Alþýðublaðið - 14.10.1951, Page 3

Alþýðublaðið - 14.10.1951, Page 3
Sunnudagnr 14. október 1951. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 í DAG er sunnudagurinn 14. október. Ljósatími bifreiði og annarra ölrutækja er frá kl. 7 á kvöldi til kl. 7.30 að morgni. Næíurvarzla er í Lyfjabúð- inni Iðunn, sími 7911. Naetur- læknir er í læknavarðstofunni, sírni 50,30. Fíygferðir Loftleiðir: í dag ver'ður flogið til Akur- eyrar, ísafjarðar og Vestmanna eyja. Á morgun verður flogið til Akureyrar, Bildudals, Jsa- fjarðar, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja og. Þingeryar. PAA: í Keflavík á fimmtudögum frá Ncw York og Gande.r til Prestvíkur, Amsterdam og Frankfurt í Kefíavik á föstu- dögum frá Frankfurt, Amster- dam og Prestvík til Gander og New York. Skipafréttir Eimskip: Brúarfoss er í Hull, fer það- an til Grimsby, Amsterdam og Hamborgar. Dettifoss er vænt- anlegur til Reykjavíkur kl. 1800 í dag 13.10 frá Leith. Goðafoss kom til New York 9.10. frá Reykjavík. Gullfoss fór frá Reykjavik kl. 12 á hádegi í dag 13.10 til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fer frá Siglu firði síðdegis í dag 13.10, til Akureyrar. Reykjafoss er í Ham borg. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss kom til Néw York 4. 10. frá Reykjavík. Bravo lestar í London og Hull til Reykjavík ur. Vatnajökull lestar í Ant- ÚTVARPIÐ 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Kristian Schelderup biskup á Hamri í Noregi predikar; séra Þorgrímur Sigurðsson prestur á Staðastað þjónar f-yrir altari). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar :Louis Kentener • leikur á píanó (plöt-ur). 20.30 Einsöngur: Guðrún Á. Símonar syngur; Fritz Weiss- happel leikur undir. 21.00 Tónskáldakvöld: Níræðis- afmæli prófessors Bjarna Þor steinSsonar prests á Siglufirði: a) Guðmundur Hannesson fyrrv. bæjaríógeti flytur er- indi. b) Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur. c) Jón Þórarinsson flytur er- indi. d! Sönglög af pl.ötum. 22.05 Danslög (plötur). —• Á MORGUN: 19.00—13.30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Einarsson). 19.30 Þingfréttir. — Tónleikar 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þór arinn Guðmundsson Stjórn- ar. 20.45 Um daginn og veginn (Páll Kolka héraðslækn'ir). 21.10 Einsöngur: Vladimir Ros ing sy'ngur (plötur). 21.25 Erindi: Um starfsíþróttir (Árni G. Eylands stjórnar- ráðsfulltrúi). 21.50 Tónleikar: Xavier Cugat og hljómsveit hans leika (plötur). 22.10 Létt lög (plötur). Fyrir nokkru kom japönsk sendinefnd til aðsetursstaðar sam- einuðu þjóðanna í Lake Success. Myndin er af tveimur jap- önskum fulltrúum, þar sem þeir ræða við aðalritara samein- uðu þjóðanna, Trygve Lie. werpen 15.16.10 til Reykjavík- ur. Ríkisskip: Hekla var á íisafirði síðdegis í gær á norðurleið. Esja kom til Reykjavíkur í gærkvöld að aust an úr hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er á lciðinni til Rej/.javíkur að vestan og norðan. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vest mannaeyja. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Abo í Finn- landi. Arnarfell er í Genova. Jökulfell er í Guayaquil. Eimskipafélag Reykjavikur Katla hefur væntanlega far- ið í gær (láugardág) frá New York til Cuba. Fundir Blaðamannafélag íslands heldur fund í dag kl. 1.30 að Hótel Borg. Rætt urn norrænan blaðamannafund á Tslandi. Brúðkaup Nýlega voru gefiii samán í hjónaband afséra Jakobi Jóns- syni ungfrú Birna Soffía Krist- jánsdóttir frá Dalvik og Helgi Jakobsson stýrimaður, einnig frá Dalvík. Þá hefur séra Jak- ob Jónsson géfið’ saraan í Hall- grímskirkju Valgerði Ármanns dóttur, Miklubraut 20, og Krist berg Guðjónsson, Snorrabraut 124. Ennfremur hefiw sami prestur gefið saman, einnig í Hallgrímskirkju, Hálidóru Guð borgu Ármannsdóttúr, Miklu- braut 20 og Benedikt Jótisson vélstjóra Fálkagötu 7. Brúðirn - ar eru sj'stur. í gær voru gfifui1 saman í hjónaband af séra Þorstéin Björnssyni, Hjördís Ágústsdót't- ir, Rafstöðinni við Eiliðaár, og Pétur Gujónsson rakari, Laug- avegi 132. í gær voru gefin saman í hjónaband Brynhildur Björg- vinsdóttir, Egilsgötu 28, og' Snorri Guðlaugsson, sama stað. Séra Þorsteinn Björnsson gaf þau saman. Söfn og sýningar Þjóðminjasafnið: Lokað um óákveðinn tíma. Þjóðskjalasafnið: Opið kl. 10—12 og 2—7 alia virka daga. Landsbóltasafnið: Opið kl. 10—12, 1—7 og 8— 10 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 10—12 og 1—7. Vaxmyndasafnið í þjóðminjasafnsbyggingunni er opið daglega frá kl. 1—7 e. h. en sunnudögum frá kl. 8--10 manna sver af sér öll samfök um verðlag FÉLAG ÍSLENZKRA STÓR- KAUPMANNA hefur sent blað inu svofeilda yfirlýsingu: „Félag íslenzkra stórkaup- manna lýsir því hér með yfir, að gefnu tilefni, að það hefur ekki gerzt aðili að neinum sam tökum við aðra verzlunaraðila um hækkun verzlunará'agning ar. Ekki hafa heldur nein sam- tök- átt. sér stað viðvíkjandi hækkun álagningar milli stór- kaupmanna innbyrðis“. ---;-------«.---------- Aldur hljóm- sveitarinnar Eftirfarandi at.hugasemd héfur blaðið verið beðið að birta: VIÐTAL ÞAÐ, sem birt er í ríkisútvarpinu og blöðum bæj- arins við hr. Olav Kie’land, norska hljómsveitarstjórann, bendir til þess, að hann hafi fengi.ð ófullnægjandi upplýs- íngar um hljómsveitarmál okk ar, Niðurstaða hr. Kie’lands miðast við aldur hljómsveitar- innar, sem hann telur „aðeins tvö ár“. Hér ber. mikið á milli. Hljómsveit Réykjavíkur var stofhuð árið 1923. Frá þeim tíma, eða í 28 ár, hefur þráð- urinn aidrei slitnað, þótt á , ýmsu hafi gengið Raunin er ó’ygnust, en' tala þeirra hljóm- , leika er „legio“, sem hljóm- i sveitin hefur haldið á þessu nefnda árabiii. Naffi hijómsveitarinnar er aðeins tveggja ára.- Grundvöll urinn var ’agðúr éiiís óg fýrr segir árið 1923. í bessu ljósi skýrist skoðun hr. Kiellands á hljómsveitinni og bjartar fram tíðarvonir hans um starf henn ar; sem öllum ætti að vera gleðiefni/ Reykjavík, 12. október 1951. Heigi Ha’.lgrímsson. NÝLEGA ER LOKIÐ þingi íþróttakennara,- sem haldið var að tilhlutan fræðslumála- stjórnarinnar. Var þing þetta þriðja í röðinni. Hið fyrsta var haldið að Laugarvatni 1941 og hið annað í Reykjavík 1945. Björn Ólafsson, menntamála ráðherra setti þingið í JVte'inta skólanum í Reykjavík mámidag inn 24. september sl. og voru þá masttir um 90 starfandi i- þróttakennarar víðs vegar að af landinu, auk margra gesta og áhugmanna um jbr.ó.ttamái. Forsetar þingsins \ l‘ru kail Guðmundsson og Sigríður Vai geirsdóttir, en ritarar Ansrján Benediktsson og Unnur Ágústs dóttir. Þingjð starfaði í þrjá daga, en því var slitið í Breiðfirðrnga búð að kvöldi miðvikudagsins 26. september sl> Meðal gesta þar voru fræðslumálastjóri og forseti Í.S.Í. í sambandi við þingið leið- beindi Jón Þorsteinsson um örvunaræfingar. Á þinginu flutti dr. Matfiiías Jónasson erindi um líkoms- þroska og námsgeíu barna og Bragi H. Magnússon um íþrótja mál og verður drepið á þ:|r helztu hér: Varðandi íþróttaþennara- skóla íslands taldi þirgið brýna nauðsyn bera til, að'stárfsskil yrði hans yrðu bætt og framtíð ar skipulag hans á kveðið hið fyrsta. Einnig var samþykk! á skorun til menntamálarácu- neytisins, að’ það sfcuðli að því, að leiðbeinendadeiid fyrir á- hugamenn um íþróttir geti sem allra fyrst tekið til starfa á Laugdrvatni. Nefnd frá þinginu ræddi við skólalækna Réykjavikur og var það sameiginlegt álit þeirra lækna og þingsins, að af heilsu farslegum ástæðum mætti ekki sk'erða þann tíma, sem lög um samkvæmt á að verja til í- þróttanáms í skólum, og að nauðsyrilegt væri, að við sér- hVern skóla í lar.dinu væri fást ur skólaiæknir. er hefði náið samstarf við kennara og skóla- stjóra um heilsufar nemenda. Þingið lýsti ánægju sinrii á því, að menntamálaráðherra skuli hafá skipað milliþinga- nefnd til endurskoöunar »á i- þróttalögunum og- votiar þeim mönnum, sem í þá nefnd voru valdir fyllsta traust. í sambandi við endurskoðun íþróttalaganna lagði þingi á- herzlu á eftirfarandi: 1. Að íþróttafulitrúi ríkisins verði ráðinn eftir sömu reglum oe aðrir embættismenn ríkis- ins. ■ 2. Að séð verði um að beir nemendur, sem eklíi þol? al- mennar skólaíþrófctir, fái lík- amsæfingar við sitt hæfi. 3. að alþingi veiti íþróttasjóði i áfram árlegt fram’ag, svo sem ]Verið hefur, þótt íþrótíaveð- banka verði komið upp til j reynslu. Að lokum voru sv.o eftirfarandi tillögur sambykkt | . ,íþxóttakennarabi ngi.ð, ,held- ið í Reykjavík dagana- 24:—26. september 1951 skorar a dóms málaráðuneytið, að þaö semji og geíi út sem fyrst reglugerð um notkun hins íslenzka þióð- fána.“ i Iþróttakennaraþingið hét aö styðja frjálsar íþróttaiðkanir skólanemenda til þess að auka fjölbreytni í skólaíþróttum og . í þessu sambandi var kosrn nefnd til þess að vinria að st.ofn un íþróttafélaga í skólum og íþróttasambands þeirra á milli, í samráði við stjórn iþrótta- bandalags skóla í Reykjavík og | nágrenni. Við þingslit var samþykkt að I senda menntamálaráðherra I kveðju frá þinginu. i Fræðslumálaskrifstófan. Skuldabréf Elli- gamla fóikið DAGLEGA er beðið fyrir gamalt og iasburða fólk. Vand- ræðin eru víða mikil og þörfin I brýn fyrir húsaskjól og hjúkr- I un. — Margsinnis hefur verið um þetta rætt og ritað. og svo ! var hafin viðbygging við þessa I sofnun fyrir nokkru, til þess að (bæta við’ enn á ný 20—30 vist- , plássum. I Viðbyggingin kostar að sjálí- sögðu mikið fé; — allt er dýrt (nú á tímum —; og hefur bæjar- | stjórn Reykjavíkur 'ofað ríflegu byggingarframlagi, kr. 350 000, I á þessu ári og kr. 350 000 á þvi næsta. — En þar að auki þarf um kr. 500 000 til þesara fram- kvæmda. Handhafaskuldabréí, 500 stk. — fást. í skrifstofu elli- og'- hjúkrunarheimilisins Grund ar :— hvert að upphæð kr. 1000 samtals kr. 500 000, til 20 ára !með 6U ársvöxtum, hafa verið jgefin út í þeirri trú, að fó’kið í landinu vildi lána fé, svo unnt .verði að komá þessari nauðsyn- llegu viðbót upp. — Af.þessum bréfum er búið' að seija 42 ! skuldabréf, og eru því eftir 458 j ennþá. Fyrir nokkru skrifaði' ég greinarkorn um þetta mál og seldist þá e-itt bréf.—• Var það 1 gömul kona. sem það keypti, óg hafði hún áreiðanlega ekki mikil auraráð. — En hún lagöi Framhald á 7. síðu. Ferðaskrifstofa ríkisinS gengst fyrir skemmtun í Sjálfstæðishúsinu, miðvikudaginn 17. október kl. 20.30 fyrir þátttakendur í utanlandsferðum skrifstofurinar og gesti þeirra. Á méðal skemmtiatriða verður revya úr Skotlands- íör og þrír beztu skemmtikraftar, sem nú er völ á í Reykjavík. Aðgöngumiðar og upplýsingar í Ferðaskrifstofunni frá mánudegi. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.