Alþýðublaðið - 29.09.1951, Blaðsíða 4
ÁLÞÝPUBLAÐIÐ
Laugardagur 30. seþt. 1951
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emilía Möller
Ritstjórnarsími: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Norræn samvinna
DAGUR norrænnar sam-
vinnu er íslgndingum kjörið
tækifæri til að láta í ljós, að
þeir eru og ætla að vera nor-
ræn þjóð. Uppruni okkar,
menning og saga tengir okkur
íraustum böndum við frænd-
þjóðirnar á Norðurlöndum. Og
norræn samvinna hefur aldrei
staðið með meiri blóma en ein
mitt nú. Þó þarf hún að auk-
ast og eflast í framtíðinni
Norrænu félögin hafa unnið
miklu meira starf og merkara
en almenningur gerir sér grein
fyrir af því, að það er í augum
hans eðlilegt og sjálfsagt.
Deild þess hér á landi hefur
vissulega ekki legið á liði
sínu. Hún hefur starfað af
fjöri og áhuga og átt mikinn
þátt í að koma á margvíslegum
samskiptum okkar við hinar
Norðurlandaþjóðirnar.
Vinarhugur íslendinga í garð
frændþjóðanna og nágrann-
anna á Norðurlöndum hefur
áreiðanlega aldrei verið meiri
en nú. Hann kom glöggt í Ijós,
þegar oki hernámsins var létt
af Norðmönnum og Dö,num.
íslendingar fögnuðu þeim at-
burði af heilum hug sem einn
maður. Og sem betur fer hef-
ur fáa skugga borið á sam-
búð okkar við þær L árunum
eftir stríðið. Deilan við Dani
um sjálfstæði okkar og full-
veldi er- góðu heilli útkljáð.
Og lausn hennar hefur reynzt
báðum þjóðunum giftusam/eg.
Nú er engin hindrun í vegi
'þess, að þær starfi saman hlið
við hlið og kunni að meta hvor
aðra að verðleikum. Danir
hafa aldrei notið þvflíks vinar
hugar á íslandi oins og eftir
endurreisn lýðveldisins. Og
hafi einhverjir Islendingar tal
ið sig þurfa að kvarta um mis-
skilning af hálfu Dana fyrstu
árin eftir styrjöldina, er slíkt
vissulega ekki lengur fyrir
hendi. Þetta sýnir og sannar
betur en flest anna£, hver er
ménningarþroski Norðurlanda-
þjóðanna og vilji þeirra til að
vera saman í sveit. Sklnaðar-
málið gæti orðið öðrum og
stærri þjóðum til fyrirmyndar
um samskipti og framkomu.
*
Norðurlandaþjóðirnar eru
fámennar og mega sín ekki
mikils í styr og stormum ver-
aldar. En þaer hafa samt getið
sér mikinn og varaniegan orð-
stír. Þær eru í fremstu röð um
ménningu og félagslegar fram
kvæmdir. Þær hafa auðgað
heiminn að glæsilegum afrek-
um á sviði vísinda og lista. Og
starf þeirra allt miðar að ypp-
hyggingu og framförum. Norð
urlanddþjóðirnar vilja fá að
lifa í friði við önnur ríki og
halda áfram þeirri þróun, sem
þær hafa lagt stund á kynslóð
fram af kynslóð og eru sann-
færðar um að miðar til ham-
ingju og heilla. Af þeim þarf
engum að standa ótti. En við-
sjár samtíðarinnar hafa hins
vegar skotið þeim skelk í
bringu, og ábyrgðartilfinning
þeirra býður þeim að gera sér
grein fyrir sérhverri aðvífandi
hættu. Þær urðu fyrir þungum
búsifjum af völdum nazism-
ans á árum síðari lieimstyrjald
arinnar. Og þær vilja ekki lifa
slíka raun á ný eða aðra enn
verri. Þess vegna eru þær á
varðbergi og hyggja vel að því,
sem fram fer í heiminum. En
þær hafa vörn í huga en ekki
árás.
íslendingar hafa lært af
þeim í þessu efni. Þeir gleyma
aldrei þeim hörmungum, sem
urðu hlutskipti Norðmanna og
Dana á hernámsárunum. Þeim
má ekki verða til þess hugsað,
að sú raunasaga endurtaki sig.
Og þeim er ljóst, að ísland
hlýtur að vera háð sömu ör-
lögum og hin Norðurlandarík-
in, ef heiminum verður hlevpt
í nýtt ófriðarbál. Þeir breyta
samkvæmt þessum skilningi.
En hann hefur ekki fjarlægt
ísland hinum Norðurlöndun-
um eins og margir vilja vera
láta. Hann hefur þvert á móti
tengt það þeim nýjum og
traustari böndum eins og rás
viðburðanna hefur gefið tilefni
til.
*
hefur verið í þessu efni og
þakka það. Norræna félagið
bauð hingað heim fyrir fáum
árum norska þjóðskáldinu Arn
ulf Överland til að ílytja hér
fyrirlestur og lesa upp úr rit-
um sínum. Háskóli íslands gaf
Reykvíkingum í vor kost á að
hlýða á Niels Bohr, sem er
langfrægasti vísindamaður
Norðurlanda. Báðar þessar
heimsóknir hafa vakið hér
mikla athygli, enda valið
prýðilega heppnað. Þessu fcarf
að halda áfram. Mennina og á-
hugamálin vantar sannarlega
ekki. Og þessi starfsemi er
geysilega mikils virði fyrir fá-
menna þjóð eins og okkur ís-
lendinga. Hún á að vera eins
og stór, opinn gluggi, sem veiti
hingað andblæ umheimsins og
siðmenningarinnar, en fyrst
og fremst norrænnar menn-
ingar. -
Norræn samvinna í dag bygg
ist ekki hvað sízt á samstarfi
og samhug verkalýðshreyfing-
arinnar á Norðuriöndum. Okk
ur íslendingum er mikils virði
að svo verði í framtíðinni og
að norræn samvinna verði
! aukin og efld enn meira en
| gert hefur verið; því að í sam-
HAFNARFJORÐUR.
HAFNARFJORÐUR.
Umsóknum
um Leikskóla Hafnarfjarðar
verður veitt móttaka n.k. mánudagskvöld kl. 8.30 í
Dagheimilishúsinu.
Dagheimilisnefndin.
fbiiar við Lokastíg hornrekur í borginni. —
Sleifarlag og framkvæmdaleysi. — Blákaldur
veruleiki og reynsluskólinn.
. , . , , j félagi norrænna þjóða eigum
e i i ,engur a - | vjg heima, hvernig sem að-
staða landsins breytist við
framfarir tækninnar.
Island er
skekþt og einangrað norður í
Atlantshafi. Öld hraðans hef-
ur sigrazt á fjarlægðunum.
Þetta hefur gerbreytt háttum
íslendinga á ævintýralega
skömmum tíma. En samt er
þörf á auknum samskiptum
okkur við aðrar pjóðir. í því
sambandi ber að leggja mikla
áherzlu á, að frömuðir vísinda
og lista séu fengnir til að koma
hingað í heimsókn og kynna
þjóðinni áhu^imál sín og við-
fangsefni. í því efni á norræna
félagið, háskólinn og fleiri
stofnanir að leggjast á eitt og
hyggja fyrst og fremst að
frændum okkar á hinum Norð
urlöndunum. Auðvitað er
skylt að geta þess, sem gert
Prestakall augiyst
til umsóknar
AUGLÝST hefur verið til um
sóknar Svalbarðsþingapresta-
kaH í Norður-Þingeyjarsýslu
(Raufarhafnar- og Svalbarðs-
sóknir), en séra Kristján Ró-
bertsson, sem gengt hefur þessu
prestakalli hefur nú tekið við
prestsembætti á Siglufirði. Um
sóknarfrestur um prestakallið
er til 10. október.
ÍBÚAR VIÐ LOKASTÍG eru
orðnir lang þreyttir á fram-
kvæmdaleysi bæjarins. Ár er nú
liðið síffan gatan var rifin upp
og emi er ekki búið að ganga
frá henni, virðist meira að segja
Iangt í land með það. Er jafn-
vel stór hættulegt að fara um
götuna fyrir skurðum og raski.
Bærinn hefur Ient í hálfgerffu
stríffi viff lóffareigendur, vildi
taka af lóffum þeirr.i samkvæmt
eigin mati en íbúarnir mót-
mæltu.
ÞÓ AÐ LOKASTÍGURINN sé
ef til vill ekki ein af helztu
strætum borgarinnar eiga þó
heima við hann menn sem ekki
er annað vitað um, en að þeir
séu góðir borgarar, greiði ekki
lægri gjöld að tiltólu í bæjar-
sjóð en aðrir borgarar, og standi
ekki verr í skilum, en samt
Stjórnarblöðin og skýrslan um okrið
ÞAÐ ER MARGT, sem gengur
stjórnarblöðunum í mót um
þessár mundir. Á eftir hinni
þungu og rökstuddu. gagn-
rýni í ræðu Stefáns Jóhanns
um stjórnmálaviðhorfin í
landinu, kom skýrsla verð-
gæzlustjóra um hið ægilega
verzlunarokur, sem braskið
með bátagjaldeyrinn og af-
nám verðlagseftirlitsins hefur
haft í för með sér. Fólkið er
að vakna til vitundar um
nauðsyn þess að breytt sé um
stefnu. Það er orðið lang-
þreytt á þeirri stjórnarstefnu,
sem leiðir yfir það sívaxandi
dýrtíð, verzlunarokur og
kjaraskerðingu.
STJÓRNARBLÖÐIN gera sér
þetta ljóst; og því hefur mikl
um felmtri slegið á þau við
birtingu skýrslunnar um
hækkun verzlunarálagningar-
innar síðan verðlagseftirlitið
var afnumið. Mánuðum sam-
an hafa þau barið höfðinu
við steininn, básúnað hina
„frjálsu verzlun“ sem allra
meina bót og sagt Alþýðublað
ið ljúga því, að okrað sé á
almenningi í skjóli hennar.
En svo kémur skýrsla verð-
gæzlustjóra, sem sannar
þetta svo afdráttarlaust, að
enginn vegur er lengur í
móti að mæla; sýnir meira að
segja, að okrið er enn þá ægi-
legra og blygðunarlausara en
nokkurn hafði órað fyrir. Og
nú reyna stjórnarblöðin.
hvert sem betur getur, að
„hala í land“ í bili og breiða
yfir það, sem þau hafa áffur
sagt afnámi verðlagseftirlits-
ins og okrinu til ágætis og
varnar!
ÞANNIG SEGIR Morgunblað-
ið t. d. í gær: „Almenning-
ur á rétt á að vita sannleik-
ann um þessi mál. Til þess
hefur áreiðaplega aldrei ver-
ið ætlazt, hvorki af hálfu rík
isstjórnarinnar né verzlunar-
stéttarinnar, að aukið verzl-
unarfrelsi ætti að skapa
nokkrum manni tækifæri til
þess að okra á almenningi.
Það hefur þvert á móti ver-
ið höfuðtakmarkið með beirri
breytingu, að skp,na þjóðinni
bætt tækifæri til þess að velja
á milli viðskipta við verzlun-
araðila eftir því, hvernig inn
kaup þeir gerðu cg hversu
hagstætt verð væri á þeim
vörum, sem þeir hafa á boð-
stólum. Þeir, sem kynnu að
hafa misskilið þennan höfuð
tilgang aukins verzlunarfrels
is og notað tækifærið til ok-
urs og óviðurkvæmilegra við
skiptahátta, hafa farið mjög
villir vegar og hljóta að. sjálf
sögðu að hitta þar sjálfa sig
fyrir“.
OG HITT AÐALSTJÓRNAR-
BLÁÐH), Tíminn, sem sagði
í sumar, að kaupfélögin væru
nægilegt verðlagseftirlit, seg
ir einnig í gær: „Það er sjálf
sögð krafa, að skýrslur verð-
lagseftirlitsins um þessi mál
verði birtar og fyllri upplýs-
inga aflað en nú liggja fvr-
ir. Skýrslur þessar verður og
að birta þannig, að það sjáist
svart á hvítu, hvaða verzlan-
ir hafa mest misnotað aðstöðu
sína. Það er ekki nóg: að
skýrslurnar segi, að heildsali
eða verzlun hafi haft til-
greinda okurálagningu í
frammi, heldur eiga menn
heimtingu á að vita, hvaða
heildsala eða verzlun er um
að ræða. Annars er líka varp
að grun og ásök’yium á verzl
unarstéttina alla vegna glæfra
verka nokkurra einstaklinga
hennar. Það er svo stjórnar-
valdanna að draga réttar á-
lyktanir af þeim upplýsing-
um, sem hér liggja fyrir . .
ÞANNIG SKRIFA Morgun-
blaðið og Tíminn þessa stund
ina. Það leynir sér svo sem
ekki, að þau eru hrædd. En
að andinn er sá sami og áð-
ur, má sjá á eftiríarandi um-
mælum Tímans, einnig í gær:
„Athyglisvert er það, að þrátt
fyrir bátaálagið og okurálagn
ingu þL sem hér um ræðir,
er verð margra yaranna þó
lægra í útsölu en það var á
svarta markaðinum í stjórn-
finnst íbúunum að þeir séu hafð
ir aS hornrekum í borginm, að
ekki sé sinnt þeirra málum og
allt látið reka á reiðanum um
framkvæmdir hjá beim.
ÞEIR HAFA ÁTT við vatns-
leysi að stríða í mörg ár, jafn-
vel svo lengi sem þeir muna, og
við þetta bætist svo sleifavlag
og framkvæmdalinnka á öðrum
sviðum. Sjálfir eru íbúsrnir
farnir að bera framkvæmda-
leysið við Lokastíginn saman
við hin frægu vinnubrögð á
Hafnarfjarðarvegi í allt samar
— og er þá langt til jafnað. En
vel væri nú ef bæjaryfirvöldin
tækju á honum stóra sínum og
gengju alveg frá þessari litlu
götu, en Lokastígurinn er ein af
fábýlustu götum borgarinnar.
UPPLJÓSTRANIR Alþýðu-
blaðsins um hið taumlausa ok-
ur hefur vakið fádæma athygli.
Altúngujstu setningarnar, sem
maður heyrði á fimmtudaginn
og í gær var þessi. „Það er ekki
furða þó að lítið verði úr laun-
unum hjá manni“. Yið Alþýðu
blaðsmenn getum ekki ásakað
okkur fyrir það, að hafa ekki
bent á það fyrir siðustu kosn-
ingar hver afleiðingin mvndi
verða ef kjósendum missýndist.
Við vöruðum fólkið við. Nú
þarf það ekki framar að hafa
orðin ein til að sanna það mál.
Reynslan er fengin.
OKRURUM HEFUR VERIÐ
sleppt lausum til að féfletta al
menning. Og okrið liefur hann
kallað yfir sig. Framsóknarf’okk
urinn vann á við siðustu kosn-
ingar með slagorðinu. „Gegn
allri fjárplógsstarfsemi." Það
eru sameiginlegar hendur Pjálf
stæðisflokksins og Framsóknar
sem hafa opnpð hliðin fyrir okr
Framh. á 7. síðu.
artíð Stefáns Jóhanns . . .
Af þeim ástæðum ferjt Al-
þýðublaðinu og Alþýðuflokkn
um heldur ekki, a.ð láta mik
ið yfir þeim mistökum, sem
hér hafa átt sér stað“. Með
öðrum orðum: Tíminn getur
ekki neitað sér um það, að
taka enn einu sinni upp vörn
fyrir okur hinnar „frjálsu
verzlunar". Og vörn hans er
sú, að þrátt fyrir allt sé ok-
urálagning og verð hennar þó
lægra en það var á .svarta
markaðinum, þegar vöru-
þurrðin var sem mest í land-
inu sökum gjaldeyrísskorts!
Það má sannarlega segja, að
Tíminn sé lítillátur fyrir hönd
hinnar „frjálsu verzlunar"! •