Tíminn - 27.05.1964, Blaðsíða 9
Er þetta
maðurinn
7
Nýjasta kenningin um fyrstu
mennina er sú,- að vagga mann
kynsins hafi staðið í svonefndu
Olduwai-gljúfri í Tangany-
ika í Austur-Afríku, og sá
sem það fullyrðir, er brezki
fomleifafræðingurinn dr. Lou-
is Leakey prófessor, sem á-
samt konu sinni hefur stjórnað
fomleifauppgröftucn í þrjátíu
ár á þessum 200 km. löngu
gljúfrum og fundið beinaleif-
ar af mönnum, sem hann telur
hafa lifað fyrir meira en milli
ón árum.
Prófessorinn má vera stoltur
af árangri erfiðis síns, því
segja má, að þetta gerist á
hans heimaslóðum. Dr. Lekey
er hagvanur þar syðra, hann
Hér sést prófessor Leakey meS elna hauskúpuna frá 1959, og það
er elnna Ifkast kubbaleik, þegar hann er að setja hana saman. Til
vinstri er hauskúpa af sjimpansa, og sést greinilegur munur. Flatt
einni er einkennandi fyrir fyrstu mennina, sem svipar til apa.
er sonur brezks trúboða, sem
átti heima og starfaði í þorpi
einu, og þar ólst sonurinn upp
til sextán ára aldurs, en þá var
hann sendur til háskólanáms í
Englandi. Þar lagði hann þegar Wi
í byrjun stund á fornleifafræði
og samdi þar fyrstu ritgerð
sína uim það efni, sem átti
eftir að veita honum heims-
frægð. Hann var ekki nema 21
árs, þegar hann tók þátt 1
fyrsta fornleifaleiðangrinum í
Austur-Afríku, og síðan eru |j
rétt 40 ár. En 1931 tók hann
sér fyrir hendur að stjóma upp
greftri í Olduwai-gljúfrinu með
fram útjaðri Serengeti-gresjunn
ar í Tanganyika, og hið fyrsta
sem kom upp í dagsljósið, voru
nokkrir klaufalega tilhöggnir
grjóthnullungar, sem gáfu
vísbendingu um, að þar væru Ijg
leifar frá forsöguöld. Nú lék
vísindamanninum forvitni á «ir
að komast á snoðir um, hvern
ig steinaldarmaðurinn hefði “““ , , , , „. , , _ , . , . . „ ,,
getað læðzt að gazellunum og Þann'9 hugsa t°rntr=S'n9arnir =ér, að fyrstu mennlrnir hafi litið ut.
unnið á þeim með berum hönd Þetta er málverk 9ert eftir fyrirsögn dr. Leakeys.
unum, en ekki hafi hann getað , , , , , g f -
flegið dýrið með klóm og næsta bæjar oa vel það, er iru
________ _ ... ° Leakey, kona fornfræðingsins,
kjafti, fingrum og tonnum fann næ,.ri óskaddaða haus-
Fyrst, er hann hefði tilhöggvið , , nf rrl , oskaddaða haus
f u kuPu 18 ara veru svonefni
ser steinoxi, hafi hann getað ,
hlutað bráðina sundur og fleg T afrlkolTum suðurlandsapa
ið hana. Þessi áhaldasmíði haíi eð" Z,njanthropus-
tekið tíma og margar tilraunir ?uður t0g er fornt egypf * heitl
eerðar bá skvrinm, CTaf a Austur-Afriku og anthropus
S5 S tímTöll, Jn 5f
verkfæra, sem grafin voru upp StHhíJnÆ mM” -
úr gljúfrinu. Vera mætti, að ÍlVS.f « V £?” Synl
þessir frummenn hafi ekki Iega hofðu .^ðnotaðirsem
verið auðþekkjanlegir frá öp- verkf®^ Einmg fundust þarna
um, en eftir að þeim lukkaðist fr ,sýnðu’ að veran
að búa sér verkfæri, hafi þeir h?fðl Mað, 3 1sknðdyrum’ nag'
verið farnir að vitkast og JgJ* skrfugtum og ungum
gæddir nokkru hugmyndaflugi. sknðdyra.
Þó hafi þeir tæpast uppgötvað Nú hafa fundizt meira en
eldinn sér í þágu. ioo slíkir einstaklingar á
Það þóttu nú fyrst tíðindi til fimm mismunandi stöðum í
Afríku svo að hægt hefur ver
ið að fá hugmynd uim, hvernig
þeir litu út. Heili þeirra hefur
hefur verið aðeins um 100 rúm
sentimetrum stærri en í nú-
lifandi mannöpum, og þeir
hafa útlitseinkenni bæði apa
og manna. Líkamsbyggingin
bendir til, að þeir hafi fremur
gengið uppréttir, og í líffæra-
byggingu hafa þeir likzt meira
mönnum en öpum.
Langt er síðan vísindin gáf-
ust upp á að leita að því, sein
lengi var nefnt „The missing
link“ (hlekkurinn týndi) þ. e.
cnilli apa og manna. Mannfræð-
ingar velta því fyrir sér enn
þann dag í dag, hvar skuli
Framhalú á 13. siðu.
Alþýðukórínn
Samsöngur Alþýðukórsins
fór fram í Gamla bíói þann 20.
maí s. 1. undir stjórn dr. Hall-
gríms Helgasonar. Eitthvað hef
ur söngfólki fækkað frá því á
síðustú tónleikum, og er kór-
inn því nokkru fámennari en
áður. Söngstjóranum hefur tek
izt vel að fá fram lagleg og
sums staðar áferðarfalleg blæ-
brigði, þrátt fyrir mjög mis-
góðar raddir og þann tiltölu-
lega fámenna hóp, sem um var
að ræða.
Efnisval var að mestu kunn
norræn kórlög, vinsæl og mikið
sungin verk, bæði fyrr og síð-
ar. Sjálfur hafði söngstjórinn
raddsett níu smálög íslenzkra
höfunda, og bar stór hluti efnis
skrárinnar sterkan svip af
vinnubrögðum stjórnandans,
þar eð öll lögin níu talsins
féllu mjög í eitt og sama svip-
mót. Þá átti söngstjórinn þarna
tvö lög, Vikivaka og Forvitna
slag, sem voru allathyglisverð.
Þá var og söngur kórsins í lög
um eftir Helga Helgason,
Björgvin Guðmundsson og
Vaughan Williams allgóður.
Viðfangsefni kórsins voru
þess efnis, að vel hæfði söng-
getu og kröftum söngfólksins
og er þar vel og réttilega á
haldið frá hendi söngstjórans,
að ofbjóða engu með ofviða
verkefnum.
Við hljóðfærið var Guðmcnd-
ur Jónsson og gerði hann það
ágætlega.
Samsöngur •
Karlakórinn Fóstbræður hef
ur haldið samsöngva að undan-
förnu í Austurbæjarbíó undir
stjóm Ragnars Björnssonar.
Kórinn hefur nú bætt við sig
kvenröddum og skiptist því efn
isskráin í tvo hluta, með karla-
kór annars vegar og blandað-
an kór hins vegar.
Það! er eðlileg og ágæt til-
breyting að haga starfseminni
á sem allra breytilegustum
grundvelli.
Fyrri hluti tónleikanna var
flutningur karlakórs á íslenzkri
tónlist. Þjóðlagið Gimbill í
prýðilegri útsetningu söngstjór
ans, hefur heyrzt áður á tón-
leikum, og tvö ágæt lög Þór-
arins Jónssonar voru vel flutt.
Sjö lög við kveðskap frá mið-
öldum eftir Jón Nordal eru
lifandi og hugmyndaríkar tón-
smíðar og Ijóðin valin af smekk
vísi. Þessi stuttu lög eru vand-
sungin og allerfitt að gera
þeim góð skil, en þar tókst
stjórnanda vel að ná fram sér-
einkennum og fallegri áferð.
Síðari hluta efnisskrár hafði
svo blandaði kórinn á hendi,
með höfunda svo sem Orlando-
di Lasso, Antonio Lott, Hans
Leo Hassler og Morley ásamt
tveim lettneskum höfundum.
Margt af 16.—17. aldartón-
list felur í sér þá birtu og heið
ríkju, sem gerir þessa tón-
list svo ósvikna og aðlaðandi.
Flutningur kórsins á þessum
verkum var vandaður og víða
framúrskarandi.
Karlakórnum hafa bætzt nýj-
ar raddir og eru gæði og jafn-
vægi radda í milli ágæt. í
kvennaröddum eru sópranar —
bjartir og hljómandi og heildar
svipur blandaða kórsins prýði-
legur.
Stjórnandinn Ragnar Björns-
son hefur unnið vel að sam-
æfingu kórsins og leggur hann
góða rækt við útfærslu ýmissa
smáatriða, en þó ekki á kostn-
að heildarsvips, og er það vel,
er alúð á því smæsta fellur svo
vel að hinum stærri línum, sem
hér varð raun á.
Sinfóníutónleikar
Síðustu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands fóru fram
þ. 21. maí s. 1. undir stjórn
Igor Buketoff með píanóeinleik
James Mathis.
Upphaf þessara tónleika voru
tilbrigði eftir Jón Leifs við
stef eftir Beethoven. Verkið,
sem ber heitið op. 8, er samið
á æskuárum höfundar og ber
sterk svipeinkenni hans allt
fram til þessa. Verkið var á-
heyrilegt og vel flutt af hljóm-
sveitinni.
Píanókonsert R. Schumanns
í a-moll býr í ríkum mæli yfir
þeirri ljóðrænu fegurð, sem
svo víða einkennir verk hans.
Túlkun hins unga ameríska
píanóleikara James Mathis var
frábær. Skynjar hann glöggt
það viðkvæma og fínlega, sem
í stórum dráttum ber þetta
verk uppi.
Skýr og syngjandi tónn
ásamt styrkri tækni og lyrisk-
um skilningi gerði að verkum,
að allt það fegursta í þessari
tónsmíð naut sín til fullnustu.
Samleikur hljómsveitar var
hins vegar ekki svo jafn sem
æskilegt hefði verið.
Lokaverk þessara tónleika var
sinfónía í e-moll eftir Tchai-
kowsky. Þykkt og litsterkt verk
þar .sem höfundur tjaldar og
teflir fram öllu hugsanlegu. En
einmitt þegar hlustanda finnst,
að nú gangi höfundur fram af
öllum og öllu, gengur hann
með sigur af hólmi með meist-
aralegum tökum og mótun á
efninu.
Stjórn Buketoffs á hljóm-
sveitinni í þessu verki var yfir-
leitt ágæt að undanskildum
nokkrum losarabrag í niðurlagi
fyrsta þáttar. í mörgu voru
hinar litsterku og kröftugu lín
ur verksins skýrt mótaðar.
Starfsemi hljómsveitarinnar
er nú orðinn fastur þáttur í
músíklífi bæjarins og sínum
stóra áheyrendahópi hefur hún
fært margar ánægjustundir á
þeim þrem starfsárum, sem af
eru.
Unnur Amórsdóttir.
T I H I N N, miSvlkudanur 27. maí 1964.
9