Tíminn - 15.01.1964, Blaðsíða 9
ÞAÐ ER EKKERT málefni
eða félagsskapur svo lítilfjör-
legur hér í Bandaríkjunum, að
ekki sé vert að gefa út blað um
hann. Hvergi í heLminutn er
gefið út eins mikið úrval af alls
kyns blöðum og tímaritum og
|hér. Maður getur keypt sér
bókmenntarit eða félagsblað út-
fararstjóra; dagblað eða blað
með nöktum konum; vísindarit
eða blað um rósarækt; félags-
blað öskukalla eða blað um
H hundahald; og svona mætti
lengi telja. Utan Bandaríkjanna
þekkja menn aðeins fá þessara
rita, svo sem New York Times,
Newsweek, Life, Playboy, Pop-
ular Mechanics, Saturday Even
ing Post og önnur slík blöð.
í þessii ótrúlega mikla úrvali
má finna afbragðs blöð, en önn-
ur eru aftur á móti varla hæf
til að nota í botninn á ruslaföt-
um. Eitt af þeim ritum, sem
þykja með þeim betri, er bók-
menntaritið Saturday Review,
sem margur kannast við á ís-
landi; þetta er mjög gott rit, vel
skrifað og frjálslynt í skoðun-
um. Upplagið er ekki mikið, ef
miðað er við blöð eins og Time,
enda er það svo til eingöngu
lesið af miðstéttafólki. Einn af
aðalritstjórum ritsins er Rich-
ard Tobin, sem um tíma var
einn af ræðuriturum Eisenhow-
ers forseta. í forsetakosningun-
um 1956 ferðaðist Tobin meir
en 20.000 mílur með forsetan-
pm í kosningaerindum og var
mjög náinn starfsmaður Eisen-
howers. Richard Tobin var
blaðatnaður við New York Her-
ald Tribune í meir en tuttugu
ár og var m. a. stríðsfréttarit-
ari fyrir blaðið. Nokkuð marg-
ar bækur hafa verið gefnar út
eftir hann.
Undirritaður hitti Tobin fyr-
ir nokkru og ræddi við hann
um blaða- og bókaútgáfu, sjón-
varpið og önnur skyld mál; og
árangurinn varð eftirfarandi
viðtal.
— Þið Bandaríkjamenn eruð
oft ásakaðir um að lesa lítið af
bókum . . . ?
—• . . . Já, það er satt að
mörgu leyti; en nú erum við
búnir að hafa sjónvarpið í tíu
eða fimmtán ár og ég held, að
nýjabrumið sé að minnka mik-
ið og tnargur er farinn að lesa
RICIIARD TOBIN
meir af bókum a ný. Sem dæmi
um það má nefna, að litlum
tímaritum, eins og t.d. Saturday
Review, The New Yorker, At-
lantic Monthly og önnur slík
bókmenntarit hefur gengið
mjög vel s. 1. þrjú ár. Sjónvarp-
ið tók að vísu smásögurnar frá
tímaritunum, svo að við snérum
okkur að greinum og öðrum
menningarmálum.
— Hefur bókasala aukizt?
— Bókasala gengur mjög vel
núna; vasabókaútgáfan gengur
samt mun betur heldur en sala
á innbundnum bókum, til dæm
is selja aðeins um 20 bókabúð-
ir í öllu landinu 80% af öllum
bundnum bókum. Á sama tíma
er vasaútgáfan að ná meirihluta
allra lesenda og jókst um 60%
s 1. ár í öllu landinu. Vasaút-
gáfan er mun ódýrari og m. a.
er hún að ryðja sér mikið til
rúms í skólabókum. Sem dæmi
um mismuninn, þá kom síðasta
bók mín innbundin í 12,500
eintökum, en vasabókaútgáfan
var um 100.000 eintök. Inn-
bundin bók fæst eingöngu hjá
bókaverzlunum, en vasaútgáf-
una má finna alls staðar, eins
og t. d. á járnbrautarstöðvum,
flugvöllum, og í alls konar verzl
unum og m. fl. stöðum. Maður
fær að vísu hlutfallslega meiri
peninga fyrir innbundna bók
heldur en vasaútgáfubók, þar
sem sú síðarnefnda er miklu ó-
dýrari. En flestir rithöfundar
hugsa ekki svo mikið um pen-
ingana, þeir vilja heldur fleiri
lesendur; maður skrifar bók
meira til að vera lesinn heldur
en til að græða peninga. Dag-
lega selst meira en ein mill-
jón eintaka af vasaútgáfubók-
um hér í Bandaríkjunum.
. :Er lítill bókalestur ein-
göh'éu sjifnVdrþinu að kenna?
— Að vissu leyti má kenna
sjónvarpinu um það að vissu
leyti ekki. Sjónvarpið er mjög
gott á mörgum sviðum; og hef-
ur m. a. létt undir fréttaflutn-
ingi með dagblöðunum. Það er
álitið t. d., að hver karlmaður
sjái minnst einn fréttaþátt í
sjónvarpinu á dag. Aftur á móti
gæti sjónvarpið flutt mun
meira af góðum leikritum, óper
um, ballettum og þess háttar.
Sjónvarpið er frekar lélegt í
listamálum og t.d. fyrir tveim
árum neituðu flestar sjónvarps-
stöðvar landsins að flytja leik-
ritið Macbeth, og báru því við
að fólkið vildi heldur sjá kú-
reka og glæpamyndir. Ekki
löngu seinna var Macbeth kos-
ið bezta leikrit ársins í sjón-
varpinu. Við höfum mörg önn-
ur álíka dæmi. Við gætum
lært margt af sjónvarpinu í
Evrópu og jafnframt verð ég
að viðurkenna, að sjónvarpið
hefur batnað mikið síðan það
byrjaði. Ég held, að fólkið
hætti smám saman að horfa
svona mikið á skerminn og fari
að lesa meira. Samt lesum við
allt of lítið, þrátt fyrir mikla
aukningu í bóka- og blaðasölu.
— Amerískir foreldrar kvarta
yfir því, hve mikið börnin horfa
á sjónvarpið.
— Það er álitið, að hver tán-
ingur eyði þremur og hálfum
tíma á dag fyrir framan sjón-
varpið að meðaltali. Böm nú-
tímans lifa í heirni hávaðans,
þau hlusta á músik í útvarpinu,
meðan þau læra; horfa á há-
vært sjónvarp; og fara varla
ferða sinna án þess að hafa
transistor-útvarp með sér.
— Er þetta aðalorsökin fyrir
bví. hve börn og unglingar lesa
lítið?
— Meðal annars; samt vil ég
kenna um lélegri kennslu í
lestri og skrift, sem leiðir af
sér minni löngun til að lesa sér
til skemmtunar. Svo eru millj-
ón aðrir hlutir, sem draga at-
hygli þeirra frá bókum og
lestri.
— Hvernig er afkoma rithöf-
unda hér í Bandaríkjunum?
— Ekki setn bezt. Hér eru
innan við 5000 rithöfundar, sem
geta lifað af skrifum sínum
eingöngu; allir aðrir rithöfund-
ar verða að hafa aðra vinnu
með skrifum sínum- í Evrópu
er rithöfundurinn virtur og á-
litinn meðal betri borgara; hér-
eru það Hollywood-stjörnur og
íþróttakappar, sem skipa það
sæti, en rithöfundurinn er hálf
gleymdur og alls ekki virtur af
almenningi.
— Hvaða fólk les rit eins og
Saturday Review eða Atlantic
Monthly?
— Saturday Review er ritað
fyrir vissan hóp innan þjóðfé-
lagsins, þá sem við köllum
,.efri-miðstéttina“ (upper midd-
le class) og um 70 prósent af
okkar lesenduim er háskóla-
menntað fólk. Upplag og stærð
blaðsins er rífleg miðað við
fjölda þess hóps, sem við skrif-
um fyrir; hvert prentað eintak
er samkvæmt skoðunarkönnun
lesið af 3V2 manni, sem er frek-
ar há tala.
— Þið hafið orð á ykkur fyrir
að vinna að mannréttindamál-
um.
— Af sextíu manna starfsliði
eru tólf svertingjar, og þrír af
þeim hafa ritstjóraembætti. Við
höfucn s. 1. tíu eða fimmtán ár-
in staðið framarlega í barátt-
unni fyrir bættum lífskjörum
svertingja og annarra, sem
beittir eru misrétti.
— Að lokum; meðan þú starf-
aðir sem ræðuritari Eisenhow-
ers forseta, hafðir þú áhrif á
ræður hans?
— Enginn maður segir eitt
eða neitt, nema hann vilji það
sjálfur. Við vorum sex, sem
unnum saman að ræðunum, og
Eisenhower sagði aldrei neitt
af því, setn við skrifuðum, —
nema það væri samkvæmt hans
skoðun. Hann breytti oft ræðun
um á stöku stað, sem er ekki
nema von. Annars læra ræðu-
ritarar fljótt að skrifa eftir
skoðunum og stefnum þess
manns, sem skrifað er fyrir. —
Fyrr eða seinna fer maður að
hugsa eins og forsetinn, eða
þá bara hættir.
— }hm.
9
Byggðarlag
fer í eyði
Á s.l. vori fór næst síðasta bú-
jörðin í Loðnu.ndarfirði í eyði.
Baldvin Traust. Stefánsson, bóndi
á Sævarer.dum tók sig upp og
flutti til Seyðisfjarðar.
Hann var nýlfga á ferð í Reykja
vik, og átti fréttamaður þá tal við
hann um Loðmundarfjörðinn.
— Loðmuudarfjörðurinn er
grösug sveit, fjciskrúðug að gróð-
urfaii, sagði Baldvin. Við lifðum
þar af sauðkindinni, héldum kýr
tii heimilisþaria. Áður fyrr var
róið frá hverjum bæ, þegar næg-
ur mannafli var á heimilunum.
(lam’ir menn hafa sagt mér, að
þeir hafi þurft örskammt út í fjörð
inn t.il- að komast í mokfisk. Svo
komu togararnii og léku sér að
því að skafa fjörðinn daga og
nælur Fiskurinn þvarr og menn
hættu að reyna að ná til hans.
— Ekki hafa togararnir flæmt
ykkur úr sveitinni.
— Nei, það er ástæðulaust að
gera því skóna. Sveitin fór að eyð-
ast f-.ftir stríðið Þá voru níu bú-
jarðir í Loðmuiidarfirði. Sú tíunda
lagð'st af iyrir aldamót. Lengst af
var íbúatalan 70—80 manns, nú
eru 30 eftir í Stakkahlíð. Þar eru
tveii bændur.
- Hvert hata hreppsbúar flutt?
— Sitt á hvað. Á firðina, suð-
ur á land, hingað til Reykjavíkur.
— Er mógulegt fyrir tvo bænd
ur að haldast við í þessari sveit?
— Eg vil engu spá um það. Land
auðnin hefur örf ugleika í för með
sér. Oæði fyrii þá sem eftir eru
og þá sem búa í nærsveitunum.
Þejr verða að smala þetta land, en
þangað sækir sauðkindin. Það er
eins og hún finini á sér, að mað-
udnn er farinn.
— Hvað stundar þú á Seyðis-
r'irði, Baidvin?
— Eg kom eins og fleiri í síld-
ina oar í sumai. Annars lítur út
fyrir næg verkefni þar fram eftir
vetrinum.
— Telur þú mikla eftirsjá í
því hvernig komið er í Loðmund-
arfirðinum?
— Það er alitaf eftirsjá í jörð-
um, sem fara í eyði. Það getur
ýtt undir að fleiri fari í eyði, og
gerii það. Bændijr hafa stutt hver
annsn með búsetunni, sérstaklega
þeir. sem búa við sauðfé. Nú getur
farið svo, að þessi búskapur verði
óviðráðanlegur í heilum byggðar
lögum. við höfum nærtæk dæmi
um það
— Eru fleiri sveitir á sömu leið
þar eystra?
— Sem betur fer held ég, að
það sé nú ekki
— En kaups'pðirnir vaxa.
— Já, rvo er síldinni fyrir að
þakka.
— Hvað gero Seyðfirðingar út
mav?a þéta?
— Þab eru fjorir stórir bátar
frá Seyðisfirði, sem verða gerðir
út fvrir sunnan land í vetur. Trill
ur voru orðnar nokkuð margar, en
þeim hefur fækkað. Atvinnan
i'O'nist nú fyrst og fremst að þjón
ustu við aðvííandi skip. Þar er
nýtt uppgangstímabil. Bretinn
sk-ldi svo við staðinn, að sjó-
mennska lagðist af í nokkur ár. Bát
ar kumust ekki um fjörðinn nema
með sérstökum eftirgangsmunum,
begsr Bretinn var þar, og það sem
þeir skildu eftir á sjávarbotninum
geríi sitt til. — Verzlunin dreifð
ist ti! annarra -taða, og nafngift-
in „höfuðstaðqr Austurlands“
hætti að eiga við. Staðurinn sér nú
betii tíma. Síldin fæst fyrir aust-
an. — BÓ.
Mörg
lesa
SAMTIÐINA
heimilisblaðið, sem flytur yður
★ Fyndnar skopsögur
ic Kvenraþætti
+ Stjörnuspár
Spennandisögur
-Á Skák- og BridgeþæHi
■jjk Greinar um menn
og málefni o. m. fl.
10 b!öð á ári fyrir aðeins 95 kr.
NÝIR KAUPENDUR FÁ 3 ÁRGANGA FYRIR 150 kr.
Póstsendið í dag eftirfarandi pöntun.
Eg undirrit. .... óska að gerast áskrifandi að
SAMTÍÐINNI og sendi hér með 150 kr. fyrir ár-
gangana 1962, 1963 og 1964.
(Vinsamlegast sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða
póstávísun).
Nafn: ............................................
Heimili: ............................................
Utanáskrift okkar er SAMTÍÐÍN — Pósthólf 472. Evis.
TÍMINN, miðvikudaginn 15. janúar 1964
9