Tíminn - 07.02.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.02.1964, Blaðsíða 13
KVEÐJA frá Huldu Svansdóttur, dótturdóttur hennar. Ó, amnia, góða amma.mín, nú ertu horfin mér. Með klökku hjarta af kærleiks yl ég kveðju færi þér. Mér ungri veittir ást og skjól, mín æska hjá þér var, svo unaðsrík og yndishlý, að aldrei skugga á bar. Ó, amrna, hjartans amma mín, þín elska og fórnarlund. Þín hyggja Ijúf og liugsun mér var helguð hverja stund. Þú kenndir barni bænarmál, á bjargi trúin stóð í vetrarnæðing vermdir mig, þú varst svo hlý og góð. Ó, amma, kæra amma mín, er angur hjartað sker, ég veit þinn andi vökull enn muri vaka yfir rtiér.*- .srrrmdRötJ óiv"mu6ima 1' Nú flýgur sál þín frjáls og létt um fagra dýrðar braut til sólarlanda svifin heim og sigruð lífsins þraut. AUGLÝSIÐ I IÍMANUM RAUTT EÐA BLEIKT HÁR Framhala ai h -uðu kemur til með að fást í búðum innan skamms. Það ber líka mikið á spöngum, alsettum glitrandi steinum. Garbo-hárgreiðsla. Hin svonefnda Garbo-tízka er farin að ryðja sér til rúms; hárið á að vera skipt í miðju og ýmist slétt eða aðeins liðað í hvirfli, styttra að aftan, en síðara að framan, og leggjast fram yfir eyrun. Túber- ingarnar eru alveg að hverfa, og ber lítið á þeim núna, samanborið við það, sem áður var. Að lokum fræðir forstöðukonan okkur á því, að litirnir, sem not- aðir eru, séu það góðir, að engin ástæða sé til þess að óttast hár- litun. ANDREA SKRIFAR Framhald aí 8. síðu. a8 af „fegurðaræSi" sínu, hvorki með smáskammtalækningum né með því móti að brjóta smáglas í snyrtiöskju með sleggjuhamri eins og Haraldur i Velvakanda gerði við glæsilegan orðstír hérna um daginn. Snyrtiskólar eru alltaf jafn fjölsóttir af þvf að nemendur vita, að þar geta þelr lært m.a. þá vandlærðu „viðreisnarlist" að spara, þ. e. a. s. að fara sparlega með snyrtivörur. Ólærðum er alltaf hætt við bruðli, eru orð að sönnu ekki sízt í þessari grein. ANDREA ODDSTEINSDÓTTIR. Á VÍÐAVANGI andstöðu við stéttarsamtök, rei.ðir af nú á tímum. Saga feitu pennastrikanna Saga viðreisnarstjórnarinnar er saga hinna feitu pennastrika, j sem áttui að leysa allan vanda, ' Samkvæmt utanaðlærðum, inn- fluttum formúlum, án tillits til þess lífs, sem í landinu er lifað. Gengisbreytingin breytti miklu meira en menn yfirleitt hafði órað fyrir. Vextir og skattar stórhækkaðir samtímis, vísitölu- uppbót skyndilcga afnnmin. — Þegar fyrsta almenna kaup- hækkunin kom, var genginu strax breytt á ný, sem flestir TRYGGINGAR FYRIR: ÍBÚÐARHÚS VERZLANIR SKRIFSTOFUR ört vaxandi notkun á tvöfðldu gleri, bæði í nýj- um og gömlum húsum hefur skapað aukna þörf á, að tryggja þessi vcrðmæti. Hingað til hafa fáir sinnt þessu, en nú hafa allir möguleika á að tryggja gler fyrir lágt iðgjald. Hafið samband við skrifstofu vora'eða næsta umboð. IÐNAÐARHUS Brunadeild — Sími 20500 SAMVI1VNUTHYGGIN0AR myndu nú telja betur ógert, einnig þeir, sem að því stóðu. Fyrst var tilkynnt algert af- skiptaleysi stjórnarinnar í kjaradeilum, þá kvæðinu vent í kross og horfið að lögbindingu eða gerðardómi. Og nú er kom- ið sem komið er: Vandinn í efnahagsmálunum miklu meiri en fyrir „viðreisn“. Mokafli af síld og batnandi markaðir liafa um stund aukið atvinnu, eins og innstæður og veltu í minnkandi krónum. En viðreisn fyrir- finnst engin. Nú skyggnist forsætisráðherr- ann um á strandstað og honum er sýnilega ekki orðið um sel. „RÍIÍISVALDIÐ EITT FÆR IIÉR EKKI VIÐ RÁÐIГ, segir hann í áramótagrein sinni í MM: — og bætir síðan við: „Á ríkis- stjórninni stendur ekki um samstarfsvilja við verkalýðs- hreyfinguna.“ Raunsærra væri að vísu að tala um stéttasam- tökin í landinu. En vel er, ef ráðherrann og menn hans hafa lært af reynslu sinni. Náms- kostnaðinn hefur þjóðin greitt og er að greiða.“ □ ÁLIT U THANTS Framhald af 7. síðu. sér til minnkunar. Júgóslavía leit einnig svo á, að aðgerðirn- ar í Kongó væru „ólöglegar", en Júgóslavar hafa eigi að síð- ur gengizt inn á að greiða kostn aðinn, að minnsta kosti vegna þeirra aðgerða til verndunar friðar, sem Sameinuðu þjóðirn- ar gerðu eftir að U Thant tók við framkvæmdastjórninni. Lausn þessara vandamála kann að velta að nokkru á því, hvort framhald verður í ár á viðleitni til bættrar sambúðar Austurs og Vesturs. Fulltrúar Rússa gerðu sér far um það á síðasta allsherjarþingi, að um- ræður sýndu minni ágreining en áður. ÖNNUR deila, sem í uppsigl- ingu er innan Sameinuðu þjóð- anna, veldur Bandaríkjamönn- um þó miklu meiri áhyggjum en fjármálin. Þeta er baréttan um aðild Kína kommúnistanna, eftir að de Gaulle hefir ákveðið að viðurkenna stjórn alþýðu- lýðveldisins og rjúfa með því þann múr, sem nægt hefir til varna í fimmtán ár. Þetta er mál, sem vel gæti leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar drægjust alvarlega inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Það er því ekki að undra þó að valdhaf- arnir í Washington óski eftir að samkomudegi næsta allsherj- arþings sé frestað fram yfir kosningarnar í Bandaríkjunum. De Gaulíe hefir tekið fram fyrir hendurnar á Bandaríkia- mönnum með ákvörðun sin.ú. Stjórn Johnsons getur ekki ann- að eða meira en að sýna fram á að hún hafi gert hvað hún gat til að hindra að Kína komm- únistanna fengi aðild að Sani- einuðu þjóðunum. Verði Pekingstjórninni vei't aðild á þessu ári, beygja allir sig fyrir þeirri ákvörðun, Bandaríkjamenn ekki síður e i aðrir. Freistingin til þess að ganga úr Sameinuðu þjóðunum kann á stundum að vera mikil, en samtökin hafa eigi að síður reynzt það mikilvæg, að engan fýsir að eftirláta andstæðing- um sínum slíkt tæki. (Þýtt úr Sunday Times.) Vatnsstíg 3 — Sími 11555 Mercedes:Benz vörubifreið árgerð 1961. Einnig Fordson-Major traktor með ámoksturs- tæki og tætara. Nánari upplýsingar er að fá hjá Sigvalda Arasyni, Borgarnesi, sími 102. V O N reifari fyrir tilbúinn áburð. Dreifarar þessir taka 300 kg af áburði, dreifi- magnsstilling sérlega einföld og dreifing mjög jöfn. Þægilegur í notkun og hentar öllum drátt- arvélum með þrítengi. Dreifari þessi hlaut fyrstu verðlaun á konunglegu landbúnaðarsýningunni (Royal Show) í Bretlandi. Verð um. ca. kr 8100.00- A ARNI GEST6SON T í M I N N , föstudaginn 7. febrúar 1964 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.