Tíminn - 07.05.1964, Side 1

Tíminn - 07.05.1964, Side 1
IVORUR BRAGÐAST Ibezt - ' 'i ͧ Wm - -v « - : IÍllMÍ»iÍ8iP s' ATVINNULEYSIA HOLMAVIK, SKAGASTROND, SAUÐARKROKI, HOFSOS OG SIGLUFIRÐI Reynt að koma uppiðnaði til að hindra brottf lutning FB Reykjavík, 6. maí. Algert aflaleysi í vetur og sfldarleysissumar í fyrra hafa orföð þess valdandi að íbúar fimm kanptúna og kaupstaSa á NorSurlandi vestra líta nú ekki framtíðina eins biörtum angum og áður. Þetta eru Hólmavík, Skagaströnd, Sauð- árkrdkur, Hofsós og Siglu- fjörður, en allir þessir staðir byggja afkomu sína á sjósókn og fiskvinnslu. Þegar þetta bregzt, er ekki annað fyrir hetriQ. en brottflutningur nenta hægt verði að byggja npp elnhvern iðnað, sem íbú- ar þessara þorpa geta snúið sér að. Fram hafa komið hug myndir um rækju- og sfldar- nflTursuðn, síldarniðurlagn- tngu, sútunarverksmiðju og tmmuverksmiðju, en allt þetta gæti bjargað fólkinu úr Hóm atvinnuleysisins og um lelð tryggt jafnvægið í byggð landsins. Á Hólmavík eru þess engln dæmi, a5 eymdin hafi orðið eins mfkil og í vetur, að sögn Hans Sigurðssonar. Þar eru gerðir út 7—8 dekkbátar og 3—4 trillur, og hafa þeir varla fengið beín úr sjó í vetur. Tvisvar sinnum hafa bátar komið inn með rúmar 4 lest- ir úr róðri, en almenn uppgjöf er nú ríkjandi vegna aflaleysisins, og fólk er óánægt, og veit ekki hvað það á að gera. fbúar Hólmavíkur eru 423 sam kvæmt síðasta manntali. Hefur þetta fólk byggt afkomu sína á sjósókn og vinnslu aflans í landi en í vetur hefur þar ekki verið um aðra atvinnu að ræða en í kringum kaupfélagið og smávegis við byggingar þeirra íbúðarhúsa, sem byrjað var á í fyrra. Á Hólma vík er niðursuðuverksmiðja, sem á að sjóða niður síld og rækjur. Hafa Hólmvíkingar mikinn áhuga á að hægt sé að starfrækja hana, og telja, að rækjur mætti fá norð an frá Ingólfsfirði, en verksmiðj- an hefur ekki verið starfandi síð- ustu tvð árin. Einn Hólmavíkur- báta, Guðmundur frá Bæ, hefur rerið að veiðum hér sunnan lands í vetur, en annars hefur ekki ver ið míkið um það enn, að fólk i bíða og vona, að veiðin verði færi burtu í atvinnuleit, menn I meiri á morgun en hún var í dag. A annað hundrað manns frá Framhald á bls. 11 12 ÁRA STRÁKAR LOSA HF, Reykjavík, 6. maí. 12 ára strákllngar hlaupa í skarf- ið og halda atvinnulífinu gangandi, þegar enga verkamenn er að hafa Myndin hér að neðan er tekln i Hafkiarfirði í dag, en þar er verij að skipa upp stykkjavöru úr Bakka- fossi, einu af skipum Eimskipafé- sem urðu á Bakkafossi í gærmorg lagsins. Skipið neyddist til að losa un er brotsjór reið yfir skipið. í Hafnarfirði, þar sem enga verka- Myndln hér til hliðar er af menn var að hafa í Reykjavfkur Reykjafossi i Reykjavikurhöfn höfn, en í Hafnarfirði voru verka dag, lestarnar harðiokaðar og verða mennirnir í fiski. í Hafnarflrð! sennilega lokaðar fram yfir helgi verður einnig gert að skemmdu.n Slfkt er ástandið. (Tímamyndir-GE FJÖGUR EIMSKIPAFÉLAGSSKIP FÁST VARLA AFFERMD VANDRÆÐAÁSTAND ( REYKJAVÍKURHÖFN HF-Reykjavík, 6. maí. Reykjavíkurhöfn er nú að sprengja af sér öll bönd og þegar mörg vöruflutningaskip ber að landi sama daginn, skap- ast þar vandræðaástand. Einn starfsmaður Eimskipafélagsins sagði okkur í dag, að höfnin væri þegar orðin allt of lítil, vörugeymslurnar væru einnig of Iitlar og langt í burtu, og skorturinn á vinnuafli væri til- finnanlegur. Eimskipafélagið hefur yfir að ráða verkamönnum til að skipa upp úr einu skipi, ef vel á að halda áfram, en hægt er að taka tvö í einu með þvl að fara hægar. Margt af þessu er lausafólk, og þegar vöru- flutningaskip frá öðrum félög- um eru í höfninni um sama leyti, skerst það fólk úr leik. Skorturinn á verkamönnum er mjög mikill og fer versnandi. Eitthvað mun samt rætast úr, þegar skólarnir hætta í vor, þó að það muni ekki miklu. Þessa dagana eru affermd 4 skip Eimskipafélagsins hér á landi. Unnið hefur verið að því að skipa upp úr Selfossi í dag, en Reykjafoss kom inn í gærkveldi, og verður að bíða affermingar fram yfir helgi, þar sem afgreiða verður Sel- foss fljótt út af farþegaáætl- uninni. Gullfoss kemur inn klukkan 8 í fyrramálið, en bíð- ur affermingar fram á föstu- dag, þar sem morgundagur- inn er frídagur. Gullfoss geng ur einnig fyrir Reykjafossi, vegna farþegaáætlunarinnar. Bakkafoss tók það til bragðs að fara til Hafnarfjarðar í dag fFramhald a U síðu) Möðruvellir að menntasetri, ef heita vatnið fæst? HF-Reykjavík, 6. maí. Eyfirðingar ræða nú mikið um stofnun héraðsskóla í Eyjafirði. Fyrir skömmu kallaði fræðsluráð Eyjafjarðar saman fund á Akur- eyri, þar sem mættir voru full- trúar úr hverjum hreppi sýslunn- ar. Milflflr umræður urðu um skólamH alracat, en allir voru sammála um það, að brýn nauð- syn væri á því að koma strax upp héraðsskóla. Sem stendur er starfrækt gagn- fræðadeild við aðeins þrjá barna skóla í Eyjafirði og einn þeirra tekur aðeins fyrsta bekk. Ungling ar á gagnfræðastigi eiga því í vandræðum með að komast að í skóla. Þangað til nýr gagnfræða- skóli verður reistur, mun reynt að bæta ástandið með því að auka við gagnfræðadeildina á Dalvik. Einnig mun stefnt að því, að starfandi barnaskólar komi á fót hjá sér gagnfræðadeildum. Tveir staðir koma nú til greina sem væntanlegt héraðsskólasetur, Laugaland á Þelamörk og Hrafna- gil í Hrafnagilshreppi. Á báðum þessum stöðum er jarðhiti. Eftir fimm til sex vikur stendur til að Norðurlandsborinn hefji borun á Laugalandi, en þar er þörf fyr- ir meira af heitu vatni. Ef það finnst bætist einn líklegur staður víð sem skólcsetur, en það eru Möðruvellir í Hörgárdal. Möðruvellir eru ekki nema í 3— 4 km. fjariægð frá Laugalandi og væri því mögulegt, að tengja vatnið þessa leið. Möðruvellir er gamalt og víðfrægt skólasetur og ef þar fyndist heitt vatn, þá mundi staðurinn vera sjálfkjörinn fyrii hinn nýja héraðsskóla.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.