Alþýðublaðið - 23.10.1951, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1951, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þiirt'juclaiíur 23. októbé'r 1951. Útgefandl: AlþÝðuflokknrtrm. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. AugJýsingasíml: 4906. AfgreiSslusímt: 4900. Fjórir flokkar - fjórar fillögur HÚ SNÆÐISSKORTURINN er ægilegasta vandamál höfuð staðarins og margra kaupstað- anna úti á landi. Róttækar ráð stafanir til úrbóta í því efni þola enga bið. Astandið hér í Reykjavík má nokkuð ráða af því, að árið 1946 voru hér 1884 kjallaraíbúðir, og í þeim bjuggu 6089 manns, 2037 í kjallara- íbúðum, sem taldar voru lé’.eg ar, 411 í íbúðum, sem voru mjög lélegar og 260 í alls óhæf um íbúðum. Flestar þessar kjallaraíbúðir eru enn í notk- un. Og samkvæmt athugun, sem gerð var á fyrri hluta yfir- standandi árs, kom í ljós, að íbúar bragganna í Reykjavík voru 1709 talsins, þar af 774 börn innan sextán ára aldurs. Þetta er í stórum dráttum myndin af ófremdarástandinu í höfuðborg íslenzka lýðveld- isins. Og í mörgum öðrum kaup stöðum og kauptúnum lands- ins er ástandið sízt betra. Nú skortir ekkert á það, að stjórnmálaflokkarnir játi, að húsnæðisskorturinn sé böl, sem á verði að sigrast. En því fer víðs fjarri, að þeir séu sam- mála um, hvaða leiðir sku'.i famar að því marki. Þeir hafa allir flutt frumvörp um lausn húsnæðismálanna á alþingi því, er nú situr. Samanburður á þeim leiðir í Ijós á athyglis- verðan og lærdómsríkan hát, hverýir hafa mestan hug á að leysa vandann og hverjir láta við það sitja að sýnast. * Sjálfstæðisflokkurinn vill, að alþingi feli ríkisstjórninni að láta „safna skýrslum11 um lán- veitingar til íbúðabygginga. Það er allt og sumt, sem þessi stærsti flokkur landsins, er kallar sig „flokk allra stétta“, þó að hann sé í reyndinni eign heildsalanna og stórútgerðar- mannanna, hefur fram að færa í þessu máli. Hann lætur sér í léttu rúmi liggja, þó að öng- þveiti húsnæðisvandræðanna haldi áfram að aukast með hverju ári; foringjar hans og gæðingar þurfa ekkert að ótt- ast, þá vantar ekki vistarver- urnar. Framsóknarflokkurinn leggur til, að ríkisstjórnin greiði byggingarsjóði á næsta ári sem óafturkræft framlag 10 milljónir króna af tekjuaf- gangi ríkissjóðs á þessu ári eða úr mótvirðissjóði. Auðvitað væri þetta spor í rétta átt, en þó er það aðeins hænufet, þegar litið er á þörfina og hinn stór- aukna byggingarkostnað, sem samstjórn íhaldsins og Fram- sóknarflokksins ber að veru- legu leyti ábyrgð á. Nægir því til sönnunar, hvað Framsókn- arflokkurinn vill vera smátæk ur í þessu efni, að vitna til eftirfarandi ummæla í grein- argerð frumvarpsins: „Er hér lagt til, að reynt verði að veita no.kkra úrlausn í þessu máli til bráða- b i r g ð a , en með því f jár- magni, sem hér er rætt um, 'búð óskasf 3—5 herbergja vönduð íbúð innan Hringbrautar óskast til kaups. Tilboð merkt „Vönduð íbúð“ sendist afgreiðslu Alþýðublaðsins. Íþrófíafélag kvenna Leikfimi hefst hjá félaginu mánudaginn 22. í leikfimisal Miðbæjarskólans klukkan 7 og þriðju- dag 23. okt. í Austurbæjarskólanum kl. 7. Allar nánari upplýsingar í síma 4087 á mánudag og næstu daga. ætti að mega bygg j a nokkuð af íbúðum með atbeina byggingarsjóðs kaupstaða og kauptúna á næsta ári“. Kommúnistar leggja til, að ríkisstjórninni sé heimilað að verja 15 milljónum.króna úr mótvirðissjóði . til lánveitinga út á smáíbúðir . . . sem bygg- ing var hafin á árið 1947 eða síðar“. Þeirra úrræði er með öðrum orðum Marshall hjálpin; og er það óneitanlega nokkur nýlunda, að þeir skuli vísa á. hana til bjargráða. En kommúnistarnir eru löng- um sjálfum sér líkir. Úrræði þeirra endist ekki greinargerð ina út. Þar segir: „Flutnings- mönnum þessa frumvarps er þó ekki fast í hendi, að fé til þessara bráðnauðsynlegu lána starfsemi sé endilega tekið úr mótvirðissjóði, fremur en t. d. að ríkissjóður og bankar leggi það fram“. Þessi hringlanda- háttur sýnir út af fyrir sig, hvaða alvara er á bak við frumvarp kommúnista. Málið er flutt til að sýnast. Alþýðuflokkurinn flytur hins' vegar frumvarp, þar sem svo er fyrir lagt, að ríkisstjórnin sku’.i á næstu fjórum árum tryggja byggingarsjóði verka- manna til útlána á nefndum ár um 25 milljónir króna árlega. Miðar frumvarpið í þá átt að ríkisstjórnin tryggi byggingu verkamannabústaða eins konar forgangsrétt að því fé, sem op- inberar stofnanir, sjóðir og tryggingafélög, sem samkvæmt eðli starfsemi sinnar kaupa ár- lega nokkuð af verðbréfum, ráðstafa til útlána á næstu. fjór um árum. Eru hér hafðar í huga stofnanir eins og Trygg- ingastofriun ríkisins, lífeyris- sjóður starfsmanna rík'Isins, lífeyrissjóður barnakennara, íslenzk endurtry7gging, Bruna- bótafélag íslands, Sjóvátrygg- ingafélag íslands, Almennar tryggingar og Samvinnutrygg- ingar. Enn fremur er gert ráð fyrir því, að ríkisstjórnin leiti samkomulags við banka, spari sjóði og slíkar peningastofnan ir um að tryggja þessum fram* kvæmdum ákveðinn hluta a£ því fé, sem þær verja til út- lána, Alþý^ðublaðið vill hvetja alla lesendur sína, hvar í flokki sem þeir annars standa, til þess að kynna sér rækilega áminnzt frumvörp og gera samanburð á þeim. Það er ekki í neinum vafa um, hvert þeirra er raun- hæfast og líklegast til árang- urs. Alþýðuflokkurinn vill lausn húsnæðismálanna vegna fólksins, sem nú verður að una því böli að búa í saggakjöllur- um eða bröggum, svo að ekki sé minnzt á hörmungar hinna, sem eru gersamlega húsvilltir. En hann vantar aðstöðu til að knýja fram ráðstafanir þær, sem fyrir honum vaka. Alþingi á þess nú kost að fara leið Alþýðuflokksins í þessu máli. En verði hún ekki valin er naumast skjótra úrbóta að vænta, því að frumvörp hinna flokkanna vekja ekki miklar Okkar á milli sa MIKIL ÓÁNÆGJA ríkir nú innan kommúnistaflokksins vegna þess, að forustumenn flokksins og Þjóðviljinn hafa lítinn | sem engan þátt tekið í baráttunni í verðlagsmálunum *** Það j skyldi þó ekki vera, að kommabroddarnir hafi lítinn áhuga á | málinu vegna þess, að þeir eru sjálfir nýbúnir að stofna þrjár I nýjar heildsölur og eru viðriðnir margvíslegt brask (sbr. starf- | semi Áka)? MORGUNBLAÐSHÖLLIN mun innan skamms rísa við endann á Austurstræti, þar sem ýmsir vildu 'hafa þjóð- leikhúsið, þar sem Sigurður Guðmundsson vildi hafa glæsi- legt torg unclir brekkunni og ameríski húsameistarinn Kealíy vildi hafa garð í stöllum upp að glæsilegri hótel- byggingu *** Seinus^.u fregnir af höT Valtýs eru þær, að hún eigi að vera 11 hæðir, og því hefur ekki verið mót- mælt, að bærinn hafi Jofað að Ieigja meginhluta hússins. FLUGMENN eru ekki þeir einu, sem nú flýja land til þess að reyna að finna atvinnu erlendis *** Nýlega fóru tveir ungir hljóðfæra’eikarar utan í vinnuleit, þeir Eyþór Þorláksson og Guomundur Steirgrímsson. HREYFILL hefur beðið bæinn um götulýsingu á bifreiða- stæði sitt við Arnarhólstún *** Ingvar Sigurðsson sækir urn leyíi fyrir sjálfstæðri bHastöð. NIELS DUNGAL telur, að íaka þurfi blóð úr 300 manns í mánu’ði hverjum í Reykjavík, til þess að hlóð- banki geti fuílnægt þörfinni fyrir blóð. HAFNARFJARÐARBÆR er fyrir alllöngu byrjaður á smáíbúðahverfi og hefur þar úthlutað fjölda lóða og veitt ó- keypis teikningar að slíkum húsum. _J. J. segir í Landvörn: „Forsjármenn landsins eru í álög- um. Þeim notast ekki meðfæddir hæfileikar sökum ótta við fylgistjón í kosningum. ef þeir segðu öllum almenningi satt og :tétt uin ástandið í landinu eins og það er nú.“ REIKNINGAR HÆRINGS hafa nýlega verið lagðir frain, og sýna þeir, að árið 1950 varð 758 214 króna tap á rekstri skipsins, en útflutningsverðmæti framleiðslunnar a'ðeins 510 000 krónur *** Karfavinnslan í vor var skárri, útflutningsverðmæti 2 006 324 kr., en tapið 268 000 kr. Við réttarhöldin í landhelgismálinu í Haag sagði dóms- málaráðherra Breta, Sir Frank Soskice, að það, hvort brezkir togarar hefðu eyðilagt fiskimið og hvort fólkið í næstu héruðum lifði á fiskveiðum eða ekki KÆMI LANDHELGISDEILUNNI LAGALEGA FIREINT EKKERT VIÐ *** Það væri meiri þörf á því, að Bjarni Ben flytti fyrirlestur um þetta mál í útvarpið en á hálftómum flokksfundi hjá íhaldinu. NEMENDUR iðnskólans á Akureyri eru nú töluvert færri en undanfarin ár *** Hafa færri iðnnemar verið teknir sökum samdráttar í iðnaðinum. Á FARÞEGALISTA GULLFOSS í síðustu ferð var Sigfús -Sigurhjartarson skráður BLAÐAMAÐUR *** Hann hefur ekki fengizt við blaðamennsku í áratug, en kommúnistar hafa aíla tíð reynt mjög að gefa ýmsum gæðingum sínum blaðamanns- titil, til þess að fá fyrir þá blaðamannahlunnindi, meðal ann- ars á ferðalögum. vonir. Og þá reynir á, hvort fólkið í landinu kemur til liðs við Alþýðufokkinn eða unir öngþveitinu áfram. Uggvœrdegar atvimiuhoríur ÞAÐ HEFUR LÖNGUM VER- IÐ ALMÆLI, að Iengi megi komast af við léleg kjör, ef atvinna er næg; og hitt er jafn víst, að atvinnulausir komast menn ekki af, jafnvel þótt kjörin séu sæmileg. En þá keyrir alveg um þverbak, þegar kjörin eru rýrnandi og atvinnuleysið bætist ofan á eins og nú er hér á landi. ÞAÐ TJÓAR EKKI að láta sem svo, að meira sé gert úr at- vinnuíeysinu en ástæða er til. Sannleikurinn er sá, að horf- urnar í þeim málum eru ugg; vænlegri en flesta grunar. í nánast hverju þorpi og hverj- um kaupstað á allri strand- lengju Norðurlands, að Akur- eyri einni undantekinni, telst nú alger ördeyða, og dæmí eru þar til um það, að verka- menn hafi yfirleitt ekki haft nema þriggja til fjögurra mánaða vinnu það, sem af er 'i að byrja, og aldrei hafi það þessu ári, þótt nú séu bráð- verið venja áður, að leita suð- lega af því liðnir tíu, og ekk- ert bendir til að úr rætist. AF VESTFJÖRÐUM er mjög svipaða sögu að segja og vafa- laust einnig úr öðrum lands- hlutum, enda dregst nú at- vinnulífið saman meira en eðlilegt er, meira að segja í sjálfum höfuðstaðnum, þar sem vitað er um, að farið er að segja upp starfsfólki við iðnfyrirtæki. Atvinnuleysið má t. d. nokkuð marka á því, hversu gegndarlaus eftirspurn er eftir hinni tiltölulega litlu vinnu á Keflavíkurflugvelli af atvinnulausum mönnum úr sjávarþorpum og kaupstöð- um á öllu landinu. Má og nefna það til tíðinda, að fjöldi manna hefur komið að norðan í atvinnuleit hingað suður, þótt vetur sé nú aðeins ur fyrr en eftir hátíðir á ver- tíð á Suðurnesjum. ÞETTA ER EKKI FÖGUR LYSING, en hún er sönn. Það uggvænlegasta við horfurnar í þessum efnum er það, að at- vinnuleysi er þegar komið, þótt haustvinnu sé ekki lokið. Og hvemig verður þá ástand- ið, þegar líður á veturinn. í fyrravetur var geigvænlegt atvinnuleysi og skortur víða um land. Það er nú orðið við- urkennt, þótt il’a gengi að berja það inn um höfuðskelj- ar valdhafanna þá. En í fyrra- haust var þó hvergi nærri eins slæmt útlit og nú. Það l er staðreynd, sem ekki verð- j ur á móti borið. FYRIR ÞVÍ MÁ BÚAST VIÐ j meira atvinnuleysi og meiri 1 sJtorti í vetur en í fyrravetur, og fram úr því verður að ráða í tíma. Enn hefur ekkert heyrzt, hvað ríkisstjórnin hefur í hyggju að gera eða hvort hún ætlar sér að aðhaf- ast nokkuð. En það er að minnsta kosti krafa alls al- mennings, að hún geri við- hlítandi ráðstafanir og láti þær ekki dragast úr hömlu. f ' Fleiri og fleiri selja alla senda LÁRUS FRÍMANNSSON á Dalvík varð sá sjöundi, er seldi alla happdrættismiða AI- þýðuflokksins, sein honum voru sendir, og hefur hann foeð ið um jafnmarga til viðbótai*. Auk þess hefur -Tóhann Jóns son á Þórshöfn, *á er fyrstur varð til þ.ess. að selja alla mið- ana, sem hann fékk, fyrir nokkru Iokið við að selja síð- ari scndinguna. Húnvetningafélagið heldur skemmtifund kl. 8.30 á föstu- dagskvöldið ' í Tjarnarcafé. Tíl skemmtunar verður: kvikmynd. ir, dans o. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.