Tíminn - 07.01.1964, Síða 2

Tíminn - 07.01.1964, Síða 2
 Ræktarfrjóvust hugtún hans hóraðsprýði voru. I. Lónssveitin í Austur-Skaftafells sýslu breiðir faðminn móti suðri og sól'. Stórbrotin skeifa hárra fjalla afmarkar sveitina á þrjá vegu og við enda hennar sitt hvor- um megin við byggðina gnæfa Hornin tíguleg og sérstæð á svip. En í suðri brotnar alda úthafsins við sendna strönd. Ofan af hálend inu á bak við byggðina streymir Jökulsá og klýfur sveitina í miðju. í hinum helga reit þessa byggð- arlags að Stafafelli er í dag búin hinzta hvíla þjóðkunnum fremdar- manni, Jóni Eiríkssyni, fyrrum bónda og hreppstjóra í Volaseli. Hann hlýtur þar legstað við hlið konu sinnar, Þorbjargar Gísladótt- ur. Þegar útför hennar var gerð frá Stafafellskirkju fyrir sjö vik- um, lá Jón á sjúkrabeði í Lands- spítalanum og gat ekki fylgt síðasta spölinn þeirri konu, sem verið hafði dyggur lífsförunautur hans nálega hálfa öld. En á að- fangadagskvöld jóla kom kallið til Jóns, er orðinn var nærri 84 ára og hafði legið í sjúkrahúsi síðan snemma í haust. Ekki var lengur þess að bíða, að þau hjónin hlytu sama hvílurúmið. ; ‘ , , i II. Jörðin Volasel er vestan megin Jökulsár í Lóni. Á fyrsta áratug alidarinnar settu þar saman bú ung hjón, Ólafur Sveinsson og Þor- björg Gísladóttir. Ólafur var ná- frændi hins þjóðkunna kirkjuhöfð ingja, Jóns Bjarnasonar í Winni- peg. Eftir átta ára sambúð þeirra lézt Ólafur í blóma aldurs. Skömmu síðar réðst Jón Eiríks- son að Volaseli til búsforráða. Hann var þá rúmlega þrítugur, fæddur 29. jan. 1880. Jón var kom inn af merkum skaftfellskum ætt- um. Hann hafði þá verið vinnu- maður á ýmsum bæjum, m. a. á Stafafelli hjá séra Jóni Jónssyni, aflað sér menntunar með búfræði námi á Hvanneyri, verið kennari í Lóni, unnið að jarðabótum á ýms um stöðum o. fl. Vorið 1915 giftust Jón og Þor- björg og bjuggu síðan í Volaseli 32 ár. Þeim varð ekki barna auð- ið, en dóttur Þorbjargar af fyrra hjónabandi, Nönnu Láru, gekk Jón í föðurstað. Hún var góðum hæfileikum gædd, en andaðist 28 ára gömul. Var þá mikill harmur kveðinn að þeim hjónum. Allmörg börn ólust upp í Volaseli að meira eða minna leyti og var í öllu að þeim búið sem eigin börn hjón- anna væri. Heimilið var jafnan fjölmennt. Með hjónunum starfaði árum saman vandafólk þeirra og vinnuhjú og var bæjarbragur þannig undir stjórn húsráðenda, að allir lögðust á eitt um að efla heimilið og prýða. Kynslóðin, sem varð fulltíða JÓN EIRÍKSSON og ÞORBJÖRG GÍSLADÓTTIR, kona hans. um síðustu aldamót, hóf hátt merki félagslífs og framfara. Hún hafði á uppvaxtarárum sigrazt á miklum örðugleikum vegna harð- æris af völdum náttúruafla og staðið af sér gyll’iboð frá Vestur- heimi. Hún reisti í verki viljans merki og færði yfir landið öldu þjóðlegrar vakningar. Áhrif þess- arar vakningar urðu þeim mun meiri í hverju byggðarlagi sem þár vaY betra lið forustumanná. Bóndinn í Volaseli starfaði í þess- um anda óg gerðist brátt einn af forustumönnum í sveit sinni. Hann bætti jörð sína með ræktun og byggingum eftir því sem auðið var miðað við aðstöðu og tækni þeirra tíma. Jörðin er þannig í sveit sett, að hann þurfti jafnframt að verja hana áföllum frá Jökulsá. Hann hirti bústofn sinn með nærgætni og hagsýni. Góðir hestar voru vin- ir hans og förunautar á fjölmörg- um ferðum, m. a. yfir jökulár Skaftafell’ssýslu og fjallvegi Aust urlands, enda mun hann hafa fundið það á erfiðum ferðum eft ir torsóttum leiðum, að maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug. Bær Jóns var við þjóðbraut og í grennd við hið viðsjála vatnsfall. Heim til hans þurftu margir veg farendur að koma til að fá góðan beiná og holl ráð. Og heimsókn að Volaseli varð engum vonbrigði. Þar var hverjum manni tekið tveim höndum. Utan húss og inn- an gaf að líta snyrtilega um- gengni. Veitingar fram reiddar af rausn og með hlýju viðmóti. Og húsbóndinn var fús að taka hest sinn og fylgja yfir Jökulsá, ef óskað var eða þörf krafði, enda sérhverjum vel borgið með leið sögn hans. Jafnframt heimilisstörfum vann Jón að málefnum sveitarfélagsins. Hann stóð framarlega í félagslífi æskumanna og í búnaðarfélagi og var um langt skeið í senn hrepp- stjóri, hreppsnefndarmaður, sýslu nefndarmaður o. fl. Eftir meira en þrjátíu -ára/ bú skap í Volaseli brá Jón búi og fluttist þá fjölskyldan að Höfn í Hornafirði. Hin síðustu ár voru Jón og Þorbjörg í skjóli fóstur- barna sinna tveggja, er höfðu bú- ið sér þar glæsilegt heimili og endurguldu á stórmannlegan hátt og virðingarverðan ástríkið í Volaseli. III. Við bústjórn á stóru heimili, þar sem kostað er kapps um fram kvæmdir, ásamt mörgum öðrum störfum í sveitinni, veitast mikil verkefni. Jón komst þó ekki hjá því að vera kvaddur til starfa á stærra vettvangi Hann var meðal forustumanna um málefni Kaup- félags Austur-Skaftfellinga, sat jafnan á aðalfundum þess og var sláturhússtjóri hjá félaginu á hverju hausti um langt árabil. Og á síðari árum var hann í fulltrúa ráði Samvinnutrygginga og sat þar aðalfundi, er haldnir voru til skiptis á ýmsum stöðum á land- inu. Hann var um langt skeið trún aðarmaður Búnaðarfélags íslands og Búnaðarsambands Austurlands og hafði þá á hendi mælingar jarðabóta og leiðbeiningar um jarðrækt í Austur-Skaftafellssýslu og á tímabili á öllu svæðinu frá Skeiðarársandi að Breiðdalsheiði. Notfö frístundirnar HRÁÐRITUN - VÉLRITUN Pitman hraðritun. Vélrítun — uppsetning og frágangur verzlunarbréfa samninga o. fl. Dag-'Og kvöldtímar. Kennsla aS hefiast. Upplýsingar og innritun í síma 19383 frá kl. 12 til 2 e.h. HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR Stórholti 27 — Sími 19383 f sambandi við þetta starf sótti hann árlega allan starfstímann aðalfundi Búnaðarsambands Aust- urlands, er oftast voru haldnir á Fljótsdalshéraði. Á efri árum var hann og gerður heiðursfélagi þess í virðingarskyni og til að votta honum þakklæti fyrir vel unnið starf á þessu sviði. Var hann einn af þremur, sem veittist slík sæmd á hálfrar aldar starfstíma Búnaðar- sambandsins. Eftir að Jón lét af trúnaðarmannsstarfinu, veitti hann landnámsstjóra aðstoð við eftirlit með ræktun á nýbýlum í Horna- firði. Lengi átti hann sæti í yfir- kjörstjórn við Alþingiskosningar í Austur-Skaftafellssýslu. Hann var góður stuðningsmaður Menningar- félags Austur- Skaftfellinga. Full- trúafundir bænda í Austur-Skafta- fellssýslu hafa verið haldnir ár- hvert um tuttugu ára skeið, þar sem rædd hafa verið mörg fram- faramál héraðsins og ályktanir gerðar. Jón var ávallt þátttakandi í því félagsstarfi, nema s.l. haust, er hann lá banaleguna. Öll þessi störf tóku mikinn tíma og kröfðust mikilla ferðalaga. Þetta stutta yfirlit sýnir, að Jón gekk víða til sætis á opinber- um vettvangi sem fulltrúi bænda- stéttarinnar og samvinnumanna. Það var honum ljúft, því að þessi málefni voru honum sérstaklega hugþekk. Þeir, er veittu umboð, vissu að vel yrði fyrir málum séð að leggja þau í hendur Jóni og þeir urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Framkoma hans í félagsmála- starfi var jafnan sjálfum honum, stétt hans og héraði til sæmdar. IV. Þegar meta skal ævistarf manns og gildi þess, kemur einkum til greina þrennt: hæfileikar, unnin verk og áhrif í samfélagi. Þetta fer ekki alltaf. saman. Til eru menn, sem hafa góða hæfileika, en verða þó að litlu liði, af því að framtak vantar eða þverbrestir eru í skapgerðinni. Einnig eru til menn, er sýna dugnað í verki fyrir sjálfa sig, en reynast lítt hæfir í félagsstarfi og ófúsir að leggja fram orku til sameiginlegra átaka. En því betur sem þessir þættir þrinnast, þeim mun meira verður gildi ævistarfsins. Bóndinn og mæringurinn Step- han G. Stephansson hefur líkt mannlífinu við landslag. Sé horft yfir hérað af háum sjónarhóli, sést svipur byggðarinnar í heild og lega einstakra býla. En ef farið er um svæðið, má greina mis- mun býlanna, gæði þeirra og galla, að sum prýða héraðið, en önnur síður. Oft veldur þá mestu hver á heldur. Ef á svipaðan hátt er litið á fram farir í héraði á vissu tímabili, þá eru þær ávextir af starfi íbúanna í heild. En sé gengið nær, og hver þáttur grannskoðaður, má greina einstaklinginn, manngildi hans og verk, dyggðir hans og bresti. Ræktin skapar framann. Líking hins skarpgreinda skálds á vel við gagnvart ræktunar- og samvinnu- manninum, sem nú er kvaddur: Hugtún hans voru héraðsprýði, — jafnt hvort horft var til hans úr næsta nágrenni eða nokkurri fjar- lægð. Kom þar til í einu gerð mannsins, verk hans og framkoma í hópi samstarfsmanna. Jón Eiriksson var þrekmaður og naut góðrar heilsu langan ævidag. Hann var ástsæll húsráðandi, enda á og kona hans þar óskilið mál. Heimili þeirra var meðal hinna fremstu í héraðinu. Hann gerði sér far um að metast eigi við grannann, heldur styðja hann. Á ferðum sínum um héraðið sem trúnaðarmaður Búnaðarsamtak- anna, kom hann ekki heim til bændanna einungis sem opinber starfsmaður til að leggja dóm á framkvæmdir þeirra, heldur fyrst og fremst sem vinur, enda alls staðar aufúsugestur, er lyfti upp. Hollum ráðum þess manns var öll- um ljúft að, hlíta. Á ferðalögum, í félagsstarfi og á hverjum fundi, var hann hrókur alls fagnaðar, vel máli farinn og vildi leysa hvert mál með góðvild og sanngimi. Ræktun landsins, efling bænda- menningar og aukið samvinnu- starf voru honum hjartfólgin á- hugamál. Bóndastaðan frjáls og örugg var hugsjón hans á yngri árum. Með starfi sínu að félaps- málum stefndi hann að því að styrkja, göfga og rækta lians eigin stétt og þá æsku, sem átti að erfa landið og varðveita frelsi þess. Af- staða hans í landsmálabaráttunni mótaðist af þessari lífsskoðun og var hann áhugasamur stuðning^ maður Framsóknarflokksins. Ævi starf Jóns reyndist svo heilsteypt, sem raun ber vitni, annars vegar af því, að hann hélt eldi hugsjón- anna lifandi fram á elliár og horfði skyggnum augum á framtíðarmál- in, og hins vegar vegna þess að hann hugsaði ávallt til héraðs síns líkt og stéttarbróðir hans á Norð- urlandi kvað um heimabyggðina: Hjá þér langhelzt viljum vér vinna, tapa, þreyja, hugsa um þig og hlúa að þér, hjá þér lifa og deyja. V. Þótt sólin rísi ekki hátt á him- inboga á þessum árstíma, varpar hún þennan dag sem endranær birtu yfir byggðina í Lóni austur, þar sem Hornin rísa til beggja handa sem óhagganlegar land- vættir, Jökulsá setur mark sitt á sveitina og niður haföldunnar berst frá ströndinni. Til Stafa- fellskirkju munu margir koma á þessum degi. Sá hópur, sem úr fjarlægð rennir nú þangað hlýj- um og þakklátum huga, er þó miklu fjölmennari. Jón Eiríksson frá Volaseli hefur lokið merku ævistarfi. Honum hlotnaðist það, að hljóta góða hæfileika, láta hérað sitt og sam- vistarmenn njóta þess — og fá að lokum að leggjast til hinztu hvíld- ar í faðmi þeirrar sveitar, þar sem hann bjó lengst og vann mest. — Og það eru táknræn lok á fögru mannlífi að vera kallaður þaðan á þeirri stundu, er boðskapurinn um dýrð í upphæðum og frið á jörðu hljómar um heimsbyggðina. Austur-Skaftfellingum þykir skarð fyrir skildi. Þeir minnast hins látna vinar með djúpri virð- ingu og alúðarþökk. Lögmáli lífs og dauða fær enginn maður hagg- að. Annar og æðri heimur hefur heimt til sín göfuga sál. Páll Þorsteinsson. Fæddur 29. janúar 1880. Dáinn 24. desember 1963. Jón Eiríksson er dáinn. Með þe.-sum orðum var mér sagt frá andláti hans á jóladaginn. Minn- ingarnar komu íram í hugann, ein eftir aðra, frá liðnum árum. Minn- ingai um mannkosti hans, trausta skaphöfn, bjartsýnan framfara- hug og sterka trú hans á þeim mál efnum, sem hann helgaði krafta sína til hagsældar fyrir sveit sína og sýslu. Hans lífsstarf var marg- þætt sem leiðbeinandi í búnaðar- málum, en jaíuframt bjó hann traustu búi yfii þrjá tugi ára á eignarjörð sinni Volaseli. Hann gegndi enu fremur fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og t.ýslu og átti ríkan þátt í félags málum héraðs síns. Hann átti traust samtlðar sinnar, enda vann hann öll sín störf af mikilli hag- sýoi og skörungsskap. Við hlið hans stóð, frá því hann kvæntist vorið 1915, hans mikilhæfa og á?æt? kona, Þorbjörg Gísladóttir, sem andaðist á síðastliðnu hausti. Á fcenni hvíldi um mörg ár stjórn búsins, er -Jón var fjarvistum 'að trúnaðarstörfum sem leiðbeinandi bænda og trúnaðarmaður Búnaðar Framhald á bls. 6. 2 T f MIN N / þriðjudaginn 7. janúar 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.