Alþýðublaðið - 10.10.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.10.1951, Blaðsíða 8
Gerizí áskrifendur, að Alþýðublaðinu. [ Alþýðiíblaðið inn á hvert heimili. Hring- j ið í síma 4900 og 4906 Alþýðublaðið ' MitSvikudagur 10. október 1951 Börn og unglingaf Komið og seljið 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa Alþýðublaðið sférbæflr skilyrðin fi! úfgerðar ----------------+-----— Mikill hu<?ur í íbúum hinnar fornu sunn- lénzku verstöðvar að fá sér stærri báta. UNNIÐ HEFUR VERIÐ áð dýpkun sundsins við Stokks- eyri undanfarna fjóra mánuði. Ber Stokkseyrarhreppur helm- ing kostnaðarins við framkvæmd þessa á móti rikissj'óði, en vérkstjóri er Heigi Sigurðsson vélstjóri. Á þessu tímabili hafa átta menn unnið v.'ð dýpkunina, þar af tveir kafarar. Hefur fengizt með framkvæmdum þessum aukið dýpi, sem nemur einum metra, og mun nú eins hægt að nota 24 tonna báta á Stokkseyri og 16 tónna áður fyrr. ' -----------——---------♦ Éretar neita að viSurkeniur einhliða uppsögn Egypia BREZKA STJÓRNIN lýsti yfir því í gær, að hún viðurkenndi ekki einhliða uppsögn Egypía á samning imutn frá 1899 og Í936 og teldi hana ólöglega og markíausa. Segir í yfirlýsingunni, að framkoma Egypta í máli þessu sé hin furðulegasta, þar eð vit- að hafi verið, að Bretar hafi haft í undirbúningi nýjar til- lögur í deilunni og lagt alla á- herzlu á að ná samkomulagi. Lætur brezka stjórnin í ljós þá von, að vinsamleg lausn megi íakast, þrátt fyrir allt, og kveðst vera reiðubúin til samn inga. Herbert Morrison sat á rá|5- stefnu með sérfræðingum sín- um um Egyptalandsmál lengi dags í gær. Attlija forsætisráð- herra, sem er í kosningaleið- angri, hafði stöðugt símasam- band við utanríkismálaráð- herrann til að geta borið sam- an ráð sín við hann. Skólabörnum í Egyptalandi var gefið frí í gær, og fór mik- ill mannfjöldi kröfugöngu um götur Kairóborgar. Æpti hann: ,,Niður með Bréta og brezka yfirdrottnunarstefnu.í' Annars var allt með kyrrum kjörum í borginni. Alþýðublaðið heíur átt tal við Helga Sigurðsson um hafn- ardýpkunina á Stokkseyri og aðrar verklegar framkvæmdir þar eystra. Segir hann, að hafn ardýpkunin muni þegar hafa kostað um 200 þúsund krónur, og að nærri láti, að búið sé að vinna helming þess verks, sem mestu máli skiptir. Hefur hafn ardýpkunin stórbætt aðstöðu útvegsins á Stokkseyri, sem er gömul og fræg verstöð, og er mikill hugur í þorpsbúum að afla sér nýrri og stærri báta í stað hinna gömlu. Nú eru gerð ir út frá Stokkseyri fimm bát- ar, fjórir 14—16 tonn að, stærð og einn 24 tonn. Undanfarna mánuði hafa þrír Stokkseyrarbátar stundað reknetjaveiði. Þeir hafa aflað vel, 800—1700 tunnur hver. Síldin hefur verið söltuð í Grindavík eða flutt þaðan til Hafnarfjarðar í bræðslu. Þá hafa Stokksevringar í undirbúningi að gera holræsi úr Löngudæl niður í sjó, en það á líka að verða skolpræsi fyrir' þorpið að einhverju leyti. Enn fremur er byrjað á land- þurrkun í mýrinni fyrir ofan þorpið, en ræktun hefur fleygt fram á Stokkseyri tvo síðustu áratugi. Af þeim þægindum, sem Helgi Sigurðsson telur mesta nauðsyn á, er vatns- leiðsla um þorpið, en skilyrði til að afla góðs drykkjarvrtns eru þar ærið erfið. ---------■»---------- Lérus Johnsen varð íslands- meisiari í skák jSkemmtun FUJ í j jlðnó á fösludaginnj j FÉLAG UNGRA JAFN- j ■ AÐARMANNA í Reykjavik: ■ heldur fyrstu skemmtun; j | sína á þessu starfsári í Iðnó ■ ; á föstudaginn kl. 8,30 síð- j I ; degis. Skemmtiskráin er f jöl ; í ■ breytt: Ávarp félagsfor- ■ : manns, Kristins Gunnars-: j a 7 m ; sonar, 'leikþátt ( , upp est- : ; ur. bögglaunpbo'ð og dans.; | Fé’agar FUJ annast öll | : skemmtiatriði sjálfir. ■ 20. sýning á sjó- mannakabaretf- inum í kvöld 1 1 í KVÖLD kl. 7 verður 20. sýning Sjómannadagskaba- rettsins haldinn í Austurbæjar bíói, og hafa þá 12—13 þúsund manns séð kabarettinn. Frumsýning var eins og kunnugt er haldinn 1. október kl.. 9, og síðan hafa verið haldn ar tvær sýningar á dag nema á laugardag og sunnudag s. 1. voru þær þrjár. Hefur ætíð verið þéttskipað og áhorfendur klappað fjöl- listamönnunum óspart lof í lófa, enda er hér um að ræða eitthvert hið bezta úrval slíkra listamanna, er hingað til lands hafa komið. Sýningar halda á- fram til 15. október, og verða tvær á dag kl. 7 og 9, auk barnasýninga á laugardag og sunnudag. ---------♦---------- Vikivakar og nám- skeið í gömium dönsum EINS OG undanfarna vetur gengst Glímufélagið Ármann fyrir kennsiu í gömlum döns- um fyrir fólk á ýmsum aldri. Þriggja mánaða námskeið hefst í kvöld kl. 9 í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Marga undan- farna vetur hefur félagið einn ig haft vikivaka og þjóðdansa- æfingar fyrir telpur í tveim flokkum. Prentarar og járn- smiðir keppfu í gær HINN ÁRLEGI knattspyrnu kappleikur milli prentsmiðj- anna og járnsmiðjanna fór fram á íþróttavellinum í gær- kvöldi. Leiknum lyktaði með jafntefli, 0:0. í lið prentara vantaði land- liðsmanninn Ólaf Hannesson, sem ekki gat komið vegna anna. Eftir fimm leiki hafa prent- arar 9 stig gegn 1. — Dómari yar Hannes Sigurðsson, LÁRUS JOIINSEN varð fs- landsmeistar i í skak 1951. Hlaut hann 4% vinning af 7 og tapaði engri skák, en gerði jafntef’i við tvo keppinauta sína, Friðrik Ólafsson og Þórð Jörundsson. Næstir Lárusi urðu Friðrik Ólafsson og Þórður Jörundsson með 4 vinninga hvor. Eggert Gilfer, Sigurgeir Gíslason og Steingrímur Guðmundsson fengu 2 3/2 vinning hver, og Björn Jóhannesson hlaut 1 vinning, en hann varð a/5 hætta þátttöku í mótinu eftir þrjár skákir. Fyrsta æfing hjá þessum flokkum verður í kvöld í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar, kl. 7 hjá yngra flokki og kl. 8 hjá eldri flokki. Aðsókn að öllum þessum f’okkum hefur undanfarna vet ur verið meiri en hægt hefur verið að fullnægja. Er foreldrum, sem hafa hugs að sér að senda börn sín í vet- ur á æfingar, bent á að tii- kynna þátttöku strax. Gjald fyrir allan veturinn (7 mán.) er kr. 40,00. Kennari er sami og að undanförnu, frk. Ástbjörg Gunnars,dóttir. ., Fiskaflinn í ágúsf 55440 smálestir, þar af voru 3/464 smálestir síld --------«.----- Heildaraflinn fyrstu átta mánuði þessa árs 307.150 smáiestir. FISKAFLINN í ágúst 1951 varð 55.440 smál., þar af sílál 37.464 smál, cn til samanburðar má geta þess, að í ágúst 1950) var fiskaflinn 37.694 smál., þar af síld 18.861 smá'. Fiskaflinn frá 1. janúar til*~ 31. ágúst 1951 varð alis 307,150 smál.,- þar af síld 71,589 smál., en á sama tíma 1950 var fisk- aflinn 237,260 smál., þar af síld 34,508 smál., og 1949 var af’.- inn 25,750 smál., þar af síld 51,297 smál. Hagnýting þessa afla var sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 27.085 (26, 802), til frystingar 80,415 (46, 136), til söltunar 52,373 (93, 315), til herzlu 6235 (475), í fiskimjölsverksmiðjur 67,092 (34,489), annað 2361 (1535). Síld til söltunar 15,693 (7781), síld til frystingar 700 (2812), sííd til bræðslu 55,196 (23,915). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undanskilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjöls- vinnslu, en hann er óslægður. Ný og stórvirk olíuhreinsunar- stöð í írak FORSÆTISRÁbtlERRANN í írak tilkynnti í Ba"dad í gær, að þar í landi yrði reist innan skamms ný og stórvirk alíuhrcinsunarstöð og lögð á- herzla á aukna framleiðslu þessarar eftirsóttu vöru. Skýrði hann frá því, að stjórn hr^is hefði gert mjög hagstæða samninga um vinnslu og dreifingu olíunnar, og boð- aði, að helmingur ágóðans rynni til ríkisfjárhirzlunnar í írak. Utanríkisráðherra- ! fundur Norðurlanda MAGNÚS VIGNIR MAGN- ÚSSON, skrifstofustjóri utan- ríkisráðuneytisins, fór utan s.L laugardag til að sitja utanríkis ráðherrafund Norðurlanda, er haldinn verður í Stokkhólmi 10. og 11. þ. m. Utanríkisráð- herra getur ekM tekið þátt I fundi þessum vegna annríkis. ------------*-------- Nýjar viðræður Breta og Persa ? AÐSTOÐARUTANRÍKIS- MÁLARÁÐHERRA frans lýstS yfir því í New York í gær, affi stjórnin í Teheran væri reiðu-« búin að taka upp nýjar samn« ingaumleitanir við Breta urrji olíumálið, og lét liatin í ljós, að) góð von væri um samkomulag, ef Bretar tækju boðinu um ný$ ar viðræður. Þó tók hann fram, að fyrir- hugaðar samningaumleitanir gætu aðeins farið fram á- grundvelli þjóðnýtingarlag- anna, því að frá þeim myndu Persar ekki hvika. --------«--------- KENNSLU í söng hefur ver- ið bætt við í leikskóla þjóð- leikhúsins og hefur Sigurður Skagfield óperusöngvari veriði ráðinn til þess að hafa þá söng kennslu á hendi í vetur. .• Áhugakönnun skáta: Flestir kusu sér landbúnað, næsí- flestir siglingar og sjávarútveg i ÁHUGAKÖNNUN var látin fara frarn hjá þeim ungling- um, sem sóttu sýninguna „Hvað viltu vera?“ í skátaheimilinu /um helgina, og urðu úrslit þau, að fjölmennastur varð hópur þeirra, er kaus að leggja fyrir sig landbúnaðarstörf, eða 164 alls. Næstfjölmennastir ur'ðu þeir, sem kusu siglingar eða sjáv- arútveg, eða 159. Áhugakönnunin fór fram með þeim hætti, að unglingun- um var fengið blað og á það áttu þeir að rita nafn þeirrar starfsgreinar, sem þeir hefðu mestan hug á. Kennir margra grasa í svörunum, en þannig skiptast svörin eftir aðalflokk- um: Landbúnaðarstörf 164, siglingar og sjávarútvegur 159, iðnaður 125, flugsamgpng ur 130, alls konar bifreiða- stjórn 86, verzlunarstörf 49, alls konar opinber störf og þjónusta 142, óákveðið 133 eða alls 1061, en nánar tilgreint skiptast svörin milli 154 starfa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.