Tíminn - 03.03.1964, Síða 6

Tíminn - 03.03.1964, Síða 6
Framlögin til jarðræktarinnar eiga enn að fara sílækkandi! stiórnarfrum-1 unni varð loki8 en atkvæða- 2. umr. um varpiS um breytinguna á jarð ræktarlögunum, hækkun fram fags til súgþurrkunar og fram lag til plógræsa, fór fram í neðri deild í gær. Landbúnað- arnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið og lagði mlnnihlutlnn, Ágúst Þorvalds son og Björn Pálsson, fram all margar breytingatillögur á- samt sérstöku nefndaráliti. Gunnar Gíslason mælti fyrir áliti meirihlutans, sem lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt óbreytt, en Matthías Ingibergsson fyrir áliti og breytlngatillögum minnihlut- ans. Var það jómfrúrræða Matthíasar á þingi- Umræð- greiðslu var frestað. Matthías Ingibergsson sagði, að frumvarpið gengi of skammt, þótt til bóta vaeri. Nú hefði verið nauð synlegt að afgreiða frumvarp, er byggt hefði á heildarendurskoðun jarðræktarlaganna. Aðeins væri um eitt nýmæli að ræða í frum- varpinu, þ. e. framlagið til plóg- ræsa, en einnig væri hækkunin til súgþurrkunarinnar mikilvæg. Framlögin hafa verið bundin við krónutölu og hafa þau því farið sílækkandi siðustu árin með dýr- tíðaraukningunni. Minnihlutinn vill því, að framlögin séu bundin við ákveðinn hundraðshluta af kostnaðarverði framkvæmdanna í stað krónutölu. — Meirihlutinn segir ekki unnt að ganga lengra en frumvarpið ráðgerir. Engin MATTHÍAS INGIBERGSSON KRISTJÁN THORLACIUS Þeir Kristján Thorlacius, deild- erstjóri, 1. varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavíkurkjör dæmi, og Matthías Ingibergsson, 2. varaþingmaður Framsóknarfl. í Suðurlandskjördæmi, tóku sæti á Alþingi í gær. Hvorugur þeirra hefur áður átt sæti á Alþingi og undirrituðu þeir eiðstafinn I gær. Kristján Thorlacius tekur sæti Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra, er nú dvelst erlendis. Matthías Ingibergsson tekur sæti Ágústs Þorvaldssonar, er hverfur nú af þingi um stundarsakir vegna anna heima fyrir. A Þ if GÍSLI GUÐMUNDSSON kvaddl sér hljóSs utan dagskrár I neSri delld I gaer. Mlnnti hann á, að frumvarp um ráðstafanir til aS stuðla aS jafn- vaegl I byggð landsins, er hann flytur ásamt flelrl þingmönnum Fram- sóknarflokksins hefði nú legið æði lengi óafgreltt hjá fjárhagsnefnd deildarinnar. Frumvarpinu var útbýtt 16. okt. f haust og tekið til 1. umraeðu þann 21. október og vísað til nefndar. Sfðan eru liðnir 132 dagar. Óskaði Gísli eftir þvf að forseti hlutaðist til um að nefndin skllaðl áliti um málið. Hét forseti þvf, að koma tllmælum Gfsla á fram- faerl. ýý FRUMVARPIÐ um stofnlánadeild landbúnaðarins var samþykkt til afrl deildar f gær. ýfc FRUMVARPIÐ um staðfestlngu á bráðabirgðalögum um lausn á kjara- deilu verkfræðinga var til 2. umræðu I neðri deild í gær. Allsherjar- nefnd delldarinnar hafði ktofnað um málið. Melri hlutlnn lagði til að frumvarpið yrðl samþykkt með breytingum varðandi gildistíma lag- anna en minni hlutinn, þelr Skúli Guðmundsson og Óskar Jónsson lögðu tll að frumvarplð yrði fellt. if SKÚLI GUÐMUNDSSON mlnnti á að einnig á siðasta þingi hefði þingið fenglð tll meðferðar og samþykkt bráðablrgðalög um launakjör verk- fræðinge, bráSabirgðalög um hámarksþóknun fyrlr verkfræðistörf. PaS er þvl aS verSe árlegt viðfangsefni þlngsins að hafa afskipti af launum verkfræöinga. Minni hlutinn fellir sig ekki við þessi vinnu- brögS og leggur tll að frumvarpið verði fellt. ■jlf VH> ATKVÆÐAGREIÐSLU var frumvarpið samþykkt með breyting- tmi þelm, tem melrl hlutlnn lagSi til að vlsað yrði til 3. umræðu með 15 itfcmlvm gegn 12. frambærileg rök er samt unnt fyr- ir því að færa heldur þvert á móti, því fráleitt er að nú sé ekki unnt að veita jafnhá framlög miðað við hundraðshluta af kostn aðarverði framkvæmdanna og áð- ur var gert og ætlazt var til, er jarðræktarlögin voru sett á sín- um tíma. Þá gerði Matthías grein fyrir breytingatillögum þeim, sem minnihlutinn flytur. Sagði hann, að með hverju ári sem liði, ykist mjög þörfin fyrir leiðbeiningar- störf kunnáttumanna í hinum ýmsu greinum landbúnaðarins. Búnaðarsamböndin, sem nú bera verulegan hluta af kostnaði við störf héraðsráðunauta, bæði kaupi þeirra og ferðakostnaði, eru ekki fær um að standa undir þeim út- gjöldum, hvað þá að auka þau með fjölgun ráðunauta, sem þó væri hin mesta þörf. Minni hlut- inn telur nauðsynlegt að taka til- lit til þessa ástands og leggur til, að hækkaður verði hluti ríkisins af kostnaði við laun og ferðir hér aðsráðunauta. Sjálfsagt er að viðurkenna, að hið nýja framlag, sem í frv. er ákveðið til plógræsa, er þýðingar mikið og mun hjálpa verulega til við þurrkun lands. En lengra þarf að ganga, svo áríðandi sem það er, að -.þurrkiui mýrlendis, bæði til rœktunar og beitar, gangi hra,tt: Ekki -er -með frv. gert ráð fyrir- hækkuðu framlagi til annarrar framræslu en plógræsanna, en þau eiga að fá, að því er virðist, um 60% af kostnaði. Minni hlut- inn vill, að framlag til hvers kon- ar framræslu og annarra fram- kvæmda, sem framlagsskyldar eru, verði ákveðinn hluti af kostnaði og sé kostnaður við hverja teg- und framkvæmda árlega metinn af sérfræðingum. Lagt er til, að framlagið til framræslu, bæði opinna skurða og hvers konar lokaðra ræsa, verði 75% af kostnaði. Þá vill minni hlutinn, að fram lag til frumvinnslu lands til tún- ræktar verði hækkað, og leggur til, að það verði 25% af kostnaði, en nú mun þetta nema um 10% og að það verði látið ná einnig til frumvinnslu vegna grænfóðurs og kornræktar, því að slík fóður öflun er jafnþýðingarmikil og taðan. Án girðinga kemur ræktun ekki að gagni. En slíkar framkvæmdir eru kostnaðarsamar, og mun nú. verandi framlag til þeirra ekki vera nema 11% af verði girðing- anna. Minni hlutinn leggur til, að þetta framlag hækki og verði 25%. Framlag til þurrheyshlöðubygg inga, sem eru mjög dýrar fram- kvæmdir, er ?vo lágt, að litlu máli skiptir fyrir þá, sem slíkar fram- kvæmdir gera, hvort þeir fá það eða ekki, en það mun vera sem næst 2,3% af kostnaði. í tillögum minni hlutans er gert ráð fyrir, að það verði 15%. Bændur hafa mjög verið hvattir til að koma upp votheysgeymslum ti) að auka öryggi í fóðurverkun- inni. Framlag til þeirra er mjög lágt eða um 8,5% af kostnaðar- verði. En í tillcgum minnihlutans er gert ráð fyrir allríflegu fram- lagi, 25% af kostnaði, og mætti þá gera ráð fyrir öðrum framkvæmdum af þessu tagi, en aukin votheysgerð er mjög aðkall- andi og þýðingarmikill þáttur til að efla afkomu bændanna. Þá leggur minni hlutinn einnig til að hækka verulega framlög til áburðargeymslna (safnþróa, á- burðarhúsa, haugstæða og kjall- ara) og að það verði 25% af kostnaðarverði slíkra bygginga. Enn fremur að framlag til garð- ávaxtageymslna, sem nú mun vera um 8,5% verði 15%, f frumvarpinu er framlag til súgþurrkunar hækkað allmikið, er það góð ráðstöfun, svo langt sem hún nær. Minni hlutinn vill þó ganga lengra og hafa þetta ákveð- inn hluta af kostnaði og leggur til, að það verði 40%. SVEITARSTJÚRI Starf sveitarstjóra Stykkishólmshrepps er laust til umsóknar. Laun skv. 23. fl. launaskrár Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist oddvita Stykkishólmshrepps, herra Ásgeiri Ágústssyni, Stykkishólmi, og skulu hafa borizt fyrir 1. apríl 1964. Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps í* Ju? Félagsvist verður spiluð á vegum Framsóknarfé- laganna í Kópavogi, föstudaginn 6. márz, kl. 9. Góð 1. og 2. verðlaun bæði fyrir karla og konur. Dansað til kl. 1. Skemmtinefndin Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið Tónleikar í Háskólabíó, fimmtudaginn 5. marz kl. 21. Stjómandi: Proinnsias O’Duinn Einsöngvari: Olav Eriksen óperusöngvari Efnisskrá: Bizet: Sinfónía í C-dúr Grieg: Den bergtekne Rangström: Kung Eriks visor. Dvorak: Sinfónía Nr. 7 í d-moll Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. T í M I N N, þriðjudagurinn 3. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.