Alþýðublaðið - 14.10.1951, Síða 5
Súnmídágur 14. október 1951.
ALÞÝÐUBLAOIÐ
Bœkur og höfuudar:
ÁfmæHskveðja fil læriföður
Á góðu dægri. Afmælis-
kveðja til Sigurðar Norda’s
14. september 1951 frá
yngstu nemendum hans.
Ritgerðir. Helgafell. Vík-
ingsprent.
SIGURÐUR NORDAL varð
hálfsjötugur 14. september, og
í tilefni þess efndu yngstu nem-
endur hans í ritgerðasafnið „Á
góðu dægri“. Bókin er afmælis-
kveðja til Norda’s frá 34 nem-
endum hans í norrænudeild há-
skólans, en nöfn þeirra prýða
heila blaðsíðu fremst í bókinni
bak við formála eftir Ragnar í
Smára, sem ber atorkumannin-
um og áhugavarginum skemmti
legt vitni, því að hann er aðeins
53 orð með ávarpi og undir-
skrift. Hins vegar eru ritgerð-
írnar fjórtán talsins eftir jafn-
marga höfunda og bókin sæmi-
lega vaxtarmikil, 224 blaðsíður
í stóru broti. Fer rtaumast hjá
bví, að mörgum leiki hugui-' á
að lesa bók þessa, og hún mun
þegar orðin ærið umræðuefni
manna meðal, enda hefur verið
skotið á hana vatni úr tveimur
fallbyssum og ekki laust við, að
hún hafi óhreinkazt.
Undirritaður gæti bezt trúað,
að ritgerðasafn þetta sé dágóð
spegilmynd af norrænudeild
háskólans eins og hún hefur
verið undanfarið. Ritgerðirnar
eru ekki tilþrifamiklar, en höf-
undarnir tína ýmislegt til og
virðast vera nákvæmir og sam-
vizkusamir. Þeir hr-fa ætlað að
gefa bókinni fræðisvip, en eru
ekki orðnir miklir meistarar í
íþrott sinni, sem naumast var
heldur við að búast, því að höf-
undarnir eru flestir ungir og
nýs’oppnir frá prófborðinu.
Mestur fengur er að framlagi
þeirra, sem elztir eru, og engin
ritgerðanna mun verða ta’in
bókinni til sérstakrar óprýði.
Hitt er annað mál, að efniviður
sumra höfundanna er með þeim
hætti, að úr honum verða
naumast smíðaðar gersemar.
En það kynni auðvitað ekki
síður að stafa af lítillæti en
klaufaskap.
Þýðing Kristjáns Eldjárns á
Draumkvæðinu er langsam-
lega listrænasti skerfur þeirra,
sem lagt hafa „Á góðu dægri“
að mörkum. Mann grunar strax
við fyrsta lestur, að hún muni
verða langlíf í íslenzkum bók-
menntum, og hún þolir mætar
vel gaumgæfilega og jafnvel ó-
nærgætnislega athugun. Rit-
gerð Lárusar Blönda’s um
Grýlu, fyrri hluta Sverris sögu,
er sömuleiðis afreksverk á sínu
sviði, og hún myndi tvímæla-
laust sóma sér í hvaða riti, er
fjallaði um norræn fræði.
Bjarni Vi'hjálmsson á einnig í
bókinni góða grein um orðasmíð
Sigurðar skólameistara og virð-
ist hvergi blóðga sig á því
hraungrýti í aldingarði íslenzk-
unnar, sem nýyrði þessa snilld-
armanns voru. Ritgerð Finn-
boga Guðmundssonar er í senn
fræðffleg og skemmti’ega fram
sett, og þáttur Björns Þorsteins
sonar mun í góðu gildi, þó að
tiltínslan virðist nokkuð mikil.
Helgi J. Halldórsson hefur leyst
viðfangsefni sitt vel af hendi,
grein hans er fjörleg og bregð-
ur upp glöggri mynd af bak-
grunni ,,íslandsklukkunnar“, þó
að mjög sé raunar stik'að á
stóru. Undirritaður taldí held-
ur ekki ástæðu til að reiðast
Flosa Sigurbjörnssyni eða
Gunnari Finnbogasyni, en þar
munaði þó mjóu.
Hér skal enginn dómur lagð-
ur á ritgerð Árna Böðvarsson-
ar, nema hvað höfundi hennar
væri ekki vanþörf á að afla sér
nýrri og =kárri heimilda um
uppruna Ársæ’s Sigurðssonar
kenna,ra. En ósköp er hvimleitt,
að Mýrdælingur skuli gerður
að Landeyingi í ritsmíð, sem á
að vera sérfræðileg, þó að Ár-
sæl’ væri svo sem fullsæmdur
af blessuðum Landeyjunum og
raunar hverri annarri sve:t
Rangárþings. Greinar Haralds
Matthíassonar. Jóns Aðalsteins
Jónssonar og Ólafs M. ÓJafs-
sonar lætur undirritaður liggja
milli hluta, en mundi hins
vegar ekki taka í mál að lesa
þær aftur. Karólína EinarsdóttT
ir er augsýnilega dável ritfær,
en hitt er stórfurðulegt, að
nokkur sku’i nenna að tína til
kven- og lagarlíkingar í ljóðum
Einars Benediktssonar og vera
samt í sjöunda himni hrifning-
ar á skáldskap hans. Þetta er
eins og að tína hrossatað á
Þingvelli og ætlast svo til, að
það sé haft til sýnis í lista-
safni ríkisins! Runólfur A. Þór-
arinsson skrifar um athugun
sína á inngangsorðum í beinni
ræðu í íslenzku, Það efni er
sæmilega girnilegt til fróðleiks,
en val Runóifs á höfundum og
bókum hins vegar fjarri Jagi.
Hann velur Bandamanna sögu,
„Mann og konu“ eftir Jón
Thoroddsen, „Móður ísland“
eftir Hagalín, „Hið ljósa man“
eftir Kiljan og „Skip heiðríkj-
unnar“ eftir Gunnar .Gunnars-
son. Valið á bókum Hagalíns og
Kiljans er kjána’egt, því að
„Sturla í Vogum“ og „Sjálf-
stætt fólk“ eða „Ljósvíkingur-
inn“ hljóta að vera miklu auð-
ugri garður í þessu efni. Þó er
sýnu verra að taka ekki til at-
hugunar rit eftir Einar H.
Kvaran, Jón Trausta og sér í
lagi Guðmund Friðjónsson til
að sýna þróunina frá Jóni
Thoroddsen til nútímahöfund-
anna. Þessari ritgerð hefði átt
að henda aftur í höfundinn og
skipa honum að gera betur.
Undirritaður fær svo að lok-
um ekki dulið þá skoðun sína,
að bók þessa hefði átt að tengja
Sigurði Nordal á annan hátt en
með ávarpsorðum á titilsíðu,
fljótaskrift kostnaðarmanns
hennar ög nafnalista eða út-
drætti úr nemendata'i. Hvers
vegna tók sig enginn til og
samdi ritgerð um „ógleyman-
lega kennslu og vakandi um-
hyggju“ Nordals? Einhvern
tíma hljóta þó þessir eða aðrir
nemendur hans að lóta af slíku
verða og Sigurði Norda’ er
sannast að segja ekkert vand-
ara um að lesa þá lýsingu á
honum sem manni og læriföður
en hinum, sem koma til með að
hfa hann. Vonandi líða ekki
íslendingar undir lok, þegar
hann ekur vagni sínum yfir
landamæri lífs og dauða.
Helgi Sæmundsson.
Kennarafundur
á Ákranesi
KENNARAFUNDUR fyrir
kennara á námstjórasvæði
Stefáns Jónssonar var haldinn
á Akranesi dagana 5. og 6. þessa
mónaðar, en námstjórasvæði
VELTAN l
Sfórfenglegustu hlufaveltu ársins heldur
Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Verka-
mannaskýlinu við höfnina sunnudaginn 14. þ. m.
Opnað kl. 2 eftir hádegl.
Á Muíaveltu þessari eru kytístrin öll af
.Flugferð til ísafjarðar með Loftleiðum
SjóferS til Akureya með Ríkisskip
Fjöldi af vönduðum bókum
Skrautúígáfa Helgafells og ísafoldar
Fjölnir frá Litoprenti
Koí í tonna tali
góðum og dýrmætum mirnum, í. >L:
O ía í íunnum
Ymiss konar fatnaður
Alls konar matvörur í pökkum og
heiíuni sekkjum; einnig kjötskrokkar
Snyrtivörur — Skrautvörur —
og jafnvel siifurborðbúnaður
Dráffur 50 aurar. Engin núll. Áðgangur 50 aurar.
Fjölmennið á þessa ágætu hlutaveltu. Allur ágóðinn rennur til slysavarna.
lysavarnaféiags íslands, Reykjavík.
ódýrasta
mánaðarrit
landsins
r-
•• >•
r-
eC
r
r<
">
r-
“ ),«
r-
••1«
r-
•*
r-
•*
r
•• .•
r-
r*
Éf
Argangurinn kostar aðeins 30 krónur
SAMVINNAN
þetta nær yfir Akrahes, Borg-
arfjarðar- og Mýrasýslur, Snæ-
fellssness- og Hnappadalssýs’u
og Húnavatnssýslur báðar.
Fundinn sátu 40 starfandi
barnakennarar og allmargir
gestir.
Erindi fluttu á íundmum:
Stéfón Jónsson, námstjóri:
Háttprýði og umgengni í skól-
um. He’gi Elíasson, fræðslu-
málastjóri: Nýja skólalöggjöf-
in og framkvæmd hennar. Þor-
steinn Einarsson, íþróttafull-
trúi: Um örvunaræfingar í
kennslustundum óg héilsuvernd
í skólum.
Kl. 9 á föstudagskyöldið
flutti dr. Broddi Jóhannesson
lerindi fyrir almenning og
nefndi erindið:: Um aga og
venjur. Erindið var fjölsótt.
Aðalrnál fundarins var krist-
indómskennsla í skólum. Fram-
sögumaður var Þórður Krist-
jánsson. kennari, Reykjavík, en
Hélgi Tryggvason futti erindi
um sama efni og sýndi skugga-
myndir. Stóðu umræður um
þessa námsgrein mikinn hluta
dagsins.
j Síðla á laugardag flutti
Magnús Jónsson. námstjóri,
érindi um - v.erknárn í skólurn.
Kl. 4 á Laugardag bauð bæj-
arstjórn Akraness .kermurum til
i kaffidrykkju í félagsheimiii
templara. — Þar fluttu ræður
Sveinn Finnsson, bæjarstjóri,
Ragnar JcThannesson, skóla-
stjóri gagfræðaskólans á Akra-
nesi, Steingrímur Dávíðsson,
skólaÁjóri á Blönduósi, og'
Stefán Jónsson, námstjóri.
Þetta er -í annað skipti, sem
s’íkur kennarafundur ér hald-
inn á Akranesi, en áður hafa
| slíkjr fundir verið haldnir í
1 Borgarnési, á Blönduósi og í
j Stykkishólmi.
Næsti fundur, haustið 1952,
verður haldinn í Borgarnesi. —r
Eru slíkir fundir í byrjun,
Framh. á 7. síðu.