Alþýðublaðið - 10.10.1951, Síða 6

Alþýðublaðið - 10.10.1951, Síða 6
ALÞYÐUBLAÐIO Miðvikudagur 10. október 1951 Framhaldssagan 77 Helga Moray I Leifur Leirs: IN MEMORANDUM. Orkt fyrir munn sextúgrar frúar norður á landi. Ég ætti ekki að dæma þær ungu hart; sem ung ég brallaði líka margt. Og fögur mér leizt jafnan firð- Má dröfn. þegar „Fylla“ skreið inn á ytri höfn . .. Þá var ég .ung og sólgin í sjan- sen; at sværme paa dansk var ei talið Ijótt. í faðmi Pedersen, Fritz og Hansen var fljót áð Iíða mörg júnínótt. Ég þekkti ekki party og því síð ur geim, og þá fór engin í „convay“ heim, því á gægjum seint, bak við gluggatjöld lágu gamlar skrunkur hvert hvert Fyllukvöld. Þá var ég ung . . . En Bauninn var flink til allt Friluftsport og fjandann gaf í öll húsaport, svo athvarfi réði hvort áttin blés um Örfirisey eða Lauganes. Þá var ég ung . . . Og ástin var sjálfri sér alltaf lík úti á Granda og við Rauðarár- vík; margt Dansk-Islandsk-Samfund við Grandagarð að giftingu í skynd.i út á landi varð. Þá var ég ,ung . . . Já, þá var ég ung, og þótti heit, þétt og bústin, — en hvei-gi of feit; á trönuskóm. haftpilsi og hnakkaklippt ég hef margan Pedersen friði svipt. þá var ég ung . . . Og — enn kemur s'tundum upp í mér, óró og þrá, . . . Já, fyrir ber að hvíslar mér rödd svo hljóm- þýð og blöd: „Hyss, min pige, vær rigtig söd.“ Þá var ég ung og sólgin í sjansen, at sværme paa dansk var ei talið ljótt. í faðmi Pedersen, Frits og Han- sen var fljót að líða mörg júnínótt. GENGH) UNDIR LEKA. Verðlagsmálin eru nú mjög til umræðu í þinginu, meðal onnars hefur eitthvað verið minnst þar á hið maigumtalaða okur, og hafa margir ábyrgir forystumenn þjóðarinnar látið Ijósið sitt skína í því sambandi. Einna skærast skein ljós Ey- steins við útvarpsumræðurnar á mánudag; hánn komst sem sé að þeirri niðurstöðu, að það væri öllum aðiljum ólíkt betra og heppilegra, þegar þeim, sem hefðu öðrum fremur tilhneig- ingu til að okra á náunganum, væri það frjálst, heldur en þeg ar þeir yrð.u að síelázt til að svala þeirri fýsn sinni í laumi í þrássi við lög og reglugerðir, eins og verið hefði í tíð fyrir- rennara hans. Með öðrum orðum, — þarna virðist Eysteinn hafa dottið of an á ráð, sem er líklegt til að betrunbæta mannskepnuna í einum hveili, svo að hvorki þekkist synd né glæpur með þjóð vorri, ef til þess verður gripið! Það þarf sem sé ekki annað en nema brott úr lögun- um öll ákvæði sem banna mönn um að fremja afbrot.in, og verða þá afbrotin á sömu stundu ekki bein afbrót framar og sá, sem brýtur, ekki heldur neinn af- brotamaður, þar sem framferði hans stríðir ekki gegn neinum lagaákvæðum. Á meðan al- menningsálitið er að venjast þessu, getum við sagt sem svo, að það sé vitanlega ósköp leið- inlegt, að menn skuli gera þetta, — gn ólikt sé þetta samt betra heldur en áður fyrr rneir þegar menn gátu ekki fallið fyrir fréist ingunni nsma að fremja um leið lagabrot .... Önnur nýstárleg kenning kom og fram hjá sama manni við sömu umræður; að sökin væri allt eins mikil hjá þeim, er vegna heimsku sinnar og að gæzluskorts létu féfletta sig, og hjá þeim, er féflettu þá. Virðist af þeirri kenningu mega ráða að í undirbúningi sé lagabreyting, er nemi úr gildi viðurlög við því að notfæra sér heimsku annárra til fjár eða ó- bata. Hvernig væri þá að setja um leið viðurlög við því að láta okrara féfletta sig. og refsa þeim strangléga, er fyrir þeirri ógæfu yrðu? Sömuleiðis mætti birta nöfn þeirra fáfræðinga, öðrum 'til viðvörunar .... Saga frá SuSur-Afrfku vel, að þráin eftir Páli van Riebeck brennur í huga þér ög bióði eins og óslökkvandi bál. Ég vildi fengin geta gert eitt- að til þess að lægja þann loga, en við vitum báðar, að hvorki er það á mínu færi né nokkurr- ar manneskju annarrar. Og ég er enn við það heygarðshornið, að hann kunni að vera þér reið ur; við Hollendingar erum seinir til reiði, en gleymum ; hinsvegar seint mótgerðum. Það er okkar skapferli“. „Heimska. Enginn getur ver- ið neinni manneskju reiður ár- , um saman, og þaðan af sízt, ef i hann ann henni.“ Og Katie gramdist sáriega, að hún skyldi verða að beita öllu sínu vilja- þreki til þess að ekki heyrðist gráthreimur í rödd hennar. „Nei, María mín; ég hef fyrir löngu sætt mig við að horfast í augu við staðreyndirnar. Páll van Riebeck vill hvorki líta mig né barn sitt augum, — og ég er búin að má minninguna um hann á brott úr hjarta mínu, hvort sem þú trúir því eða ekki.“ María brosti. ,,Ég vildi gjarna geta trúað því, sem þú segir ,Katie mín. Eins og þig eflaust rekur minni til, þá er langt síð- an, að ég gaf þér einmitt þetta ráð. Gleymdu honum, sagði ég, og veittu einhverjum öðrum manni ást þína. Þegar allt kem- ur til alls, sagði ég, er hver karlmaðurinn öðrum líkur. En við verðum, samt sem áður, að vera réttsýnar í garð Páls van Riebeck; það er ekki fyrir að synja, að starf hans hafi hindr- að hann í að koma hingað, og eins er ekki héldur loku fyi-ir það skotið, að ósigurinn við Bcomplaats valdi þár nokkru um. Allt þetta veizt þú eins vel og ég, Katie.“ „Þú reynir á allan hátt að hugga mig, María, og ég veit, að þér gengur aðeins gott til þess,“ svaraði ÍSiatie. „En ég er ekki neitt barn lengur. Búarnir 1921. 10. október. 1951. óskast til að veita forstöðu mötuneyti í Olíu- stöðinni í Hvalfirði. — Góð fagþekking nauð- synleg. — Nánari upplýsingar gefur Magnús Maríasson stöðvarstjóri, á skrifstofu vorri í Sambandshúsinu klukkan 2—3 eftir hádegi miðvikudaginn 10. október. Olíufélagið h.f. hafa þegar hlotið viðurkenningu | sem sjálfstæðir menn Og leyfi jtil þess að stofna sitt eigið lýð- veldi. Páll van Riebeck hcíur því komið fram ödum þeim kröfum, er hann barðist sem mest fyrir, og enda þótt hann á sínum tíma biði ósigur við I Boomplaats, væri ekkert því til j fyrirstöðu, að hann gæti kom- ið hingað sem sigurvegari og ! hetja.“ Hún drakk kaffið. „Nei; j við skulurn ekki ræða þetta . mál meira; það er úrætt og þar , verður engu um þokað héðanj ( af. Hver veit nema einhver sá verði á vegi mínum í Höfða- borg, er ég get veitt ást mína.“ Iíún laut að Maríu og lagði hönd sína á arm hennar. „Þú verður að láta þér ski’jast það, María , mín, að ég get ekki fellt hug til Ineins þeirra manna, sem mér ihafa staðið til boða hér í ný- ^lendunni, enda þótt ég viti, að |margir þeirra eru allra vænstu ^menn og myndu hafa reynzt (mér vel í hvívetna. Ég veit, að i þú láir mér þetta ekki . . . . “ „Sannarlega lái ég þér það ekki. Hér er enginn maður þér samboðinn, það viðurkenni ég fúslega. í Höfðaborg kemst þú hins vegar í kynni við menn af ýmsum þjóðflokkum, Frakka, íra og JafnveLHollend- inga, sem láta sig engu varða, þótt þeir verði að búa meðal Breta. Þar hlýtur þú að finna einhvern, sem þér er í raun og sannleika samboðinn.“ ;.Og ég verð auðug, María,“ mælti Kaie, og rödd hennar var þrungin fögnuði og hrifningu, eins og jafnan, þegar hún minntist á gullið. „Ég hef af- ráðið að kaupa stórt og fallegt hús í Höfðaborg, og þar búurn við svo öll, mamma, systur mínar, Aggie,' ég og drengirnir. Og . . . .“ Hún þagnaði við, er hún minntist Sean. „Ó, María, — viitu gera bón mína? Vilt þú annast legstað Seans fyrir mig, þegar ég er farin? Ég hef gróðursett blóm á ieiði hans.“ Enn þagnaði hún við, því að klökkvinn bar rödd hennar of- urliði. | „Það skal ég gera, Katie mín; það er ekki nema sjálfsagt.“ I „Á meðan Sean lifði, þótti mér hann alltaf veiklyndur og (viðkvæmur,“ mælti Katie enn. ',,Nú er mér ljóst, að hann var (að mörgu leyti þrekmeiri og sterkari en ég. Hann hataði þau örlög, sem lífið hafði búið okk- ur; samt sem áður heyrðist hann sjaldan kvarta. Hann unni méresvo heitt, að ástin veitti honum þrek til að þola og þjást möglunarlaust, mín ivegna.“ Hún þerraði tárin af hvörmum sér. „Ég verð þér innilega þakklát, María, ef þú annast gröf hans í minn stað,“ hvíslaði hún. „Því heiti ég, Katie. Eins og þú veizt, þá er annar legstaður, sem ég vildi fegin getá annazt, ieiðið hennar Stephaníu litlu; en um það þýðir ekki að tala, og þú rnunt skilja, hvernig mér er innanbrjósts, engu síður en ég skil tilfinningar þínar. Hafðu engar áhyggjur af því, Katie mín: ég skal sjá um leiðið, eins og þar hvíldi einhver ástvina minna. Og nú fellum við ekki fleiri tár að sinni, og hressum okkur á kaffisopanum. Eins og þú eflaust veizt, Katie, ert þú fyrsta manneskjan, sem flyzt lifandi á brott úr þessari ný- lendu; það Mtur út fyrir, að allt sé komið í fastar og öruggar skorður hérna hjá okkur og að menn uni hag sínum al- mennt vel. Það er eins og það á að vera.“ „Þar er ég víst eina undan- tekningin, María“, varð Katie að orði. „Enda þótt ég hafi dvalizt hérna árum saman. hef ur sál minni alltaf verið tV-r- skipt.“ Hún stóð upp og tók að ganga um gólf, gripin annar legu eirðarleysi. ,,Eg er orðin svo þreytt, María; þreytt á h'armi mínum og samt enn þreyttari á því veiklyndi mínu og ístöðuleysi, að mór skuli ekki enn hafa tekizt að varpa af mér oki hans. Og ég er orðin sárþreytt á endurminningunni um Pál, hranaskap hans og hverflyndi. Þú getur því ekki gert þér í hugarlund hversu ég er innilega fegin því, að ég skuli mega hverfa á broti> héð- an og breyta um umhvei'fi. Þegar til Höfðaborgar kemur, varpa ég af mér öliu oki, densa og skemmti mér og kaupi mér fegurstu skartklæði. Það verð ur eíns og í gamla daga og ég hlakka sannarlega til. . . “ Tárin streymdu af hvörmum hennar, og hún vissi ekki hvers vegna hún grét. Hvað var það sefn hún grét? Grét hún vegna þess, að henni þótti leitt. að verða að kveðja vini sína og kunningja í nýlendunni? Eða vegna þess, að hún hafði enn ekki varpáð algerlega frá séi’ þeirri von, að Pá’l van Riebeck kynni að leita aftur á fund hennar, enda þótt hún viídi ekki viðurkenna það, hvorki fyrir sjálfri sér né öði'um? Eða stafaði grátur hennar af því, að henni var Ijóst, að nú vai’ sam- bandi þeirra að fullu og öllu siitið? „Katie: vesalings Katit mín,“ stundi María og vafði hana örmum. „Gráttu,“ sagði hún og strauk hár hennar létt og b’íð- lega. „Gráttu burt allar minn- ingar um Pál van Riebeck og reyndu síðan að finna mann, sem þér er samboðinn .... mann, sem þú getur elskað og sem ann þér og gerir þig ham- ingjusama . . . . “

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.