Tíminn - 16.05.1964, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Augl'ýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasöiu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
340 milljónir
Þegar núv. ríkisstjórn kom til valda í árslok 1959, lýsti
hún því sem einu helzta takmarki sínu að draga úr skuld-
um við útlönd. I árslok 1958, þegar vinstri stjórnin lét af
völdum, námu skuldirnar við útlönd 2.227 millj. kr., en
frá þeirri upphæð dróst innstæða bankanna erlendis,
sem var 228 millj. kr. Skuldir umfram inneignir námu
því 1.999 millj. kr. Þetta töldu sérfræðingar stjórnar-
innar alltof miklar skuldir og þess- vegna lýsti ríkis-
stjórnin því sem einu aðalverkefni sínu að draga úr þeim.
Það liggur nú fyrir, hvernig ríkisstjórninni hefur tek-
izt að ‘framfylgja þessu loforði sínu. í árslok 1962 námu
skuldirnar við útlönd orðið 3.181 millj. kr., en frá þeirri
upphæð bar að draga innstæður bankanna erlendis, sem
voru 1.150 millj. kr. síðan 1958. Skuldir umfram eignir
voru því miður orðnar 2031 millj. kr. í árslok 1962, og
því hækkað um rúmar 30 millj. kr. Samkvæmt skýrslu
þeirri, sem Jóhannes Nordal flutti á fundi Seðlabankans
í fyrradag, hækkuðu svo fastaskuldir við útlönd á síðastl.
ári um 392 millj. kr., en lausaskuldir um 78 millj., svo
að samtals nam skuldaaukningin við útlönd 470 millj. kr.
á síðastl. ári. Frá þessu ber að draga auknar innstæður
bankanna erlendis, en þær ukust á árinu um 160 millj.
kr. Skuldirnar umfram inneignir ukust því um 310 millj.
kr. á síðastl. ári, Samkvæmt því voru skuldir umfram
inneignir 340 millj. hærri nú í árslok en í árslok 1958.
Efndirnar á því loforði ríkisstjórnarinnar að draga úr
skuldasöfnuninni við útlönd, eru því þær, að skuldir, að
frádregnum innstæðum bankanna, hafa aukizt um 340
millj. kr. á þessu tímabili.
Ekki verður óhagstæðri gjaldeyrisþróun um kennt.
Vegna góðra aflabragða og hagstæðs verðlags á útflutn-
ingsvörum, urðu útflutningstekjurnar 1200 millj. kr.
verðmeiri 1963 en 1958. Ekki verður heldur skuldasöfn-
unin réttlætt með því að ráðizt hafi verið í stórfram-
kvæmdir, en skuldasöfnun fyrir 1958 stafaði aðallega af
byggingu áburðarverksmiðjunnar, sementsverksmiðjunn-
ar og Sogsvirkjanna. Engar slíkar stórframkvæmdir hafa
átt sér stað eftir 1958.
Skuldasöfnun, sem orðið hefur síðan 1958, hefur átt
sér stað, þrátt fyrir hagstæðustu gjaldeyrisþróun, og
engar meiri háttar stórframkvæmdir. Þær eru afleiðing
rangrar stjórnarstefnu, er elur hvers konar fjárplógs-
mennsku og eykur þannig gjaldeyriseyðluna úr hófi fram.
Það sýnir vissulega hámark blekkingar, þegar ríkis-
stjórnin er að hæla sér af auknum innstæðum bankanna.
Öll þessi innstæðuaukning byggist á skuldasöfnun, sem
hefur meira að segja orðið 340 millj. kr. meiri en inn-
stæðuaukningunni nemur. Öllu verr er ekki hægt að fara
að ráði sínu í einstæðu góðæri.
Fagnaðardagur Noregs
Á morgun er hálf önnur öld liðin síðan stjórnarskrá
Noregs var samþykkt á þingi á Eiðsvelli. Það gerðist 17.
maí 1814, og er sá dagur síðan þjóðhátíðardagur Norð-
manna. Þessa stjórnlagaafmælis minnast Norðmenn nú
með miklum hátíðahöldum. Islendingar munu flestum
fremur fagna með Norðmönnum á þessum degi. íslenzkir
landnámsmenn fluttu með sér lög og rétt frá Noregi og
bættu og varðveittu í landi sínu. Sú varðveizla kom Norð-
mönnum að haldi við setningu nýrrar stjórnarskrár, og
íslendingar sóttu aftur margt í stjórnarskrá Noregs við
sjálfstæðistöku sína á þessari öld. Þannig hefur samvinna
þessara frændþjóða verið að lýðræðismálum, og hún
mun vonandi enn haldast báðum þjóðunum til góðs.
Norska blaðið „Aftenposten" birti nýlega myndir, sem sýnlshorn þeirra breytinga, sem eru að verða
á kirkjubyggingum í Noregi. Rétt hefur þótt að birta þessar myndir hér til aS sýna þá þróun, sem
er að verða í þessum efnum hjá frændþjóðinni. Efsta myndin er af nýbyggðri kirkju í Kristiansund.
Miðmyndin er af teikningu af kirkju, sem á að byggja í Bergen. Þessi teikning sigraði i samkeppni,
sem margir húsameistarar tóku þátt f. Neðsta myndin er af líkani af kirkju, sem á að byggja í Troms-
dalen, ekki langt frá Tromsö. Hún hefur hlotið auknefnið íshafskirkjan og hefur feikning af hennl blrrt
f amerfskum og frönskum blöðum.
T í M I N N, laugardagur 16. maí 1964.
7