Tíminn - 07.02.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON ANTSON, tigurvegari í 1500 m. skautahlaupinu. slitum I reði ur- 1500m. Eistlendieigurinn Ant Antson varð meistari EISTLENDINGURINN Ant Antsson hlaut fyrstu gullverðlaun fyrir Sovétríkin í skautahlaupum karla, þegar hann sigraði í 1500 m. í gærmorgun. Hann var talinn líklegastur til sigurs í greininni, en hins vegar varð hún ekki sú yfirburðagrein fyrir Sovétríkin, sem álitið hafði verið. Þó voru þrír Sovéthlauparar meðal sex fyrstu. Hollendingurinn Cees Veykerk kom mjög á óvart og hlaut silfurverð- laun, og hinn 19 ára gamli Norðmaður Villi Haugen, sem byrjaði að æfa skautahlaup fyrir einu 'og hálfu ári, hlaut bronzið. Veður var ekki gott, þegar hlaup ið fór fram, og vindhviður eyði- lögðu fyrir mörgum hlaupurum. Magne Thomassen, Noregi hljóp í síðasta riðlinum og hljóp með það fyrir augum að hljóta gullið. Hann var með betri tíma, en Antsson fyrstu tvo hringina, en þá hvessti Leika fjórða leik í kvöld í kvöld kl. 8,15 fer fram fjórði leikurinn í keppni körfu knattleiksmanna af Keflavík- urflugvelli og Reykjavíkurúr- vals. Leikurinn fer fram að Há- logalandi, en áður en hann fer fram verður einn forleikur — Verzlunarskólinn í Reykja- vík leikur gegn High School“ af Keflavíkurflugvelli. Þrír leikir hafa farið fram milli Reykjavíkurúrvals og úr- vals varnarliðsmanna í áður- nefridri keppni og hafa allir þessir leikir verið mjög jafnir og spennandi, yfirleitt unnizt með einu eða tveimur. stigum., Stigin standa nú þannig, að Reykjavík hefur 2 stig gegn einu varnarliðsmanna. mjög og eyðilagðist hlaupið hjá honum, en hann náði þó 9. sæti. Thomassen var 1/10 á eftir Ant- son á Evrópumeistaramótinu í Osló fyrr í vetur, á þessari vega- lengd, en Eistlendingurinn varð þá Evrópumeistari samanlagt. Eftir hlaupið sagði Antson að hann væri fyrsti maður til að við- urkenna að hann hafi verið hepp inn hvað vindinn snerti. En það var þó ekkert hjá heppni Hollend ingsins, Verkerk, því meðan hann hljóp var alveg logn. Auk Thomas sen voru þeir mjög óheppnir Rúss inn Zaitzev og finnski heimsmet- hafinn Járvinen, sem hafði mjög góðan tíma, þegar að síðustu beygju kom, en stanzaði þá alveg í vindhviðu. Norðmenn reiknuðu mest með Nils Aaness og settu hann í fyrstu grúbbu. Hann lenti þar í 1. riðli ásamt Hollendingnum Liebrechts og stóð sig illa. Hollendingurinn var um tveimur sekúndum á und- an, en tími hans nægði þó ekki nema í 10. sæti, en Hollendingar reiknuðu með Liebrechts sem sín- um bezta manni. Hinn frægi Grisjin varði Olim- píutitil sinn, en hann sigraði 1956 og 1960 í hlaupinu, en nú er ald- urinn farinn að segja til sín og Grisjin náði aðeins 11. sætinu, 2,5 sek. á eftir sigurvegaranum. Ann- ars urðu þessir fremstir: 1. Ant Antsson, Sovét., 2:10,3 2. C. Verkerk, Holl. 2:10,6 3. V. Haugen, Noregi 2:11,2 4. J. Lainonen, Finnl. 2:11,9 5. L. Zaitzev, Sovét 2:12,1 6. I. Eriksen, Noregi 2:12,2 6. Matusevitsj, Sovét 2:12,2 8. J, Járvinen, Finnl., 2:12,4 9. M. Thomassc»i, Noregi 2:12,5 10. R. Liebrechts, Holl. 2:12,8 11. E. Grisjin, Sovét 2:13,3 11. T. Malkin, Englandi 2:13,3 Kristmundur skialdarhafi rj SKJALDARGLÍMA ÁRMANNS var háS í íþróttahúsinu a3 Há- logalandi á sunnudaginn að við- stöddu fjölmenni. Skjaldarhafi varð KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON úr Ármanni; annar Guðmundur Jóns- son, KR; og þriðji Lárus Lárusson, KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON Ármanni. Glíman fór vel fram, en hún var helguð 75 ára afmæli Glímu- félagsins Ármanns og liður í hátíða- höldum af sama tllefni. Glíman hófst stundvíslega kl. IG og gengu hinir 10 glímumenn, sem mættir voru til leiks, inn undir ls- lenzka fánanum og að lokinni fána- kveðju setti formaður Glímudeildar Ármanns, Hörður Gunnarsson, mótið með nokkrum orðum. Eftir kynn- ingu glímustjóra, Eysteins Þorvalda- sonar, á keppendum, hófst glíman. Yfirdómari var Guðmundur Ágústs- son. Ekki verður sagt, að neitt sér- staklega ljótt hafi sézt í glímunum, en flestir glímt þokkalega. Þó ber að geta hins 19 ára gamla Lárusar Lárussonar, Ármanni, sem varð i þriðja sæti að vinningafjölda. Tví- mælalaust má segja, að hann hafi verið mesta glímumannsefnið af hin- um yngri þátttakendum í mótinu og sýndi oft skemmtileg tilþrif og f-al- leg brögð, sem hann beitti til úr- slita. Um einstakar giímur eða úrslit þeirra verður ekki fjallað hér, frem- i ur venju, en glímumannanna geti-J. Úrslitabrögð í þessari Skjaldarglímu | voru ekki fjölskrúðug, oftast beitt i réttu klofbragði og sniðglímu ó lofti vinstra megin, einnig sáust inn- anfóta-hæikrókarnir; sniðglímu niðri : og utanfóta-hælkrókum brá fyrir i fáeinum glímum. Skjaldarhafi varð Kristmundur Guðmundsson úr Ármanni og lagði hann alia glímunauta sína utan einn, Elías. Kristmundur virtist bera höf- uð yfir aðra glímumenn hvað glímu- getu snerti og af þeim sökum gat Framhal<' á 15. síðu. Austurrískur stórsigur Austurríki vann mikinn sig- ur í bruni kvenna í gær og hlutu austurrísku stúlkurnar öll verðlaunin. Sigurvegari varð Christl Haas. f öðru sæti Etith Zimmermann og í þriðja sæti Traudl Hecker. Síðan komu tvær þýzkar stúlkur Heidi Biebl og Barbi Henne- berger og i sjötta sæti varð Bocharty, Frakklandi. Marielle Goitschell varð aðeins nr. 10 og Jean Saubert USA, gekk enn verr, því hún var nr. 26. f sambandi við Ólympíuleik- ana var heimsmeistarakeppni í alpagreinum samanlagt og sigr aði Marielle Goitschell þar með 34-82 stig. Önnur varð Haas með 40,11, þriðja E. Zimmer- mann með 43,13 og í f jórða sæti Saubert með 58.76. VERÐLAUN 0G STIG Innsbruck, 6. febrúar (NTB). EFTIR keppnina I dag sklptust verðlaun og stlg þannig: Sovétrfkln G 9 s 8 B 5 St. 140 Noregur 2 5 4 66,5 Austurríki 3 4 3 65 Þýzkaland 3 3 3 63 Finnland 3 2 2 53 Frakkland 3 3 0 44,5 Bandarfkln 1 1 1 35 Svfþjóð 1 1 1 34 ítalfa 0 1 2 14,5 Holland 1 2 0 12 Kanada 0 0 2 11 Pólland 0 0 0 8,5 Norður-Kórea 0 1 0 7,5 England 1 0 0 7 Auk þess er Sviss með 7 stig. Japan 5, Tékkóslóvakla 4, og Rúm enfa 2 stig. Norðmenn eru með flest stlg f karlagrelnum, 66,5, Sovétrfkln næst með 50 stlg. Sovétríkin eru með flest stig f kvennagreinum, 90 stig, en Aust- urrfkl kemur næst með 32 stig. SKIÐAM0T UM HELGINA Um helgina verða haldin tvö skíðamót í Skálafelli. Á laugardag klukkan þrjú hefst afmælismót KR í tilefni 65 ára afmæli félagsins og verða þátttakendur í mótinu frá fjórum félögum, ÍR, KR, Vík- ing og Ármanni. Á sunnudag hefst svo „Stefáns- mótið“ og er það svigmót í öllum flokkum. Stjórn Skíðadeildar KR sér um allan undirbúning fyrir þessi mót. í hinum vistlega skíða- skála KR verður greiðasala um helgina. Ferðir í Skálafell um helgina verða eins og hér segir: Laugar- dag klukkan 1 (fyrir keppendur og starfsmenn) og klukkan 2 verð ur önnur ferð. Á sunnudag verð ur einnig farið klukkan 9 um morguninn. „GULLMAÐUR” I GULLSTÓL! BANDARÍSKA skautahlauparanum Terry McDermott var vel fagnað eftir hlnn óvænta slgur f 5Q0 m. hlaupinu á mánudag. Hér sjást féiagar hans bera hann í gullstól eftir keppnlna. — Bandaríkjamenn höfðu unnlð sín fyrstu gullverðlaun í Innsbruck. T í MI N N, föstudaginn 7. febrúar 1964 — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.