Tíminn - 09.01.1964, Page 13
BRENNIVÍNtÐ
Prqmha.o •*» 9 riðu ’•
,.Sjá mig aðeins ófullan
enginn maður sér mig“.
— En hvemig var það, drukk
uð þið aldrei saman, eða þótti
þér ekki sopinn góður?
— Já, svo þig grunar það.
sagði Jósep og leit skrítilega
upp. Ekki get ég neitað því, að
ég drakk víst fyrr á árum og
þótti það sem sé orðið svo
ískyggilega gott, að ég stein-
hætti, áður en ég gerðist þræll
áfengisins. Þess vegna vorum
við Káinn ekki lengi drykkju-
hræður. En mörgum þótti hann
eftirsóknarverður að drekka
með, og urðu margir til að
leggja til brennivínið, en hann
lagði til fyndnina.
— Kom hann ekki stundum
fram á skemmtisamkomum,
sem skáld eða ræðumaður?
— Jú, það kom stundum fvr-
ir, að hann taldi það ekki eftir
sér, þegar hann var búinn að
fá einhverja brjóstbirtu. Kon-
ur fengu hann oft til að koma
á fund í kvenfélaginu, hann
þótti þar eiginlega sjáifsagður
gestur og oft viðkvæði þeirra
kvennanna, að það væri ekki
hægt að halda fund, ef Káinu
væri ekki viðstaddur.
— Og þó var hann ekkí
kvennamaður. En eftir mynd-
um að dæma hefur hann ver-
ið glæsilegur maður, hraustleg-
ur og sæilegur.
— Já, hann var myndarleg-
asti karl, höfðinglegur, þegar
hann var vel upp á færður. Og
alltaf var hann hraustur. Ég
held brennivínið hafi drepið
allar pöddur í honum.
Nú dregur Jósep fram stórar
og þykkar stílakompur útskrifað
ar og fer að sýna mér. En í bæk
ur þessar hefur hann á síðustu
árum verið að skrifa orð, orð-
tök, hendingar og ýmsan fróð-
leik úr heimkynnum sínum, ís-
lendingabyggðinni í Dakota. M.
a. bendir hann mér á nokkrar
hendingar og setningar, sem
gengu manna á milli og voru
hafðar eftir Káin, og tók ég
nokkrar af handahófi, er Jósep
sagði, að hann vissi ekki til,
að væru annars staðar skráðar:
„Alltaf hef ég farið að mínur.i
eigin ráðum. En þau hafa bara
einn galla. Þau eru no good
(einskis nýt)“.„Sumir halda því
fram, að huggun sé af kven-
fólki. En þeir .góðu menn
glejwia þvi, að við þurfum varla
nokkurn tíma að leita huggunar
nema út af kvenfólki“. „Margir
lifendur hafa aðeins einn kost
om yfir þá dauðu. Þeir geta
drukkið meira“. „Allt sem lýt.r
aðra menn, ýmsa landa prýð-
ir“ „Heiman af Fróni úr fá-
tækri sveit flutti margur dýr-
mætan arf“
Loks rís Jósep á fætur, risa-
stór vexti, með þunnt silfur-
grátt hár, nokkuð framsettur.
Hann fer og nær í sendibréf,
sem hann var að fá frá Guð-
rúnu dóttur sinni, og það er
skrifað á íslenzku, nærri lýta-
lausri. Hún og faðir hennar
eru bæði fædd í Ameríku, ei
versin hans séra Hallgríms hafa
dugað þeim vel til að halda is-
lenzkunni lifandi. Enn tekur
Jósep upp bók úr tösku sinr.i
og segir ég megi eiga hana. —
Hún ber nafnið: „Seeing God.
Jesus seen three times and
A vision of what is to come ".
eftir Joseph J Myres. Ég spurði
hann, hvort þetta bæri að taka
bókstaflega, sagði hann, að
víst væri það svo, annars skyldi
ég lesa bókina. En um þetta
segist honum svo frá í stuttu
máli:
„Þetta skeði kvöld eitt haust
ið 1953, að loknu dagsverki. ég
lagði mig upp í rúm til að
lesa. En þegar ég ætlaði að fara
að teygja mig eftir bókinni, —
varð ekki af því, heldur missti
ég alveg vald yfir hendinni og
öllum líkamanum, mér leið á-
kaflega vel en fann, að ég var
á annarlegu valdi, og gerði mér
þó Ijóst, að ég var enn lifatidi,
hugsunin var eins og hún átti
að sér, necna hún var enn skarp
ari en venjulega. Sálin virtist
fara úr líkamanum, vera lyft.
upp og fljúga út í geiminn. Ég
saknaði ekki líkamans, þurfti
ekki að anda, fann engan hjart-
slátt, og þetta kom ekki að sök.
Ég flaug áfram með ólýsanleg-
um hraða, en eftir nokkurn
tíma stöðvaðist ég í lausu lofti,
þar sem ekkert andrúmsloft
var að finna, ég gat heldur ekki
kanið auga á sjálfan mig, ekki
horft öðru vísi en beint fram.
Og þá allt í einu birtist mér
sýnin eins og í skini þúsund
ljósa. Ég fann að ég horfði til
austurs, og þar stóð Kristur
sjálfur í allri sinni dýrð. Hann
var svo stór, að hann skyggði
á hálfan himininn, að því er
virtist. Hann horfði aldrei á
mig, og mér fannst, að ef hann
horfði í augu mín, mundi ég
ekki geta horfið aftur til jarð-
arinnar eða til líkama míns. —
Ég fann, að ég var ekki kominn
inn í himnaríki, þá hefði ég
ekki átt afturkvæmt, heldur
stæði ég álengdar ekki mjög
fjarri og fengi að sjá dýrðina.
Að svo búnu sneri ég aftur til
jarðarinnar með sama eldingar
hraða og ég fór áður burt. —
Þessi sýn birtist mér þrisvar
sinnum, og í rauninni hef é,g
ekki orð til að lýsa henni, þó
að ég leitist við að gera það í
bók minni“. sagði Jósep að lok-
um og skrifaði utan á bókina
til mín. (Þess skal getið, að
bókina hef ég séð í tveim bóka
búðum hér í borginni, Bókabúð
Braga og Bókaverzlun ísafold-
ar, og má vera, að hún Jaist
víðar). .. 1cp oij f s? «•, t) ft j I
Á undanförnum árum hefur það skeð nokkrum sinnum, að
hændur hafa miss! nauigripi af vöidum raflosfs.
Hefur þelfa vaidið föiuverðu tjóni, sem engin Irygging
hefur náð yfir.
Samvinnuíryggingar hafa því ákveðið, að venjuleg bruna-
irygging á naufgripum nái einnig iil rafiosls,
án viðbófariðgjalds.
BÆNDUR Brunafryggið því naufgripi yðar nú þegar.
- i í 1 ■ .
Orésending tSI
í EINSEMDINN!
Framhald af 8. síðu.
ar bækur geymdar í skríni, teknar
upp og sýndar eins og gimsteinar
lífsins. Og þetta má reiða sig á:
Þau handrit, sem einhvern tíma
komast til íslands, verða prisuð
og varðveitt.
Áður en langt um líður verður
það, sem skrifað stendur, eitt til
vitnis um þúsund ára fortíð. Eftir
tuttugu ár verða torfbæirnir horfn
ir ofan í jörðina. Hestarnir hverfa,
og kýrnar verða hreinræktaðar.
Skógræktina trúi ég ekki beinlínis
á. Ætli þetta verði ekki okkar
land eina til tvær kynslóðir fram,
óskaland hinna lötu fjallgöngu-
manna. Sú vinsemd og gestrisni,
sem einsemdin skóp í fyrri daga,
ristir víst líka svo djúpt, að hún
þolir margra ára velmegun.
Þar utan verða bókmenntirnar
einar til að minna á, að hér sat
í myrkri aldanna einmana fólk,
sem i fásinninu lét hugann reika
og vinna afreksverk í landi sinu
og ferðast langar leiðir til útlanda.
Jarðhýsið þandist fyrir sjónum
þeirra, varð hátíðasalur, þar sem
logandi bálið varp birtu á skart-
klæði mannanna, sló rauðurn
bjarma á gersetmar og vopn. Þeir
byggðu þennan heim mönnum og
konum, hverra slægð og stórlyndi
varð ekki mælt með alltof stuttorn
kvarða hversdagsleikans. Og þó
hvesstu þeir sjónir inn í manns-
lundina, svo hver áheyrandi í
jarðhý.sinu fann, að þetta var
hann sjálfur.
(Þýtt úr POLITIKEN)
Augíýsinga-
sémi Tímans
er 19523
SAMBANDSHÚSINU SÍMI 20500
Jörð til sölu
Jörðin Svanavatn í Stokkseyrarhroppi er til sölu
og laus til ábúðar. Á jörðinm eru sæmilegar bygg-
ingar, Sogsrafmagn, sími, gott vegasamband, gott
tún véltækt flæðiengi.
Semja ber við eiganda jarðarinnar
Valdemar Guðmundssor,. yfirfangavörð
Skólavörðustíg 9 sími 19949.
Stúlka éskast
nú þegar til starfa við þvort <á glervöru..
Upplýsingar í síma 17300
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði.
Útvarpsvirkjar
3—4 útvarpsvirkjar óskasr. \'insamlegast leggið
umsókn mn á afgr. Tímar-s, Bankastræti 7, með
mynd, ásamt kaupkröfu, merKt: „Til viðtals-1964“
HALLDCR KRISTINSSON
gullsmiður — Sími 16979
35
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
Sendum nm allt land.
HAUDOR
Skótavörðustíg 2
T f M IN N, fimmtudaginn 9. janúar 1964 —
13