Tíminn - 27.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1964, Blaðsíða 6
Nauðsyn að auka afurða- og rekstrarlán landbúnaðaríns Hér fer á eftir nefndarálit minnj hluta allsherjarnefndar Samein- aðs þings um tillögu Framsóknar- rnanna um að ríkisbankarnir sjái landbúnaðinum fyrir nauðynlegum afurða og rekstrarlánum: Efni þessarar tillögu er ag skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að landbúnaðurinn fái í ríkis- bönkunum það lánsfé, sem honum er nauðsynlegt til þess að geta rekið starfsemi sína á borð við aðra atvinnuvegi. En sérstaklega er í tillögunni fram á það farið, að bankarnir kaupi afurðavíxla af sölufyrirtækjum bænda í stærri stíl en gert hefur verið undan- farið og að meg þessum afurða- víxlakaupum verði að því stefnt, að bændur geti, um leið og þeir afhenda búsafurðir sínar, fengið greitt það verð, sem þeim er ætl- að í verðlagsgrundvellinum á hverjum tíma. Talið er, að bændur hér á landi séu tæplega sex þúsund talsins eða ekki fjarri þeirri tölu. Þeir voru á árinu 1962, samkvæmt ný- útkomnum skýrslum frá Hag- stofu íslands, tekjulægsta atvinnu stétt landsins. Verð á afurðum þeirra er nú ákveðið með sérstök- um kjaradómi og á að vera við það miðað, að þeir hafi meðal- kaup til jafns við meðalkaup verkamanna, iðnaðarmanna og sjó manna, en það meðalkaup er reiknað út á Hagstofunni sam- kvæmt úrtaki skattframtala. Ef rekstrarkostnaður búanna, annar en kaup bóndans, er of lágt áætl- aður í verðlagsgrundvellinum, hlýtur það að koma niður á kaupi bóndans, þannig að það verður þá þeim mun lægra en til var ætl- azt. Um það mál skal ekki nánar rætt hér, enda f jallar tillagan ekki um það, heldur möguleika á því, að bændur fái greitt á viðunandi hátt það, sem þeim ber samkvæmt verðlagsgrundvellinum. Aðalbúgreinar hér á landi eru sauðfjárrækt og nautgriparækt. Rekstrarkostnað þarf búið að greiða meir og minna ■ allt árið, þar á meðal framfærslukostnað bóndans og fjölskyldu hans, sem hann á að standa straum af með kaupi sínu. Afurðir af sauðfé fær bóndinn tvisvar á ári, en þó mest- megnis aðeins einu sinni, en aðal- afurðir af nautgripum (þ. e. mjólkina) daglega. Um allar þessar vörur, nema þann hluta mjólkurinnar, sem seldur er til neyzlu, á það við, ag sala þeirra á markaði fer fram smátt og smátt, og ekki er hægt að gera ráð fyrir, að sölunni sé að fullu lokið fyrr en árið er liðið, eða jafnvel enn lengri tími, ef illa árar að þessu leyti. Samkv. núgildandi verðlags. grundvelli fyrir verðlagsárið 1963 —64 er talsvert meira en helm- ingur af því, sem bóndinn á að fá fyrir afurðir sínar, ætlað til greiðslu á útlögðum peningum vegna fjármagnskostnaðar, véla- kostnaðar, kjamfóðurs, tilbúins áburðar, aðkeyptrar vinnu, flutn- ingskostnaðar o. s. frv. Til greiðslu á öllu þessu, svo og til þess að bóndinn geti fengið kaup sitt, verður hann að fá afurðimar greiddar. Sú greiðsla þyrfti, ef vel væri, að geta farið fram um leið og bóndinn lætur afurðirnar af hendi eða sem næst þeim tíma. Það þykir nú á tímum yfirleitt nauðsynlegt, að fólk fái kaup sitt greitt vikulega eða mánaðarlega. Bændur þurfa þess með eins og aðrir, ef vel á að vera. Sölufélög bænda hafa ekki fé til að borga út að fullu þær vörur, sem ekki er búið að selja, nema þau geti fengið það að láni í pen- ingastofnunum. Að því þarf að vinna, að slík lán verði veitt eihs og með þarf. Hér er ekki farið fram á það, að allir bændur fái kaup sitt greitt vikulega eða mán- aðarlega. Margir mundu ekki fá það nema tvisvar á ári, þó að allar afurðir væru greiddar við afhend- ingu. Þar sem svo stendur á (þ. e. í sauðfjárbúskapnum), er nauð- synlegt, að eitthvag af afurðalán- unum sé greitt fyrir fram, t. d. síðari hluta vetrar eða að vorinu út á nokkuð af væntanlegum haustafurðum, eins og raunar hef- ur átt sér stað um nokkurt árabil, en í of smáum stíl nú í seinni tíð. Þessi hluti hefur verið kallaður rekstrarlán. Árið 1959 voru þau, samkv. upplýsingum, sem minni hl. hefur aflað sér, 162 millj. kr. Þessum lánum- er ætlað að greiða fyrir framleiðendum sauðfjáraf- urða við kaup á kjarnfóðri, áburði, rekstrarvörum til véla o. fl. Þau hafa staðið óbreytt að krónutölu síðan 1959, en verðmæti sauðfjár- framleiðslunnar hefur á sama tíma meii en tvöfaldazt. Nú er svo komið, að bændur eiga mjög erfitt með að fá fé til áburðarkaupa á þessu vori. Rekstr- arvörumar vaxa bæði að magni og verðmæti með hverju ári, og t. d. sýna áburðarpantanir bænda þag nú, að verðmæti áburðarins muni að líkindum aukast um 30% á þessu ári. Þess vegna er nauð- synlegt að hækka rekstrarlánin vemlega. Búnaðarþing og stjórn Stéttar- sambands bænda hafa farið fram á, að rekstrarlánin verði aukin í 320 millj. kr. á þessu ári til sam- ræmis við aukið magn og verð- mæti afurðanna. Fyrir nokkrum árum var það venja, að Seðlabankinn veitti af- urðalán að haustinu út á búsaf- urðir, % af verði þeirra. Nú lánar hann aðeins rúman helming verðs, og engar reglur em um viðbótar- lán í viðskiptabönkum, eins og á sér stað í sambandi við sjávaraf- urðir, og má þó ekki minna vera. Hér hefur því miðað aftur á bak í seinni tíð, í stað þess að afurða- lánin hefðu fremur þurft að auk- ast frá því, sem áður var. Er hér um ag ræða eina af þeim breyt- ingum, sem gerðar voru á viðhorfi hins opinbera til landbúnaðar- ins svo að segja samtímis og orðið hafa til þess að veikja fjárhags- grandvöll hans og bændastéttar- innar. Úr þessu þarf að bæta og halda síðan áfram í framfaraátt, þar sem fyrr var frá horfið. Minní hl. mælir með því, að tillgr. verði samþykkt. Ekki má draga lengur að gera nýja rafvæðingaráætlun Hér fer á eftir nefndarálit minnihluta allsherjamefndar sam- einaðs þíngs um þingsályktunartil- lögu Fraansóknarmanna um nýja rafvæðingaráætlun: Afgreiðsla þessarar tillögu um nýja rafvæðingaráætlun hefur, dregizt lengur en æskilegt væri. HHðgunni var útbýtt á Alþingi 19. nóv., en var ekki tekin til um- ræðu á þingfundi fyrr en 5. febr. Þann dag var henni vísað til nefndar. Síðan hefur hún vetið til meðferðar í nefndinni nokkuð á þriðja mánuð, en var loks afgreidd 25. apríl, eftir að hún hafði verið send raforkumálastjóra til um- sagnar og svar borizt frá honum. Þess ber að geta, að nefndin hefur nú síðustu mánuðina haft fjölda mála til meðferðar og seinagang- ur á oyrjunarafgreiðslu mála á þingfundum hefur tafið störf hennar. Hinn langi afgreiðsludráttur, sem bitnað hefur á þessu máli, eins og fleiri þingmálum, sem flutt hafa verið á þessu þingj til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins veldur því nú, að þau ákvæði till. eru úrelt orðin, að á- ætlun, sem þar er fjallað um, verði lokið fyrir 31. marz 1964. Tregða þingmeirihlutans við að afgreiða málið- hefur sem sé grt t að engu möguleikann til að vinna verkið á s. I. vetri, og verður ekki við því gert, eins og nú er komið, en af þessu leiðir, að breyta þarf því ákvæði till., sem að þessu lýtur. Þegar gengið var til afgreiðslu málsins í nefndinni, kom þag í ljós. sem þegar mátti ráða af af- greiðsludrættinum, að meiri hl. n. var því andvígur ,að till. yrði samþykkt, en lagði til, að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Minni nlutinn leggur til, að till. verði samþykkt með þeirri óhjá- kvæmilegu breytingu, sem af af- greiðsludrættinum stafar. Af hálfu Framsóknarflokksins hafa hvað eftir annað verið flutt- ar till. til þál. um, að gerg verði heildaráætlun um rafvæðingu allra byggða á landinu, sem farið yrði eftir, þegar 10 ára áætlunar- tímabilinu væri lokið, en ekki hef- ur fengizt til þess samþykki þing- meirihluta, enda þótt þessar til- lögur Framsóknarmanna kunni að hafa haft nokkur óbein áhrif á gang mála. Samkvæmt upplýsingum, sem þingmönnum hafa borizt frá raf- orkumálastjóra, hefur á s. 1. og I yfirstandandi ári verið unnið að | gerð tveggja áætlana um rafvæð- ingu, og eru báðar ófullnægjandi að dómi minni hl. n. f fyrri áætl- uninni er miðað við meðalvega- lengd allt að 1% km, en í síðari áætluninni við meðalvegalengd IV2—2 km. Þessar tvær áætlanir iaka til nál. 770 býla samtals til viðbótar við þau, sem áður höfðu verið tekin á áætlun 1964—65. Enn hefur ekkert verið birt um það opinberlega, hvenær rafvæð- ing þessara 770 býla eigi að verða lokið, og raforkumálastjóri segir i bréfi sínu til nefndarinnar, að engin ,tímaáætlun“ hafi verið gerð um það efni. En þó að þessi býli fái öll samveiturafmagnið, eru samt að líkindum eftir eitt- hvað yfir 1000 býli, eða nál. fimmta hvert býli á landinu, sem fá ekkert rafmagn samkv. þessum áætlunum og hafa ekki vatnsafls- stöðvar til frambúðar. Það er álit minni hl. n., að raf- væðing landsins sé nú komin á það stig, að Alþingj beri að taka um þag fullnaðarákvörðun eigi síðar en á næsta vetri, hvenær og á hvem hátt henni skuli lokið. Ef framkvæmdum yrði lokið árið 1968, eins og gert er ráð fyrir í tillögunni, eru nú 5 ár til stefnu, 1964—68 að meðtöldu því ári, sem nú er byrjað: Áætlun sú, sem gert er ráð fyr- ir í tillögunni, mundi skiptast í þrjá hluta::, 1. Áætlun um samveitu, þar sem meðalvegalengd er allt að 2Vz km. Sú áætlun yrði mun víðtækari en hinar i'yrmefndu áætlanir, sem unnið hefur verið ag á vegum raf- orkumálastjórnarinnar, því að þar er í fyrri áætluninni aðeins gert ráð fyrir 1% km meðalvegalengd og í hinni síðari eigi meira en 2 km meðalvegalengd. En mörg býli mundu bætast við samveiturnar, ef 2 km meðalvegalengdin, sem nú er í síðari áætlun raforkumála- stjórnannnar, væri aukin upp í 2Vz km, eins og verða mundi. ef tillaga sú, sem hér liggur fyrir, verður samþykkt á Alþingi. 2. Áætlun um samveitur, þar sem meðalvegaiengd er 2Vz—3 km. Ef slík áætlun yrði fram- kvæmd, yrði að líkindum allur þorrinn af sveitabýlum landsins búinn að fá samveiturafmagn, en þó ekki öll. í samþykkt tillögunn- ar fælist í rauninni yfirlýstur vilji Alþingis um samveitur með allt að 2Vz km meðalvegalengd (1. tölul.), en slegið á frest, þangað til áætlun liggur fyrir, að ákveða, hvort hækka skuli meðalvega- lengd úr 2% km upp í 3 km. 3. Áætlun um rafvæðingu með heimilisraf stöðvum (dísilstöðvum, vatnsaflsstöðvum) með þeim stuðningi af hálfu þjóðfélagsins, að þeir, sem verða að láta sér nægja slíka rafvæðingu, hafi ekki ástæðu til að telja sig verulega af- skipta í samanburði við samveitu- svæðin. Fjöldi þeirra býla, sem byggju við slíkar stöðvar, færi eft- ir þ.ví, hvort ráðlegt þætti að lok- inni áætlunargerð að rafvæða frá samsveitum þau svæði, þar sem meðalvegalengd er 2Vz—3 km, sbr. það, sem um þau hefur verið sagt hér að framan. í sambandj við heimilisrafstöðv- arnar er í tillögunni ætlazt til, að gerð verði áætlun um tvær leiðir: að ríkisrafveiturnar komi upp heimilisrafstöðvunum og leigi bændum þær með sanngjörnum kjörum (dísilstöð) eða að raforku sjóður veiti til þeirra lán, sem teljast megi sambærileg við það, að ríkisrafveiturnar eigi stöðvarn- ar (vatnsaflsstöð). Hvort tveggja virðist sanngjarnt með hliðsjón af þeim kostnaði, sem hið opin- bera hefur af samveitunum, og með hliðsjón af notagildi. Ef um dísilstöð er að ræða, má sennilega gera ráð fyrir að sérstakur súg- þurrkunar-hreyfill yrði heppilegri en rafokuframleiðsla til súgþurrk- unarinnar, og teldist hann þá til dísilstöðvar. En hvort sem um ríkiseign (og leigu) eða sambæri- legt lán er að ræða, er fullkom- lega sanngjarnt, að séð verði fyrir súgþurrkunarmöguleikum á sama hátt og raforku til heimilisnota og hliðstætt samveitunum. Ríkis- stofnun (landssíminn) leigir fiski- flotanum talstöðvar, og verðmæti algengra dísilstöðva í sveitum. Það er því hæpið að halda því fram, að bændum sé ekki treyst- andi til að gæta slíkra hluta, ef þeir hafa þá á leigu. Eins og nú er komið, virðist rétt að gera ráð fyrir, að fullnaðar- áætluninni um rafvæðingu allra býla, samkv. þessari tillögu, ef hún hlýtur samþykki, verði lokið, þegar Alþingi kemur saman á næsta hausti, og að Alþingi taki þá ákvörðun um það, — eftir því, hverjar niðurstöður áætlunarinn- ar verða, — hvernig ljúka skuli lafvæðingunni fyrir árslok 1968. Ef Alþingi fellir þessa tillögu, vísar henni til ríkisstjórnarinnar eða lætur hana verða óafgreidda, verð ur enn um hríð ríkjandi ó- vissa um þetta hjá fjölda fólks í sveitum þessa lands, hvers það megi vænta og hvenær í þessum málum. Slík óvissa er mjög ó- heppileg fyrir þróun byggðarinn- ar í landinu, svo að ekki sé meira sagt. Minnj hl. nefndarinnar leggur til, að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi BREYTINGU: f stað „31. marz“ komi: 30. sept. RA áskilur sér rétt til ag flytja eða fylgja brtt. T í M I N N, miðvikudagur 27. mai 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.