálfbjarga, betlandi
þjóna“ * * * Rlaðið hefur ekki enn getið þess, hvað rúss-
neski síldveiðiflotinn fyrir sunnanland gerir Islendinga!
BÆRINN: Helgi Magnússon & Co. leggja hitalagnir í C-
flokk Bústaðavegshúsanna. * * * Glersteypunni h.f. var synjað
um lóðaréttindi fyrir steinhús sunnan íþróttavallarins á Mel-
unum * * * Rafveitan ætlar ,að reisa aðalspennistöð Austurbæj-
ar hjá Austurbæjarskólanum við Barónsstíg, 387 fermetra hús,
og munu Gissur Sigurðsson og Benedikt Sveinsson annarst
bygginguna * * * Húsafell h.f. (Skúli Thorarens'en) ætlar að
reisa 770 fermetra skemmu úr stáli og steini við Kleppsmýrar-
veg (Á Gelgjutanga) * * Magnús Einarsson, Háteigsveg 2, hef
ur fengið leyfi fyrir verksmiðjuhúsi í Skipholti 17.
Innan skamms hefjast opin réttarhöld í Haag í land-
helgismáli Breta og Norðmanna, en það er síðasti hluti
málsins og úrskurður væntanlegum nokkrum vikum síð-
ar * * * Mál þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir Is-
lendinga og væri þýðingarmeira að senda góðan þjóðréttar
fræðing til að fy.lgjast með gangi þess, en að sækja ótal
ráðstefnur erlendis, eins og íslendingar gera í stórum stíil.
FISKINEYZLA fer ört vaxandi í Bandaríkjunum, meðal
annars vegna aukinnar dýrtíðar * * * Neyzlan var 10% meiri
fyrstu þrjá mánuði þessa árs en í fyrra, en verðið var 6%
hærra, sem er minni hækkun en á flestum öðrum matvörum.
Tónlistarunnendur eiga von á góðum heimsóknum í haust
=» * * Rudolf Serkin kemur og ungverski fiðluleikarinn Magyar.
MIKIÐ ER RÆTT um það, hver verði sendiherra í Höfn.
* * * Sumir telja, að það verði Agnar Klemenz Jónsson, en
Gunnlaugur Pétursson verði þá sendiherra í London. * * *
Líklegra er þó, að það verði einhver íhaldsgæðingur, og er
minnst á Gunnar Thoroddsen (svo að Jóhann Hafstein geti
orðið borgarstjóri). * * * Líklegast er, að Jóhaim Þ. Jósefsson
verði fyrir valinu.
af kolasölunum að drýgja kol-
in á þennan hátt, og finnst nú
tímabært að hætt verði að
selja möl og sand sem kol, þeg
ar smálestin kostar orðið 708
krónur.
Samvinnuhreyfingin
ALÞJÓÐASAMBAND SAM-
VINNUMANNA hefur valið
sér daginn í dag, 9. septem-
ber, ao hátíðisdegi, en það er
eins og kunnugt er, samtök
samvinnusambanda og félaga
um al’an heim. Alþjóðasam-
bándið gefur út ávarp á há-
hátíðisdegi sínum, eins kon-
ar yfirlýsingu um markmið
samvinnumanna og leiðir yf-
irleitt og á líðandi stund. í
ávarpinu, sem það geíur út i
dag, segir meðal annars. „Al-
þjóðasambandið beitir sór
gegn því, að yfirráð fjár-
magnsins safnist á fárra
manna hendur í auðhringjum
og einokunarfyrirtækjum,
þar sem gerðir hinna fáu eru
ekki háðar eftiriiti eða umsjá
£jöldans“.
ÞESSI ORÐ úr ávarpi alþjóða
samþandsins er vert og við-
eigandi að hafa í huga, þegar
minnzt er samvinnusamtak-
anna á hátíðisdegi þeirra. í
upphafi voru samvinnufé’ög-
in samtök snauðra almúga-
manna, sem hugðust beita
þeim til að bæta kjör sín og
verjast ágéngni og yfivráðum
auðvaldsins, og vissulega eru
þau enn í dag eitt úiTæðíð til
að bæta úr ranglæti og öng-
þveiti auðvaldsskipulagsins.
Samvinnustefnan er álíka
gömul og jafnaðarstefna,
mesta og áhrifaríkasta þjóð-
félagshreyfing nútímans, og
óneitanlega skyld henni, enda
hafa frumkvöðlar jafnaðar-
stefnunnar fyrr og síðar bent
á samvinnuleiðina sem mikil-
vægt þjóðfélagslegt úrræði
og taxjlð hana auðve’dlega
geta samrýmzt róttækari og
víðtækari ráðstöfunum jafn-
aðarstefnunnar. Samstarf er
og víða náið milli samvinnu-
samtakanna og jafnaðar-
mannaflokkanna, einkum þó
þar, sem samvinniífelögin
eru fyrst og fremst samtök
neytenda
m
í borgum og bæj-
VIÐFANGSEFNI samvinnu-
manna var í upphafi fyrst og
fremst á sviði verzlunarmál-
anna. Þeir settu sér það mark
og mið að hnekkja valdi kaup
mannastéttarinnar, er var
einráð í verzlun og viðskipt-
um og hirti riTegan gróða af
þeim. Og enn um langt skeið
munu samvinnusamtökm
hasla sér völl þar. En sam-
vinnufyrirkomulagið á einn-
ig rétt á sér við ýmissa fram-
lciéslu, svo sem smábúskap
og smábátaútgerð, jatnframt
því sem stórrekstur yrði þjóð
nýttur. Þannig getur sam-
vinnureksturinn orðið áfangi
á leiðinni til sósía’istískra
þj óðf élagshátta eða jafnvel
þýðingarmikill þáttur slíks
skipulags.
SAMVINNUSAMTÖKIN eiga
mörg og stór verkefni fram
undan, en aðalhlutverk þeirra
verður enn sem fyrr að vera
það, að draga úr óeðlilega há-
um dreifingarkostnaði og
halda niðri óréttlátum milli-
liðagróða í verzlun og við-
skiptum. Því er það þeim verð
ugt mark og mið að vilja
stuðla að því að dreifa yfir-
ráðum fjármagnsins og ganga
milli bols og höfuðs á auð-
hringjum og einokunarfyrir-
tækjum.
----------------------
San Francisco ...
Framh. af 1. síðu.
Rússland skuli halda Kúrileyj
xim, norðan við Japan, og
Bandaríkin Ryukyueyjum,
sunnan við það.
Yoshida kvað Japani fram-
vegis mundu helga sig friðsam
legxim störfum. Þeir hefðu
hvorki vilja né fjárhagslega
getu til þess að heyja nýjar stór
styrjaldir.
Atbugið!
Útstillingu okkar
í sýningarglugga Málar-
ans. — Lítið inn í verzl-
unina.
RAMMAGERÐIN H.F.
Hafnarstræti 17,
sími 7910.