Tíminn - 07.01.1964, Síða 5

Tíminn - 07.01.1964, Síða 5
 IÞROTTIR Glasgow Rangers vann Celtic á nýársdag meS 1:0. — FramvörSur Rangers, John Greig, fagnar markinu meS þvi aS sveifla sér fram og affur á marksláhnl. Smálið vann bezta bikarlið Englands — Frá 3. umferð bikarkeppninnar Grindavík hefur gerzt aðili að íslandsmclinu í handknatt- 'eik. S.i. laugardagskvöld lék 2. flokkur fvenna U. M. F. Grindavík gegn FH úr Hafnar- firði. FH-stúikurnar unnu með miklum yfirOurðum, eða 23:1. Þær byrja sem sé ekki vel stúlk umar frá Grindavík, en þær geta huggað sig við máltækið, — fall er fararheili. Þetta er f fyrsta skipti.. sem Grindavík i - aðili að íslandsmóti í hand- ’ nattleik og er það ánægjulegt. : túlkurnar, sem eru 12—15 ára tivrjuðu að a-fa handknattleik á siðasta hausti og lofa þær góðu miðað við þann stutta tíma, er þær hafa lagt stund á íþróttina. . 3 Á laugardagin fóru nokkrir aðrir leikir fram í yngri flokk. imum cg mcrkilegust úrslit i 2. flokki karla, en þar vann Val ur Fram 9:8. Má geta þess, að Fram í’arð Reykjavíkurmeist- ari í þersum aldursflokki. —Þá vami Fram Aftureld- ingu úi Mosfellssveit í 3. fl. með 18:4 og KR vann Breiða- blik með 12.8. f 3. flokki áttu einnig FH og Á rmanr. að leika, en Ármenn- ingar mættu ckki til leiks og telst FH þv. sigurvegari. London, 6. janúar (NTB). f DAG var dregið fyrír 4. umferð ensku bikarkeppninn- ar, en hún fer fram 25. janúar. Niðurstaðan varð þessi: Leeds—Hull/Everton Scunthorpe/Bamsley—Bury Leyton—West Ham Bath/Bolton—Nott. For./ Preston Liverpool—Port Vale Bedford—Carlisle Manch. U.—Bristol Rov. Oxford—Brentford Tottenh./Chelsea—lluddf. WBA/Blackpool—Arsenal Ipswich—Stoke City Sunderl—Doncaster/Bristl C. Bumley/Rotherham—Newp. Blackburn—Fulham A. Villa/Aldershot—Swindon Sheff. Utd.—Swansea. Segja má, að flest stóru li3- in hafi verið mjög heppin i drættinum. ÞRIÐJA umferð ensku bikar- keppninnar var háð á laugardag- inn, en í þeirri umferð hefja stóru liðin úr 1. og 2. deild keppni. — íírslit urðu óvænt í nokkrum leikj I um, en þó kom langmest á óvart i að bezta bikarliðið eftir styrjöld- i ina, Newcastle, var slegið út af liði utan deildanna, Bedford, og það á heimavelli Newcastle. Ann ars urðu úrslit þessi: Arsenal—Wolves 2;i Aston Villa— Aldershot 0:0 Bath—Bolton 1:1 Brimingham—Port Vale 1:2 Blackbum—Grimsby 4:0 Brentford—Middlesbro 2:1 Bristol Rov.—Norwich 2:1 Bumley—Rotlierham 1:1 Cardiff—Leeds Utd. 0:1 Carlisle—Q.P.R. 2:0 Doncaster—Bristol City 2:2 Fulham—Luton 4:1 Hull City—Everton 1:1 Ipswich—Oldham 6:3 Leicester—Leyton Or. 2:3 Lincoln—Sheff. Utd. 0:4 Liverpool—Derby 5:0 Newcastle—Bedford 1:2 Newport—Sheff. Wed. 3:2 Notth. Forest—Preston 0:0 Oxford—Chesterfield 1:0 Plymouth—Huddersfield 0:1 Scunthorpe—Bamsley 2:2 Southampton—Mancli. U. 2:3 Stoke—Portsmouth 4:1 Sunderland—Northampton 2:0 Swansea—Barrow 4:1 Swindon—Manch. City 2:1 Tottenham—Chelsea 1:1 W.B.A.—Blackpool 2:2 West Ham—Charlton 3:0 Yeovil—Bury 0:2 Nokkur 1 de.'idar lið eru þegar fallin úr keppninni þar á meðal I^eicpstiy;, úplitaliðið síðustu tvö árin, sem tapaði fyrir 2. deildar liðinu Leyton Orient. Þá tapaði Sheff. Wed. mjög óvænt fyrir 4. deildar liðinu Newport, og nokkur lið í l. deild gerðu jafntefli við minni háttar lið t. d. Bolton gegn Bath, sem er í suðurlígunni. Tott,- enhaim náði aðeins jafntefli gegn ! Chelsea, þrátt fyrir að liðið fengi I óskastart, en Dyson skoraði eftir ; aðeins þrjár mínútur. Chelsea náði yfirtökunum á miðjunni og tókst að jafna. Brown og Marchi voru settir úr Tottenham-liðinu fyrir leikinn, en einnig gátu Mac Kay og White ekki leikið vegna meiðsla. Manch. Utd. — bikarmeistararn I ir — léku mjög vel í síðari hálf- : leik gegn Southampton og tókst að i tryggja sér sigur í leiknum. Hin- ir ungu kantmenn United, Best og Moir sýndu ágætan leik, en beztu mennirnir voru Setters og Moore. Denis Law getur leikið með United í næsta leik, en hann losn ai nú í vikunni úr keppnisbann- inu. Á laugardaginn var einnig um- ferð í deildakeppninni á' Skot- landi. St. Mirren sigraði Aberdeen öðru sinni, og lagaði talsvert stöðu sína í deildinni, þótt hún sé engan veginn góð. Þórólfur Beck skoraði ekki í leiknum en hann hefur að undanförnu skorað nokkur mörk fyrir St. Mirren — eftir að hafa leikið 15 leiki í röð án þess að skora mark. Annars urðu úrslit þessi: KR vann Armann KR-ingar kræktu í tvö dýrmæt stig gegn Ármanni á sunnudagskvöld, en þeir unnu Ármann með meiri mun en reikna mátti með, eða 25:20. Hinn kunni línumaður KR, Sigurður Óskarsson lék í stöðu markvairðar og skilaði hlutverkinu prýðilega. Ekki var leikurinn upp á marga fiska, en KR-ingar léku mun bet- ur og áttu sigur fyllilega skilið. í hálfleik var staðan 10:8 fyrir KR og náði Ármann aðeins einu sinni að jafna metin í síðari hálf- leik, 16:16. KR-ingar tóku góðan endasprett og Ármenningar gáfust hreinlega upp og höfðu jafnvel skrípalæti á takteinum. Reynir Ól'afsson lék með KR á sunnudaginn, en heyrzt hafði, að hann væri hættur. Styrkti hann liðið mjög og var bezti maður þess ásamt Karli Jóhanns. og Sigurði Óskars. í markinu. Iljá Ármanni komu einna skást út frá leiknum þeir Árni og Lúð- vík. — Dómari í leiknum var Sveinn Kristjánsson, og hefur oft- ast dæmt betur en í þetta skipti. Celtic—Falkirk 7:0 Dundee—Th. Lanark 6:0 Dunfermline—Kilmarnock 2:3 E. Stirling—-Dundec Utd. 1:1 Hibernian—Rangers 0:1 Partich—Hearts 2:1 St. Johnstone—Motherwell 1:1 St. Mirren—Aberdeen 3:1 Efst í deildinni er Kilmarnock með 35 stig. í öðru sæti Rangers með 34 stig og Celtic er í þriðja sæti með 28 stig. Neðst er East Stirling með 8 stig, en Airdrie nast neðst með 12 stig. St. Mirr- en hefur 17 stig. Ingólfur / Landsliðið Alf-Reykjavík, 6. jan. Landsliðsnefnd Hand- knaftleikssambandsins hef- ur nú valið landsliðið, sem leikur í heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakiu í marzmánuði n.k., en ekki verður liðið gefið upp fyrr en á morgun. — Fyrir skömmu fréttist það, að hinn góðkvinni handknatt- leiksmaður úr Fram, Ing- ólfur Óskarsson, myndi ekki verða meðal landsliðs- manna. vegna deilu, sem kom upp milli hans og landsliðsnefndar annars vegar. Nú hafa veður hins veg- ar skipazt i lofti og eftir bví sem biaðið hefur fregn að, hefur nú verið ákveðið, að Ingólfur verði í landsliðs hópnum Eftir leik Fram o,s FH á sunnudagskvöld komu landsliðsnefndarmenn á fund Ingóifs og könnuðn möguleika á því, að Ing- ólfur gæti íarið utan með landsliðinu. Eftir bví, sem blaðið bezt veit, munu svör Ingólfs hafa verið jákvæð. Það er vissulega mikið fagnaðarefni. að Ingólfur skuli bætast í hóp landsiiðs manna. því í dag er hann ó- efað sterkasti handknatt- leiksmaður okkar. Einkakennsla og hópkennsla á Harmoníku, Melodiku, Muni,nörpu og Gítar. Útvega nemendum hljóð- færi Hef lobið .kennaraprófi frá Tónii.srarskóia Hohners i Þýzkaiandi. EMII. ADÓLFSSON Framnesvegi 36 Sinfóníuhljómsveit Islands Ríkisútvarpið TONLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 9. jan. kl. 21.00 Stjórnandi: Dr, Róberf A. Otfesson Einsöngvari: Setfy Allen Efnisskrá: BRAHMS: Sorgarforleikur MAHLER: Söngvar förusveins SCHUBERT: Sinfónía nr. 9 í C-dúr. Aðgöngumioar fást í bókaverzlun Sigíúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. TTMINN. hriaindasinn 7. ianúar 1963 5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.