Tíminn - 01.02.1964, Side 13
HEIMA OG HEIMAN
Franjhalc aí bls. 3.
kom og rétti okkur fuglasteikina,
hélt svo áfram:
,,Það hlýtur að hafa verið árið
3916, sem ég var á Fiji. Það var
árið áður en ég var sendur til
Eússlands. Þú manst, 1917 var ég
sendur þangað í leynierindum. —■
Hafði verið í leyniþjónustunni um
hríð, og í þeim erindum fór ég
líka til Fiji- En þá var ég kvaddur
til Washington og þar fékk ég
feikna fúlgu af peningum frá rík-
isstjórnum Bandaríkjanna og Bret
lands. Og síðan var ég sendur til
Pétursborgar. Þér að segja: Þeir
sendu mig þangað af því að þeir
héldu, að ég gæti stöðvað bylt-
ingu Bolsévikkanna“.
Enn spennti Villi greipar og
losaði þær aftur, hélt síðan áfrarn
„Peningana, sem ég hafði feng-
ið til helminga frá Bandaríkjun-
um og Bretlandi, var mér ætlað
til að hjálpa Mensévíkkunum til
að kaupa vopn fyrir og kosta
blaðaútgáfu svo að Rússland héldi
styrjöldinni áfram og Bolsévikk-
arnir gætu ekki náð völdum. Ég
sagðist ekki vera rétti maðurinn
til þessa verks, en þeir trúðu mér
ekki, héldu, að úr því að ég væri
rithöfundur, hlyti það að vera upp
lagt yfirskin. Sjáðu til, til að sýn-
ast átti ég að skrifa fréttabréf fyr-
ir Daily Telegraph". Villi þagnaði
og varð dapur, sagði síðan: „Ég
verð að játa, að mér mistókst —
algerlega".
„Hvers vegna?“ spurði ég.
„Eins og ég sagði þér, var mér
astlað að stöðva byltinguna. Það
var mikill ábyrgðarhluti. Ekki
botna ég í því, hvers vegna þeir
völdu mig í þetta verk. Þeir hefðu
átt að þekkja mig, þá hefðu þeir
aldrei sent mig, það er ég hand-
viss um. Ég hafði ekki hugmynd
um, á hverju ég ætti að byrja, ég
var ekki rétti maðurinn . . . Þá
gripu þeir til þess ráðs að senda
mig til Rúmeníu, en ég fór hvergí-
Þó hefði ég átt að fara“.
Alan laut niður að honum yfir
borðið og talaði hægt og skýrt,
því að Villi á til að vera mjög
heyrnasljór: „Þú fórst ekki, því
ef þú hefðir farið, myndirðu hafa
dáið úr tæringu“.
„Það er nú svo“ anzaði Villi.
, En ef ég hefði verið hæfari og
ekki svona veikur, þá hefði ég
ínáske getað stöðvað byltinguna“.
Nú fékk Villi sér sígarettu úr
silfuröskjunni á borðinu og
kveikti í henni, sagði síðan:
„En burtséð frá öllu öðru, þú
getur ekki ímyndað þér hvað það
háði mér sem leyniþjónustumanni.
að ég stamaði. Einn haustmorgun
sendi Kerensky eftir mér og bað
mi.g fyrir skilaboð til Lloyd Ge-
orge. Það voru svo þýðingarmikil
leyniboð, að hann vildi ekki láta
mig fá þau skrifleg. En þegar ég
kom aftur til London, skrifaði ég
skilaboðin á blað, af því að ég
vissi, að þegar ég ætti að fara að
segja forsætisráðherranum þau,
myndi ég byrja að stama. Lloyd
George var önnum kafinn, þegar
ég hitti hann, svo ég rétti honum
bara orðsendinguna. Hann leit að-
eins snögglega á blaðið. Hefði ég
lesið orðsendinguna fyrir hann,
hefði það getað breytt öllu. Máske
væri heimurinn allt annar í dag.
En ég hespaði þetta af. Og því
íinnst mér allt hafa mistekizt
mér“-
Villi lætur sér nú fátt um finn-
est alla frægðina. lítur á hana
sem þann hluta lífsins, sem hann
er krminn úr. tengslum við. „Ég
er mjög ómerkileg persóna. Það
sem ég segi, skiptir engu máli“,
sagði hann við mig Hann er orð-
inn gamall og út af fyrir sig — en
góðviljaður oe fullur hæversku. —
Þeir fóru nýverið saman til Miin-
chen, Alan og Villi. Alan skildi
hann eftir á stétt fyrir framan
bókabúð á meðan hann fór að
vitja um farangur þeirra. Þegar
bann kom til baka, var Villi horf-
inn. Alan leitaði hans dyrum og
‘dyngjum, og loks fann hann
frænda í hrókasamræðum við
brezk hjón, sem þar voru á ferð. —
Konan leiddi Alan afsíðis svo lítið
bar á og sagði við hann:
„Þettá' er elskulegasta gacnal-
menni! Við máttum til að spyrja
blessaðan kútinn að nafni. Aldrei
mynduð þér gizka á, hvað hann
sagði við okkur. Vitið þér bara —
blessaður karlinn heldur sig v'era
Somerset Maugham!“
520 MILLJÓNIR
Framhaid af 9 síðu.
(að kjallara meðtöldum) í stað
35.6000 rúmmetra, sem ráðhúsið á
að vera samkvæmt uppdráttum
ráðhúsnefndar. Með núverandi
verðlagi ætti að mega byggja skrif
stofuhús það sem hér um ræðir
fyrir um það bil 2500 krónur rúm-
tnetrann, mjög vandlega og vel úr
garði gert í alla staði, en án alls
tildurs og prjáls. Heildarkostnað-
urinn við þessa byggingu yi-ði því
kr. 75.000.000 eða aðeins helming
ur þess, sem ráðhúsbyggingin á að
kosta. Þessi bygging myndi full-
nægja öllum eða svo að segja öll-
um þörfum borgarinar og mikli
kosturinn við slíka stjórnsýslu-
byggingu myndi vera sá, að þar
væri hægt að koma við fullkom-
inni rafeindatækni hvað snertir
bókhald og allt skipulag. Væntan-
lega má fækka skrifstofustarfs-
liði borgarinnar um 20%, úr 300 í
240, eða um 60 manns, og spara
þannig 9 milljónir króna rekstrar-
kostnað árlega, sem að frádregn-
um 2 milljónum fyrir ársleigu á
vélum myndi gefa hreinan sparnað
í rekstrarkostnaði á ári um 7
milljónir króna. Vegna þess að
húsið væri byggt fyrir 300 manna
starfslið, en bæjarstarfslið væri
aðeins til að byrja með 240
manns vegna sparnaðarins, væri
húsið vel við vöxt og mætti því
til að byrja með leigja %. hluta
þess öðrum opinbernm áðilum,
þangað til borgin þyrfti að nota
plássið sjálf. Þannig myndi fé það,
sem sparaðist vegna fækkunar
starfsliðs og leigutekjur af bygg-
ingupni gera meira en að standa
undir kostnaði við bygginguna.
Byggingin myndi standa á lóð, sem
væri opinber eign og þyrfti því
engar lóðir að kaupa eða hús að
rífa. Reykjavíkurborg myndi því
fá stjórnsýslu byggingu sína og
þar með alla nauðsynlega fundar-
sali fyrir ekki neitt. Hagræðingin
myndi, ef rétt væri á haldið, borga
brúsann og Reykjavikurborg
spara sér 250 milljónir króna. Þæg
indin fvrir borgarbúa myndu líka
vera mjög mikil að geta gengið að
svo til öllum skrifstofum og fund-
arsölum borgarinnar á einum stað
í stað þess að verða að þeytast
fram og aftur um alla borgina til
þess að fá jafnvel lítilvægum er-
indum aflokið.
Á VÍÐAVANGI
INGAR VIÐ AÐItA AÐILA
OG STUNDARERFIÐLEIKAR
ÞJÓÐARBÚSINS GETI SKAP-
AD TÍMABUNDIN VAND-
KVÆÐI _ ER MARKMIÐIÐ
AUGLJÓST“,
Þetta er ofur augljós sektar-
játning og fyrirgefningarbón.
ÞEGAR SÁL VAR
iFramnaio -.1 ö sfðu.)
viðtökum að fagna, og það eigi að-
eins frá vinum tnínum og sam-
herjum, heldur einnig frá mörg-
um öðrum, sem ég síður hefði get-
að vænzt þess af. Öll blöð lands-
ins, sem ég hef ástæðu til að bera
nokkra virðingu fyrir, hafa tekið
mér hlýlega, eða að minnsta kosti
sæmilega. Ég minnist þess þakklát-
lega, og það því fremur, sem ég
hef hvorki aldur, lærdóm eða póli
tíska yfirburði til þess, að það gæti
verið sérlega líklegt, að menn
mundu svo alcnennt fella sig við
valið- Ég tek þetta sem góðs vita,
sem góðan fyrirboða um friðsemi,
og einlægan vilja til dyggilegrar
samvinnu á grundvelli hins nýja
stjórnarfars, með heill fósturjarð-
arinnar eingöngu að markmiði“.
MANNVAL f
ST JÓRN ARRÁÐINU.
Hinn nýi ráðherra valdi sér sam
starfsmenn í stjórnarráðinu. Mikil
vægast þeirra embætta var land-
ritarastarfið. Nokkur togstreita
mun hafa orðið um það, en fyrir
valinu varð Klemenz Jónsson
sýslumaður og bæjarfógeti á Ak-
ureyri. Var stjórnarráði síðan
skipt í þrjár deildir eða ráðuneyti
og sérstakur skrifstofustjóri yfir
hverju. Jón Magnússon, setn verið
hafði landshöfðingjaritari, varð
skrifstofustjóri í kennslu- og dóms
málaráðuneyti. Jón Hermannsson,
lögfræðingur varð skrifstofustjóri
í atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neyti. Eggert Briem, sýslumaður
Skagfirðinga, varð skrifstofustjóri
í fjármála- og endurskoðunarráðu-
neyti. Þá var og ákveðið, að stjórn
arskrifstofurnar skyldu vera opn-
ar frá kl. 10 árd. til kl. 4 siðdeg-
i? og viðtalstími ráðherrans hvern
virkan dag kl. 12—2-
Þar með hófst hinn virki dagur
íslenzkrar landsstjómar. — A.K.
0PNUM I DAG
CAV
varahlufaverzlun á Laugavegi 176
(húsi Bílasmiðjunnar) með LUCAS, C.A.Y.
og GRILING vörur
Við munum framvegis hafa úrval þessara vara á
boðstólum.
BL 0SSI s.f.
Laugavegi 176 — Sími 23285
BfrcT;
tifíií U
Reykjarpfpur
vandann
■CONDENSINCH
CHAMBEH
50 ára reynsla
„MASTA"-pípan er af sérstakri gerð, sem engin önnur píputegund hefur.
Gerð „MASTA"-pípunnar er einföld en hún tryggir nauðsynlegt hreinlæti
og útilokar nikótín-hlaðið remmubragð í munni, sem orsakast af sósu, sem
safnast í munnstykkin á venjulegum pípum. Raki er í öllu tóbaki en í
„MASTA" dregst þessi raki gegnum rör inn í safnhólfið. Með þessu móti
verður reykurinn þurr og kaldur.
MASTA er
píputegund
Seld á hóflegu verði
Umboð: ÞÓRÐUR SVEINSSON & Co. h.f.
Fást í verzlunum víða um land-
[eíSourne STRETCH NYLON
STAKAR KARLMANNABUXUR
tízkuefni, tízkusnið fyrir unga, granna karlmenn
Fást í helzfu karlmannafataverzlunum víSa um land.
TÍMINN, laug»rdaginn 1. tebrúar 1964 —
13