Tíminn - 18.01.1964, Qupperneq 5

Tíminn - 18.01.1964, Qupperneq 5
FRIÐRÍK ÓLAFSSON UM rfið biðskák hjá Guð- mundi P. gegn Gligoric ÚBSLIT 3. UMFERÐAR: Magnús—Tal 0:1 Friðrik—Trausti 1:0. Ingvar—Gaprindasvili 1:0. Ingi—Arinbjöm 1:0. Gligoric—Guðmundur, biðsk. Jón—Wade, biðskák. Freysteinn—Johannesen, bið- Magnús—Tal. Eins og fyrri daginn varð Tal fyrstur til að afgreiða sinn andstæðing og tók viðureignin alls lVz klst. Byrj- unin var hið júgóslavneska af- brigði Kóngs-indversku varnar innar og fékk Tal fljótlega betri stöðu vegna ónákvæmrar taflmennsku Magnúsar. Allsráð andi á borðinu hóf Tal aðgerð- ir á drottningarvængnum og hremmdi svarta drottningin þar peð, sern Magnús hafði álitið „taboo“. Hófst nú mikill elting arléikur við drottninguna, en hún vatt sér undan af mikilli fimi og tókst Magnúsi aldrei að koma á hana lagi. Magnús hafði fórnað talsverðu liði í þágu eltingarleiksins og gafst hann upp, er hann sá að áætl- un hans mundi ekki ná fram að ganga. 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rf3, Bg7. 4. g3, 0-0. 5. Bg2, c5. 6. 0-0, Rc6. 7. Rc3, d6. 8. d5, Ra5. 9. Dd3? (Betra er 9. Rd2). 9. —, e6. 10. e4, exd5. 11. cxd5, He8. 12. Bg5? (Það er að sjálfsögðu misráðið að skipta up'p á biskupnum fyr- ir riddarann, og auka þannig áhrifavald svarta biskupsins á g7. Betra var 12. Bf4). 12. — h6. 13. Bxf6, Bxf6. (Að sjálfsögðu ekki 13. —, Dxf6 vegna 14. Db5 og vinnur mann). 14. Rd2, a6. 15. a4, Bd7. 16. Rc4, — (Það er andstætt grundvallar- lögmálum skákarinnar að skipta upp á virkum manni fyrir þann, sem óvirkur er). 16. —, RxR. 17. DxR, Db6. 18. Hfcl — (Magnús heldur, að drottning- in megi ekki taka peðið, en raunin er önnur). 18. —, Dxb2. 19. Habl, Dd2. 20. e5, b5. 21. Df4, Bg5. 22. Df3, Hxe5. 23. Re4, Hxe4. (Hvítur gafst upp). Friðrik—Trausti. Byrjunin var Pirc-vörn þ. e. I. e4, d6.. 2. d4, Rf6. 3. Rc3, g6. (Miðborðið lokaðist snemma Friðriki í hag og hóf hann þá sóknaraðgerðir eftir h-línunni. Trausti reyndi gagnsókn á drottningarvængnum, en hún kom að litlu haldi. Eftir 17 leiki var kóngsstaða svarts al- gjörlega í molum og gafst Trausti upp nokkru seinna, er séð varð, að kóngur hans átti sér ekki undankomu auðið. — Framhald og niðurlag skákar- innar varð þannig: 4. h3, Bg7. 5. Rf3, 0-0. 6. Bc4, c6. 7. Bb3, d5. 8. e5, Re8. 9. Re2, e6. 10. h4, b6. II. h5, c5. 12. c3, Ba6. 13- hxg6, hxgð. 14. Bg5, f6. 15. exf6. 16. Dc2. Hf7. 17. Dxg6f, Hg7. 18. Dh6, Rc6. 19. Rf4, Bc8. 20. Rg6, — gefið. Ingvar — Nona. Byrjunin var sú sama og hjá Friðriki og Trausta. Ingvar réðist til at- lögu á miðborðinu, en hún revndist ótímabær og fékk Nona upp úr því betri stöðu. f stað þess að nota sér aðstöðu- muninn fór hún að leika mönn- um sínum fram og til baka al- gjörlega að ástæðulausu og jafnaðist taflið aftur. f miðtafl- inu hóf Nona ilia undirbúna TAL — eins og Halldór Ólafsson sá hann I fyrstu umferðinnl. sókn á drottningarvængnum og náði Ingvar þá betri stöðu. í áframhaldinu fórnaði Nona miklu liði í þágu sóknarinnar, en Ingvar sá við öllum brögð- um hennar. Gafst Nona upp, er sóknin var runnin út í sand- inn og Ingvar kominn með hrók yfir. Ingi—Arinbjörn. Byrjunin var sjaldgæft afbrigði Sikileyj- arvarnarinnar. Báðir fengu tví- peð á f-línunni, en menn hvíts reyndust virkari, og átti svartur í erfiðleikur með að halda peð- um sínum til haga. f áframhald inu missti Arinbjörn hvert peð ið á fætur öðru og var staða hans orðin vonlaus eftir 30. leiki. Gafst hann þá upp. Gligoric—Guðmundur. Hér varð uppi á teningunum eitt al- gengasta afbrigði Nimso-ind- versku varnarinnar. Gligorie fékk trausta stöðu og biskupa- parið að auki, en Guðmundur hins vegar frjálsa stöðu og gott spil fyrir menn sína. Baráttan í þessari skák snerist því fyrst og fremst um það, hvort Gli- goric tækist að ná betri stöðu í skjóli biskupanna, eða Guð- mundi að hindra þetta með góðu samspili manna sinna. — Skákin hélzt í jafnvægi fram eftir öllu, en rétt fyrir bið varð Guðmundi á að leika nokkrum ónákvæmum leikjum og tókst Gligoric þá að færa sér biskupa parið í nyt. í biðstöðunni virð- ist Guðmundur eiga mjög erfitt uppdráttar. Jón—Wade. Byrjunin var Caro-Kann, þar sem hvítur tefldi kóngs-indverska byrjun (1- e4, c6. 2. d3, d5. 3. Rd2, g6. 4. g3 0. s. frv.). Mikil manna- kaup urðu í miðtaflinu og er leiknir höfðu verið um 20 leik- ir var komið upp biskupaenda- tafl, þar sem Wade stóð nokkuð betur að vígi. Wade reyndi að auka yfirburði sína í áframhald- inu, en honum virðist lítið hafa orðið ágengt, og er sennilegt, að skákin endi með jafntefli. Johannesen—Freysteinn. _____ Tefldur var sjaldgæfur gambít- ur í drottningarbragði: 1. d4, d5. 2. Rc3, Rf6. 3. B'gð, Bf5. 4. f3, Rbd7. 5. Rxd5, Rxd5. 6. e4 o. s. frv. Teflendur fengu nokk- uð svipaða stöðu upp úr byrj- uninni, en í framhaldinu fóm- aði Freysteinn peði til að fá gott spil fyrir menn sína. Jo- hannesen virtist eiga í nokkr- um erfiðleikum um tíma, en honum tókst simám saman að snúa sig út úr klípunni og er skákin fór í bið var komin fram endatafl, þar sem Johannesen er með peð yfir. Virðast vinn- ingslíkur hans töluverðar. Nona og Friðrik sömdu um jafntefli í biðskák sinni, án þess að teflt væri frekar og er nú röðin í mótinu þessi: 1. Tal 3 vinninga. 2. Friðrik 2]/a vinn- ing. 3. Ingvar 2 v. 4.-7. Guð- mundur, Gligoric, Ingi og Jo- hannesen með 1 vinning. Tveir þeir fyrsttöldu eru með 2 bið- skákir, hinir 1 hvor. 8.—12. Wade, Nona, Magnús, Arin- björn og Freysteinn V2 hvert- Wade á 2 biðskákir, Nona og Freysteinn 1 hvort, hinir enga. 13.—14. Trausti og Jón 0 v. og 2 biðskákir báðir. í 4. umf. munu tefla saman: Tal-Gligoric, Nona-Johannesen, Friðrik-Ingvar, Guðmundur- Jón, Arinbjörn-Magnús, Frey- steinn-Ingi, Trausti-Wade. — Umferðin hefst kl. 1 í dag. FRAMDRIFSLOKUR Teg. J—50. Willys Jeep. kr. 2100.00 Teg. J—80 Landrover kr. 2363.00 Teg. D—10 Dodge Weapon kr. 2363.00 Teg. D—300. Dodge Weapon kr. 2363.00 Tökum upp næstu daga framdrifslokur fyrir GAZ-69 rússa-landbúnaSarbíl Allt á sama stað SF.NDUM GEGN KROFU SGILL VIlHJÁLMSSON H.F. Laugaveg' 118 Sími 2-22-40 Auglýsið í TÍMANUM Höfum kaupendur að 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum. Iflllllfi FASTEI6NIKÍ Austurstræti 10 5. hæð Símar 24850 og 13428. J Iðnaðarhúsnæði fyrir þungaiðnað óskast lii kaups eða leigu. Æskileg stærð: 300—400 ferm. Tilboð skilist á afgreiðslu Tírnans, merkt: íðnaðarhúsnæði—100“. Ráöskona og starfsstúlkur óskast að mötuneyti skólanna að ^augarvatni. jpplýsingar hjá brytanum, sími 9, Laugarvatni. \ TÍMINN, laugardaginn 18. ianúar 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.