Tíminn - 03.03.1964, Síða 7

Tíminn - 03.03.1964, Síða 7
Utgefj .cti BRAMSOKNARFLOKKURINN PramJrvæmdastjón l'ómas Arnason — Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritötjórnar Tómas Karlsson Frétta. stjórl: Jónas Kristjánsson Atiglýsingastj,. 'Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu. simar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.simt 12323 Augl.. simt 19523 Aðrar skrifstofar. sími 18300 Askriftargjald Jcr 80,00 á mán innan lands t lausasölu fcr 4.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f — Íbúðamálin Sá lífskjaraþauur, sem fariS hefur „viðreisnar“-stjórn- inni einna verst úr hendi eru húsnæðismálin, og þar stendur þjóðin og stjórnin lengst að baki nágrannaþjóð- um. Þar hefur líka verið stigið mjög stórt skref aftur á bak síðustu árin. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð lagt mikla áherzlu á það að þoka þessum málum fram í sæmi- legt horf. Hann beitti sér á sínum tíma fyrir samvinnu- byggingafélögunum og studdi vel verkamannabústaði. Síðar beitti hann sér fyrir smáíbúðalánakerfinu og al- menna veðlánakerfinu. Það voru mikilvæg spor fram á þeirri leið, sem hiklaust átti og varð að ganga. En núv. ríkisstjórn kippti gersamlega fótunum undan þessum vísi, sem kominn var að frambúðarskipan húsnæðismálanna. í stað þess að bæta við lánsfjármagnið, hleypti hún bygg- ingarkostnaðinum upp úr öllu valdi með gengislækkunum og óðadýrtíð, en jók lánin aðeins óverulega, svo að heild- arlán kerfisins til hverrar íbúðar duga nú hvergi nærri fyrir þeirri hækkun einni, seni orðið hefur. Hún skellti einnig okurvöxtum á húsbyggingalánin. Af þessum sökum er nú svo komið, að við búum við meiri ókjör og úrelt- ara skipulag í íbúðamálum en nokkur lýðfrjáls þjóð Norð ur-Evrópu, og áður en við getum mælt okkur við þær í lífskjörum, verðum við að gera stórátök til styrktar þess- um meginþætti og taka upp þráðinn frá 1958. Sérfræðingur norska Húsbankans gerði athugun á ís- lenzkum húsnæðismálum 1962 og gaf margar stórmerkar ábendingar. En íslenzk stjórnarvöld hafa haft þessar ábendingar að engu. Ábendingar hans voru á þá lund, að við yrðum að byggja 1500 íbúðir í þéttbýli á ári, nýta húsnæði betur og gera íbúðalán hins opinbera óháð al- mennum lánamarkaði með lægri vöxtum og til lengri tíma en nú er. Með sérstökum ráðstöfunum verður að þre- falda fjármagn lánakerfisins og fara i slóð nágrann- anna, sem lána 60—90% af byggingakostnaði hæfilegra íbúða, sumt jafnvel vaxtalaust, en hitt með lágum vöxt- um og til allt að helmingi lengri tíma en nú tíðkast. Þetta er markið, sem við verðum að stefna að, en ekki stíga aftur á bak, eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert. Hvað hefur gerzt? Það er staðreynd, viðurkennd af ríkisstjórninni sem öðrum, að kaupmáttur átta stunda vinnu nú er tölu- vert minni en 1958. Verð útflutnmgsvara hefur ekki lækkað, heldur fremur hækkað, og einstakt árferði hef- ur stóraukið útflutningsframleiðsluna Samt telur stjórn- in og fleiri, að útflutningsatvinnuvegirnir rísi ekki undir kaupinu. Hvað hefur þá gerzt? Hvers vegna blómstra ekki atvinnugreinar, sem nú borga lægra kaup og fá meiri framleiðsluverðmæti en áður? Því búnast verr á þjóðarbúinu þrátt fyrir þetta? Böndin hljóta að berast að stjórnarstefnunni, tilfærslum verðmæta til óhagræðis fyrir framleiðsluna. Þar liggur hundurinn grafinn. Þarf 100% hækkun Eins og rætt var um i forystugrein Tímans á sunnu- daginn, hefur Búnaðarþing bent á, að rekstrarlán land búnaðar hafi ekkert hækkað síðustu ár. séu enn sam? upphæð og árið 1959 þó að verðmæti landbúnaðar framleiðslunnar hafi aukizt úr 768 milli í 1.600 millj. op búrekstrarkostnaður stóraukizt. t. d áburðarnotkun úr 60 millj. í 160 millj Þess vegna krefst Búnaðarbí"' þess, að rekstrarlánin verði hækkuð um helming b ' 100% en ekki 10% eins og misprentaðist í greininni. Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: TOMflS I GltSBAKKAKOn Það er einkenni merkra skáld- verka að um þau er hægt að tala, þau knýja lesandann til að hugsa og tala. Þó að þessi grein beri nafn einnar persónu úr nýlegri Bkáld- sögu á hún ekki að vera rit- dómur um söguna. Hér verður ekki rætt um list Indriða G., Þorsteinssonar, kunnáttu hans eða tízkufyrirbæri þau, sem hanu lýtur, né heldur um söguna al- mennt. En sagan er svo sönn sð hún snertir a. m. k. allt sveita fólk á íslandi, og það er veruleg ur hluti fullorðinna fslendinga sem hefur verið sveitafólk. Hún fjallar um viðhorf til þeirrar bar áttu, sem háð var um framtíð og tilveru íslenzkra sveita fyrir tæp um þrjátíu árum, — og sú bar- átta stendur enn. Hins vegar verð ur sagan ástæða til að glöggva sig á því sem skeð hefur síðan Og nú langar mig til að rabba litils háttar við ykkur vegna þess arar sögu, líkt og nágrannar gera þegar fundum ber saman. Flóttamaðurinn. Efni sögunnar er flótti Einar« á Gilsbakka burt úr sveitinni E” segi flótti af ráðnum hug. þó að mér sé alls ekki «íarnt að nota það orð um fólk'fiutninga ár sveitum almennt Hér er um flótta að ræða Það er ekkert takmarr eða tilgangur með hurtfö’ v’.jnarc annað en koma=t f burtu fiýja Hann stefnir ekki að neinu sem honum er kært »ða sérstakai- von í’ bundnar við Hann hef>ir ena in ákveðin störf í huga Hano á ekkert erindi oig allt sem hon um er kært er h“írna f sveitinni En bað er sama Hann er hræddur við fátæktina Hann trevdlr b<’i að syðra fái hann betur launuð störf Á sveitina er hann trú laus. Hann heldur að bændastétt in sé að devia út Þann dauða vill hann flvia Andstaða bes«arar fióttast.efnu er Tómas í Oilshakkakoti gamall ungmennafélavi frá fyrstn árum þeirra- formaður kaupfélavsins bóndi af guðs náð sem gert hafði ..Gilsbakkakot að stórri jörð á sama tíma og st.óru iarðimar urðu að engu“ Þegar Einari á Gilsbakka finnst að allt og sumt se.m maður erfir er kreppa oe mæðiveiki“ segir hann: „Bölsýni í ungum mnnnum er mæðiveiki andskotans “ Af þvf tilsvari hefði sagan mát.t draga nafn. því að hún seeir frá andleeum uppdræt.ti pe«tinni sem flóttin er rökrétt og óhiá- kvæmilee afieiðins af Óttinn og trúleysið. Ólafur gamli á Gilsbakka var einn af stofnendum kaupfélagsins og Einar sagði að þeir Örlygur skáld frá Máná hefðu braTlað eitt hvað saman. þegar þeir voru ung ir, stofnað endurreisnarfélag og tslað um nýja tfma Sonurinn ger ir sér ekki Ijóst að neitt hafi unn izt með þessum félögum Baslið haldi áfrarn Honum finnst að vanti annan handlegginn á kaup félögin þann sem geri sveitirnar stórar. Verzlunararðurinn sé rotaður ti' að byggia nvtt frysti hús eða verzlunarútibú þar sem seldir verða gosdrvkkir og súkku •aði: Hann er sannfærður um það rð aldrei komi nein ráð Því sé ”kki vit < öðru en flýja Eflaust hefur Einari á Gils bakka fundizt hann naga sér skvn ■'amlega Með raunsæi og skyn sfmi mun honum hafa fundizt að hann lo«aðí =ig við alla tíifínninga dellu, því að óneitanlega voru það ciargar tilfinningar, sem bundu hann við sveitina. Sízt vil ég gera lítið úr skynsem inni. — Mér finnst ég vera alltof skynsamur til þess. Skynsemi á eg margt að þakka, — bæði tninni og annarra — t. d. það, að ég er bindindismaður- En þó er það svo — og það ættu skynsamir menn að sjá, — að ef við hætt- um að stjórnast af tilfinningunum erum við búin að vera. Þá hverfur öll ánægja af nægtum og vel- gengni, tómleiki, lífsleiði og böl- sýni sezt að mönnum, drykkjuskap ur eykst, sjálfsmorðum fjölgar: hvers konar ónáttúra magnast. Það er farsælast að viðfangsefnin og árangur starfanna geti verið okkur tilfinningamál. Þá fyrst er veruleg ánægja af þeim. En Einar á Gilsbakka var beygður maður og brotinn undan þeim áróðri að land búnaður á fslandi ætti sér yfirleitt ekki hagfræðilegan grundvöll. Hann væri bara „sport fyrir „idíóta“ eins og einu sinni var sagt. „Bændaþjóðfélagið er búið að vera“. sagði Örlygur skáld frá Máná Merki Tómasar í Gilsbakkakoti. Tómas í Gilsbakkakoti vissi að Einar nágranm hans hafði allt atgjörvi til þess. að geta verið lið- tækur búandmaður Hann gerði ekki mikið að því að tala um fyrir honum — hefur bersýnilega vitað að Einar var þverhaus, sem ekki taldi sig upp á það kominn að sækja sér ráðleggingar í Gils- bakkakot En Tómas sagði hon- um álit sitt og vilja Og hann keypti af honum jörðina, — ef laust meðfram til þess, að Einar gæti komið og setzt þar að ef hann vildi síðar Ef til vill hefur Tómas vonað að Einar kynni að hugsa á annan veg eftir að hann hefði kynnzt Iífskjörum verkamanna og séð hvað það gat tdfizt fyrir sjómönnum að efnast, því að ÖH alþýða var fátæk á bessum árum Og Tómas sagði Einar að „við mættum engan mann missa.“ En mæðiveikin, sem Tómas tal- aði um. var komin lengra en svo, at þetta hefði nokkur áhrif á Einar Þvert á móti leggur hann sig fram um það. að reyna að fá stúlkuna sína. — dótturina I Gilsbakkakoti - til að yfirgefa sveitina með sér Það brást þó að hún færi með honum Eg vona af það hafi verið af því. að hún hafi séð sig um hönd og henni hafi verið sveitin og hlutverkið þar mætara en flóttamaðurinn En Einar fór sína leið Hann ætlaði ekki að ganga til liðs við Tómas granna «inn eða taka við merkinu úr hendi hans Barátta Tómasar En það urðu aðrir menn til að ganga undir merki Tómasar * Gilsbakkakoti og halda baráttunni áiram Það voru menn sem vissu eins og Einar á Gilsbakka- að búnaðarhættir þurftu að breytast En þeir trúðu á samstöðu og fé lagsskap Þeir gerðu ekki kröfur tii þess- að kaupfélög eða önnur félög væru ópersónuleg fyrirtæki sem legðu bjargráðin upp í hend ui bændanna En beir beittu sár 1 þessum félögum. Með mætti þeirra auðvelduðu þeir sér að vél • æða búskapinn og rækta landið Þeir vissu það. að fleiri en bænd u, áttu hlut að kaupfélögunum og því varð líka að miða við þeirra þarfir, enda markaður og afkoma bænda háð atvinnulífi og afkomu í þorpunum. Þessir menn urðu ekki uppnæmir fyrir árásum Mbt. á samvinnufélögin þegar skipa- deild S.f.S var stofnuð. Þeir vissu, að það var ekki eingöngu fé bænda, sem lagt var í skipakaupin og þeir vissu líka, að vöruflutning ar til landsins og frá var mál bænda eins og annarra. Þessir menn byggðu upp mjólkuriðnað inn á grundvelli afurðasölulag- anna, stofnuðu ræktunarsambönd in og komu á stofn og ráku viðg um land fjölda af vélaverkstaéð- um á félagslegum grundvelli, jafn framt því, sem þeir stóðu í látlaus um átökum um löggjöf þjóðarinn ar að því er landbúnaðinn varííaði. Sigrar karlmennskunnar. Baráttu Tómasar í Gilsbakka- koti er engan veginn lokið. Iíannske verður henni aldrei lbk ift. Þeim, sem gengu undir merld hans og með honum börðust, hef- ur farnazt misjafnlega. Sumir reistu sér hurðarás um öxl, kikn- uðu undir byrðinni og urðu að hverfa úr sveitinni. Aðrir erp slitnir menn og þreyttir fyrir tím- ann, því að einyrkjabúskapur er bindandi og yfirleitt orlofslaus. En í heild hafa þeir unnið glæsi- lega sigra sem landnámsmenn nýir ar aldar. Flestir voru þeir hug- sjónamenn. Mövgum var þeim bú skapurinn tilfinningamál. Þaðan spratt þeim sá unaður, sem varð uppbót fyrir það strit, sem stund- um hefur verið nefnt þrældómur. Þeir trúðu því, að þeir væru að gera gott verk. Þeir vissu isig vera þarfa menn landi sínu og það eru tmkil laun — og raun- ar betri en orlof og brenr.ivín. Það voru þessir menn, sem lögðu grundvöll að framtíðarbú- skap á fslandi. Þeir neituðu afj gleypa við boðskap þeirra, sem níddu landið og dæmdu það óhæft til búskapar af því hér henta ekki sömu búnaðarhættir og á sléttum Suður-Rússlands eða miðrfkjum Bandaríkjanna Þeir lögðu sig i hættu fyrir íslenzkar sveitir, — bundu örlög sín við örlög þeirrá, — fúsir að standa og falla með sínum málstað Það er þessum mönnum áð þakka að þeir. sem nú eru ungip í sveitum landsins. hafa þar eitt- hvað til að byggja á, ræktun, bý- stofn o s. frv Víst hafa ýmsir fallið í þeirri baráttu, hún hefu'f kostað ýmsa það, að ævin mun hafá orðið styttri en hefði getað orðið við hóflegri kjör Og þó, erillinn og röltið er heilsusamlegt, um- svífin halda frá mönnum þeim á- hyggjunum, sem verst fara með, og kapp og áhugi rekur burtu margar óhollar aðsóknir En eitt er það, hva?' stríðið hefur kostað. annað það. sem unnizt hefur. Eg trúi þvi, að Tómas f Gils- bakkakoti og samherjar hans hafi lagt grundvöll að varanlegum sigri og farsælli framtíð sinna manna Mynd Tómasar í Gilsbakkakoti verður skýrari og skörulegri af því hún birtist við hlið flótta- mannsins. sem er aðalpersóna sögunnar Þó að orð hans i sög- unni séu ekki ýkjamörg, sýna þau glöggt hver maðurinn er Og liann ei fulltrúi svo merkilegra mannö og merkflegrar baráttu að það nr gott að mynd hans sé glöggt mót- uð og sjáist skýrt í skáldskap þjóðarinnar. H. Kr / T I M I N N, þrlSiudagurinn 3. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.