Alþýðublaðið - 19.12.1951, Side 4

Alþýðublaðið - 19.12.1951, Side 4
AB-AIþýðublaðið 19. des. 1951. Sigur Norðmanna í Haag ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í, Haag kvað upp í gær úrskurð í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta, en máli því hefur að vonum verið mikill gaumur gefinn hér á landi. Úrslit þess úrðu þau, að Norðmenn unnu algeran sigui* í deilunni. At- kvæði tíu dómendanna féllu þeim í vil, en aðeins tveggja, fulltrúa Bretlands og Kanada, á móti. Deila þessji er þannig til komin, að Norðmenn ákváðu með konunglegum úrskurði árið 1935 landhelgi sína fjór ar sjómílur út af yztu annesj um. Bretar hafa hins vegar ekki viðurkennt þá landhelgi til þessa, en Norðmenn á und anförnum árum tekið sem veiðiþjófa þrezk fiskiskip, sem ekki hafa virt fjögurra mílna landhelgina. Þetta kærðu Bretar fyrir alþjóða dómstólnum í Haag. Nú er því deilumáli væntanlega lokið með úrskurði þeim, sem upp var kveðinn og heyrinkunnur gerður í gær. Yörn norsku lög fræðinganna í Haag hefur vakið mikla athygli, og sigur inn er þeirra. Raddir hér Heima hafa látið í ljós, að al þjóðadómstóllinn í Haag væri aðeins verkfæri í hendi Breta. Sennilega verður hljótt um þær á næstunni. A1 þjóðadómstóllinn hefur sýnt og sannað, að hann er því Verkefni vaxinn að tryggja hagsmuni smáþjóðar í deilu við stórveldi. Sá úrskurður alþjóðadóm- stólsins, að fjögurra sjómílna liandhelgi Norðmanna sé full komlega í samræmi við al- þjóðalög, mun sennilega eng- um meira fagnaðarefni utan Noregs en okkrur íslending- um. Samningurirfti *frá 1901 um landhelgi íslands, sem Danir gerðu við Breta að okk ur fornspurðum, er útrunninri,: °g þegar hefur verið ákrveðin fjögurra milna landhelgi fyr ir NorðurlandL Hins vegar á- kváðu ísLenzk stjórnarvöld, að sú ráðstöfun skyldi ekki koma til framkvæmda gagn- vart Bretum fyrr en samning urinn frá 1901 væri úr gildi fadinn og dómur Uþþ kveðinn í landhelgisdeilu Breta og Norðmanna. Sigur Norð- manna í Haag hefur þannig stórfellda þýðingu fyrir vernd un íslenzku fiskimiðanna, en hún er eitt af okkar stærstu nauðsyrúamálum. Nú er þess að vænta, að fjögurra sjó- milna landhelgin fyrir Norð urlandi komi þegar tii fram kvæmda gagnvart öllum þjóð um. Stjórnarvöldin hljóta að láta til skarar skríða í því máli án nokkurs hiks og gera ailar þær ráðstafanir, er sér fróðir menn teija nauðsynleg ar, til þess að vernda þá land helgi fyrir ágangi, sem hefur í sér fólgna hættu- rányrkju og eyðingar. Sigur Norð- manna í Haag er okkur styrk stoð í því efni. íslendingar hafa vissulega ástæðu til að óska Norðmönn um til hamingju með sigur þeirra í landhelgisdeilunni við Breta. Og það er gleðlegt, að rétti og hagsmunum smáþjóð ar skuli öflug ;toð í slíkri stofnun sem aiþjóðadómstóln um í Haag, enda þótt áhrifa miklu stórveldi .*:é að mæta. Landhelgisdeila Norðmanna og Breta er miklu stærra mál en flesta grunar í fljótu bragði. Lífsskilyrði og afkoma smáþjóðanna er undir því komin, að ekki sé hægt að beita þær ofríki í varðveizlu þess, sem er grundvöllurinn að tilveru þeirra og starfi. Rétturinn yfir fiskimiðunum er þjóðum eins og Norðmönn um og íslendingum jafn þýð ingarmikill og rétturinn yfir lahdinu búríaðarþjóðunum og rétturinn yfir aúðiindum jarð arinnar þjóðunum, er slíkra gæða njóta. Þetta hefur al- þjóðadómstóllinn i Haag yið urkennt. Sú rétt'sýni liaris er smáþjóðunum hfsnauðsvn, en getur einnig orðið mikils virði fyrir gervallan heiminn með hliðsjón af matvælafram leiðslunni. Þess vegna virðist tímabært, að alþj'Sðasamvinn an færist inn á þær þrautir að taka þessi mál föstum tök um og líklegum til árfingurs. Þau verða áreiðanlega fram- tíðinni meira virði en mál- fundimir um deilur . líðandi stundar. Tilkynning. Þeir, sem eiga eftirtalda hluti til viðgerðar hjá okkur, sem búnir eru að liggja 3 mánuði og lengur, svo sem: barnavagna, bamakerrur, dúkkuvagna, þríhjól, barnabíla, hlaupahjól, ýmiss konar saum- aða skerma, teppi, kerrusetur og margt fleira, eru beðnir. að sækja þá fyrir áramót; annars vérða þeir seldir fyrir viðgerðarkostnaði. Reykjavík 18. des. 1951. Fáinir. Laugavegi 17 B. Göfugir borðgestir. Þeir bera sig mannálega, sepparnir, s.em sitja í kring-1 um borðið á myndinni, — með servíettu um hálsinn og disk I fyrir framan sig. En sennilega því betur fyrir þá, var ljós-; myndin tekin áður en máltíðin byrjaði! Tuftugu Islendingar skri fómsfundaiðju sína AB — AlþýöublaSið. Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetuxsson. Auglýsiivgastjóri: Emtna Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Síml: 4906. — Afgreiðshisími: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10. „Góffar stundir", dr. Símon Jóhann Ágústssou sá um út- gáfuna. Bókfellsútgáfan 19-31. Prentuð í Alþýðuprest smiðjunni. Reykiavík. „GÓÐAR STUNDIR11 nefnist bók, sem dr. Símon Jóh. Ágústs son hefur séð um, og er jólabók Bókfellsútgáfunnar i ór. Er hún einskonar ritgerðasaín, þar sem nokkrir kunnir íslendingar ský-ra frá tómstundaiðju sinni og horfi sínu við henni. Fyrir margra hluta sakir er bók þessi gagnmerk, og á það skilið að menn lesi hana ekki aðeins sér til skemmtunar, hsldur og til gagns og lærdóms. Mun marg ur maðurinn eflaust geta sótt í haria göðar ' léíðtíeihihgár,’.. varð andi val tómstundaiðju óg öðl ast betri skilning á- þeirri dðju yfirieitt fjmir lestur hennar. For máli dr. Simonar er að vísu að eins. örstuttur kafli i bókinni, en þar er sagt margt og atiiygl- isvert- í fám orðum og skyr grein gerð fyrir eírú; bent á gildi tómstundaiðiunnar fjrrir manninn, eðli hennar og tilgang, óg hefði sá kafli gjarna mátt vera lengri og yfirgripsmeiri' í bók þessari gera tuttugu og fjórir íslendingar af ýmsum stétturia grein fyrir tómstunda- iðju sinni i lengri eða skernmri ritgerðum; rekja sumir þeirira aðdraganda þess, að þeir tóku upp tómstundastarf og orsök þá, er þeir álíta að ráðið hafi val- inu, svo og áhrif tómstúndaiðj unnar á sjálfa þá og viðhorf þeirra til Mfsins. Ritgerðir þess ar eru að sjálfsögðu sundurleit ar, hvað efnismeðferð snertir, en allar fróðlegar vel og margar hinar athygiisverðustu. Kemur í ljós við léstur þeirra, að tóm- stundaiðja íslendinga er fjöl breytt mjög, og myndi það þó sennilega hafa komið enn betur fram, ef fleiri hefðu verið að spurðir. Dálítill galli þykir mér það, að ekki skuli vera skýrt frá hvert sé aðalstarf hvers höf undar. fj-rir sig, því að ekki kemur það fram í öllum rit- gerðunum, en slík vitneskja hefði éf til vill varpað enn bjart ara ljósi yfir ýmiss atriði, varð andj tómstundaiðju þeirra. Raunar eru flestir höfundarnir svo þjóðkunnir menn, að gera má ráð fýTir því, að almenning ur viti aðalstarf þeirra, — en varla allir. Að sjálfsögðu eiga þeir, er stund lyggja á algengustu tóm- stundaiðju, svo sem laxveiði, ferðalög, bridge-spil, tónlist og ljósmyndatöku, þarna góða og gegna fulltrúa, og er lesandan- uin fengur að mörgu í greinar gerðum þeirra. Þó muh mörg- um leika meiri forvitni á að kynnast greinargerðum þeirra, er ekki fara almannaleið, hvað val tómstundaiðju snertir, og tmá þar til nefna ritgerð Sör- ! ens Sörensonar: „Sanskritin er míri dægradvöl“ og Ólafs við Faxafen: „Nokkur orð um nátt- úruskoðun.‘‘. Þá er og vel, að fulltrúi þeirrar tómstundaiðju, isem þjóðlegust er með okkur, 1 ,nð jTkja sér til hugarhægðar“ ! skuli kvaddur til þir.gs. Sómir hann sér og vel, bæði sem full- trúi þeirra og samþingmaður annarra. En það hygg: ég,: éð, 'flestum lesendum verði sem mér, að i þeim þyki siðasta ritgerðin j j bókinni ekki aðeins sú áthyglis j verðasta og. merkasta.. þeirTa, i seiri þar er aði finna, heldur einn 1 hjnn athj'glisverðastirog.. merk- asta bókarkafli er þeir hafa, leí ið,; en það i.ér. frásögn.-'feóíðai Jórissonar, blinda af smíðum sír um. Að vísu má ura það deila; hýbrt ritgerð sú eigi * þarní heima, fræðilega séð; hvorl smíðamar. geti talizt -tómstundB iðja Þórðar, en slíkt er smá- munasemi. Sú ritgerð skýrir írí svo einstæðum sigri mannsins á örlögum sínum, að enda þótt 1Í1 ið; annað væri í bók þessa a£ sækja, og fer þó víðs fjarri þvi áð svo sé, þá ætti hun érindi tl hvers einasta manns, aðeins fyi ir hana eina. Sá, sexr, ekki hei úr lesið þá frásögn, hefúr f-ariE mikils á mis og á margt ólært, — ekki aðeins hvað tómstundaiðjt snertir, heldur lífið sjálft oj hversdagslega baráttú; þess. Frágangur á bókinhi er ágæ' ur og bandið gott og smekklegt og útgáfufj’TÍrtækinú tíl sórúa eins og öll bókin. Loftur Guffmundsson. helduf áramófafagn- að í Tjðmarcafé ] BLAÐ AMANN AFELAG 1S- : LANDS efnir’ tií áramótafagn- aðar í Tjarnareafé á gamlaárs- kvöld. Verður áramótafagnað- urinn með. svipuðu sniði og í fyxra. Þeir, sem sóttu áramóta dansleikinn þá, auk blaðamanna og gesta þeinra, verða látnir sdtja fyrir aðgöngumiðum. Þeir, sem vilja trj'ggja sér miða, eru beðnir að tilkyrina þáð sem a,Ura A'yTst. Eftirtaldir blaða- menn veita pöntunum viðtöku: Andrés Kristjánsson, Timaniun, Jón Bjarnason, Þjóðviljanum, Margrét Indríðadóttir, frétía- stofu útvarpsins, Thorolf Smith Vísi, Sverrir Þórðarson, Morg- unblaðinu, og Ingólfur Kristj- ánsson, Alþýðublaðinu. AB 4 Arnarfell komið . með ávexfina. Sex skip bíða 'hér til að flytj’a þá út á land ARNARFELL var væntan- legt í nótt til Reykjavíkur frá Ítalíu og Spáni, og hefur með- ferðis um 1500 smálestir af á- vöxtum. Mun þetta vera einn . stærsti farmur af ávöxtum, sem komið hefur til landsins í ■ einu, og eru í honum epli, vín- : ber. appe'sínur, grapefruit, sítrónur, mandarínur og aprí- kósur. M-ikil áherzla verður lögð á að hraða uppskipun úr Arnar- . felli, og verða önnur skip, sem ' flyta ávextina .út um land, lát in ganga fyrir, sérstaklega þau, sem lengst eiga. Sex slík skip bíða nú í Reykjavík, og mun „Snæfugl“ flytja ávextina á hafnir frá Hornafirði til Reyð- arfjarðar, „Helgi Helgason“ frá Siglufirði til Norðfjarðar, ,.Snæfeli“ á hafnir í Eyjafirði, „Blakknes“ á Vestfirði og vest I anvérðan Húnaflóa, „Herðu- breið“ á Breiðafjörð, „Ármann“ til Vestmannaeyja; en á aðra staði munu ávextirnir fluttir á bí’um. þar á meðal í Húna- vatnssýslur og Skagafjörð. ■--------♦---------- Wnningarnir í happdrætti Víkings ÞEIR, sem hlotið hafa eftir- talin númer: 1 leikfangahapp- drætti Víkings, vitji vinning- ánná • - verzl: • Stálhúsgögn, ' Laugavyg 45,. milli kl. .3 og 6 1 dág. “ ,251 .565 623 1940 1980 2356 2624 2664 5982 5869 6400 6750 675-- 9036 9125 11095 11028 12000 16125 16140 16850 17001 17002 18061 18064 1837.0 18481 18501 19207 19420 10745 22543 23403 24783 24815 25146 25251 25962 28115’29373 30425 31287 31290 32088 32141 33622 34047'35650! 36038; 36082 37251 43047 43814 44002 45824 46615 47404 48074 49073 Dregið var í gær hjá borg- arfógetá úm Kaupmar.nahafn- arferðimar með m.s Gulfossi, og komu upp þessi úúmér: 5974 og 16074. í DAG hefst happdrætti um ■ ,}ólatré,þau, sem komu hingað \ til land.sins. með GulHaxá frá ; 'Káriadá, og íjárhagsráð fói ' stjórn landgræðslusjóðs að sjá um dréifingu á. Alls::kom 701 • tré, - og þégar sjúkráhúsum, í barnajkemmtunum og kirkj- um hefur verið séð íyrir trjám, fer afgangurinn í happdrætti, þar sem 26. ’hver dráttur fær jó’atré .í vinning. : Til þess að gefa mönnum jafnan kost á að éignast trén, var ákveðið að efria tíi happ- drættis um þaú Það skal tekið fram, að st.jórn landgræðslu- ' sjóðs taldi. að það kæmi ekki til mála að auðga sjóðinn með þessari sölu, þótt stjórn hans :væri falin dreifingin. Taldi hún eftir atvikum rétt, að ef ágóðí yrði, þá rynpi hann til að g’eðja þá, sem bágt eiga um jólin, og verður honum þá ráð- stafað samkvæmt því; ' Happdrættið hefst kl. 1 á Laugavegi 7.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.