Alþýðublaðið - 24.04.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 24.04.1920, Side 1
1920 JMþbl. kostar I kr. á mánuði. Bát hvoííÍF. Tveir menn drukna. Á miðvikudaginn var voru menn að fara í fiskiróður austur i Vík í Mýrdal. Voru þeir komnir örskamt frá landi, þegar brimalda skall á bátinn svo honum hvoldi. Varð öllum bjargað nema tveimur bræðrum er hétu Kári og Sæ- mundur Jakobssynir, báðir ókvænt- ir menn. Sæmundur var fyrirvinna móður sinnar, er mist hafði mann sinn í sjóinn fyrir fáum árum. Báðir þessir menn voru ungir og mjög efnilegir. Þau eru orðin mörg mannslífin, sem fórnað hefir verið ægi á þessari vorvertíð. fri ðanmðrka. Khöfa 22. apríl. Vegna þess, að tap svo miljón- um skiftir, á smjörútflutningi vof- ir yfir, hefir samvinnufélag bænda samþykt að annast sjálft um út- flutninginn, ef sjómannaverkfailið hættir ekki. Bakaraverkfallinu heldur áfram og er alþýðubrauðgerðin (Arbejd- ernes Fællesbageri) hætt að starfa. Kosningarnar. Khöfn 23. apríl. Þessir flokkar taka þátt í þing- kosningunum (á mánudaginn): Vinstri menn (J. C. Christensen), róttækir vinstri menn (Zahle), óháð- ir jafnaðarmenn, iðnflokkurinn (Er- hvervspartiet, — fékk einn mann við sfðustu kosningar, klofningur úr íhaldsmönnum), íhaldsmenn og socíaiistar. Laugardaginn 24. apríl Viðskijtakreppan. Sú fregn hefir flogið eins og logi yfir akur og reynst söun, að íslands banki neiti að selja ávís- anir til útlanda, og ástæðan sé sú, að bankinn skuldi svo mikið erlendis sem stendur, að gjald- traust hans þar sé þrotið, og hann geti því ekki útvegað þar neitt fé til þess að ávísa. Afleið- ingarnar eru auðséðar. Landsbank- inn er miklu áhrifaminni banki, en íslands banki, sem hefir svo að segja allan seðlaútgáfuréttinn. Landsbankinn getur því vitanlega ekki staðið straum af öllum við- skiftamönnum íslands banka, sem nú leita til hans til þess að kaupa ávísanir á útlönd, og verður þá líka að neita um yfirfærslu pen- inganna. Jafnframt hafa bankarnir hækkað forvexti upp í 8%, sem þó sennilega er of lágt, eftir á- standinu að dæma. Ástandið er sem stendur þann- ig: Þó áð menn eigi inni fé í bönkunum, þá kemur það að litlu haldi. Fyrst og fremst geta menn ekki fengið það greitt með gulli, og því næst ekki með ávísunum á erlenda banka. Bankarnir greiða þessar skuldir sínar ti! innlendra manna aðeins með seðlum, — þ. e. a. s. eigin skuldabréfum — sem hvergi eru gjaldgengir, nema hér á landi, og það aðeins á meðan almenningur ber traust til þeirra. Aftur á móti.er ómögulegt að fá þannig greiðslur, að hægt sé fyrir þær að kaupa lífsnauðsynjar frá útlöndum. Peningar manna hafa nú aðeins verðgildi eða kaupmagn innanlands. Algert viðskiftabann er þvf við útlönd, nema á út- flutningi. Aðalbanki iandsins, íslands banki, hefir fengið seðlaútgáfurétt, skattfrelsi og margvísleg önnur hlunnindi, með tvent fyrir aug- um: að hann sœi viðskiýtafjárhag landsins borgið út á við, og að hann héldi uppi verðgildi seðl- 91. tölubl. anna í landinu sjálýu, með því að leysa þá inn með gulli og sjá um að ekki væru gefnir út fleiri seðlar, en viðskiftaþörfin krefði. Hefir bankinn brugðist skyldu sinni í þessum efnum, og þá hvernig? Um stjóm íslands banka á vid- skiftum landsins út á við er það að segja, að bankinn hefir aug- sýnilega ávfsað fyrir menn meiru fé til útlanda, heldur en Iandið hefir haft ráð á. Almælt er að bankarnir hafi ávísað til útlanda frá nýári samtals 22—23 niilj. kr., og af þessari upphæð hafi íslands banki einn ávísað 16—17 milj. kr„ en inneign bankanna er- lendis hafi verið á nýári um 10 milj kr. Gjaldtraust bankanna er- lendis hafi því ekki verið nema um 13 milj. krónur, sem nú séu eyddar. Þá er spurningin, til hvers þessar 22—23 milj. kr. hafi verið notaðar. Svo lítur út, sem bank- arnir hafi aðeins ávísað litlum hluta af kaupverði nýju togar- anna, því að megnið af verði þeirra standi í lánum í Englandi. Þó munu hafa gengið til þess nær 2 milj. kr. En rúmar 20 milj. kr. hafa þá gengið til annars, að- allega vörukaupa, þó að megnið hafi ekki gengið til kaupa á lífs- nauðsynjum. Það er augsýnilegt, að ef bankarnir, og þá aðallega íslands banki, hefðu stemt stigu fyrir töluverðum hluta af þessum miklu greiðslum, þá hefði landið nú haft peninga erlendis til þess að greiða með lífsnauðsynjar. Og það minsta, sem Islands banki hefði átt að gera, var að tilkynna kaupsýslumönnum með sæmileg- um fyrirvara, hvað stæði fyrir dyrum. En önnur orsök þessarar viðskiftakreppu sást þó fyrst, er litið er iengra aftur í tímann. Ef íslenzku afurðirnar, aðaílega kjöt og síld, hefðu verið seldar á rétt- um tíma, en ekki verið haldið áfram stjórnlausu braski með þær, eins og almenningi er nú orðið kunnugt, þá hefðu bankarnir nú

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.