Tíminn - 27.05.1964, Blaðsíða 16
I
Miðvikudagur 27. maí 1964
116. tbl.,
48. árg.
VÆNDI?
11 DAGA
Á HEIMS-
SÝNINGU
*
Þeir eru ófáir, scm heim-
sækja Heimssýninguna í New
York um þessar mundir, en
flestir þeirra far.a heim aS
kvöldi dauSþreyttir eftir aS
hafa skoSaS öll þau furðu-
verk, sem þar ber fyrir augu.
Ein^) er það þó, sem lét sér
ekki nægja einn dag á sýning
unnl, og þaS er Dominlck
litli Tuccl, 12 ára gamall, sem
eyddi hvorki meira né minna
en 11 dögum og 10 nóttum á
sýnlngunni, eftir aS hafa
laumazt þangaS án þess nokk
ur vlssl. Dominick sjáið þið
Itérna á myndinni með foreldr
um sínum, sem fögnuðu hon-
um vel, þegar lögreglunni
hafði að lokum tekizt að finna
hann efnhvers staðar inni I
frumskógi sýningarhlutanna.
Hann þarf án efa ekki að fara
þangað aftur að sinni, því að
hann hiýtur að hafa séð flest
það, sem vert er að sjá.
JK-Reykjavík, 26. maí
í nótt fóru lögreglumenn í
hús í hjarta borgarinnar og
tóku til yfirheyrslu íbúa þak-
hæðarinnar, vegna rökstudds
gruns um að þar væri framið
vændi. Lögreglan hefur um
nokkurt skeið fylgzt með þess
ari risíbúð og íbúum hennar,
og lét til skara skríða í nótt.
Yfirheyrslur í málinu hafa
staðið yfir í allan dag og stóðu
enn yfir, síðast er blaðið vissi
til í kvöld. Aðallega eru það
ung stúlka og ungur maður,
náskyldur henni, sem talin
eru viðriðin máiið.
Lögreglan hefur sem fæst
viljað segja um þetta á þessu
Framhald á 15 sfðu
SMÍÐI MOS-
FELLSKIRKJU
SENN LOKID
FB-Reykjavík, 26. maí
Um þessar mundir er verið að
ljúka við að setja kopar á þak
Mosfellskirkju og búið er að reisa
turn kirkjunnar. Kirkjan hefur
verið í smíðum í um 2 ár, og gæti
orðið tilbúin á þessu ári, ef eng-
ar tafir verða á byggingunni, að
sögn séra Bjama Sigurðssonar á
Mosfelli.
Tum kirkjunnar er gerður úr
stálbitum, og nú er búið að koma
fyrir í tuminum tveimur kirkju-
klukkum, sem knúnar verða raf-
magni. Hugmyndin er, að klulkk-
umar verði látnar hringja einu
sinni á sólarhring, klukkan 6 á
kvöldin, en þær eru það stórar,
sagði séra Bjami, að vel má heyra
til þeirra um allan dalinn í stillu.
Mosfellskirkja á að geta tekið
um 100 manns í sæti. Hún er að
öllu leyti reist fyrir gjafafé eins
manns, Stefáns Þorlákssonar
hreppstjóra í Reykjadal. Ragnar
Emilsson arkitekt teiknaði kirkj-
una, en yfirsmiður er Sigurbjörn
Ágústsson, en Leifur Loftsson hef
ur séð um jámsmíðina, sem er
mikil.
^ Mosfellskirkja verSur væntanlega
tilbúin á þessu ári. (Tímamynd-
FB).
Flestir vildu íslenzkt sjón-
varp og alheimssjónvarp
HF-Reykjavík, 26. maí
Eins og skýrt var frá í Tíman-
um fyrir nokkru, liafa Menningar-
samtök háskólamanna beitt sér
fyrir nokkurs konar skoðanakönn-
un mcðal fólks um sjónvarp. Þetta
var hvorki nógu víðtækt né þannig
skipulögð skoðanakönnun að hún
gæti talizt fullkomin, en hins veg-
ar fengust nokkrar vísbendingar
um álit og óskir fólks, varðandi
sjónvarpssendingar.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunarinnar, sem nú liggja
fyrir, virðast flestir vera því fylgj-
andi að hér verði bæði íslenzkt
og alþjóðlegt sjónvarp. Þeir, sem
spurðir voru, vom beðnir um að
taka afstöðu til fimm hugsanlegra
atriða varðandi framtíðarskipu-
lag sjónvarps hér á landi.
Þéssi atriði vom: „Viljið þér
halda núverandi ástandi eftir því,
sem unnt er? Viljið þér bæði
bandarískt og íslenzkt sjónvarp?
Viljið þér aðeins íslenzkt sjón-
varp? Viljið þér íslenzkt og al-
þjóðlegt sjónvarp? Viljið þér ekk
ert sjónvarp?" Einnig var fólk
spurt að því, hvort það ætti sjón-
)stæki.
Reykjavík voru 271 manns
spurðir. Af þeim færðust 30 und-
an að svara, 33 voru hlutlausir,
7 voru fylgjandi fyrsta atriðinu,
11 voru fylgjandi atriði númer
tvö, 17 voru fylgjandi atriði núm-
Framhald á 15. síðu
RÁÐSIEFNAN
Á AKUREYRI
Þeir, sem ætla noirður til Akur-
eyrar á verkalýðsráðstefnuna,
þurfa sem fyrst að tryggja sér
farseðla með bílnum, sem fer firá
Tjarnargötu 26 kl. 10 f.h. á föstu-
dag. Komið verður aftur frá Ak-
ureyrj aðfaranótt mánudags. —
Allair upplýsingar er hægt að fá
á skifstofu flokksins í Reykjavík,
símum 1 60 66 og 1 96 13.
Happdrætti ungra
Framsóknarmanna
vantar sjálfboðaliða til að aðstoða
við skipulagningu happdrættisins.
Einnig vill happdrættið ráða
stúlku í einn til hálfan annan
mánuð til starfa á floksskrifstof-
unxii í sambandi við happdrættið.
Pólitískum skærum beitt „A bluðumunnufundi"
Athugasemd frá Andrési Kristjánssyni
S.l. mánudagskvöld, 25. maí
birtist í útvarpinu þátturiim Á
blaðamannafundi, undir stjórn
Gunnars G. Schram ritstjóra.
Var þar rætt við Gylfa Þ. Gísla
son, viðskiptamálaráðhcrra, að-
allega um kaupgjalds- og efna-
liagsmál. Eg tók þátt í þessum
fundi, og vegna niðurfellinga
stjómandans úr þætti þessuni,
tel ég mig ekki komast hjá því
að gera slutta athugasemd, því
að brottfellingin veldur því að
mínum dómi, að alröng mynd
birtist af þeim viðræðum, sem
þarna áttu sér stað.
Þess er fyrst að geta, að þeg
ar stjórnandinn bað mig fyrst
að taka þátt í fundi þessum,
sagði hann að umraeðuefnið
skyldi vera, eftir samkomulagi
við ráðherrann, viðræðurnar
um kaupgjaldsmálin, sem nú
standa yfir, efnahagsmálin al-
mennt, notkun erlends fjár-
magns hér, efnahagssamvinna
og sjónvarpsmálið, aðallega
með hliðsjón af áskorun 60-
menninganna.
Þegar á fundinn kom s.i.
laugardag mæltist ráðherra
undan því að ræða um sjón-
varpsmálið eða taldi það varia
hæfa eins og á stæði. Var það
látið eftir.
Umræðufundurinn var all-
iangur eða töluvert lengri en
tími sá, sem lionum er ætlað-
ur í dagskrá. Kvaðst stjórn-
andi því verða að stytta hann
nokkuð, og var ekkert við því
að segja. Bauð hann, að við
mættum athuga þáttinn stylt
an á mánudag, en ég kvaðst
treysta honum til réttsýni og
jafnræðis í þessum efnum, enda
laldi ég mig ekki hafa ástæðu
tiil vantrausts.
Hins vegar brá mér allmjög
í brún, er ég heyrði þáttinn i
útvarpinu, því að þá voru nið
urfelldar þær spurningar, sem
ég taldi cinna helztar af þeim
sem ég hafði borið fram og
svör ráðhcrrans við þeim, svo
og orðaskipti, sem urðu út a'
þeim. Var felldur niður íneira
en lielmingur þeirra spurninga
sem ég bar fram í allt, og mín
hlutdeild í fundinum þá orð
in svo lítil, að ég undrast þa?
satt að segja, að stjórnandan
um skyldi finnast það taka þv
Frimhald é 15. sfSu
/