Tíminn - 15.01.1964, Síða 5

Tíminn - 15.01.1964, Síða 5
FRÁ ALWÓÐASKÁKMÓTINU í LIDO ( gærkveldl. Þarna sltja þeir andspænls hvor 65rum, Johannessen tll vinstrl og Tal tll hægri. Tal er /ið kvelkia sér í slgarettu, Itklegast tll að róa taugarnar (hann reykir amerskar filtersígarettur) Gligoric horfir á. KR-vörnin í felu- leik gegn Víking Víkingar unnu stóran sigur yfir KR i gærkvöldi, 37:26 Alf-Reykjavík. Víkingur vann stóran sigur yfir KR í gærkvöldi í 1. deild- arkeppninni í handknattleik, skoraði 37 mörk gegn 26 KR. Og eftir þessum úrslitum að dæma virðist KR eiga fyrir höndum að heyja baráttu fyrir tilveru sinni í deildinni, eins og á síðasta ári. Víkingar höfðu mikla yfirburði í leiknum 5 gærkvöldi og það hjálpaði þeim ómeranlega, að KR-vörn virtist ekki vera til, hún var hreinlega í feluleik. Eflaust hafa Víkingar búist við miklum bará’tjleik, ekki sízt vegna þess, að þrír leikmenn liðsins voru forfallaði'' En þetta fór á aðra leið. Jóhann Gíslason kom inn í Víkingsliðið og sýndi mjög góðan leik og spilaði lið sitt upp í þennan sigur. Leikurinn hélzt jafn aðeins 5 „KR-vörninni”. Víkingar ná fljót- fyrstu mínúturnar, en eftir það Ifóru Víkingar að finna sig og finna einnig hinar stóru glufur í Borgarstjórinn lék fyrsta leik mótsins Alþjóðlega skákmótið hófst í Lfdó f gærkvöldi kl. 7,30 og var húsið þéttskipað eftirvænt ingafullum áhorfendum. Ás- geir Þór Ásgeirsson forseti Skáksambands fslands minnt- ist Péturs Zophoníassonar sem mótið er haldið til minn- ingar um. Borgarstjórinn í Reykjavík Geir Hallgrímsson flutti ávarp, og gat þess m. a. að þótt stórveldin ættu hlut að máli, þá væri það maður- inn einn sem við skákborðið sæti sem réði leikjunum á tafl borðinu. Að ávarpi borgar- stjóra loknu gengu keppend- ur til sæta sinna og lék borg- arstjóri síðan fyrsta lerkinn fyrir Svein Johannessen og þar með hófst mótið. Greinilegt var að mönnum lék forvitni á að sjá Nonu Gaprinda- shvili handleika skákmennina og þau Trausti Björnsson voru áreið- anlega mest ljósmynduðu persón- ur kvöldsins. Stórmeistararnir hurfu alveg í skuggann fyrir þess- um eina kvenþátttakanda, fyrst í stað að minnsta kosti. Þessir tefldu saman í gærkvöldi: Nona—Trausti, Friðrik—Frey- steinn, Ingvar—Arinbjörn, Johann essen—Tal, Ingi R.—Guðmundur, Magnús—Wade, Gligoric—Jón. — Þeir sem taldir eru fyrr hafa hvítt. Sinn keppenda, Guðmundur Pálmason, gat ekki mætt til leiks vegna veikinda og því frestað skák hans og Inga R. í annari umferð, sem tefld verð- ur miðvikudagskvöld á sama stað og tíma, tefla þessir saman: Trausti—Jón, Wade—Gligoric, Guðmundur—Magnús, Tal—Ingi, Arinbjörn—Johannessen, Frey- steinn—Ingvar Nona—Friðrik. Fyrstnefndir hafa hvítt. Þegar blaðið talaði við móts- fulltrúa í gærkvöld, var einni skák lokið, og vann þar Tal skákina við Johannessen. Frá úrslitum í fyrstu umferð verður sagt i blaðinu á morgun. Leikuí með Víking þeg- ar Gullfoss er / höfn! Það er örugglega sjald- gæft, að skipverji á milli- landaskipi, geti í frístund- um sínum stundað hand- knattleik og orðið íslenzku 1. deildar liði mikill styrk- ur þegar skip hans er í höfn hér heima. Þetta á samt við Jóhann Gíslason, hinn *njal!a leikmann Víkings. ~vrir u. þ. h. einu ári réði ’óhann sig á m.s. Gullfoss t er nú aðstoðarvélstjóri bví skip:. Og þegar Gull- •>ss er í höfn, bregður onn sér i Víkingsbúninq- inn — eins og hann gerði í gærkvöldi t leiknum gegn KR — og er liði sínu ómet- anlegur sfyrkur. Af 37 mörkum Víkings í gær- kvöldi, skoraði Jóhann 12 mörk, auk þess sem hann lagði drög að mörgum öðr- um mörkism. Við hittum Jóhann eftir leik >nn og spjölluðum stundarkorn við han.o. — Er ekki erfitt að hlaupa svona í handboltann, þennan stutta tíma, sem skipið liggur í höfn? — Nei, það er ekki svo ýkja erfitt, ég hef reynt þetta áður, t. d. í síðasta mánuði. Þá lék ég með Víking gegn Ármanni. — Og það gekk vel? — Já, við unnum leikinn að minnsta kosti. — Ertu ekki alveg æfinga- laus? — Svona hér um bil, en ann- ars reynir maður að mæta á æf- ingum, þegar skipið er í höfn. — Er nokkur áhugi fyrir handbolta á Gullfossi? — Ég hef ekki orðið var við hann enn þá. En hann kemur kannski með tímanum. Við þökkum Jóhanni fyrir spjallið og spyrjum: Gera aðrir betur? — alf. tlega 5—6 marka forskoti og hálfleik höfðu þeir yfir 20:14. Sömu yfirburðirnir héldust í síð ari hálfleiknum og Víkingur jók enn forskotið. Um tíma skildu 14 mörk á milli, 33:19, en KR minnk- aði þetta bil niður í 11 mörk áður en yfir lauk, 37:26. Víkingsliðið kom vel frá þessum leik. Jóhann og Rósmundur voru beztu menn liðsins, en einnig átti Bjöm Bjarnason prýðisgóðan leik. — Flest mörk Víkings skoruðu þeir Rósmundur og Jóhann, 12 mörk hvor. i : t l KR-liðið yar mjög sundurlat(st í þessum leik og má nú alvaríega fara að athuga stöðu sína í deild- inni. Það virðist mjög misráðið, að setja Sigurð Óskarsson í mark- ið. Hann er ekki slæmur, en lítið betri en Sigurður Jonny. Sigurð- ur Óskarsson er hins vegar snjall línumaður og mjög góður varnar- leikmaður. Og það var einmitt vörnin, sem brást í þessum leik. Kar! jg Reyni- halda liðinu enn sem fyrr uppi, en athygli vekur hin vaxandi útspilari Hilmar. — FLst mörk KR ) þessum leik skor uðu Reynir og Karl. — Dómari vpi Sveinn Kristiánsson. ÍR vann EFTIR að hafa leikið fjóra leiki í 1. deild, hefur Ármann ekkert stig hlotið. Ármann tapaði fyrir ÍR í gærkvöldi með einu marki, 18:19 í mjög spennandi leik. Ár- menningar virtust ætla að ná sér á strik í þessum leik og byrjunin spáði vissulega góðu, en á fyrstu mínútunum náði Ármann 5:0. En þessi ágæta byrjun stóð ekki lengi og áður en langt um leið, náði ÍR að jafna stöðuna, 7:7. I hálfleik var staðan enn jöfn 8:8. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi og 2 síðustu mmútnrnar náð’ spennan liámarki þegar Ármenningar ruddust fram og léku maður á mann til að reyna að lafna eins marks forskot. En ÍR-mgar héldu vel á spöðunum og unnu með einu marki, 19:18. Aðalgjaldkeri Staða aðalgjaldkera hjá Vegagerð ríkisins er laus til umsóknar. Laun samkv. iaunakerfi ríkisins. — Umsókn fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. — Umsóknarfrestur til 24. jan. n.k. Vegamálaskrifstofan Arshátíð Félags Þingeyinga í Reykiavík verður í Sigtúni laugardaginn 1. febrúar. Nánar auglýst síðar. Stjórnin JÖRÐIN VIÐVÍK í Viðvíkurhreppi Skagafjar<iarsýslu. er til sölu og laus til ábúðar á næsta vorj Leiga getur komið til greina. Semja ber við eiganda og ábúanda jarð- arinnar, Sverrir Björnsson, er gefur nánari uppl lýsingar. TÍMINN, miðvlkudaginn 15. ianúar 19A4 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.