Alþýðublaðið - 14.09.1951, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.09.1951, Qupperneq 4
ALÞÝfttJBErtPIP ■ »> Föstudagtfl- .14» sejpt. -IðaE Útgefandi- Alþýðuflokkurirm, Ritstjóri: Stefén Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþjóðalög og landhelgismál ÞJÓÐVILJINN finnur ber- sýnilega til brýnnar þarfar þess, að þyrla upp einhverju moldviðri til þess að breiða yfir síðasta landhelgisbrot Rússanna hér við íslandsstrendur og ræf- ilsieg skrif sín í sambandi við það; því að í gær birti hann með stórum fyrirsögnum á fyrstu síðu „bombugrein" um það, sem hann kallar „svik í landhelgis- málinu“. Það er ekki landhelg- isbrot Rússanna, sem hann á við þar — á það minnist hann yfirleitt ekkert í greininni, — heldur eru. það íslendingar sjálfir, eða, nánar til tekið, ís- lenzk stjórnarvöld, sem hann sakar um svik í landhelgis- málunum. * Og í hverju eru þau svik þá falin? Þau eiga að vera falin í því, að reg’.ugerðin, sem sett var í iyrravor um fjögurra mílna landhelgi fyrir Norðurlandi og bannaði alla boínvörpu- og dragnótaveiði þar, hafi enn ekki verið gerð gildandi gagn- vart Bretum vegna milliríkja- samningsins frá 1901 um þriggja mílna landhelgi hér við land, sem enn er í gildi og verð- ur það þar til í byrjun næsta mánaðar. En þar að auki hafi íslenzk stjórnarvöld nýlega boðað, að reglugerðin muni heldur ekki verða gerð gildandi gagnvart Bretum eftir þann tíma fyrr en sýnt sé, hver úr- slit verði á deilu, sem nú stend- ur yfir milli Norðmanna og Breta um það, hvort fjögurra mílna landhelgi skuli framveg- is viðurkennd við Noreg, og skotið hefur verið til úrskurðar alþjóðadómstólsins í Haag. Hafa Bretar farið fram á það við ís- land, að bannið við botnvörpu- og dragnótaveiði á fjögurra mílna. svæði fyrir Norðurlandi verði ekki látið ná til þeirra þangað til, og íslerizk stjórnar- völd fallizt á það í fullum skiln- ingi þess, að úrskurður alþjóða- dómsolsins í Haag í deilunni um fjögurra milna landhelgina við Noreg h’jóti einnig að ráða úrslitum um það, hvort við fá- um viðurkennda fjögurra mOna landhelgi við ísland. Og einmitt þess vegna hefur nýlega verið ákveðið, að senda tvo af fær- ustu lögfræðingum landsins til Haag til_þess að fylgjast með norska landhelgismálinu, sem innan skamms verður tekið fyrir af alþjóðadómstólnum þar. * Af íslendingum, sem af nokkru viti eða fyrirhyggju hugsa um þessi mál, verða ís- lenzk stjórnarvöld vissu’ega ekki sökuð um neitt í sambandi við þann frest, sem af framan greindum ástæðum hefur orðið á því, að gera reglugerðina frá í fyrravor um fjögurra mílna landhelgi fyrir Norðurlandi gildandi gagnvart Bretum. í fyrsta lagi varð ísland að sjálf- sögðu að taka tillit til gildandi milliríkjasamninga um þessi jmál, er reglugerðin var sett; og í öðru lagi mælti öll skynsemi með því, að fallizt yrði á mála- leitun Breta og beðið úrskurðar í deilunni um fjögurra mílna landhelgina við Noreg, eftir að þeirri deilu hafði verið skotið til alþjóðadómstólsins í Haag. En auðvitað eru kommúnist- ar ekki á meðal þeirra, sem hugsa af nokkru viti eða fyrir- byggju um landhelgismál okk- ar frekar en um annað. Þeir halda, eða láta að minnsta kosti svo sem þeir haldi, ag það eitt nægi að rífa kjaft. Þess vegna hafa þeir undanfarið skrifað digurbarkalega um það í Þjóð- viljann, að við ættum bara að ákveða landhelgina við ísland upp á okkar eindæmi, alveg eins og Rússar, sem ákveðið hefðu tólf mílna landhelgi hjá sér, og hafa það að engu, sem alþjóðadómsíóllinn í Haag úr- skurðar í norsku landhelgis- deilunni! - Það er auðvitað ágætt, að Þjóðviljinn bendi okkur á for- dæmi Rússa, sem ákveðið hafa upp á sitt eindæmi tólf mílna landhelgi undan ströndum Rússlands í Eystrasalti, eru þar að staða’dri að elta uppi og kyrrsetja fiskiskip frændþjóða okkar, Dana og Svía, langt utan við viðurkennda landhelgi, og neita tilmælum um að skjóta deilunni, sem út af þessu hefur risið, fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. En í fyrsta lagi erum við ekkert stórveldi, sem getum leyft okkur vinnubrögð Rússa í alþjóðamálum; við eigum til dæmis engan herskipaflota til þess að verja landhelgi, sem aðrar þjóðir neita að viður- kenna. Og sannast að segja er það heldur ekki til neinnar fyr- irmyndar, að þjóð, sem gerzt hefur aðili að bandalagi sam- einuðu þjóðanna, hvort heldur það eru Rúsar eða einhver önn- ur þjóð, neiti að virða alþjóða- lög og bera milliríkjadeilumál undir úrskurð alþjóðadóm- stólsins í Haag. * Á smáþjóð, eins og okkur ís- lendingum, situr það þar að auki sízt, að verða öðrum fyrri til þess að fótum troða alþjóða- lög, hvort heldur er í landhelg- ismálum eða öðru. Við höfum ekkert bolmagn til þess að gera hnefaréttinn gildandi við aðrar þjóðir, þó að Rússar hafi það, sem stendur. Þvert á móti eig- um við, eins og aðrar smáþjóð- ir, einmitt allt undir því, að al- þjóðaréttur sé haldinn í heiðri, þar á meðal einnig úrskurðir alþjóðadómstólsins í Haag. Eí við stöndum ekki sjálfir á grundvelli hans, er þess lít’.I von, að við fáum þokað málum okkar áleiðis í samfélagi þeirra þjóða, sem alþjóðalög og rétt viðurkenna. Hvað Þjóðviljanum og stór- yrðum hans í lahdhelgismál- -um okkar við víkur, þá munu sennilega nokkuð margir vera þeirrar skoðunar, að honura væri skammar nær, að standa að minnsta kosti eins og önnur íslenzk blöð á verði um núgi’d- andi landhelgi okkar, en að vera með digurbarkaleg skrif um stækkun hennar í berhöggi við alþjóðalög og rétt. En sem kunnugt er fer lítið fyrir slíkri varðstöðu hans, að minnsta kosti þegar Rússar eiga í h'ut. -----------$----------- 85 ára og síökk í fall- hlíf úr 1000 m. h©5 AMERÍSKUR íþróítagarpur, Bernarr McFadden, stökk fyrir skömmu í fallhlíf úr flugvél í þúsund metra hæð vestur í Bandaríkjunum. Horfði mikill mannfjöldi á afrek hans af bökkum Hudsonfljóísins. Ástæðan fyrir því, að atburð ur þessi vakti slíka athygli, er sú, að McFadden er 85 ára gamall. Gamli maðurinn lenti í fljótinu, en var í sjöunda himni, þegar hann var dreginn upp í fiskibát, sem flýtti sér á vettvang. ferðalög um sögustaði og söguþekkingu. Reykjavíkur. — Vorboðinn og börnin. StiB!3rfcúslaðalönd við Rauðavafn I sambandi við ýtuvinnu og aðrar ræktunarfram- kvæmdir við Rauðavatn, verður haldinn fundur í félagsheimili Fram (við Sjómannaskólann) með þeim, er loforð hafa fengið fyrir sumarbústaða- landi. — Fundurinn hefst kl. 6 í dag. Ræktunarráðunautur Reykjavíkur. „FERBALANGIR" skrifar. „Ég tek undir með dr. Jóni Stefánssyni og styð eindregið uppástundu þina um sögusíaða- ferðalög. Mér er ijósí að ferða lög um Iandið okkar verða j mikln innihaldsríkari og eftir- minnilegri, ef þau eru skipu- lögð fyrirfram eins og þú lagð, ir til og dr. Jón Stefánsson skrif : ar um. Með þessu gæti bókstaf lega hafist ný öld í söguþekk- ingu okkar — og þá fyrst og fremst unga fólksins, sem sagt er að þekki lítið sögumar og lesi þær jafnveí ekki. ÉG VERÐ AÐ JÁTA að ég er óforbetranlegur ferðalangur og flækingur. Ég er ekki nautna- sjúkur maður, að ég held að minnsta kosti ekki á almennan mælikvarða, en ég get ekki neit að mér um að ferðast og allir þeir peningar, sem ég á afgangs brýnustu lífsnauðsynjum fara í flæking um landið. í sumar fór ég til dæmis um hverja helgi eitthvað burí úr Reykjavík. ÉG TALA ÞVÍ af dálítilli reynslu. Ég hef tekið eftir því að ef maður er með í för sem þekkir örnefni og sögustaði, þar sem farið er um, þá hlusta allir af athygli og það er ekki annað sjáanlegt en að fólk sjái nýtt land og nýja byggð þegar sagðar eru kaflar úr sögunum. Þetta vildi ég sagt hafa af gefnu tilefni frá ykkur dr. Jóni. EN ÉG VIE bæta dálitlu við. Þegar fólk myndar félag sam kvæmt tillögu þinrii, þá má það ekki vera fjölmennt. Bezt væri að hvert félag fyrir sig sé ekki stærra en svo að það komist fyr j ir í einum bíl, og bað má ekki vera stór bíll. Þetta er vel hægt því að ég hygg að allt af séu félög bezt, sem fámennust eru. MÉR DATT í HUG hvort ekki væri hér tilvalið tækifæri ÆSKULÝÐSMÓT KOMMÚN- ISTA í 'Berlín í sumar var víst Rússum að skapi að öllu leyti nema einu, en það varð- aði sjá’fan æðsta prestinn í Kreml, Jósef Stalín. Forstöðu menn mótsins létu gera lík- neski af Stalín, og var það afhjúpað á mótinu. En svo undarlega vildi til, að fulltrú- ar Rússa létu ekki sjá sig við þá athöfn. Ástæðan var sú, að þeim fannst líkneskið ekki nógu stórt, og var það þó meira en líkamsstærð. Enn fremur fannst þeim brotin í buxum Stalíns helzt til stíf og líkneskið því allt of borg- aralegt. Og vegna þessa létu þeir ekki sjá sig við afhjúp- unina, þó að líkneskið hefði verið reist Stalín til dýrðar af hlýðnum dýrkendum hans. ÞESSI ATBURÐUR bregður ljósi á það, hversu erfitt er fyrir kommúnista að gera Rússum til hæfis í vegsömun á Jósef St'alín. Þeir líta á æðsta prestinn í Moskvu líkt og ofsatrúarfólk á guð al- máttugan. Dýrkun nazista á Hitler þótti ganga úr hófi fram á sínum tíma. Þó var hún smámunir í sambandi við vegsömun kommúnista á Jó- sef Stalín. Þáð sýnir bezt, að eru vítin að kommúnisminn og nazisminn eru hliðstæður en ekki and- stæður, enda hefur veraldar- sagan staðfest það álit á hörmulegan hátt fyrir mlll- jónir manna og kvenna. YFIRSJÓN ÞEIRRA, sem gengust fyrir æskulýðsmóti kommúnista í Berlín í sumar og hÖfðu veg og vanda af því, virðist hins vegar ætla að verða öðrum kommúnistum víti til vamaðar. Hér eftir mun engum þeirra meðal detta í hug að reisa af Stalín lík- neeki, sem sé aðeins rúmlega í líkamsstærð og því síður að hafa buxnabrot hans stíf að hætti vestrænnar borgara- stéttar. Viðleitnin í þessa átt er þegar fyrir hendi; Á af- mælisdegi Stalíns í haust verð ur afhjúpað í Búdapést líkn eski af þessum æðsta presti kommúnismans. ’Og þar verða sannarlega ekki endurtekin sömu leiðindamistökin og áttu sér stað í Berlín í sumar. Full trúar rússneska einvaldans þurfa áreiðanlega ekki að neita að vera viðstaddir af- hjúpun þess í mótmælaskyni. STALÍNSMINNISMERKIÐ í Búdapest verður 175 metrar ■ á hæð að stöplinum meðtöld- um. Efst verður líkneski af æðsta prestinum og hefur stærð hennar verið ákveðin átta metrar, svo að hún ætti að finna náð fyrir augum Rúss anna. Er nú verið í óða önn að rífa húsin í kringum stytt una, svo að hægt sé að sjá hana frá öllum hliðum, og gaí an fyrir framan hana verður breikkuð úr 26 meírum í 60! ÞAD MÁ SEGJA í sambandi við mistökin, sem óttu sér stað í Berlín, að til þess eru vítin að varast þau. Og kommúnist ar leppríkjanna eru bersýni lega allir af vilja gerðir að bæta fyrir yfirsjónir þeirra, sem af athugunarleysi létu reisa þetta litla og brotastífa líkneski af rússneska einvald anúm. Hér eftir detlur auðvit að engum kommúnista slíkt og þvilíkt í hug. Þeir fá raunar ekki breytt því, að Stalín er ekki hærri í loftinu en meðal stór íslenzkur fermingardreng ur. En á líkneskjum skal hann vera öllum öðrum stærri og þeim hreykt svo hátt, að fjöll in ein verði til samanburðar. Og kannski verður þess beld ur ekki langt að bíða, að lík- neskjunum af Stalíri muni fýr ir komið á hðéstu fja'latind- um Ieppríkjanna. fyrir Ungmennafélag Reykjavík ur, að athuga hvort ekki væri hægt að mynda marga hópa inn an félagsins, söguferðalaga- hópa, að félagarnir kynntu sér ákveðnar sögur og efndu svo til ferðalaga um sögusviðin? Ung- mennafélagið er gott félag og I hefur sýnt frumkvæði um j margt gott. Því væri, að ég held, bezt treystandi til að ríða á vað ið.“ - ÉG ÞAKKA ÞETTA BRÉF. Það sýnir, sem ég raunar vissi áður að hugmyndin hefur feng ið hljómgr.unn hjá mörgum. Ekki vsit ég hvort neinn alls- herjar félagskur geta gert nokkuð í þessu, en ekki skaðar þó að það sé reynt. Kunningjar eiga að taka sig saman um þetta. Það verður heppilegast. AD GEFNU TIEEFNI skal það tekið fram, að barnaheimil ið Vorboðinn hafði yfir áttatíu börn á sínum vegum í sumar og ■ mánaðargjöaldið var aðeins 375 krónur. Það er ekki mikið gjald. Rannes á hominu. ----------«---------— Harðbakur seldi fyrir 10164 pund HARDBAKUR seldi afia sinn í Bretlandi í gær. Seldi hann 3394 kits fyrir 10164 sterlingspund, og er þetta bezta ísfisksala íslenzkra togara í Bretlandi fram að þessu í haust.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.