Tíminn - 07.05.1964, Page 13
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvasmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánssonj Jón Helgason og Indriði
O. Þorstelnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
etofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Forgangsréttur tóbaks
og sælgætis
Sú skipan, sem nú er á kvöldsölu verzlana í Reykja-
vík, er tvímælalaust verulegt spor aftur á bak frá því,
sem áður var. Áður en borgarstjórn hóf afskipti af þess-
um málum á síðastliðnu sumri, gátu Reykvíkingar feng-
ið ýmsar nauðsynjavörur, sem þá vanhagaði um, eftir
venjulegan lokunartíma verzlanna, og kom sér það vel
fyrir þá mörgu, sem nú hafa langan vinnudag og ekki
hafa annan tíma en kvöldið til innkaupa. Afskipti borg-
arstjórnarinnar hafa hins vegar orðið til þess, að nú
er ekki hægt að fá þessar vörur, en hins vegar er hægt
að fá sælgæti og tóbak eins og áður. Að því er greiður
aðgangur sem fyrr.
Af þessu mætti draga þá ályktun, að borgarstjórn-
in líti á sælgætið og tóbakið, sem hinar mestu nauðsynja-
vörur og því beri að tryggja sölu á þeim, jafnt í tíma og
ótíma. Hins vegar geri minna til, þótt ekki sé hægt
að fá hinar brýnustu neyzluvörur heimilanna.
Rétt er að taka það fram, að þessi var hins vegar ekki
tilgangur borgarstjórnarinnar upphaflega, þótt þetta
hafi þróazt þannig vegna mistaka þeirra, sem einkum
áttu að sjá um framkvæmd þessara mála. Vel má líka
▼era, að sumum þeirra hafi verið ósárt um, þótt svona
færí.
Þetta gildir hins vegar öðru máli um þá mörgu neyt-
eodnr, sem búa orðið við lakari aðstöðu í þessum efn-
nm en áður. Vegna þeirra verður borgarstjórnin að
taka þetta mál tíl nýrrar meðferðar og úrlausnar.
Sá háttur má ekki haldast til langframa, að tóbak og
sælgæti hafi annan og meiri rétt en brýnustu neyzlu-
vörur fólks. Það er lágmarkskrafa, áð sala þessara vaya
verði leyfð með svipuðum hætti og áður, ef ekki tekst
að koma annarri heppilegri skipan á þessi mál. Borg-
arstjórnin má ekki sætta sig við það, að afskipti hennar
af þessum málum, verði raunverulega spor aftur á bak
og útkoman þannig allt önnur en hún mun hafa ætlazt
tn.
Tvöfaldi timinn
Skúli Guðmundsson hreyfði því nýlega á Alþingi, að
upplestri úr forustugreinum dagblaða, ætti að haga þann-
ig, að flokkarnir hefðu jafnan tíma, en Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði nú raunverulega tvöfaldan tíma á við hina
flokkana.
Þetta varð til þess, að tveir ráöherrar Sjálfstæðis-
flokksins spruttu óðara á fætur og mótmæltu þessu harð-
lega. Þeir treystu auðsjáanlega ekki málflutningi blaða
sinna, nema Sjálfstæðisflokkurinn fengi helmingi lengri
tíma en hinir flokkarnir. Þeir töldu að hætta ætti lestri
á forustugreinum, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
tvöfaldan tíma áfram.
Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins.
taldi rétt, að lestri forustugreina yrði haldið áfram, þótt
þessi meinbugur væri á. Lestur þessi væri þjónusta við
hlustendur. Hinn tvöfaldi tími, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði, miðað við hina flokkana, myndi ekki heldur
reynast honum sá ávinningur og ætla mætti, vegna þess
hvernig málflutningi blaða hans væri háttað.
Orðaskipti þessi eru vissulega lærdómsrík. Þau
sýna ekki aðeins takmarkað mat tveggja ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins á málflutningi blaða hans, þar sem þeir
krefjast tvöfalds tíma á við aðra, heldur líka þann yfir-
gang, að ætla sér alltaf meiri hlut en öðrum.
Sérstæð þinghetja fallin frá
Bretar minnast fyrstu konunnar, sem sat á þingi þeirra.
ÞVÍ fleiri karlmönnum, sem
ég kynnist, því meira hugsa ég
um konur.
Ýmis heimsblaðanna hafa
undanfarna daga rifjað upp
framangreind ummæli, sem
voru fræg á sínum tíma. Höf-
undur þeirra var Nancy Astor,
lávarðsfrú og fyrsta konan.
sem tok sæti í brezka þinginu.
Hún !ézt um seinustu helgi, og
vantaði þá aðeins fáa daga til
þess að verða 85 ára.
Náncy Astor átti sæti í
brezka þinginu í 25 ár, eða frá
1919—1945. Hún var fræg fyrir
margt, en ekki sízt fyrir það,
hve orðheppin hún var, en jafn-
framt gat hún átt það til að
vera orðhákur. Þess þurfti líka
með meðan hún var eina kon-
an í brezka þinginu, en þá var
lagt enn meira upp úr því þar
en nú, að menn væru fljótir að
svara, gagnorðir og beinskeytt-
ir. Nancy Astor sýndi fljótt, að
hún gaf karlmönnunum ekkert
eftir á því sviði.
Nancy Astor hélt því fram á
elliár að vera ómyrk i máli og
hvöss í svörum. Um það leyti,
sem veldi McCarthys hins ame-
ríska var hvað mest vestra, var
það haft eftir henni, að það
ættj að gefa honum inn eitur.
Hún var spurð að því, hvort
þetta væri rétt haft eftir henni.
„Ég held, að það þurfi ekki að
gefa honum inn eitur, sagði
hún, ,,því að ég hygg að hann
eigi eftir að hengja sig.“
Meðal þeirra, sem voru lítið
hrifnir af því að fá konu á
þing, var Winston Churchill,
en þau voru góðkunningjar,
hann og Nancy Astor, þótt oft
eltu þau saman grátt silfur.
Þegar frú Astor tók sæti á
þingi, varð Churchill að orði:
Þetta hefur sömu áhrif á mig
í þinginu og að fá konu inn í
baðherbergið, þegar ég væri
allsnakinn og hefði ekki nema
Nancy Astor, er hún tók sæti á
þlngi 1919.
NANCY ASTOR
svamp til að hylja mig með.
Prú Astor svaraði fljótt:
Winnie, þú ert ekki svo falleg-
ur, að þú þurfir að óttast
slíkt.
MEÐAL þeirra, sem hafa
ritað eftirmæli um frú Astor,
er Attlee lávarður, fyrrv. for-
sætisráðherra Breta. Hún
taldi sig til íhaldsflokksins.
en fylgdi sjaldan flokks-
línu. Kvenréttindamálin voru
hjartans mál hennar og mörg
manréttindamál önnur. Því
stóð hún oft við hlið jafnaðar-
manna á þingi. Þótt hún væri
lávarðsfrú, fór hún ekki eftir
mannvirðingum, og sagði háum
sem lágum til syndanna, ef
henn bauð svo við að horfa
Hún sagði margt heimskulegt
í þinginu, segir Attlee, en
líka margt satt og rétt. Hún
átti hjarta og hugrekki i rík-
um mæli. Maður hennar átti
henni sammerkt um þetta, en
hann var á ýmsan hátt jafn-
aðarmaður í hjarta sínu og vel-
yiljaður Verkamannaflokknum.
í raun og veru voru þau fylgj-
endur velferðarríkisins, þrátt
fyrir aðaldóm sinn.
Þau hjón héldu uppi miklu
samkvæmislífi og gestir þeii-ra
voru úr hópi stjórnmálamanna,
rithöfunda og aðalsfólks. í sam-
kvæmum þeirra voru sagðar
margar fleygar setningar, og
þangað þótti eftirsóknarvert
að koma. Á árunum fyrir
styrjöldina, féll nokkur skuggi
á álit þeirra vegna þess, að
þau voru taiin hlynnt Hitler
Þá vai oft talað um Cliveden-
klíkuna (Cliveden var heirriili
þeirra) og hún stundum kölluð
annað utanríkisráðuneyti Bret-
lands Attlee segir, að þessi af
staða þeirra hjóna hafi byggzt
á því. að þau hafi misskilið
Hitler en jafnframt talið sam-
komulag við hann einu leiðina
til að koma í veg íyrir styrjöld.
Milljónir brezkra þegna hafi
þá verið á sama máli.
NANCY WITCHER ASTOR
var fædd í Virginíufylki í
Bandaríkjunum 19. maí 1879,
dóttir auðugs manns. Hún átti
fjórar systur, og voru þær allar
annálaðar fyrir fegurð. Ein
þeirra giftist þekktum teikn-
ara, Gibson, og áttu myndir
hans af þeim drjúgan þátt í að
gera bær frægar sem fegurðar-
dísir. Nancý giftist 18 ára göm-
ul ríkum manni frá Boston,
Robert Shaw að nafni, en hjóna
band þeirra varð skammvinnt.
Sagan segir, að hún hafi yfirgef
ið hann aðra nóttina eftir brúð-
kaupið, og eftir það hafi þau
lítið verið saman. Þau eignuð-
ust einn son. Þau skildu fyrst
að íögum 1903, og lagði hún
þá leið sína til Bretlands. Þar
kynnnst hún Waldorf Aslor, er
var komin af hinni ensku grein
Astorættarinnar, en forfaðir
hennai var Ameríkumaður.
Þau giftust 1906. Waldorf Ast-
or vai þá orðinn þingmaður,
og átti hann sæti á þingi til
1919, er hann. erfði aðalstign.
Hann tók nauðugur sæti í lá-
varðadeildinni og gerði sér jafn
an von um að fá sæti í neðri
málstofunni aftur. Til þess
að tryggja honum þingsæti
síðar ef erfðareglurnar breytt-
ust, bauð kona hans sig fram
í kjördæmi hans 1919 og náði
kosningu. Ætlun hennar var að
víkja. ef maður hennar öðlað-
ist rétt til þingsetu að nýju.
Þctta var upphafið að 25 ára
setu hennar á þingi.
Á árunum 1907—1916 var
frú Astor oft heilsuveil. Hún
kynntist Christian Science-
hreyfingunni á þessum tíma og
gerðist eindreginn fylgjandi
hennar. Fylgismenn þessarar
Framh. á bls. 16.
T í M I N N, fimmtudaginn 7. maí 1964
13
>- V * > • /'
i ,
i' i
I