Tíminn - 16.05.1964, Qupperneq 3
I
Þáttur kirkjunnar
„Vér skulum þínir vottar vera"
Flestir, sem hafa komið til
Rómar „borgarinar eilífu“ við
Tíberfljót, hafa séð Colosseum,
hið mikla, forna hringleikahús
með sæti fyrir áttatíu þúsund
áhorfendur. Þetta er eitt af
snilldarverkum byggingarlistar
frá upphafi mannkynssögunnar
og fram á þennan dag.
Keisarinn, sem lét byggja
leikhúsið var að sjálfsögðu
mjög stoltur af því og undir-
bjó vígsluna með pomp og
pragt. Vígsludagurinn rann upp
og hvert sæti var skipað helzta
fólki borgarinnar. Æpt var í
lúðra, að allt skyldi hljótt.
Keisarinn gekk þá fram og
flutti vígsulræðu sína og hrós-
aði sérstaklega hinum gríska
húsmeistara, sem hafði stjórnað
húsbygginguni, kallaði hann
fram og setti hann við hlið sér
í heiðurssæti, gulli og gimstein-
um skreytt.
„Og til heiðurs meistaran-
nm“, sagði keisarinn í lok ræð-
unnar, „viljum vér hefja starf
hússins með ógleymanlegri
lelksýningu. Komið með „hina
kristnu“, að vér megum sjá
viHt Ijón rífa þá í sig og tæta
þá sundur.“
Og meðan lófaklapp og gleði
óp dundu í fyrsta sinn yfir
þetta stórkostlega leikhús, opn-
uðust hlið fangelsanna, og inn
á sviðið gengu játendur Krists
syngjandi sálma, klæddir fann-
hvítum klæðum, vígðir dauð-
anum, karlar, konur og böm.
En á móti þeim lædust gráðug
og hungruð ljón og tígrisdýr,
blóðþyrst og grimm, urrandi af
heift og hatri.
Þá heyrist skyndilega rödd,
sem yfir gnæfir ysinn og hark-
ið. Gríski byggingameistarinn
hafði staðið upp úr sæti sínu
við hlið keisarans. Og margir
heyra orð hans er hann hrópar:
„Ég er einnig kristinn!“
Eitt andartak fer þögn og
kyrrð yfir allt húsið. Allt verð-
ur dauðahljótt, eins og fjöldinn
haldi niðri í sér andanum. Þá
gefur keisarinn bendingu með
veldissprota sínum. Hermenn
grípa hinn hugrakka játanda
Krists og hrekja hann niður á
leiksviðið, og þar verður hann
bráðlega að staðfesta játningu
sína með blóði og dauða.
Hve mörgum skyldi detta
slíkt í hug, þegar hvítklæddir
játendur Krists ganga nú og
hafa gengið í vor í fylkingum
fram fyrir altari Guðs í kirkj-
um þessarar fögru og auðugu
þorgar?
Við ættum kanske að segja:
„Guði sér lof, engum hvarflar
í hug svo hryllilegur atburð-
ur, mitt í fegurð og vonadýrð
vorsins í helgidóminum.“
Og vissulega er það gleðiefni,
hve slíkur hryllingur grimmd-
ar og mannlegrar vonzku, virð-
ist langt á braut inni í myrkri
liðinna alda. „Nú eru kristnir
menn hvergi ofsóttir á þennan
hátt“, segjum við.
En þar með er málið ekki af-
greitt, svo einfalt sem það kann
að virðast.
Hve djúpt nær sú játning,
endurómar um hvelfingar
helgidómanna og lætur ljúft í
sem nú er flutt við ölturun og
eyrum ástvinanna, sem rísa úr
sætum í virðingarskyni?
Einu sinni kostaði þessi játn-
ing eignir og sæmd, heilsu og
líf. Einu sinni var hún tekin
fram yfir allt annað. Hún gat
kostað fjötra og fangelsi, verið
greidd með frelsi og fengið í
staðinn þjáningar og kvalir,
hryllilegri en orð fá lýst.
Nú þykir ekki svo mikið að
vera vottur Krists, játa trú
sína á hann. Hverju þykjast
menn yfirleitt þurfa að fórna
þess vegna?
Það sem þá gat virzt dýrmæt
ara en líf og heili, hugsjón
hugsjónanna, drottinn drottn-
anna, þykir nú naumast þess
virði, að eyða einni klukku-
stund helgidags eða fórna einni
Irvdkmyndasýningu fyrir, ekki
einu sinni einu sinni á ár, hvað
þá meira. Og þetta tómlæti,
þessi undanfærsla játendanna.
vottanna frá fermingarhátíðinni
fögru, þykir svo sem elkkert til
að skammast sín fyrir. Margir
geta sagt löngu seinna á æv-
inin með axlaypptingu og næst
um glotti á vörum:
„Eg hef aldrei komið í kirkju
síðan ég var fenmdur.“
Og þótt kirkjugöngur séu
enginn algildur mælikvarði á
aðstöðu játandans og vottsins,
þá fer fleira í kjölfarið. Og
einmitt þess vegna er hinn svo
kallaði Kristni heimur svo langt
frá því að fylgja meistara sín-
um og hirði, að hvað eftir ann
að hafa játendur frá einhverj
um heilögum fermingardegi
meira að segja úr innstu röð-
um kristinna þjóða setið í
sæti rómverska keisarans og
notað veldissprota sinn á sama
hátt og hann.
Og einmitt þannig hafa þús-
undir þúsunda, milljón eftir
milljón, verið dætmdar iil
dauða, ekki bara á liðnum öld
um heldur nú á tímum okkar
sem erum aðeins miðaldra
Þess vegna hrópar bróðurblóð
í himininn hvarvetna um hinn
kristna heim. Og hvenær sem
er getur hið samá dunið yfir
aftur meðan játning vottanna
getur verið köld trúarjátning
varanna án þess að hræra
hjörtun til að slá í takt við
kærleikseðli Krists. Hvers er
von af þeim trúarkenningum.
setn telja Guð hinn almáttuga
föður geta leyft tortímingu
barna sinna í eilífum kvöl-
um? Þá eru gasklefar og fanga
búðir ekki annað en smáeftir-
líking, og ekki mikið, þótt
„bömin“ líkist föðurnum í
hugsunarhætti gagnvart hin-
um útslkúfuðu!
Hugsið ykkur svo Krist guð
spjallanna dæma einhvem til
dauða, pyndingar eða kvalar.
Sú hugsun er framandi fjar-
stæða. En hans vottar eigum
við að vera, hans eftirfylgj-
endur, þótt bað svo kosti
frelsi og fjör, eignir og heið
ur. Það eitt er kristinn dómur
Árelíus Níelsson.
Sinfoníu
tónleikar
Næst síðustu íónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar á þessu
vori, fóru fram í Samkomuhúsi
Háskólans, þ. 7. maí s.l., undir
stjórn Igor Buketoff. Einleikari
var pólska listakonan Wanda
Wilkomirska, sem lék fiðlu-
konsertinn í D-dúr eftir
Brahms.
Leikur og túlkun hennar á
þessu verki var afbragðsgóður.
Fór þar saman tær og mikill
tón, jafn hreinn hvar á tónsvið-
inu, sem var.
Skaphiti listakonunnar gaf
verkinu lífrænan og þróttmik-
inn blæ og var frammistaða
hennar öll með yfirburðum.
Aftur á móti var leikur hljóm-
sveitarinnar nokkuð misjafn t
d. í síðari hluta fyrsta þáttar
var hann svo sterkur, að við
lá, að einleikarinn næði þar
ekki rétti sínum, þá var og hinn
fagri blásara-inngangur annars
þáttar, óvenju laus í reipunum
Forleikur Berlioz að óperunni
„Beatrice et Benedict“ er létt
og elegant" hljómsveitarverk.
sem var prýðilega flutt.
Ósvarað spurningu eftir
bandaríska tónskáldið Charles
Ives (1874—1954) er allsér-
stætt verk í óháðu formi, þar
sem spyrjandinn óbóið varpar
fram síendurtekinni spurningu,
og fjögur blásturshljóðfæri,
svara en strokhljóðfæri flytja
marg ítrekað stef. Þessum þrem
heildum er raðað saman, af
talsverðu hugviti, og var flutn-
ingur hljómsveitarinnar skýr
og skemmtilega mótaður.
Sinfónía eftir Robert Ward
(f. 1917) gæti frekar verið alda
mótaverk, en aftur á móti
spurning Ives nútímaverk. þótt
það se hins vegar samið 1908.
Sinfónían er allgóð tónsmíð,
sem var mjög áheyrileg í túlk
un hljómsveitarinnar.
Stjórnandinn, Igor Buketoff
fékk mikið út úr hinum ólíku
verkeínum þessara tónleika, og
var fróðlegt, að kynnast og
gera samanburð á tveim síð
ustu verkum efnisskrárinnar.
Vortónleikar, Hljómsveitai
Tónlistarskólans fóru fram i
Háskólabíói þ. 9. maí s.l. undir
stjórn Björns Ólafssonar, kon
sertmeistara og kennara.
Nokkrir eldri nemenda skól-
ans komu fram að þessu sinni
og sýndi það sig núna, að allt
er þetta unga fólk í stöðugri
framför og bætir jafnt og þétt
við sig í tækni og þroska.
Einleik á flautu lék Jón
Heimir Sigurbjörnsson, og
flutti hann tvo þætti úr svítu
eftir Telemann, mjög liðlega,
og var tónöryggi hans mikið
eftir tiltölulega stutt nám.
Þá flutti Jakob Hallgrímsson
fiðlukonsertinn í E-dúr eftir
Bach af góðum skilningi, og
var heildarsvipur verksins á-
gætur.
Guðný Guðmundsdóttir lék
fyrsta þáttinn úr fiðlukonsert í
E-dur eftir Mendelsohn. Hefir
hún aukið við sig sjálfstæði og
þroska, frá síðustu tónleikum,
og var tónn hennar hlýr og
flutningur áferðarfallegur.
Bjöm Ólafsson hefir nú þjálf
að þessa hljómsveit í 20 ár og
er hún að öllu leyti hans verk.
Sveitin lék svo að lokum með
aðstoð nokkurra meðlima úr
Sinfóníuhljómsveit íslands, St.
Páls svítuna eftir Halst, og var
ánægjulegt að heyra, hvað þetta
hefir vaxið í höndum Björns
frá upphafi, og hversu vel og
eðlilega öllu hefir skilað í rétta
átt undir hans handleiðslu.
Undirrituð óskar Birni til
hamingju með þennan 20 ára
áfanga hans. og þau góðu áhrif
sem vinna hans á eftir að á
orka í músíklífi okkar lands.
Unnur Arnórsdóttir.
Við seljum
Volkswagen 60.
Skoda Octavia 62.
Concul Classic 63.
Ford 58, góður.
Chevrolet 57, 2ja dyra.
Chevrolet 56.
Pontiac 52.
Austin Gipsy 62.
Land Rover, diesel 62.
Land Rover, benzín 58.
Höfum kaupendur á biðlista að
nýjum og nýlegum bílum.
LÁTIÐ ÖILINN STANDA
HJÁ OKKUR OG HANN
SELST
SKÚPAGATA 55 - SfMl I58K
POSNiGAR-
SANDUR
Heimkeyrður pússningar-
sandur og vikursandur
sigtaðureð a ósigtaður við
liúsdyrrtai eða kominn upp
á hvaða hæð sem er eftir
óskum kaupenda.
Sandsalan við EHiðavog s.f.
Sími 41920.
A VÍÐAVANG!
Vextirnir
Undanfarin fjögur ár hefur
Framsóknarflokkurinn lagt á
það ríka áherzlu í málgögnum
sínum og á Alþingi, að hár
fjármagnskostnaður í landönu
væri háskalegur verðbólguvald-
ur. í samræmi við þetta hefur
flokkurinn lagt það til öll þessi
ár að vextir yrðu lækkaðir til
þess að draga úr þeim þrýst-
ingi, sem háar vaxtagreiðslur
skapa á verðlagið. En tryggja
í þess stað hag sparifjáreig-
enda með verðtryggingum. f
Svíþjóð og Danmörlcu þar sem
dýrííðin hefur þó verið miklu
viðráðanlegri en hér, hafa að
undanförnu átt sér stað um-
ræður um sams konar vanda-
mál og þar, hallast æ fleiri að
þvi að lágir vextir og verð-
trygging sé réttari leið til að
skapa grundvöll fyrir traustu
efnahagslífi en háir vextir og
verðbólga.
Loksins
Mbl. hefur ekki tekiö þátt í
umræðum um þetta, heldur
hamrað á því Iinnulaust, að
Framsóknarflokkurinn hefði
enga stefnu.
í gær — loksins — fæst
Mbl. til viðræðna um þesssi
mál. I forustugrein er sagt frá
því, að Helgi Bergs hafi í út-
varpsumræðunum sett fram
þær skoðanir, að taka bæri
upp stefnu lágra vaxta og verð
tryggingu peningasamninga,
hvort sem það væru launa-
samningar, sparifjárávöxtun e.
þ. 1., eins og þetta væri sagt
í fyrsta sinn og er gott til þess
að vita, að Mbl. hefur hú loks
áttað sig á því, að Framsókn-
arflokkurinn hefur upp á aðra
stefnu að bjóða en dýrtíðar-
stefnu stjórnarflokkanna.
Höfði barið við stein
En því miður verða undir-
tektir Mbl. vonbrigði. Niður-
staða blaðsins er sú, að verð-
trygging hafi nákvæmlega
sömu áhrif og háir vextir. Al-
veg sé sama hvort sparifjár-
eigandi eða lánveitandi fær til
baka háa vexti og rýrðan höf-
uðstól eða lægri vexti og óskert
an höfuðstól. Þetta komi út á
eitt, segir Mbl. Látum það
Iiggja milli hluta að ræða það
fjármálasiðgæði, sem birtist í
þessari niðurstöðu. En Morgun
blaðið virðist leggja það alveg
að líku, hvort ákveðnir eru há-
ir vextir og stjórnlaus dýrtíð-
in látin ráða hvemig fer með
höfuðstólinn eða hvort höfuð-
stóllinn er tryggður og vextir
ákveðnir hóflegir. Sýnir þptta
vel, að hugsunarháttur Mbl.-
manna er svo samgróinn dýr-
tíðarstefnunni, að þeir gera
ráð fyrir að verðbólgan haldi
áfram þrátt fyrir verðtrygg-
ingu. En með verðtryggingu er
einmitt kippt fótum undan
þeirri verðbólguspekúlasjón,
sem er aðaldriffjöður dýrtíðar-
innar.
Tornæmi
Það er framför hjá Mbl. að
hafa nú Ioksins uppgötvað að
það er til önnur stefna i efna-
hagsmálum en dýrtíðarstefna
viðreisnarinnar, en mikið vant
ar enn á, að það skilji nokkuð
í henni.
í uppáhaldi hjá
bröskurum
Alþýðublaðið hrífst mjög af
ræðu Eggerts G. Þorsteinsson-
Framhald b 15. slðu.
3