Tíminn - 25.03.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.03.1964, Blaðsíða 11
ÍSsréttlr ÍBK í úrslit lék gegn KR. Lauk leiknum jafntefli 0:0. f aukarn- siitaleik skömmu síðar sigraði KR 1:0. Þá tók ÍBK þátt í innanhúss- knattspyrnumóti sem Knattspyrnu félagið Frarn stóð fyrir. Sigruða Keflvíkingar í mótinu. Yngri flokkar ÍBK náðu ekki eins góðum árangri í sumar og oft áður. Þarf að athuga það mál frekar og nauðsynlegt er að skapa þessum flokkum næg verkefni m. a. fleiri leiki. Þjálfarar í knattspyrnu s- 1- ár voru Guðbjörn Jónsson sem þjálf aði meistara- og annan flokk, Hörður Guðmunds'son, Jón Ól. Jónsson, Kjartan Sigtryggsson, Jón Jóhannsson og Árni Ámasoh. UTANFERÐ ÍBK. S. 1. sumar fór meistaraflokkur í ÍBK í keppriisferð til Danmerk- ur. Var ferðin farin á vegum vina- bæjar Keflavíkur í Danmörku, Hjörring og Söborg Boldklub í Kaupmannahöfn. í ferðinni tóku þátt 18 manns og stóð hún yfir frá 18. ágúst til 29. ágúst. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og eru líkur fyrir áframhaldandi sam- starfi þessara aðila. Úrslit leikja í ferðinni urðu þessi: Hjörring — ÍBK 1:2. Bröndersley — ÍBK 3:5. Söborg Boldklub — ÍBK 4:1 SUND. Sundæfingar voru vel sóttar s.i. starfsár. Er stór hópur unglinga sem æfir og hafa nokkrir þeirra þegar náð mjög góðum árangri eins og t. d. Davíð Valgarðsson sem er aðeins 16 ára og sett hefur eitt íslandsmet í sundi og 11 drengjamet. Tveir Keflvíkingar hafa verið valdir til landsliðsæí- ingar, þau Auður Guðjónsdóttir og Davíð Valgarðsson. ÍBK tók þátt í öllum meiri háttar sundmótum sem haldin voru i Reykjavík og nágrenni. Sund- meistaramót Keflavíkur var hald- ið í des. s.l. og var þar m.a. keppt i;m afreksbikar karla og kvenna. Davíð Valgarðsson vann afreks- bikar karla og hlaut 15 stig en Auður Guðjónsdóttir afreksverð- laun kvenna og hlaut 10 stig. Bæjakeppni í sundi milli Kefla- vikur og Hafnarfjarðar fór fram á árinu og sigruðu Keflvíkingar raeð 48% stigi gegn 38V2 stigi. Bæjarkeppnin við Akranes fé!l riður vegna forfalla Akurnesinga. Hinn kunni sundkappi Guðmund ur Gíslason þjálfaði sundfólk ÍBK — Einnig þjálfaði Guðm. Ingólfs- 2. vél. son og Björn Helgason sem tók við þjálfuninni um s. 1. áramót. HANDKNATTLEIKUR. Handknattleiksæfingar hafa ver ið vel sóttar s. 1. starfsár. Tekið var þátt í íslandsmótinu í hand- knattleik í fjórum flokkum, og náði 2. og 3- flokkur karla ágætum árangri í mótinu- Meistaraflokkur tók þátt í hinu árlega móti utan- bæjarfélaga á Akranesi og náði sæmilegum árangri. Að venju var haldið páskamót í handknattleik 2. fl. í Keflavík, og sigraði FH í rnótinu en ÍBK varð nr. 2. Einn Keflvíkingur var valinn i unglingalandsliðið í handknatt- leik, var það Sigurður Karlsson. Þjálfarar í handknattleik voru Matthías Ásgeirsson, Jón Jó- hannsson og Sigurður Steindórs- son. ST JÓRN ARKOSNIN G. f stjórn ÍBK næsta starfsár voru kosnir: Hafsteinn Guðmundsson form. Hörður Guðmundsson, Þórhallur Guðjónsson, Helgi Hólm og Sig- urður Steindórsson. í varastjórn voru kosnir: Gunn ar Albertsson, Jón Ól. Jónsson, Högni Gunnlaugsson og Magnús Haraldsson. Endurskoðendur voru kosnir: Gunnar Sveinsson og Þór- hallur Stígsson. iþróftir í 10 km. göngu urðu úrslit eins og hér segir: 1. Þórhallur Sveinsson, Sigluf. 51.43 2. Kristján Guðmundsson.Sigluf 52.35. 3. Björn Ólsen, Sigluf. 57.23. Kepnin heldur áfram í dag. ÍÞRÓTTIR Ariðill: KR a—Haukar 7:3 Fram—Valur 6:6 B-riðilI: KR b—Víkingur 11:5 Þróttur—Keflavík 8:7 Efstu lið úr báðum riðlum léku svo til úrslita, en það voru Fram og Þróttur. Talsverð spenna var í leiknum og allt þar til tvær mín útur voru eftir var staðan mjög jöfn. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðaii 5:5 og það var þá, sem dómari leiksins, Daníel Benja mínsson, vísaði einum leikmanna Þróttar, Hauki Þorvaldssyni, út af. Þarna virtist Fram fá gullið tækifæri til að gera út um leik- inn. En það fór á aðra leið. Hinir tveir Þróttarar sem eftir voru inn á tvíefldust og skoruðu þrjú mörk í röð, án þes’s að Fram gæti svar að. Leiknum lauk sem fyrr segir með sigri Þróttar, 9:5- í keppni um 3. og 4. sæti léku KR a og Keflavík og vann KR með yfirburðum, 6:1. í keppni um 5. og 6. sæti léku Valur og b-lið KR. Valur vann með 9:8. Og í keppni um botnsætin léku Víkingar og Ilaukar. Víkingar unnu með 6:5. Birgir Þorvaldsson, stjórnarmað ur í KR, sleit mótinu og afhenti sigurvegurum verðlaun. AFTURGÖNGUR Framhald af 7 síðu. Mér Varð hverft við. „Hvað eigið þér við?“ spurði ég. Aftur brosti hann þessu brosi og sagði: „O, ef ég hefði gætt yðar betur, mundi yður ekki hafa tekizt að flýja. Er það ekki rétt?“ Blygðunarleysi hans og alger fyrirlitning á meðbræðrum sín um hafði ekki breytzt hætishót. Hann stóð á því fastar en fót- unum, að við tryðum honum að þessu sinni eins og hann hélt, að við fangar hans hefðum lagt trúnað á lygar hans. Ég held meira að segja, að fyrirlitning hans á mannverunni hafi færzt í aukana, því nú beindist hún að öðrum samlöndum hans, — saksóknaranum og réttinum, — sem átti að dæma hann. Hann hélt í rauninni, að þeir gætu ekki séð í gegnum blekkinga- vef hans og mótsagnir. Mér fannst skelfilegt að horfa upp á mann, jafnvel þenn an, svo gersamlega afhjúpað- an. Mér varð litið á saksóknar- ann. Hann gaf verðinum benc!- ingu og hann tók undir hand- legginn á Schallok og leiddi hann út. Saksóknarinn ók mér til baka k gistihúsið i Stuttgart. Við ók- um frá fangelsinu og leið okk- í ar lá um yndisfallegt land. — Sólin skein í heiði, veröldin gat ekki verið bjartari. En mér var undarlega tómlega innan- brjósts. Á VÍÐAVANGI töldu sig ekki geta gengið að. Ríkisstjórnin mun þó hafa sýnt nokkurn skilning á mál- inu, að því er einn aðalsamn- ingamaður verkalýsfélaganna upplýzti og sagði ennfremur að það myndi mjög auðvelda þá samninga, sem nú standa inn- an tíðar fyrir dyrum, ef Alþingi stigi þetta skref áður og af- næmi bannið gegn verðtrygg- ingu kaupgjalds. Alþingi má einskis láta ófreistað að vinnu- friður haldist í landinu. VESTUR ALLA FSRÐI Framhald af 1. síSu. lögðu sem sé af stað úr Reykja- vík klukkan 6 á sunnudagsmorg- un og voru komnir í Bjarkarlund eftir 4y2 tíma akstur, og gerist það ekki miklu betra á sumrin. Eftir það fór færðin heldur að versna, og þegar þeir félagar komu að Skálmadal, sem er rétt neðan við Þingmannaheiði, minnt ust þeir þess, að. fyrir mánuði fór maður nokkur þar yfir, og var 10 tíma á leiðinni. Fannst þeim því rétt að fá mann til þess að fylgja sér eitthvað áleiðis til vonar og vara, ef eitthvað færi aflögum á leiðinni. Þeir hringdu til Óskars Þórð- arsonar að Firði á Múlanesi og báðu hann um fylgd, og kom hann við annan mann á jeppa sínum, og var svo lagt upp á heiðina. Ekki var komið langt upp eftir heiðinni, þegar vegurinn var orð inn ófær, svo að fara varð út af honum og óku þeir á holtum um stund, þar til þeir gátu kom- izt á hann aftur. En til þess urðu þeir að fara niður mjög svo brattan skafl, og sýndist fjór- menningunum að ekki yrði bílum fært upp skaflinn aftur, svo að þeir skildu jeppa Óskars þarna eftir. Gengu þeir Óskar og félagi hans síðan með jeppa þeirra Jó-. hannesar og urðu stundum að styðja við hann, þegar hliðarhall- inn varð mikill. Við Kjálkafjarð- ará var ákveðið að fylgdar væri ekki lengur þörf, þar eð útlit var fyrír, að hægt yrði að aka veg- inn eftir það. Færðin var mjög slæm upp á Dynjandisheiði og lá þar við að bíllinn sæti fastur, en klakklaust náðu Jóhannes og Hermann til Suðureyrar og komu þangað um klukkan 9 um kvöldið. Venjulega tekur ferðin vestur héðan frá Reykjavík að sumarlagi um 12 tíma, svo að telja má, að þetta hafi ekki verið slæmt á þessum árstíma, því að ferðin sjálf fyrir utan stopp tók ekki nema um 13 tíma. Veður var yfirleitt frekar bjart og náðu ferðalangarnir til Þingeyrar í björtu, en óku með ljósum eftir það. Frá því á sunnudag hefur snjó- að fyrir vestan, og ólíklegt, að nú væri hægt að komast þessa sömu leið. LANDSHÖFNIN metra langur, svo allur verður garðurinn T - laga. f dag var byrjað að steypa botn- in í fyrsta kerið, en í fyrsta áfang ann þarf fjöldamörg ker. Hægt er að steypa þrjú ker á athafna- svæði því er Efra-Fall hefur við höfnina. Hvert ker er 12x12 metr- ar að flatarmáli og níu metrar á hæð. Allri framkvæmdinni við lengingu garðanna tveggja á sam- kvæmt samningum að ljúka í byrj un ársins 1966. Verktakarnir hafa verið að koma sér fyrir síðan í desember, og er nú risin við höfn- ina steypustöð, er afkastar 10 rúmm. á klukkustund, og enn- fremur eru þar tveir stórir kranar. Þá hafa verið reistir þarna vinnu- skúrar og aðsetur fyrir verktaka. 25 menn starfa nú syðra og er verkfræðingur á staðnum Jóri Guðmundsson. Tveir verkstjórar eru þar . þeir Kris'tján Friðriks- son yfir tréverkinu og Hörður Magnússon yfir verkamönnum. Er framkvæmd þessari verður lokið, fæst þarna höfn, sem á að vera örugg hvernig svo sem viðr- ar. Er blaðið hafði tal af Ragnari Björnssyni hafnarstjóra Lands- hafnarinnar í Keflavík í dag, sagði hann, að mikilvægum áfangá væri náð með lengingu hafnargarðanna, og þar með lokun hafnarinnar. Hvað við kæmi frekari bryggju- gerð inni í höfninni sagði Ragn- ar, að ekki væri neitt um það á- kveðið ennþá Mikilvægast væri að ljúka lengingu garðanna, áður en farið ' æri að hugsa um fleiri bryggjur. ÞRJU INNBROT KJ-Reykjavík 23. marz. Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík um helgina en.litlu stol ið, eða aðeins þrem kössum af Ooca Cola. f verzluninni Vogaveri, Gnoða- vog 44 var sprengdur inn hleri á bakhlið, en ekki farið þar inn. Úr geymslu Adlon í Aðalstræti var stolið þrem kössum af kók. Brotin var rúða í hurð á Grænu- borg við Eiríksgötu og ræstidufti cg kornfleksi stráð um gólfin en engu stolið. RÓLEG HELGI KJ-Reykjavík 23. marz. Óvenju rólegt var hjá Lögreglu unni í Reykjavík yfir helgina, að því er Bjarki Elíasson varðstjóri tjáði blaðinu í kvöld. Lítil ölvun var og sömuleiðis var óvenjulítil umferð á götunum- Einhver værð vlrðist hafa sigið á Reykjavík núna um hfelgina, hvað svo sem því veld ui. FINNI SÁTTASEMJARI (Framhald af 2. síðu). st'm hæst 1959 sendi þáverancli framkvæmdastjóri SÞ, Dag Hamin arskjöld, hann til Laos til þess að rannsaka fjárhagsástandið í land- inu. 1961 fór hann aftur til Laos sem fulltrúi Hammarskjölds. Hann var forsætisráðherra Finnlands í þá sex mánuði, sem hann hafði forystu í utanþingsstjórninni 1953 —54, og hefur oft verið skipaður yfirmaður ýmissa ráouneyta, t. d. utanríkisráðuneytisins. Hann komst í rfkisstjóm í fyrsta sinn rétt eftir vopnahléið 1944, en þá varð hann varafjármálaráðherra. U Thant átti í dag fund með Prem Singh Gyani, yfirmanni SÞ- herliðsins á Kýpur, og afleysara hans, Pier Spinelli. Tilkynnt var í Dublin í dag, að írland muni leggja fram 600 her- menn í friðarhersveitir SÞ á Kýp ur, og koma þeir til eyjarinnar ura miðjan apríl. BIFREIÐ STOLIÐ KJ-Reykjavík 23. marz. Aðfaranótt sunnudagsins var fcílnum R-U029 sem er Skoda stat ion stolið frá Sogamýrarbletti 56. Auglýst var eftir bílnum í útvarp inu, en hann fannst í sandgryfju austur við Hellu á Rangárvöllum á sunnudaginn. Rannsóknarlöregl an biður þá sem kynnu að hafa orðið varir við R-11039, grænan Skoda, eftir kl. 24 á laugardag, að hafa samband við sig hið skjót- asta. MAC ARTHUR Framhald af 1. síSu. leið. í skýrslu frá læknun- um síðdegis í dag er sagt, að MacArthur sé orðinn al- varlega veikur. Hann þekk ir að vísu þá, sem koma til hans og getur talað við þá, en hann er mjög alvarlega veikur — segir í skýrslunni. Douglas MacArthur er talinn einn fremsti hershöfð ingi Bandaríkjanna fyrr og síðar og vann sér mesta frægð sem yfirmaður alls herafla Bandamauna á suð- ur- og suoausturhluta Kyrra hafsins í síðari heimstyrjöld inni. Hann var skipaður yfir máður herliðs Sameinuða þjóðanna í Kóreustríðinu 1950 en Harry Truman, þá- verandi Bandaríkjaforseti, setti hann frá störfum 1951 vegna skoðanamismunar MacArthurs og bandarísku stjómarinnar. Vakti brott- vikningin mjög mikla at- hygli um allan heim og hef ur gert MacArthur að einum umdeildasta hershöfðingja heimsins. Auglýsið í Tímanum JÖRÐ TIL SÖLU Nýbýlið Ármót ásamt jörðinni Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. íbúðarhús nýbyggt, fjós fyrir 18 gripi ásamt hlöðu og votheysturni, fjárhús fyrir 100 fjár. — Veiðiréttur, silungsveiði. — Nánari upplýsingar gefur Hreinn Árnason, Ásbraut 9, Kópavogi, sími 15750. Bændur! Þeir, sem hafa hugsað sér að panta hjá okkur fjós- rimla úr strengjasteypu, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. Stuttur af- greiðslufrestur fyrst um sinn. Steinstólpar h/f Símar 20930 og 17848. Símavarzla óskast Stúlka vön símavörzlu óskast til starfa á Bæjar- skrifstofur Kópavogs frá 1. maí n.k. Vélritunar- kunnátta æskileg. Laun samkvæmt launasamþykkt bæjarins. Skrif- legar umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, send íst undirrituðum fyrir 10. apríl n.k. 24. marz 1964. Bæjarstjórinn Kópavogi. TÍMINN, miSvikudaginn 25. marz 1964 1J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.