Tíminn - 07.05.1964, Side 12

Tíminn - 07.05.1964, Side 12
Skipulegar markaðsrannsóknir og sölustarfsemi atvinnuvega Jón Skaftason mælti í gær fyr lr þingsályktunartillögu, er haim flytur ásamt 5 öörum þingmönnum Framsóknarflokksins um markaðs- rannsóknir og sölustarfsemi í þágu útflutningsatvinunveganna. Kveð- ur tillagan á um að 5 manna milíi þinganefnd athugi í samráði við fulltrúa atvinnuveganna á hvern hátt megi efla markaðsrannsóknir og sölustarfsemi í þágu útflutn- ingsatvinnuvega þjóðarinnar að sem beztum árangri verði náð með minnstum tilkostnaði'. Jón Skaftason sagði, að íslencl- ingar ættu mikið undir því að út- flutningsverzlunin væri rekin á sem hagkvæmasta'n og árangursrik astan hátt. Aúkið framleiðslumagn og fjölbreyttari framleiðslutegund ir okkar annars vegar og síaukin samkeppni voldugra erl. verzlunar- hringa hins vegar í markaðslönd- um okkar krefst þess, að beitt sé Stjórnarliðið vísar tillögu um nýja héraðsskdla frá Siðari hluti umræðu um þings- ályktunartillögu Ingvars Gíslason- ar um nýja héraðsskóla o. fl. hófst í sameinuðu Alþingi í gær. Jón Þorsteinsson mælti fyrir áliti meirihlutans, sem leggur til að Lii- lögunni verði vísað frá og telja athugun og könnun þessara máia óþarfa. Einar Ágústsson hafði orð íynr minnihluta allsherjarnefndar (E. Á., Gísli Guðmundsson og Ragnar Amalds) sem leggur til að tillagan verði samþykkt Fer hér á eftir nefndarálit minnihlutans. Leitað var álits fræðslumála stjóra og fjórðungssambandanna, og bárust umsagnir frá formanni Fjórðungssambands Norðlendinga, Magnúsi E. Guðjónssyni bæjar- stjóra á Akureyri, formanni Fjórð ungssambands Vestfirðinga, Sturlu Jónssyni oddvita og Helga Elías- syni fræðslumálastjóra. Báðir ofangreindir formenn fjórðungssambandanna mæla mcð samþykkt tillögunnar. Segir Magn- ús E. Guðjónsson í áliti sínu, að tillagan só „mjög í anda“ sam- þykkta Fjórðungsþings Norðlend- inga í skóla- og fræðslumálum, en kveðst persónulega álíta, að einnig sé þörf þess að kanna aðstæður unglinga í sveitum og þorpum tii iðnskólanáms. Sturla Jónsson seg- ir í utnsögn sinni, að hann álíti, að hér sé á ferð mikið nauðsynja- mál og allir, sem fylgzt hafa með fræðslumálum, viti, að aðsókn að héraðsskólum sé langt umfrain það, sem skólamir taki. Fræðslu málastjóri virðist hins vegar vera þess sinnis, að þess sé tæplega þörf, að þingkjörin nefnd rann- saki ástand skólamála dreifbýlis ins og þorpanna. Ofangreindar um sagnir birtast'hér með sem'fýlgi- skjöl. Undirritaður minni hl. hefur kynnt sér eftir föngum þau röik, sem liggja að baki flutningi tillög- unnar. Vill minni hl. einkum taka undir það, sem flutningsmenn hafa rækilega bent á, að námsaðstaða sé orðin ójöfn í landinu og halli í því efni verulega á sveitir og smærri þorp. Á þetta fyrst og fremst við um framhaldsmenntun (gagnfræða- eða héraðsskólanám) en einnig um framkvæmd þeirrar barna- og unglingafræðslu, sem gert er ráð fyrir í lögum. Einn mcgintilgan gur f ræðslulögg j af ar- innar frá 1946 var tvímælalaust sá að samræma fræðslukerfið og jafna námsaðstöðu barna og ung- linga. Minni hl. virðist sem þess um tilgangi sé ekki náð eftir urn það bil 18 ára gildistíma fræðslu- laganna. Þörf landsmanna fyrir nýja héraðsskóla er ótvíræð, og viili minni hl. sérstaklega undir- strika nauðsyn þess, að henni verði fullnægt svo fljótt sem verða má. Framhald á bls. 11. kerfisbundnum aðferðum í mark- um, þótt sjálfsagt sé að auka þal aðsrannsóknum og sölustarfsemi í þágu útflutningsatvinnuveganna. Eins og málum er nú háttað vant ar samræmda upplýsingasöfnun um markaði og atvinnulíf þeirr? landa, sem við eigum mest vió- skipti við. Sú starfsemi, sem fram fer ;í vegum utanríkisráðuneytisins i þessum efnum er hvergi nærri full nægjandi enda er ísl. utanríkís- þjónustan ekki byggð upp þannig, að hún geti sinnt þessu verkefni, svo vel sé, og má þar til nefna, að staðsetning sendiráða er ekki heppileg og þó hitt fyrst og fremst, að scrmenntað fólk i markaðsmálum er ekki staríandi á hennar vegum eftir því sem ég bezt veit. Á þessu þarf að verða breyting. Hins vegar hafa stærstu útflutn ingsgreinar fiskiðnaðarins og t. d. S.Í.S. að því er tekur til nokk urra útfluttra landbúnaðarafurða, unnið allgott starf í þessum efn- og samræma betur. Vinnuveitendur, iðnrekendur, ú' gerðarmenn og kaupsýslumenn, þ e. allir þeir aðilar, sem atvinnu rekstur hafa með höndum, hvor< sem er í ríkis-, samvinnu- e5a einkarekstri verða að geta aðlag að rekstur fyrirtækja sinna breyttn viðhorfi í atvinnu og viðskipta háttum þeirra þjóða, sem við verzi um við. Til þess að svo geti orðtf er góð markaðsþekking frumskil yrðið. ' Þetta þýðir að afla þarf m. a upplýsinga um. Neyzluvenjur, verðlag, þýðing armestu atvinnugreinar viðkom- andi landa, sem við eigum a'3 keppa við, tollalöggjöf o. s. frv. Slík alrnenn upplýsingasöfnun ætti ekki að krefjast kostnaðar samrar markaðsrannsóknarstofnun ar, heldur er hægt að inna hana af hendi með söfnun skýrslna urn þessi mál, blaðagreina, markaðs F'ramhald á 11. síðu. Fjármálaráðherra hefur stöðvað ínnheimtu stóreignaskattsins Fjármálairáðherra svaraði í gær fyrirspum frá Lúðvík Jósepssyni um innheimtu stóreignaskattsins. Kom fram í svörum ráðherrans, að naar ekkert hefur vcrið. inn- heimt af skattinum sl. 3 ár, en eins og kunnugt er átti skattur þessi að renna til byggingarlána i hinu almenna veðlánakerfi. Gunnar Thoroddsen greindi frá gangi dómsmála, sem hafin voru út af innheimtu skattsins, en í nóv, 1958 felldi Hæstiréttur niður reglur um mat á hlutabréfum skv lögunum og við fleiri breytingar skattayfirvalda á innheimtunni hefði skatturinn lækkað úr 135 milljónum í tæpar 66 milljónir, en ráðherrann taldi }»:£sa fjárhæð enn geta breytzt en samtals væri búið að greiða tæpar 40 milljónir af skattinum. Innheimtu hefði hins vegar verið hætt og gjald- endur látnir setja tryggingar fyr- ir skattinum. Þá taldi ráðherrann sanngjamt að lengja afborgunar- tíma skattsins frá því, sem ákveðið væri í lögunum frá 1957. Lúðvík Jósepsson átaldi harð- iega að lögin skyldu ekki fram- kvæmd eins og lagabókstafur mælti fyrir um. Hæstiréttur hef- ur ekki kveðið upp þann úrskurð að lögin brytu í bága við stjórnar skrána heldur aðeins matsákvæði á hlutaDréfum og væri því frá- leitt að hverfa frá því að fram- fylgja lögunum. Eysteinn Jónsosn sagði, að þeg Ríkisstjórnin vill ekki svara hvort hún ætlar að fresta framkvæmdum JÓN KJARTANSSON f gær tók Jón Kjartansson sæti Skúla Guðmundssonar á Alþingi, er Skúli verður fjarverandi um sinn. f gær svaraði Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra, fyrirspum frá Eysteini Jónssyn; um frestun framkvæmda ríkisins á árinu 1964 Bar Eysteinn fram svohljóðandi fyrirspum: Hyggst ríkisstjómin nota heimild 6. gr. laga nr. 1 frá 1964? Sé svo, þá hvaða fram- kvæmdum? Bjarni Benediktsson svaraði því til, að ríkisstjórnin hefði enga á- kvörðun tekið ennþá, hvort hún notaði þessa heimild og myndi það fara eftir þróun efnahags- mála það sem eftir væri ársins, hvort það yrði gert. Esteinn Jónsson kvað það, slæmt, að þingmenn gætu ekki' íengið skorið úr þessu þýðingar- mikla atriði áður en þeir færu' heim af þingi. Eysteinn Jónsson kvað það skoðun sína, að ástandið í skólamálum, sjúláahúsmálum, samgöngumálum, hafnarmálum og þvílíkum efnum, sem fé er veitt til á fjárlögum sé slíkt, að ekki eigj að koma til mála að láta tak- markaðar fjárveitingar á fjárlög- um til þeirra standa ónotaðar. Sé skortur á vinnuafli ber að draga úr öðrum framkvæmdum, sem minni þýðingu hafa þjóðhagslega séð, svo vinnuafl fáist í þessar framkvæmdir og handa sjálfri framleiðslunni. ar, lögin um stóreignaskatt hefðu verið sett 1957 hefði verið beitt sömu meginreglum og í löggjöf- inni um stóreignaskatt frá 1950, sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð að. Hins vegar hefðu Sjálfstæðis- menn beitt sér gegn lögunum frá 1957 og stofnuð hefðu verið sam- tök stóreignaskattsgreiðenda og málaferli hafin. Réttlætanlegt hefði verið að bíða með innheimt- una þar til úrskurður væri fallinn um það princip í lögunum, er laut að matsreglum á hlutabréfum ein staklinga. Nokkur ár eru nú lið- in síðan sá úrskurður féll og eng- in ástæða til að draga skattheimt- una lengur. Árlega eru í gangi tug ir mála út af innheimtu og álagn- ingu tekju- og eignaskatts. Engum dytti í hug að bíða með innheimtu á tekjuskatti þar til úrskurður væri kominn í öllum þeim málum Hér væri því fiskur undir steini, þar sem ráðherrann hefði stöðvað innheimtu stóreignaskattsins, því ráðherrann væri mjög duglegur skattheimtumaður og leggðj ekki fingur á milli í þeim efnum t.d. hefði enginn fjármálaráðherra áð- ur vogað sér að ganga svo langt að leggja skatt á fisksoðningu manna. Gunnar Thoi-oddsen sagði að lögin frá 1950 og 1957 væru í meginatriðum ólík. í gær mælti Páll Þorsteinsson fyrir tillögu, cr hann flytur ásamt Halldóri Kristjánssyni um aðstoð við bindindisfélög ungiinga. Greint verður frá ræðu Páls síðar. Fjárveitinganefnd hefur skilað áliti og tillögum við vegaáætlunina og var hún afgreidd u'/.ræðulaust til síðari umræðu í gær. Síðdegisfundir voru í báðum þingdeildum í gær en ekkl eru tök á að skýra frá þeim að þessu sinnL 12 r

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.