Tíminn - 01.02.1964, Qupperneq 6
GERA ÞARF STÓRT ÁTAK OG
LEYSA HÚSNÆÐISVANDANN
Einar Agústsson hafði í gær
framsögu fyrir þingsályktunar
tillögu er hann flytur ásamt
nokkrum þingmönnum Fram-
sóknarflokksins öðrum um
auknar lánveitingar vegna í-
búðabygginga. Fjallar tillagari
um kosningu nefndar til að'
gera tillögur um nýja löggjöf
um lánveitingar til íbúðabygg
inga. Skal markmið þeirrar
löggjafar vera, í 1. lagi, að
auka lánveitingar til bygginga
íbúða, þannig, að unnt verði
að lána til hverrar íbúðar af
hóflegri stærð tvo þriðju hluta
byggingarkostnaðar, 2. að
jafna aðstöðu manna til láns-
f jár þannig, að heildarlán geti
orðiS svipuð til hvers
manns miðað við sömu stærð
íbúðar, 3. að auðvelda mönn-
um aðgang að lánsfé til að
endurbæta eldri íbúðir og til
i fbúðakaupa og 4. að lækka
1 bygglngarkostnað í landinu.
Hér fer á eftir útdráttur úr
ræðu Einars Ágústssonar:
Bfalaust er, að húsnæði er ein
af allra brýnustu nauðsynjum
manna og erum við sem á þess-
ari breiddargráðu búum, ekki
hvað síst mjög háðir þessum lífs
nauðsynjum, svo að jafnvel má
jafna til fæðis og klæða. Ríkis-
valdið hefur því um langt skeið
álitið það siðferðilega skyldu
sína í öllum menningarþjóðfé-
lögum, að leggja fram aðstoð
sina í því skyni að gera ein-
staklingunum mögulegt að eign-
ast þak yfir höfuðið. fslenzkir
valdamenn hafa einnig fyrir all-
löngu gert sér þessa staðreynd
ljósa og stuðningur ríkisvaldsins
til þessara mála hefur verið fyrir
hendi í misríkum mæli nokkra
undanfarna áratugi. Mjög skort
ir þó á að hér sé nægilega að
gert.
Húsnæðisskortur er hér til-
finnanlegur og hefur farið vax-
andi að undanförnu. Enn þarf
að gera ráðstafanir til útrým-
ingar heilsuspillandi húsnæðis.
Enn hefur ekki tekizt t. d., að
útrýma herskálum hér í Reykja-
vík, þrátt fyrir margendurtekin
loforð. Þessar staðreyndir eru ó-
glæsileg staðfesting þess, að við
eigum enn mjög langt í land í
því að koma húsnæðismálum
okkar í viðunandi horf, þrátt
fyrir velmegun og framfarir.
Hér er því því ástæða til að láta
fara fram athugun, eins og þá,
sem þessi tillaga gerir ráð fyrir,
og því fyrr, sem sú staðreynd er
viðurkennd og handa hafizt, því
betra.
Það skal fúslega viðurkennt,
að hér er um mikið átak að
tefla, byggingarnar krefjast gif-
urlegs fjármagns, og sú lagfær-
ing, sem hér er lögð til í þess-
um efnum mun kosta stórátak,
en því átaki verður ekki undan
komizt ef ekki á illa að fara.
Húsnæðisleysið er alvarlegt þjóð
félagsmein, sem verður að upp-
ræta. Það torveldar stofnun heim
ilanna, stendur í mörgum tilfell
um í vegi fyrir því að menn fái
notið heppilegra atvinnuskilyrða
og sívaxandi húsnæðiskostnaður
veldur því, að óhjákvæmilega
eru gerðar hærri launakröfur en
annars mundi. — Lágmarkslaun
hljóta ávallt að miðast við það,
að sá verst setti geti af þeim
lifað. Þannig verða launasamn-
ingar í reynd að verulegu leyti
háðir því, hver húsnæðiskostnað
urinn er. Dýrt húsnæði er því ein
af alvarlegustu orsökum þeirrar
skelfilegu verðbólgu sem hér rík-
ir.
Möguleikar manna til bygg-
ingar íbúða eru aðallega komnir
undir þrennu: Byggingarkostn-
aði, lánsmöguleikum og eigin
fjármagni. Um byggingarkostn-
aðinn liggja fyrir opinberar
skýrslur. Byggingarkostnaður
var í október sl. 1834 krónur á
rúmmeter. Meðalstærð íbúða,
sem byggðar voru á árinu 1962,
var um 375 rúmmetrar. Samkv.
framangreindur tölum um bygg
ingarkostnaðinn, mundi slík íbúð
kosta 688 þúsund krónur. Verð-
hækkunin nemur frá 1. október
1959 um 227 þúsund krónum,
eða um 49% á þessum 4 árum.
Hámarkslán skv. gildandi lögum
út á hverja íbúð er nú 150 þús-
und krónur, og hefur því verð-
hækkunin á sl. 4 árum meira
en gleypt alla lánsfjárhæðina. Sá
sem byggir meðalíbúð í dag þarf
að geta lagt fram af eigin ramm
leik hvorki meira né minna en
538 þúsund krónur. Þarf ekki
lengi getum að því að leiða,
hversu afarmiklum vandkvæðum
slíkt hlýtur að vera bundið, ekki
sízt fyrir þá, sem ungir eru og
efnalitlir. Þvi er augljóst mái,
að til þess að bæta úr þessu ó-
fremdarástandi þarf að stór-
hækka lánin úr byggingarsjóði
til hverrar einstakrar íbúðar.
Það takmark, sem hér er miðaö
við, að unnt verði að lána tvo
þriðju hluta af kostnaðarverði
meðalstórrar íbúar, er að vísu
sett allmiklu lægra en tíðkast
meðal þjóða í nágrannalöndun-
um, þar sem slíkar lánveitingar
komast allt upp í 90% kostnað-
ar, en flutningsmönnum þessar-
ar tillögu er Ijóst, að við mikla
erfiðleika er að etja í þessu efni
um útvegum lánsfjár, og telja
þvi ekki ráðlegt að fara lengra
en þetta í einum áfanga, enda
um verulega úrbót að ræða frá
því, sem nú er, en lánin hér
nema nú aðeins tæpum 20% af
kostnaðinum.
Vitanlega kemur vel til greina
fyrir þann sem ætlar að byggja,
ekki sízt ef það er ungur maður
eða ung hjón með litla fjölskyldu
og takmörkuð auraráð, að byggja
smærra en hér er um rætt. En
jafnvel þótt um verulega minni
íbúð væri að ræða, jafnvel 300
teningsmetra, til að taka dæmi
af lítilli íbúð, er staðreyndin
engu að síður sú, að hún mundi
kosta 540 þúsund krónur og
mundi þannig vanta um 400 þús
und krónur til þess að koma
henni upp, þótt hámarkslán
fengis't. Þá er ennfrémúr mikil
nauðsyn á því, að byggingar-
sjóður hefði fjármagn til þess
að greiða lánin til fólksins miklu
fyrr en tíðkast hefur. Einn þátt-
urinn og hann ekki smár í þvi
hversu byggingarkostnaðurinn
er hár, er einmitt það, hvað
menn eru hér lengi með húsin í
smíðum, en því veldur aftur i
flestum tilfellum fjármagns-
skortur. Þetta þarf einnig að
laga.
Aðallega er um tvær stofnan-
ir að ræða, sem lána til íbúða-
bygginga, þ .e. Byggingarsjóð
ríkisins, sem lýtur forsjá Hús-
næðismálastofnunarinnar, og
lánar til íbúða í kaupstöðum og
kauptúnum, og Stofnlánadeildar
Búnaðarbankans, sem veitir lán
til byggingar íbúðarhúsa í sveit-
um. Hámarkslán munu hjá báð-
um vera 150 þúsund krónur út
á íbúð.
Þessu til viðbótar eru svo
nokkrar aðrar stofnanir, sem
nokkuð hafa gert af því að veita
lán til íbúðabygginga. Þar má
til dæmis nefna lífeyrissjóðina.
þeir velta talsverð lán til félags-
manna sinna, enda svo ráð fyrir
gert í reglum þeirra, að ávaxta
megi það fé, sem í sjóðina safn-
ast, á þann hátt, að kaupa fast-
eignatryggð skuldabréf eða
verðbréf eftir vissum reglum. Líf
eyrissjóðirnir munu nú flestir
veita hærri lán en fást úr hinu
almenna veðlánakerfi. Þeir, sem
þau lán fá, eru lika að því leyti
betur settir en aðrir, að þeir hafa
einnig getað fengið nokkurt lán
hjá húsnæðismálastjórn. Lífeyr-
issjóðirnir hafa því gert mikið
gagn í þessum efnum, en að
sjálfsögðu geta þeir ekki lánað
til annarra en félagsmanna
sinna, enda eru sjóðirnir í viss-
um skilningi þeirra eign, þar
sem þeir myndast af framlögum
sjóðfélaganna og vinnuveitenda
þeirra. Því má, heldur ekki
gleyma, að hlutverk lífeyrissjóð-
anna er fyrst og fremst annað
en að vera lánastofnanir, þeir
eru tryggingaraðili, og það hlut-
verk þeirra þyngist eftir því sem
árin líða og sjóðfélagar fara í
ríkari mæli að taka eftirlaun og
aðrar bætur. Að sama skapi dreg
ur þá að sjálfsögðu úr möguleik
um þeirra til útlána.
Sparisjóðir hafa einnig lánað
allmikið til íbúðabygglnga, en
hvort tveggja er, að þeir geta
ekki lánað nema til fremur
skamms tima og að vandamáiin
úm veðsetningar hindra í flest-
um tilfellum að hægt sé jafn-
framt að fá til þeirra íbúða lán
úr byggingarsjóði.
Byggingarsjóður verkamanna
lánar til verkamannabústaða og
er þar talsvert ríflegar skammt-
að en úr opinberum sjóðum, þótt
langur vegur sé frá, að þar sé
um nokkra ofrausn að ræða.
Þessi sjóður hefur einnig yfir of
litlu fjármagni að ræða og getur
því ekki aðstoðað nema fáa.
Þá ber að geta þess, að einstök
bæjarfélög, aðallega þó Reykja-
vík, hafa lánað samkvæmt lög-
um um útrýmingu heilsuspill-
andi húsnæðis og er þá bygg-
ingarsjóður ríkisins skyldugur til
að leggja jafnháa fjárhæð á
móti, auk þess sem svoköliuð A
og B- lán húsnæðismálastjórnar
koma þarna einnig til.
Lánveitingar til íbúðabygglnga
ganga þannig nokkuð misjafnt
yfir. Það verður því einnig verk-
efni þeirrar nefndar, er hér um
ræðir, að gæta samræmis í þess-
um málum, ekki til þess að draga
úr aðstoð til þeirra, sem hennar
njóta nú mestrar, heldur til þess,
að setja reglur er miði að fyllsta
réttlæti í skipan lánamála og
gera aðstöðu manna sem jafn-
asta.
1 þriðja iið þessarar tillögu er
athygli vakin á því, að hag-
kvæmt geti verið að veita nokkru
lánsfé til að endurbæta eldra
húsnæði og til að auðvelda mönn
um kaup á húsum og til eigin
nota. Engin lánastofnun mun
telja það í sínum verkahring að
lána fjármagn í þessu skyni.
Loks gerir tillagan ráð fyrir
að hin nýja löggjöf hafi sérstax-
lega að markmiði að lækka bygg
ingarkostnaðinn í landinu.
Afleiðing hins háa byggingar-
kostnaðar og lánsfjárskortsins
er sú, að minna er byggt, og
þetta alvarlega ástand fer versn-
andi með vaxandi dýrtíð. Þetta
sýna opinberar skýrslur um
byggingar undanfarinna ára svo
að ekki verður um villzt.
Tölur um íbúðir, sem byrjað
hefur verið að byggja annars
vegar árin 1955—1958 og hins
'vegar árin 1959—1962 sýna þetta
Við samanburð milli þessara
fjögurra ára tímabils sést, að
samdrátturinn nemur 40% í
sveitum; 19% í kauptúnum. 30%
í kaupstöðum öðrum en Reykja-
vík, og 40% í Reykjavík. Afleið-
ingin er vitanlega það öngþveitl.
sem i húsnæðismálum ríkir, hús-
næðisskortur og uppsprengd
EINAR ÁGÚSTSSON
húsaleiga, notkun heilsuspillandl
húsnæðis.
Lækkun byggingarkostnaðar er
þjóðfélagsleg nauðsyn. í 2. gr.
laga um húsnæðismálastofnun,
eru ákvæði um ráðstafanir til
lækkunar á byggingarkostnaði.
Þeim ráðum, sem þar greinir,
hefur þó mjög óverulega verið
beitt, og má segja, áð'lögin hafi
aldrei verið framkvsemt að þessu
leyti.
Stórauka þarf framlög til ým-
iss konar rannsókna í þágu
| byggingariðnaðarins og er eng-
| inn vafi á því að hér sé ótæm-
andi verkefni að vinna. Furðu
vekur, að þrátt fyrir allar þær
stórfelldu framfarir, sem orðið
hafa í byggingarmálum með til-
komu nýrra tækja og nýrra efna
sem ættu að auðvelda þessar
framkvæmdir, þá skuli þróun
mála á íslandi verða sú að bygg-
ingar verða dýrari og dýrari og
taka sífellt lengri og lengri tima.
Hér hlýtur að verða að brjóta
i blað og fyrtt einstaklingarnir
hafa ekki getað notfært sér nýj-
ungarnar á heppilegri hátt en
raun ber vitni, hlýtur hið opin-
bera að láta málið til sín taka.
f skýrslu sinni um íbúðarbygg-
ingar og fjárframlög til þeirra
á íslandi bendir Jóhann Höff-
man, bankastjóri frá Noregi með
al annars á það, að lækka þurfi
útlánsvextir til íbúðabygginga
verulega frá þvi, sem þeir eru
nú. Vextir af íbúðalánum verða
að vera óháðir skammvinnum
sveiflum á hinum almenna lána
markaði segir hann. Ennfremur
bendir hann á að lánin verði að
vera til langs tíma, með lágum
afborgunum fyrst í stað og margt
fleira bendir hann á, sem full
þörf er að gefa gaum.
Þorvaldur Garðar Krist.iánsson
taldi, að ástandið í húsnæðisma.l
unum væri ekki eins slæmt eins
og Einar Ágústsson vildi vera
láta. Reyndar væri það stað-
reynd, að fjárfesting í íbúðarhús
næði hefði i tíð núverandi st.jórn
ar verið 15% minna en í tíð
vinstri stjórnarinnar. en það
væri ekki einhlýtur mælikvarði
á ástandið í þessum málum. því
að þörfin fyrir íbúðarhúsnæði
er nú minni en áður. vegna þess,
að svo mikið var byggt á síðasta
áratug og húsnæðisástandið hef
Framhald é 15 siSu.
■A: BJÖRN PÁLSSON itafSI I gær framsögu fyrlr tillögu um auklnn ISn-
rekstur f kauptúnum og þorpum, er Hann flytur ásamt þelm Gunn-
arl Glslasyni og Benedikt Gröndal. Auk hans tóku þátt i umræðunum
þelr Gisli Guðmundsson, Ágúst Þorvaldsson og Gunnar Gíslason.
Ár ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON hafSÍ framsögu fyrir tillögu sinni um end-
urkaup SeSlabankains á hráefnavíxlum ISnaSarins. Kom til a11 harðra
orSaskipta milli hans og viðskiptamálaráSherra.
■4r NÁNAR verður greint frá þessum umræðum síðar.
6
TÍMINN, laugardaginn 1. fehrúar 1964 —