Alþýðublaðið - 03.01.1952, Side 6

Alþýðublaðið - 03.01.1952, Side 6
Framhaldssa^an 143" H e I g a Moray Saga frá Syðnr-AfrÉku Filipus Bessason hreppstjóri: Gott og farsœlt Leifur Leirs: Frú Dáríðui DnlbeiœE: nýlí ár Dr: Álfur Orðhengils: i __________ Vöðvan Ó. Sigurz 1952 Jón. J. Gangan. að setja tvöfaldan vörð um dyflissuna, því að ekki er ó- sennilegt, að gerð verði tilraun til að ná Hawkins út þaðan“. Að svo mæltu gekk Páll aftur inn í tjaldið, þar sem þau biðu enn, Richard, Katie og piitarn- ir tveir. Páll van Riebeck brosti til þeirra og strauk kjálkabarðið. „Þetta var vel úti iátinn löðr- ungur!“ sagð; hann. „Nú fyrst varð .mér fyllilega ljóst, hve illa þið Búarnir eruð séðir hér um slóðir“, svarað'i Richard, sigri hrósandi. „Já, — meðal slíkra afhraka, glæpamanna og óaldarlýðs, er- um við illa séðir, Eaton. Og Bretar yrðu hér ekki betur séö ir, ef þeir gerðu tilraun til að koma hér á lögum og reglu“, svaraði van Riebeck. „Þú getur tæplega vænzt þess, að ég sé þér sammála, hvað það snertir“, maldaði Ric- hard í móinn. „En það er ég viss um“, gall yngri Páll við, „að enginn ann ar en þú, van Riebeck, gæti hrakið slíkan óaldarlýð á flótta, einn og vopnlaus“. „Þakka þér fyrir,“ mælti Páll van Riebeck alvarlegur á svip- inn. „Mér er næst að halda, að máttarvöldin hafi verið mér hliðholl í þetta skiptið og aukið örmum mínum afl, þegar mest reið á. En hvað segið þið, ungu mennirnir, um þetta allt sam- an?“ „Það get ég sagt þéz-,“ sagði Páll yngri og leit. ögrandi augnatiliti á Richard. „Ég er þeirrar skoðunar, að Búar eigi allan rétt á þessu landsvæði, og því eigi þeir einnig að ráða öllu, sem við kemur demanta- leitinni og námunum." „Ég er á sama máli og' bróðir minn,“ mælti Terence, en bætti síðan við: „Við getum samt sem áður ekki kennt demants- leitarmönnunum að öl!u leyti um það, sem hér hefur gerzt. Þeir hafa verið látnir ráða málum sínum sjálfir allt of lengi.“ Páll van Riebeck' leit ó þá bræður, og var auðsáð, að hann kunni vel málflutningi þeirra. „Katje“, sagði hann; „eins og þú sérð, þá veitir mér ekki af liðstyi'k. Ef drengina fýsir að ganga í lið með mér og veita mér aðstoð, mundi ég fela þeim varðstjórn. Hvernig lvzt ykkur á það?“ “ ” • „Er þetta alvara þín?“ hróp- aði Páll hrifinn. „Ó, mamma! Þú verður að gefa mér leyfi til að ganga í liðsveit hans.“ Katie gat ekki dulið tilfinn- ingar sínar. Það var eins og þessi orð sonarins sönnuðu hin duldu tengsl milli hans og föð- urins. „Ég vildi líka gjarna ganga í liðsveitina, ef þú gefur leyfi til þess, mamma,“ sagði Te- renee. „Ágætt,“ sagði Páll van Riebeck. „Nú veltur allt á þínu svari, Katje. Hvað segirðu? Læturðu mér þá eftir?“ Van Riebeck bað hana um syni hennar sér til liðveizlu, — son hennar og hans. Að síð- ustu.....Hvað gat hún sagt Hverju gat hún svarað? Átti hún með að taka ráoin af drengjunum og fjötra þannig vilja þeirra? .... Henni duld- ist að vísu ekki, að þeirra hlytu að bíða hættur og mann- raunir. Og hún óttaðist um þá. í fyrsta skiptið frá því, er fundum hennar og Páls van Riebeck bar fyrst saman, fann hún til meðaumkunnar í hans garð. I fyrsta skiptið varð hann, þessi stolti og sterki maður, að lúta svo lágt að fara bónar- veg að henni; biðja hana þess, sem hann átti fullan rétt á. „Fyrst dregiimir vilja þetta,“ mælti hún og reyndi að láta ekkert bera á klökkvanum í rödd sinni, „þá gef ég mitt leyfi. Og ég þakka þér hann heiður, sem þú sýnir þeim, er þú gefur þeim kost á að ganga í þjónustu þína.“ Og þegar hún hafði mælt þessi orð, þótti henni sem af henni Væri létt þeirri þungu byrði, sem hún hafði borið allt sitt líf. Það var eins. og hún hefði lókið langri ferð, — væri komin á ákvörðunarstað, eftir að hafa farið örðuga leið og bættulega. Hún gat ekki leng- ur dulið sorgina, sem hún hafði borið vegna þeirra feðganna, eldri og yngri Páls. Nú hefði hún helzt kosið að fá að vera ein .... að geta flúið hið spyrjandi augnatilit van Rie- becks og afbrýðisemina í star- andi og heitu augnaráði Rich- ards. Fá að vera ein .... Jafnvel æskuþróttur og bar- áttuhugur sona hennar o'li henni angurværð. Myndasaga barnanna „Eigum við ekki að koma, 1 Richard?1-1 spurði hún lágt. Van Riebeck fylgdi þeim út úr tjaldinu. Hún horfði á hann angurblíðu augnaráði, þegar þau kvöddust. „Farðu varlega sjálfs þín vegna, Páll,“ mælti hún þreytulega. „Umhverfið er bættulegt. andrúmsloftið ger- spillt. Ég hef hatað það allt frá því, er ég kom hingað fyrst. Heima í nýlendunni forðum var allt svo hreint og bjart. Enda þótt Kolesberg liggi á sömu sléttunni, hef ég aldrei vitað betur koma í ljós, að það eru mennirnir sjálfir, sem skapa á- hrif umhverfisins.“ Þau tókust í hendur. „Góða nótt, Páll. .. , “ |Og hún spurði sjálfa sig, hvort , einnig honum yrði á stundum jhugsað heim í nýlenduna, yfir 1 það haf tíma og atburða, sem 1 skildi árin þar frá líðandi stund. 1 ,,Jæja, mamma, megum við þá verða hérna eftir?“ spurði I Páll yngri, „það er að segja, , ef van Riebeck er því samþykk t ur, að við göngum þegar í þjónustu hans.“ „Að sjálfsögðu er ég því fegnastur,“ svaraði van Rie- beck. „Auðvitað megið þið verða hér eftir,“ sagði Katie,- Hún sá að eldri Páll horfði á hina björtu lokka nafna síns og son- ar með sorg og þrá í augum. Ó, Páll van Riebeck, hugsaði hún; mikill heimskingi hefur þú verið, og mikils unaðar hef- ur þú farið á mis. Þu hefur svipt sjálfan þig hinni æðstu gleði, aðeins vegna stærilætis þíns og þrákelkni. Og ekki að- eins sjálfan þig, heldur og líka son þinn •— og mig. Við höfum bæði verið furðulega heimsk og blind á hamingju okkar. Hún gekk við hlið Richards um leiruga troðningana. Lang- / an spöl gengu þau án þess að mæla orð frá vörum. Hún vildi reyna að létta af honum því fargi, sem hún þóttist vita að hugsanir hans legðu honum á herðar. „Nú virðist allt vera orðið rólegt,“ sagði hún. Mundi hann geta ráðið tilíinningar hennar af raddblænum? „Það verður varla nema rétt í bili,“ sagði hann, og var auð- heyrt, að hann var í s!æmu skapi. „Það verður varla nema í bili; taktu eftir því. Van Rie- beck hefur stigið hið hættuleg- Lifandi leikföng Mamma Bangsa var farin að undrast um hann, þegar hann allt í eizzu hratt upp hurðinni og stóð í dyrunum með litlu dýrin. „Hvað er nú þetta?“ spurði hún. „Komdu sæl, mamma,“ sagði Bangsi hróð- ugur. Hann sagði henni svo upp alla söguna. Meðan hann talaði við mömmu sína náði hann í kassa, hálm og kodda og bjó um litlu greyin. Þar áttu þau að hví!a sig til morguns, en þá æt'aði hann að láta þau Velja sér einhvern krakka fyrir hús- bónda. Mamma hans var alveg steinhissa. Þegar Bangsi var háttaður og mamma hans kom til þess að bjóða honum góða nótt, spui’ði hún hann, hvort hann héldi ekki, að jólasveinninn yrði reiður við hann fyrir að hjálpa dýrunum til að strjúka; en Bangsi var ekki hræddur við það. HINUM HEIMSKUNNA, brezka leikara, sir Henry Irving, var eitt sinn stefnt fyr ir rétt, sem vitni í þjófnaðar- máli. Mólafærslumáðurinn, sem skipaður var verjandi í málinu, spurði sir Henry, og heldur hranalega, hvenær þjófnaður- inn hefði verið framinn. Ég hugsa, að . . .“ byrjaði sir Henry, en málafærslumaðurinn greip fram í fyrir honum, enn ómildari í máli en fyrr, og kvað réttinn hafa iítinn áhuga fyrir hugsunum hans, enda hefði ekkert verið um þær spurt. „Herra minn“, svaraði sir Henry Ii-ving“, ég bið yður að athuga það, að ég er ekki málafærslu- maður og að þess vegna er ekki hægt að krefjast þess af mér, að ég tali án þess að hugsa . . .“ VIÐ fæðumst grátandi í þenn an heim, og þegar við kveðjum hann, verður okkur fyrst Ijóst hvers vegna við grótum. Búlgariskt máltæki. TF,MDU þér stundvísi, en þar eð flestir eru óstundvísir, er þér hyggilegast, að temja þér einnig þolinmæði og biðlund. Tersneskt máltæki. DOUGLAS WALKINGTON heitir kunnur efnafræðingur, sem um þessar mundir starfar á vegum iðnsambanclsins í Kan- ada. Hann kveðst hafa komizt að frumorsök þeirrar siðvenju, — sem sumir telja ósiðlega, en aðrir ekki, — að fólk kyssist. Frumorsökin er saltskortur í lík amanum, segir liar.n. Þegar steinaldarmennirnir kvöldust af saltskorti, komust þeir fyrir einhverja hendingu að raun um, að þunnt seltulag þakti húð manna, og að salthung'ur þeirra sefaðist um stund, ef þeir slejktu vaiiga annars manns. Seinna, —- og ef til vill einnig' fyrir hendingu, — komust þeir að raun um, að það var nota- legra fyrir karlmann að leita saltsins rosð þesSari aðferð á vöngum konu og vörum, held- ur en á vöngum eða vörum ann arrs karlmanns. Og síðan hefur þessi siðvenja haldizt, enda þótt saltskorturinn sé ebki framar aðalorsök hans. Fölk getur skort fleira en salt . . . Taugaveiklaðlr bílstjórar. Stórblaðið brezka, Manchest- er Guardian, skýrir fró því fyr ir skömmu, að sá atburður hafi gerzt í borginni Sidney í Ástra- líu, að kona nokkur hafi alið barn í fólksbifreið á leiðinni til sjúkrahússins. Þetta er að vísu ekki meira en hér hefur gerzt, því að ekki eru mörg ár síðan að sami atburður garðist í fólks bifreiö, sem var á leiðinni frá Svartagili í Þingvallasveit til Reykjavíkur. Sá er þó munur- inn á þessum tveim atburðum, — eða öllu heldur á þeim bíl- stjórum, sem við sögu þeirra koma, að bílstjóranum íslenzka brá ekki hið minnsta og hélt göt unni eins og elckert hefði í skor ist, en sá ástralski var ekki taugasterkari en það, að hann missti Stjórn, bæði á sjálfum sér og bifreiðinni og ók henni ó girðingu, með þeim afleiðing- um, að hún gereyðil.agðist. Ekki sakaði þó konuna eða barnið. Samkvæmt þessu ættu íslenzku bílstjórarnir að vera taugasterk ari, en þeir áströlsku, að minnsta kosti sýau öruggara fyrir konur að ala börn í biíreið um, þar sem þeir íslenzku sitja við stýrið . , Ife. AB 6

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.