Tíminn - 07.05.1964, Síða 22

Tíminn - 07.05.1964, Síða 22
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS þangað komu, um, a8 svo kynni að fara, að nauðsynlegt reyndist að flytja konunginn og ríkisstjórnina til Kanada til öryggis. Winston vildi ekki heyra nefnt, að til slíks gæti komið. „Sérhver maður verður að berj- ast allt til dauðans í sínu eigin landi“, sagði hann, „og ef þeir kosna til Lunduna, ætla ég að taka mér riffil í hönd. Ég er ekki slæm skyttft. Og ég ætla að fara í skotvígi nefltt í Downing Street, og ég skal skjóta, þangað til skot- færin þrýtur, og þá geta þeir fjandakornið fengið að skjóta mig.“ Hann ieyndi Clementine aldrei illum fréttum. Honum fannst sem hún þyrfti að vita þær einnig. Eftir Dunquirk-ófarimar sagði hann við hana það sama og hann sagði við meðráðherra sína, að þó að hann væri viss um að þeir gætu komizt að einhvers konar friðar- sMlmálum við Hitler, taldi hann hagræði af því mundi skamm- vinnt, og hvað sem öðru leið, fannst honum það ekki geta sam- ræmzt hans eigin vitund um sam- vizku og heiður. „Við verðum að halda áfram baráttunni, þó að óhjákvæmilegt verði að konur og börn heima þjáist fyrir það.“ Hans eigin braut sagði hann ljósa og beina. Aðeins nánir vinir hans vissu, hve mikið hann tók út með hinum almenna borgara hvarvetna í Evr- ópu, sem trúði svo blint á leið- sögn hans. Þó að Clementine héldi áfram að taka vel á móti háttsettum, er- lendum gestum, var það ekki vegna þess, að þeim gafst tími til að hafa það ’notalegt í gestahóp. Gestirnir voru velkomnir, vegna þess að þeir gátu borið fréttir af því, hvað hugsað var í öðrum iöndum. „Hefurðu hitt fólkið? ‘, spurði hann oft með óþreyju. „Sjálfur er ég ekkert. En fólkið . . . það þjáist, en æðrast aldrei. Þeir þjást fyrir þetta heimskulega stríð, sem aldrei hefði orðið, ef við hefðum ekM verið svona blind. Þetta stríð, sem hefði átt að vinn- ast án nokkurrar baráttu, en nú verðum við að berjast allt til loka.“ Clementine talaði stöðugt um fólkið, sem þau höfðu átt orðastað við í rústunum eftir sprengjuárás- imar eða á meðan á loftárásunum stóð, bæði í London og annars staðar í landinu. „f einu vetfangi missir það all- ar eigur sínar!“, hrópaði hún. „Það hefur löngum þótt fínt að tala um ensk heimili“, sagði Win- ston. „Aldrei hefur það þó verið byggt á svo staðföstum rökum seni nú. Enginn mun framar geta stjómað Bretlandi, sem gleymic fólkinu. Það bjargaði svo sannar- lega Bretlandi fyrir einu ári og ennfremur eftir loftárásirnar miklu. Það á sMlið að sigra. Það I 33 Eiginlega er það bara ágætt sagði hann. Hann stakk hendinni í vasann og yppti öxlum: — Þú sást allt fjaðrafokið í nótt? Og þar virðist ekkert lát á. Það horfir hver með tortryggni á annan og enginn vogar sér að koma nálægt borðstokknum. Það liggur við að farþegar grípi í fast ef einhver ókunnugur nálgast þá. Jaatinen hló við, en hlátur hans var allt annað en glaðlegur Ilann var dapur á svip. Jaatinen vissi, að þetta var því miður satt. Hann hafði einnig veitt því athygli, að farþcgarnir hrukku við minnsta torkennilegt hljóð. — Það þarf svo sannarlega að hreinsa til, sagði Jaatinen hægt. —Þótt ef til vill hafi verið um óhapp að ræða í fyrra sinnið, þá getur maður ekki verið í vafa um af hvaða toga atburðirnir í nótt voru. Lindkvist spurði hvatlega: — Hefurðu heyrt eitthvað nánar um málið? Ég á við — veiztu eitthvað með vissu? — Það get ég ekki sagt. — Jaatinen hristi hærukollinn. — En skipstjórinn veit eitthvað meira. Það getur maður séð á honum. — Það er sennilegt. — Lind- kvist bætti þurrlega við: — Að minnsta kosti mætti halda það, af þeim spurningum að dæma, sem hann lagði fyrir okkur í nótt. — Það er satt. Þeir stóðu báðir þögulir um stund og hugsuðu um hið sama. Cassiopeja og bátarnir höfðu sveimað um í leit að konunni í fulla fjóra tíma, allt þar til tók að birta af degi. Þrátt fyrir að fljótlega yrði vonlaust að takast mundi að finna hana, hafði skip- stjórinn þó látið halda áfram leitinni. Kannske vildi hann sefa eigin samvizku, sanna fyrir sjálf- um sér, að hann hefði gert skyldu á skilið glæsilegan sigur. Og sá sigur mun vinnast." Laugardag nokkurn, fór Quen- tin Reynolds, hinn frægi, ameríski stríðsfréttaritari til Chequers til að vinna með Harry Hopkins að ræðu, sem Hopkins ætlaði að flytja daginn eftir í einkaútvarps- hljóðnema Winstons. Winston var sjálfur að undirbúa tveggja klukustunda ræðu, sem hann ætlaði að flytja í brezka þinginu. John Winant var kvaddur til skyndifundar. Averell Harri- _man kom einnig ásamt dóttur sinni Kathleen, og þar var einnig hópur annarra helgargesta, sem átti að hafa ofan af fyrir Winston — en helzta afþreying hans var einmitt starfið. Ungfrú Dorothy Thompson, hinn meiki bandaríski stjórnmála- ráðgjafi, segir frá því, að þennan dag hafi þau öll rætt af mikilli svartsýni um vígstöðuna í Rúss- landi. Winston sagði: „Hvílíkt á- stand! Hefur nokkum tíma áður verið slikt ófrqmdarástand? Við crum eina von þriggja íjórðu hluta alls hins byggða heims. Fólksins í afskekktum þorpum Kína, á steppum Rúss- lands, undirokaðra í Póllandi, þeirra, er róa um síki Hollands og firði Noregs. . . . Hinna vopnlausu og hjálparlausu, sem beina þög- ulli bæn til enska heimsins: . . . „Bjargið okkar!“ Og hvað leggjum við í sölurnar? Við þjáumst . .’. við fórnum hinu . ’ ý '1 ? 75 óvissa og hverfula lífsskeiði okk- ar . . . það munu ekki öll okkar verða gömul Hvers vegna ætti fólk að erfiða og strita, án þess að fá nokkru sinni magafylli eða þak yfir höf- uðið? Gefðu. Deildu. Framleiddu. Notaðu . . . ! Verður kínverski bóndinn að lifa um okomna tíð á hrís og fisk- roði? Hvers vegna ætti hann að gera það? Gerðu Hollendingar nokkrum nokkurn tíma mein? Fóru þeir illa með þjóðina? Sóuðu þeir auði sínum?' Kúguðu þeir aðrar þjóðir? Stjórnuðu þeir ný- lendum sínum illa? Það verður margt að vinna, þeg- ar þe^su er öllu lokið. Dásamleg j veröld — eða rústir og fangelsi." Ungfrú Thompson spurði hann: j „Hvernig eigum við að sigra í ! styrjöldinni?“ „Fyrst verðum við að sjá til þess að við bíðum ekki ósigur í henni“, svaraði hann. Harry Hopkins vildi fá Quentin Reynolds til að aðstoða sig við að skrifa ræðuna fyrir útvarpið og færa hana í þann búning máls, sem enska þjóðin mundi eiga j hægt með að skilja. Það var þess i vegna, sem Clementine bauð hon- um til Chequers. I Síðar sagði hann: „Harry var örþreyttur og hafði magaverk, að minnsta kosti sagði hann Clemen- tine það. Eg er viss um, að það var gamli sjúkdómurinn, sem plag aði hann, en hann gerði alltaf lítið úr því og sagði: „Ég fékk smá- vegis kveflumbru á leiðinni“. Frú Churehill hafði miklar á- hyggjur af heilsufari Harrys. Hún þekkti nann nóg vel til þess, að hún þurfti ekki annað en. horfa á hann til að vita, hvort hann væri illa haldinn af sjúkleikanum. Um ellefuleytið á kvöldin byrjaði hún að reyna að fá hann til að fara í rúmið og sagði þá: „Þú átt langan dag framundan á morgun og þú getur spjallað við Winston i fyrra- málið.. Ég er búin að búa um i úmið þitt og setti heita vatns- Iflösku í það. „Ég er viss um, að 1 Harry hefur aldrei notið betri um- ; önnunar hjá neinum öðrum á ævi :sinni, nema ef vera skyldi hjá frú j Roosevelt." 1 í aprílmánuði 1942, kom Harry Hopkins aftur til Chequers á ' sunnudegi síðdegis. En í þetta sinn fannst honum eitthvað skorta á þá gleði og unað, er þarna ríkti venjluega. Clemen- tine var veik af ofþreytu og Win- ston var óvenju niðurdreginn eftir miklar ófarir og ósigra, er brezku herirnir höfðu beðið undanfarið. Hopkins gleymdi alJrej þeirri vináttu og hugulsemi, er honum hafði verið sýnd á Chequers og á Downing v Street. Mörgum árum síðar skrifaði hann sitt síðasta bréf til þessara tveggja vina sinna. Það var dagsett 22. janúar 1946, en þá voru Churchillhjónin í leyfi á Mimamiströnd í Flórída. Hann skrifaði: „Hið eina, sem kom í veg fyrir, að ég gat hitt ykkur á skipinu um daginn var var að ég var lagður inn á sjúkra- hús . . . Hið eina, sem ég gat sagt ykkur um sjálfan. mig, er, að ég nýt j beztu aðhlynningar, á meðan lækn j arnir reyna að vinna bug á ill- jvígum liírarsjúkdómi. Því miður I get ég ekki haldið því fram, að j hann stafi af ofneyzlu áfengis. En mér finnst statt að segja meira en , lítið leiðinlegt að þurfa að þola sömu aíleiðingar og venjulega jleiða af löngum og samvizkusam- legum drykkjuskap, án þess að hafa noxkurn tíma notið ánægj-. u MAURI SARIOLA sína allt til hins ýtrasta — og meira en það. Farþegamir höfðu tekið eftir, að hann áttí oft tal við brytann, á meðan hann stjórnaði leitinni, og síðan hafði hann horft í kringum sig tor- trygginn á svip og þungur á brúnina. Og síðan höfðu strangar yfirheyrslur hafizt í klefa hans. Hann hafði raunar spurt hina og þessa, af farþegunum út úr, en eiginlegar yfirheyrslur hafði hann aðeins haldið yfir þeim, sem voru nánastir kunningjar horfnu konunnar. Og hin horfna var frú Berg. Það hafði verið fljótlega stað- fest, enda hafði skipið verið rann- sakað hátt og lágt á sama hátt og þegar frú Latvala hvarf. Skipstjórinn var hálfhikandi, þegar hann hóf yfirheyrsluna, en spurningar hans voru ákveðnar, og hann reyndi ekki að draga úr sviða þeirra eða fara í kringum hlutina. Allir þurftu að gefa ná- nákvæma skýrslu um, hvar þeir hefðu verið kl. 0012 um nótt- ina. Skipstjórinn lét þó ekkert uppi um það, sem hann vissi, en engum gat blandazt hugur um, hvernig í pottinn var búið og að hverju hann stefndi með spurn- ingum sínum. Ekkert hafði þó komið i ljós, sem unnt var að byggja á og sMpstjórinn hafði látið þau fara um sexleýtið um morguninn. En hann hætti ekki við svo búið, heldur hafði samband við Ilel- sinki. Og í Stokkhólmi var nú áreiðanlega komin hreyfing á hlutina. Þegar Cassiopeja nálgaðist bryggjuna rauf Lindkvist þögn- ina og sagði: — Fjandakornið, að mér finn- ist ég hafa hreina samvizku. Jaatinen sneri sér snöggt að honum og leit rannsakandj á fé- laga sinn. — Hvað áttu við? — Við hefðum að minnsta kosti gerað varað frú Berg við. — Tja . . . Jaatinen andvarp- aði og yppti öxlum vonleysislega. — Ég hef svo sem líka verið að velta þessu fyrir mér og ásakað sjálfan mig. En hvern gat grun- að, að þetta gæti komið fyrir . . . Jaatinen hikaði andartak og bætti síðan við í hálfum hljóðum: — Og hvern hefði grunað, að hugar- fóstur okkar og ímyndanir í sam- bandi við fyrra hvarfið hefðu, þegar allt er á botninn hvolft, getað verið á rökum reistar. Lindkvist bölvaði. Hann hristi höfuðið, eins og hann vildi með því reyna að bægja frá sér þessum dapurlegu hugsunum. — Það er auðvelt að vera gáfaður eftir á, sagði hann beizklega. Skeð er skeð og það er of seint að æðr- ast yfir orðnum hlut. En þrátt fyrir það er ergilegt að hugsa til þess, að unnt var að koma í veg fyrir þetta ódæði. Ég á við, að við hefðum svo sem ekki tapað miklu á því, þó að við hefðum hætt á að verða okkur til athlæg- is. En hins vegar hélt ég, að frú Berg væri ekki sú kona, að hún gæti ekki gætt að sér sjálf . . . — Að sér og öðrum, mundi ég segja, tautaði Jaatinen og reyndi að herða upp hugann. — Það bar að minnsta kosti ekki á öðru. Þar að auki. .. Jaatinen nuddaði á sér nefið og deplaði augunum vandræðalega. — Þar að auki var þetta bráð- skörp kona. . . Þó að skapið væri . . . tja . . . ekki alltaf sem Ijúfast. Þess vegna finnst mér, að hún hefði einnig átt að geta dreg- ið sínar ályktanir af því, sem gerzt hafði . . . Og svo vissi hún líka meira en við. Það var nú einmitt hún, sem talaði við frú Latvala, áður en óhappið átti sér stað. Svo að þegar öllu er á botn- inn hvolft hefði hún átt að hafa gát á sér, án þess að þurft hefði að vara hana við. — En það hafði hún hins vegar ekM. — Það lítur ekki út fyrir það. Þeir þögnuðu enn. Cassiopeja var komin fast að brygjunni og einn hásetanna fleygði línu í land. Hafnarverkamaður festi hana við polla á bryggjunni og hið sama var gert í skut. Ef allt hefði verið með felldu, hefði landgöngubrú- in verið sett út ,en í þetta sinn sáust þess engin merki. f stað þess heyrðist þruma í há- talara skipsins: „Farþegar! Takið eftir! Vegna hinna sorglegu atburða, er gerzt hafa, er nauðsynlegt að hefja rannsókn'. Lögreglan mun koma um borð í skipið á hverri stundu. Sennilegt er að flestir farþegar fái að fara frá borði síðar, vænt- anlega eftir hálftíma. Vinsamleg- ast sýnió þolinmæði. Auk þess viljum við vekj a athygli farþega á, að skipið fer frá höfn kl. 21 í kvöld áleiðis til Finnlands, þrátt fyrir að dvölin í Stokkhólmi verði skemmri en áætlað var.“ Gremjulegt muldur heyrðist frá farþegunum, sem höfðu safnast saman niður á neðra þilfar. En það dó jafnskyndilega út, þegar þrír menn birtust á bryggjunni fyrir neðan. Einn þeirra var ein- kennisklæddur, sænskur lögreglu- þjónn, en hinir tveir voru í venju- legum klæðnaði. Var annar þeirra roskinn, feitlaginn og gráhærður. Hinn var hins vegar ungur maður, hávaxinn og klæddur velsniðnum ljósgráum tvídfötum. — Þarna koma þeir, hvíslaði Lindkvist að Jaatinen. Landgöngubrúnni var skotið út, en strax og lögreglumennirnir voru komnir um borð, var strcngt reipi fyrir landganginn og tveir hásetar tóku sér stöðu sitt hvoru megin við hann. Liljeström skipstjóri vildi ekki eiga neitt á hættu, fyrr en hann hefði ráðfært sig við lögregluna. Sá, sem hafði séð um tilkynn- inguna í hátalaranum hafði verið alltof bjartsýnn, þar sem þeir fyrst að einum og hálfum tíma liðnum fengu að komast í land. Lögreglumennirnir virtust ekki ætla að láta neitt fram hjá sér TÍMI NN, fimmtudaginn 7. maí 1964 — 22

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.