Tíminn - 09.01.1964, Side 8

Tíminn - 09.01.1964, Side 8
ÞESSI LANDSLAGSMYND eftlr Sven Havsteen-Mlkkelsen blrHst með grelnlnnl I Polltlken. ¥ SÁ, SEM kemur til íslands hug- fanginn af sögu þess á landnáms- öld, söguöld og Sturlungaöld og hugleiðir þau örlög, sem voru ráS in þá og greint er frá í sögum, hugleiðir elztu löggjafarsamkundu heims og þúsund ára lýðræði, þá gerir sá gestur sér ósjálfrátt í hug- arlund, að sjá fortíðina speglast í nútíðinni. Það sem við auganu hlasir, grá og hvít, brún húsin i Reykjavík og á landsbyggðinni, sum í gróflega sterkum litum, gef- ur ekkert til kynna um það. Þessi ferköntuðu hús, þykkleit, eflaust praktisk, þau eru byggð með engri ástúð, að því er virðist — sálar- laus, eins og prestur nokkur komst að orði við mig. Eða virðist yíir- bragðið svona hart vegna þess, að hér eru engin tré? Stundum verður manni að spyrja sjálfan sig, hvort hið raunveru- lega landnám hafi ekki byrjað hér, þegar Bandaríkjamenn gengu á land árið 1942. Húsin, göturnar, bílamir, klæðnaðurinn á stúlkun- um, hárgreiðslan og málningin, er þetta ekki Bandaríkin eða hjá- lenda þess heims? Dag einn var ég staddur víðs fjarri Reykjavík. Þá sá ég úlfgrátt rykský á ferð, hrossastóð — tíu eða fimmtán eða hver veit hvað mörg hross voru á leið niður brún ina. Hestarnir voru skærari en danskir hestar, þeir rauðu rauðari, þeir gfáu Ijósari — eða var það ijósið sem framkallaði þennan blæ. Hestarnir voru stutlL, föxin stríð og mikil og gott skjól í þeim í vetrarkuldanum, flaug mér í hug. í þessu hrapandi skriði ofan fjalls- hlíðina var fortíð og nútíð, þúsund ár í stað. En ef til vill var rykið minna þá, uppblásturinn komst fyrst á skrið, þegar íslendingar höfðu lokið við að höggva og brenna skóginn í landinu, eftir tveggja alda búsetu. Eða kýrnar. Sjáir þú kúahóp vasla um blauta flatneskjuna í Skagafirði, þá ertu kominn aftur í aidir, burt frá kynbótastarfsemi nú tímans. Þetta er mislitur hópur, eins og huridasamkoma á vegamót um, stórár kýr og smáar, rauðar, brúnar. gráar og nókkrár furðulég ar, ótrúlegar litasamstillingar. — Hvort þær kýr, sem sluppu lifandi yfir Atlantshafið í opnum víkinga skipum, litu svona út veit ég ekki, en þetta eru í raun og sannleika gamaldags kýr að útliti til, og sonn un þess, að menn hafa búið hér öldum saman. Og skyndilega, fyrir norðan eða austan, kemst maður að raun um, að landið er þakið tóftabrotum. — Lág kumbl grasivaxin eru leifar mannabústaða. Og þegar maður veitir þeim athygli, þá skilst það um leið, að maður hefur farið fram hjá þeitn, fjöldamörgum, án þess að taka eftir þeim. Hver tekur eft- ir lágu tóftarbroti í tnishæðum landsins? Torfbæirnir eða jarðhýs in eru hins vegar hvorki miðalda r,é fornaldar. Þau eru nútíðar. Það eru ekki nema tuttugu eða þrjátíu ár síðan bændur á þessum slóðum skriðu út úr jarðhýsunum og gengu inn í steinkassana. Eldri kynslóð bænda fæddist í jarðhýsi, í köldum, rökum, dimmum stað íyrir nýja tilveru. Eftir að fyrstu kynslóðir íslend- inga höfðu kynt langelda við þann trjágróður, sem til var, máttu þeir hírast bak við metraþykka mold- arveggi torfbæjanna í svo litlum vistarverucn, að líkamshitinn kom í staðinn fyrir bál til að orna sér við. Gluggar voru þar i£ir og smá- ir, til að ylurinn skýldiJ háldasf inni, loftræsting var af somu á- stæðum bönnuð. Mjó Ijósrák féll á gráleitt moldargólfið eða svar- brúnan flöt moldarveggsins. -— Mánuð eftir mánuð var setið hér og beðið eftir sumri til að komast út í birtuna án þess að skjálfa. Það er ekkert furðulegt við það, að þeir innilokuðu gerðust meist arar í því að segja frá og metta fortíðina höfðingjum, víðreistum og stórbrotnum stríðs- og víga- mönnum. Heldur ekki það, að gestakoma var kærkomin dægra- stytting. Það finnur maður enti í dag, hvergi er gestrisni og vinar- þel til ókunnugra meira en hér. í þessum herfilegu vistarverum, dimmum og daunillum, bárust landsmenn af í níu hundruð ár. Barnadauði og berklar hindruðu þá í að uppfylla fyrirmæli Bibli- unnar um mannfjölgun. Fólkinu fækkaði. Engin furða, að þeir yf- irgáfu jarðhýsin í skyndi, þegar færi gafst og búa nú í steinsteypu við útvarp og oliukyndingu eða geislahitun. Á Suðurlandi og í þorpunum mynduðu léleg timbur- hús, oft með bárujárnsþaki, stutt milliskeið, en af þeim húsum er nú fátt uppistandandi. Ef grafið er í rústirnar, má finna húsgrunn eftir húsgrunn djúpt í jörðu. Húsin stóðust ekki vind og vatn til langframa. Tutt ugasta lagið er frá víkingaöld. En hér er lítið að finna. Húshald og efniviður til þeirra hluta var svo dýrmætur að ekkert mátti fara til spillis, öllu var haldið til haga. Timbur var svo fágætt, að í þann tíð, er galdranomir voru brennd- ar hvarvetna annars staðar í Evr- ópu, þá drekktu íslendingar þeim af sparnaðarástæðum. Þykkir múrveggir og litaðar rúð- ur ítalskra og spænskra kirkna hýsa dimmu og svala. Kirkjan er sá staður, þar sem maðurinn vill njóta fágætis. Stórir gluggar ís- lenzkra kirkna og hvítir, forgylltir eða ljósbláir veggirnir og hvelfing ar með fjöld gullinna stjarna á dimmblárri festingu segir kannski mest af þrotlausu myrkri torfbæj- anna. í þessu landi rigninganna má greina á kirkjulofti þrá dags og nætur, málaða á fjöl, blár him- inn og glampandi stjörnur. Allt eins og við göngum í nátt- úruverndarfélag eru þeir í skóg- ‘ýækfárfélagi. Og hér og hvar teyg- ir ofurlágt birkikjarr sprota sina upp úr jörðinni. En það sést ekki alltaf fyrir grasinu. ísland er gott land fyrir lata fjallgöngumenn. Hvílík mæða að komast upp fyrir skógarbeltið í Ölpunum eða fjöllum Noregs. Á íslandi skín víðsýnið og fegurð hitninsins frá fjöruborði til fjalls- tindanna, og nýfallinn snjór í júlí í þokkabót. Ég skil íslendinginn sem gekk úr skógræktarfélaginu eftir komuna til Smáland. Og ég veit, að enginn snýr ofan frá við áttunni án þess að finna til sakn- aðar. Fyrir mörgum árum myndaði ég mér þá skoðun, að íslenzku málararnir hefðu eigin sérlega lita teóriu, sem hefði komið fram, ef til vill sem niðurstaða fyrir tii- stuðlan sérviturs og fluggáfaðs listprófessors. Svo djúpir og kraft miklir litir þeirra. Nú veit ég af hverju þetta stafar. Litirnir þar eru svona. Hvort það er birtan, rakinn • eða fáskrúðugt gróðurfar- ið, sem hér er að verki, veit ég ekki. Litirnir eru öðru vísi en annars staðar. Svo eru grasflákarn ir, þar secn grasið er svo safaríkt, að maður fær blaðgrænu í fötin, ef maður sezt í það. Mosaskellurnar á kiettunum brenna karrýgular þeg ar sólargeislinn hittir þær; guhr, bláir litir fjarða og vatna glampa. og svo er það svartur sandurinn. Inn á hálendinu eru svartar eyði- merkur, svartir klettar á svörturn söndum. Ég sá það í krapafjúki; það var eins og línóleumrista, gróf ii heilir fletir, svartir, hvítir. fsland er tómt land. Mennimir hafa aðeins sett mark sitt á skækl ana. Hitt er ekki aðeins mannautr, það er autt að lifandi skepnum, að því er virðist, þar til maður sér fuglana; einkennilegir fuglar með framandi hljóði, fuglar setn beita vængjum og fótum með ó- trúlegum hætti. Svo óvarir eru þeir um sig og óvanir hættunni, að þeir taka varla eftir mannlegu hjónafólki, sem stígur inn á þeima land. Núlifandi kynslóð íslendinga hefnist grimmilega á áskapaðri stillu og kyrrstöðu liðinna alda. Útvarpið glymur í hverju húsi. — Hver nennir lengur að hlusta á afa segja sögur? Það er yndislegt að sitja i bíl og keyra traktor, eina fótfimin lærist við að stíga á benz- íngjöfina og tengslið. Samdráttur unga fólksins fer fram í bílurn. Hér gefur að líta sömu bílana með sömu pörin aka hring eftir hring, upp og niður Aðalstræti og Ránar- götu. Tuttugu og fimm sinnum í hring áður en kvöldkaffi er drukk ið á vertshúsinu. Velmegunin sýnir sig á fíeiri sviðum. Þeir hafa eyðibýli. Að þjóðfélagið hefur ekki þörf fyrir að halda lélegustu jörðunum 1 byggð er svo og til marks um bessa velmegun, en misjafnlega er á það litið. Torfbæirnir standa auð- ir, en hér má líka sjá yfirgefin steinhús og vanhirt tún. Stundum er tuskum troðið í gluggana, eig- endurnir hafa þá ekki gefið upp alla von um sölu. En ef vindur- inn kemst undir bárujárnsþakið, líður ekki á löngu þar til ekkert er eftir nema steypuskurn og bunki af ryðguðu þakjárni. Hér sem annars staðar er þjó'ð- félag í upplausn Fyrst fóru hænd urnir til Ameríku, svo í þéttbýlið, í fiskiríið og iðnaðinn fyrst og fremst. Þar sem tugur manna hnappaði sig innan moldarveggja, sitja hjónakornin ein í sements- slotinu. Á nokkrum árum er horf- ið frá því að vera sjálfum sér nógur til nýtízku viðskiptakerfis. Landbúnaðurinn vélvæddur, næst- um ennþá meir en hérlendis. — Bændurnir hreyfa sig á hjólum. Mjólkurbíllinn kemur á hverjum degi, sækir mjólk og færir póst, þótt fimmtíu til hundrað kílómetr- ar séu i mjólkurbúið. Vinnumiðlun og peningahag- fræði slær í gegn. Fiskveiðar og fiskiðnaður eru orðin höfuðatvinnu grein. landbúnaðurinn er á með- gjöf, þar sem annars staðar. Útkom an er sú sama og alls staðar ann- ars staðar. Nú flytja íslendingar út bæði smjör og ost. Fáar þjóðir eða engar virða=t hafa sögu sína jafn kortlagða og fslendingar. Auðugar bókmenntir þeirra varðveita minnisatriði í'or- tíðarinnar; þar segir frá reisum, bardögum og stórkostlegum afrek- um. í raun og veru segja þessar bækur líkast til frá þeim öldum, sem ekkert gerðist á, þegar m?nn æ ofan í æ fáguðu erfðagóssið sitt, þar tii hæpin saga umbreyttist í bókmenntir. Sögumenn dýpkuðu mannlýsingar samkvæmt eigin reynslu sinni, þar til maðurinn og innri mótsagnir hans komu í ijós. Það er ekkert undarlegt, að landsmenn fóru að heiðra bæk- urnar. Aldrei hef ég séð meiri respekt fyrir bókinni en hér. Gaml Framhald á 13. síðu. Qrein eftír Kjeld Phffip, efnahagsmálaráðh. Danmerkur b T f M IN N , fimmtudaginn 9. janúar 1964

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.