Tíminn - 07.05.1964, Síða 7

Tíminn - 07.05.1964, Síða 7
Ævar Jóhannesson: ÓGLEY ÆTURGISTING Flugvélin klýfur loftið og stefnir í átt til Vestmannaeyja. Á stöku stað sést til jarðar gegnum skýjaþykknið og brátt erum við stödd yfir Þorláks- höfn og framundan blasir úfið Atlantshafið við. Hvít rönd kemur fram í flæðarmálinu, þar sem aldan brotnar á strönd inni. „Ekki lítur álitlega út með lendingu í dag“, segi ég og sný mér að ferðafélaga mínum, Ósvaldi Knudsen, sem situr við hlið mér í flugvél- inní. „Það sýnist vera töluverð alda“, segir harin, „en kannski er hann að ganga þetta niður“. Sjórinn hverfur nú sýnum um stund og ekkert rýfur þögn ina nema þægilegt malið í hreyflum vélarinnar. Smám saman rofar til aftur og fram undan liggur Vestmannaeyja- klasinn. Til hægri blasir Surtsey, fvrirheitna landið, við. Upp af henni leggur dauf- an ljósleitan reyk, sem að of- an rennur saman við grátt skýjaþykknið, sem þekur allt loftið. Augu okkar renna frá eynni niður á hafflötinn og þaðan upp í flæðarmálið. Engin hvít rönd er sjáanleg. Aðeins dökk- ur flötur eyjarinnar og grá- blátt hafið. Surtsey er há og tignarleg. Hún er nú orðin næststærst af Vestmannaeyjunum. Aðeins Heimaey er stærri. Vélin lækk ar nú flugið og tekur stóran boga yfir Heimaey. Hugurinn bregður á leik og er allt í einu kominn nokkur þúsund ár aft- ur í tímann. Hvítir gufubólstr- ar stíga upp úr haffletinum á nokkrum stöðum. Neðst í þeim rísa dökkir vendir. Þeir hækka og lækka, lögun þeirra breyt- ist. Stundum er eins og risa- vaxnir sveppir standi upp úr sjónum, svo gliðnar hatturinn i sundur og það er eins og þegar blómkróna opnast eitt andartak, en svo leysist allt þetta upp og eftir stendur tröllaukið svart grenitré. Grein- ar þess sveiflast eins og fyrir stormi, þykkur gufumökknr byrgir þá útsýnina og allt í einu breytir allt um svip. Svart eyland rís úr hafinu. Dökkir ávalir tindar með lægð- um á milli. Allt í einu er eins og jörðin opnist. Glóandi eim- yrja skýzt upp í loftið. Síðan fellur hún niður aftur og breið ist yfir umhverfið. Hún brýzt yfir hvað sem fyrir er. Smá lægðir fyllast og áður en var- ir steypist glóandi hraunelfan í hafið. Þykkir, hvítir gufu- bólstrar stíga til himins og áð- ur en varir hverfur landið sjón- um. Og enn breytist sviðið. Beljandi úthafsaldan lemur við klettótta strönd. Hægt og hægt molar hún dýpra og dýpra inn í bergið. Stundum grefur hún stóra hella, sem síðan hrynja saman og alltaf nær hún lengra og lengra inn í landið. Áður en varir rísa há og brött strandberg, þar sem áður voru ávalar hlíðar. Og stormurinn æsist og allt hverfur í brimrótið. Og sjá: Fyrir neðan blasir við fagur- græn eyja. Sólin skín og það er vorilmur í lofti. Björgin eru þakin fugli og birkikjarr þekur sléttlendið. Allt í einu heyrast þungar drunur. Löng rifa myndast í jarðskorpuna og upp um hana vellur glóandi hraun. Það flæðir yfir allt, sem fyrir verður. Brátt hleðst upp lágt fjall, þar sem sprungan myndaðist og síðan hverfur allt í dökkan reyk. Ég hrekk upp af hugrenn- ingum mínum við það, að fé- lagi minn losar af sér beltið og stendur á fætur. Vélin er lent í Vestmannaeyjum. Báturinn skríður út á fullri ferð og fyrir stafni er Surtsey. Við lögðum af stað frá Vest- mannaeyjum rúmlega 1,30 á vélbátnum Haraldi. Skipstjór- inn, Gústaf Sigurjónsson, hefur farið fleiri ferðir til Surtseyj- ar á þessum bát en nokkur annar, enda kannast flestir við nafn bátsins Haralds úr frétt- nm blaða og útvarps. Auk skip stjóra eru á bátnum Ólafur Þórðarson, vélstjóri, og Alex- ander Helgason háseti. Allt eru þetta þrautreyndir menn og færir í flestan sjó. f Vestmannaeyjum slógust í för með okkur Sigurgeir Jónas- son, starfsmaður Flugfélags ís- lands og Atli Ásmundsson úr Vestmannaeyjum. Við nálgumst strönd eyjar- innar óðfluga og nú fara að koma í ljós ýmislega lagaðar hæðir og lægðir á þeirri hlið, sem að okkur snýr. Daginn áður hafði Haraldur sett í land nokkra útlendinga, sem höfðu dvalið þar um nóttina. Þeir höfðu slegið tjöldum um nótt- ina og er þeir sáu til ferða okk ar lögðu þeir leið sína niður í fjöru til að taka á móti okk- ur. Þegar um það bil 50 m. voru eftir í land var útblásinn gúmmíbáturinn, sem beið á þilfarinu, settur í sjóinn. Gústaf skipstjóri hafði ákveð ið að ganga með okkur í land og fór hann fyrstur út í gúmmí bátinn og tók á móti farangri okkar. Síðan komum við á eft- ir og því næst var róið í land. Lognaldan gjálfraði mjúklega við dökkan sandinn, þegar bát- urinn kenndi grunns og við stukkum hver af öðrum í land. Síðan var báturinn dreginn á þurrt land og farangurinn tek- inn úr honum. Þá tóku menn upp myndavélar sínar og Ós- valdur byrjaði að kvikmynda. Útlendingarnir fögnuðu okkur og létu vel yfir dvöl sinni á eynni. Þegar gengið hafði verið frá farangrinum til bráðabirgða, var farið að hugsa til fjall- göngu. Fyrir ofan breiða slétta sandfjöru úr dökkum, fínum lítið eitt gjallkenndum sandi, tekur við eyjan sjálf, sem að norðan rís beint upp úr fjör- unni með 45 gráðu halla og sums staðar brattara, þar sem sjórinn hefur brotið úr henni og er þar sums staðar nærrí þverhnípi. Víða að austan tek- ur við af fjörunni brattur sjáv- arkambur og uppi á honum nokkurt sléttlendi. Þar er all- stórt stöðuvatn, sem ekki sér til botns í, sennilega er það leifar af gíg eða gígaröð sem gosið hefur á fyrstu mánuðum gossins. Þar ofan við tekur við brött fjallshlíð, allt upp á brún. Við efstu brún fjallsins teygir sig mógrá reykjarsúla til him- ins. Við leggjum strax á bratt- ann og göngum í halarófu ská- hallt upp hlíðina. Fjallið er að mestu gert úr fremur laus- um leirblöndnum sandi, sem fæturnir marka alldjúp spor í, þegar gengið er eftir. Á stöku stað sér í allstóra steinhnull- unga, sem Surtur hefur skyrpt út úr sér einhvern tíma, þegar vel hefur legið á honum í vet- ur. Sumir þessir steinar eru gjallkenndir en aðrir eru úr þéttu basalti og sumir sýnast eins og veðraðir eða vatns- núnir líkt og grjót, sem finnst í árfarvegum. Förin upp fjallið er allerfið fyrir þá, sem óvanir eru göngu lagi en allir komast þó slysa- Framhald á bls. 8 Þann 29. apiríl, síðast liðinn, fóru tveir menn héðan úr Reykjavík út í Surtsey og dvðldu þar næturlangt. Þessir menn voru Ósvaldur Knud- sen, kvikmyndatökumaður og Ævar Jóhannesson, myndatökumaður í Geisla s.f. Ævar hefur skrifað þessa grein sérstaklega fyrir Tímann. T (MI N N, fimmtudaglnn 7. maf 1964 / t i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.