Tíminn - 15.01.1964, Blaðsíða 7
Útgeftndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðí
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta.
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjómarskrifstofur f Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augi., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. f Iausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Þrengt að samvinnufélögum
Það er alkunna, að á Norðurlöndum og mörgum öðr-
um Evrópulöndum lítur stjórnar- og löggjafarvaldið á
samvinnufélögin sem sterka lyftistöng til almannaheilla,
framfara og bættrar lífsafkomu cg styðja hreyfinguna
í samræmi við þá skoðun. Þar eru samvinnufélögin talin
veigamikið jákvætt þjóðfélagsafl, sem hver sú ríkisstjórn,
sem ber almenna velmegun fyrst og fremst fyrir brjósti,
telur sér hag og skyldu að styoia eins og aðra æski-
lega framfaraþróun.
Hér á landi gilti hið sama allt fram á síðustu ár, en
með tilkomu núverandi ríkisstjornar gerbreyttist við-
horf stjórnarvalda til samvinnufélaganna, og í stað stuðn-
ings er nú kappkostað að leggja stein í götu þeirra með
ýmsum hætti, torvelda rekstur þeirra, ætla þeim verri
hlut en öðrum og draga úr stuðningi, sem áður var
lóngu viðurkenndur.
Þetta er eitt margra cg glöggra dæma um hina stór-
kapitalísku sérhagsmupastefnu, sem er kjarninn í stefnu
núverandi ríkisstjórnar. Slíkri ríkisstjórn eru samvinnu-
félögin sérstakur þyrnir í augum, eins og hvað eftir ann-
að hefur komið í ljós af stjórnarathöfnum
Samvinnufélögin hafa nær aliar afurðir bænda til
sölumeðferðar, og löngu er viðurkennd skylda til afurða-
lána. Núverandi ríkisstjórn hefur látið afurðalánin
standa í stað í fjögur ár, þó að verð landbúnaðarvara hafi
stórhækkað, framleiðsla vaxið og þörf fyrir rekstrarfé
til handa bændum stóraukizt. Þitta h«-fur orðið kaup-
félögunum haft, því að þau hafa ^eð sig tilneydd að taka
á sig nokkurn hluta þeirrar skyldu sem hvílir á stjórnar-
völdum, að greiða bændum meira fyrir íram út á afurð-
irnir, og orðið að taka af naumu rekstrarfé sínu til þess
frá öðrum brýnum verkefnum.
Þessu hafti hefur stjórnin reynt að halda sem lengst
því að hún veit, að það er samvinnuiélögunum illur fjöt-
ur um fót. Og loks 1 haust, þegar það komst í kring, að
afurðalánin skyldu vera 55% af afurðaverði í stað þess
að standa í stað að krónutölu var fundm sérstök aðferð
hjá Seðlabankanum við úthlutun lára, svn að hækkunin
yrði sem allra minnst, en fjárkreppan þiakaði bændur
og samvinnufélög þeirra áfram.
Þegar leiðtogum samvinnufél.iga hefur tekizt að fá
loforð um bráðabirgðalán erlendis til þess að vega á
móti innlendum afurðalánaskorti hefur ríkisstjórnin
neitað um heimild hvað eftir annað. þó að Landsbank-
inn hafi veitt hana að sínu leyti.
Annað dæmið er það, að ríkisstjórnin fyrirskipaði að
taka 15% úr innlánsdeildum kaupfélaga og frysta í Seðla-
bankanum. Og nú er boðað, að taka skulr' 25%.
Þetta eru aðeins dæmi um þau ráð, sém ríkisstjórnin
beitir til þess að kreppa að samvinnufélögunum. En
fleiri spjót eru úti. Hér á landi shur ríkisstjórn harð-
leikinnar sérhagsmunastefnu og telur sér skylt að heyia
stríð gegn samvinnufélögunum.
Myndarleg viðbrögð
Það eru góð tíðindi, að íslenzk flugfelög hyggja ekki
á uppgjöf fyrir áhlaupi risa-flugfélaganna { IATA, heldur
halda samkeppninni áfram af fuUii djörfung eins og
kemur fram í ákvörðun Loftlejða um nýja fargjaldalækk-
un, svo að bilið haldist enn milli þe;rra og fargjalda IATA.
Hér er myndarlega við brugðizt og óskandi, að íslenzku
félögunum takist að halda velli í þessum harða og tvísýna
leik.
Veröur Johnson nýr Roosevelt?
Það er í anda Roosevelts að boða stríð gegn fátækt
ÞAÐ ER VENJA, að forseti
Bandaríkjanna flytji í byrj-
un hvers árs ræðu í þinginu,
þar sem hann gerir grein fyrir
ástandi og horfum í málum rík-
isins og fyrirætlunum sínum á
sviði löggjafarmála á næstu
misserum.
Johnson forseti flutti slíka
ræðu á þingi Bandaríkjanna 8.
þ. m. Það er í annað sinn, sem
hann ávarpar þingið sem for-
seti. Hann ávarpaði þingið rétt
eftir að hann tók við forseta-
embættinu. Þá vakti það sér-
staka athygli hve eindregið
hann áréttaði, að hann myndi
fylgja fram stefnu fyrirrenn-
ara síns, Kennedys forseta.
Johnson lýsti því, að alltof
margir þegnar Bandaríkjanna
byggju við lélegustu lífskjör,
þrátt fyrir ríkidæmi þjóðarinn-
ar. Úr þessu yrði að bæta með
aukinni menntun, auknum
tryggingum, auknum tækifær-
um fyrir alla til þess að geta
notið sín.
Það var þessi kafli ræðunnar,
sem þótti minna sérstaklega á
Roosevelt. Kennedy hafði oft
minnzt á þessi mál, en aldrei
gert það á eins áherandi hátt
og Johnson — aldrei gert þetta
að höfuðatriði stefnu sinnar.
ÝMSAR ástæður valda því,
að Johnson er það augljósara
en Kennedy, að útrýming fá-
tæktarinnar er höfuðmál Banda
ríkjanna. Johnson er alinn upp
NELSON ROCKEFELLER
ríkisstjóri I New York
EN ÞAÐ eru fleiri en John-
son, sem hafa gert það að
stefnumáli sínu að vinna gegn
fátæktinni f Bandaríkjunum
Sama daginn og Johnson flutti
ræðu sína á Bandaríkjaþingi,
flutti Rockefeller hliðstæða
ræðu á þingi New York-
ríkis. Hann lýsti því þar,
að fimmtungur Bandaríkjaþjóð
arinnar hyggi við skort á fæði,
fötum og húsnæði. Úr þessu
yrði að bæta, en það yrði ekki
gert nema með stórauknum
hagvexti. Að þessu leyti voru
ræður þeirra Johnsons og
Rockefellers mjög keimlíkar.
Þ.Þ.
Ræðan, sem Johnson flutti á
dögunum, hefur vakið sérstaka
athygli vegna þess, að þar fór
Johnson miklu meira í fótspor
annars fyrirrennara síns en
Kennedys, þótt hvergi kæmi
fram að hann hefði vikið neitt
frá stefnu hans. Efni ræðunnar
og uppbygging minnti hins
vegar miklu meira á Franklin
D. Roosevelt en John F. Kenn-
edy. Johnson áréttaði með
henni, að hann lítur á Roose-
velt sem hinn mikla lærimeist-
ara sinn. Eftir ræðuna, kom það
líka mjög fram í amerískum
blöðum að bersýnilegt væri að
Johnson dreymdi um að verða
nýr Roosevelt
UTAN Bandaríkjanna hefur
sá þáttur ræðu Johnsons, sem
fjallaði um utanríkismál, vakið
hina mestu athygli. Hann dró
markmið sín í utanríkismálun-
um saman í tíu punkta. í þeim
kom raunar ekkert annað fram
annað en það, að hann myndi
fylgja fram stefnu þeirri, sem
Kennedy hafði markað á því
sviði. Mesta athygli vakti það,
að hann lagði ríka áherzlu á,
að haldið yrði áfram ýtrustu
viðleitni til að draga úr kalda
stríðinu.
Meginkaflinn í ræðu John-
son fjallaði um innanlandsmál-
in og sá kaflinn sýndi það skýr-
ast, hvað Johnson vill stefna
að. f þessum kafla ræðunnar
sagði hann fátæktinni í Banda-
ríkjunum stríð á hendur og síð-
an ræddi hann um úrræði og
leiðir til að ná því marki að út-
rýma henni.
Johnson forseti flytur ræSu sína I þlnglnu um ástand og horfur
í málum rikisins.
við þröng kjör og byrjar stjóm-
•málaferil' sinn í heimskrepp-
unni miklu. Hann gerist þá læri
sveinn Roosevelts og hefur
haldið áfram að vera það síðan.
Sem Suðurríkjamanni er hon-
um það Ijóst, að lausn kyn-
þáttamálsins byggist öðru frem-
ur á því, að fátækt og atvinnu-
leysi verði útrýmt, — jafnrétti
í orði er ekki nóg. Átökin milli
kynþáttanna eru ekki sízt hörð,
þar sem atvinnuskilyrði eru tak
mörkuð og keppt er um vinn-
una. Síðast, en ekki sízt, fer svo
álit Bandaríkjanna sem heims-
veldis, ekki sízt eftir því, hvern-
ig þeim tekst að leysa mál sín
heima fyrir. Mikil stéttaskipt-
ing, þar sem hóflaus auðsöfnun
er á aðra hlið en himinhróp-
andi fátækt á hina, er léleg aug-
lýsing fyrir lýðræðisstjórn.
FJÁRLÖG þau, sem Johnson
boðaði, virðast mjög táknræn
fyrir vinnubrögð hans. Þau eru
lægri en næstu fjárlög á und-
an. Þó em framlög til félags-
•mála nokkm hærri. Hann hefur
látið lækka ýmis framlög til víg
búnaðarins. Það, sem vakir fyr-
ir Johnson með þessu, er að fá
þingið til að fallast á skatta-
lækkunarfmmvarp, sem Kenn-
edy hafði borið fram, en ekki
tekizt að fá samþykkt. Tilgang-
ur skattalækkunarinnar er, að
örva fjárfestingu og vömkaup
og auka atvinnu og viðskipti á
þann hátt. Þannig er ætlunin til
að sigrast á atvinnuleysinu, sem
enn er víða tilfinnanlegt í
Bandaríkjunum og horfur eru
á, að mun heldur vaxa, að ó-
breyttum hugvexti, þar sem
sjálfvirknin eykst nú hraðar
en áður í iðnaði Bandaríkjanna.
Ætlun Johnsons er sú, að
vinna sér tiltrú íhaldssams
þings og iðjuhöldanna, til þess
að geta svo notfært sér betur
krafta þessara aðila til að koma
fram umbótahugsjón sinni —
útrýmingu fátæktarinnar. Þetta
er alveg i anda Roosevelts.
Fyrsta verk hans sem nýkjör-
ins forseta var, að endurvekja
tiltrú og fá þannig hjól efna-
hagskerfisins til að snúast á ný.
TÍMINN, mlðvikudaglnn 15. ianúar 1964 —
/
z