Alþýðublaðið - 08.01.1952, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.01.1952, Qupperneq 4
AB-AIþýðublaðið Baráffan um 8. janúar 1952 TÍMINN var á laugardag að loía Framsóknarflokkinn og Rannveigu Þorsteinsdóttur ■ fyrir áhuga og framtakssenu- í húsbyggingarmálunum. AB rifjaði í því sambandi upp í megindráttum gang þeirra á alþingi því, sem nú situr, og sýndi fram á, að stjórnar- flokkarnir ætla að leggja fram fjórar milljónir til nýrra verkamannabústaða af tekju afgangi síðasta árs eftir að Alþýðuflokkurinn hefur kraf izt fimmtán milljóna fjárveit ingar í þessu skyni. Morgun- blaðið rýkur svo upp til handa og fóta á sunnudag og segir, að allt framtak á sviði byggingarmáianna sé Sjálf- stæðisflokknum að þakka! Það telur skrif Tímans „hálf- gert grín“ og segir, að Rann- veig hafi ekkert aðhafzt til lausnar á húsnæðismálunum annað en flytja yfirborðstil- lögur til að keppa við Gunn- ar Thoroddsen og Jóhar.n Hafstein! Morgunblaðið gerir sér svo hægt um vik og fræðir lesend ur sína á því, að bæjarstjórn- ir, sem Alþýðuflokkurinn réði, hafi ekki hreyft hönd eða fót til framkvæmda á meðan byggðir voru tugir verkamannabústaða í Reykja vík! Þó hefur ísafjörður komizt eitthvað í- kynni við verkamannabústaði að dómi Morgunblaðsins, en aðeins á 4runum, meðan spyrðuband íhaldsins og kommúnista hékk þar við völd! Það leynir sér svo sem ekki, að fyrrverandi forseti bæjarstjórnarinnar á Isafirði, Sigurður Bjarnason frá Vigur, muni hafa stýrt pennanum, sem færði þessa „sagnfræði“ í letur. Sannleikurinn er sá, að nú- verandi stjórnarflokkar hafa skipzt á að berjast gegn verka mannabústöðunum. Þegar lögin um þá voru samþykkt á alþingi árið 1929 að frum- kvæði Alþýðuflokksins, en með fu’ltingi Framsóknar- flokksins, ætlaðL íhaldið bók- staflega vitlaust að verða. Ólafur Thors komst svo að orði um frumvarpið, að'það væri „ekki aðeins gagnslaust, heldur hreint og beint skað- legt og aðeins flutt til að sýn ast“, en Magnús Jónsson taldi bezta ráðið til að byggja ódýrt að „gera engar ráðstaf- anir“! Þegar Alþýðuflokkur- inn barðist svo fyrir endur- skoðun laganna um verka- mannabústaði á alþingi 1946, tók Framsóknarflokkurinn forustu fyrir afturhaldið í landinu í baráttu gegn henni. Og nú eru báðir stjórnar- flokkarnir innilega sammála um að sníða framkvæmd" lag- anna um verkamannabústað- ina sem þrengstan stakk. Þess vegna ákveða þeir fjórar milljónir til nýrra verka- mannabústaða, þegar Alþýðu- flokkurinn krefst fimmtán, og svæfa í þingnefnd frum- varp Alþýðuflokksins um aukna tekjuöflun til bygging- arsjóðs verkamanna. Svo eru Morgunblaðið og Tíminn að þrátta um, hvor afturhalds- flokkurinn láti meira að sér kveða í baráttu fyrir nýjum verkamannabústöðum! Sigurður Bjarnason reynir að telja Jesendum Morgun- blaðsins trú Um, að þings- ályktunartillaga Gunnars Thoroddsens og Jóhanns Haf- steins hafi Ieitt til þess, að fjórum milljónum verði var- ið til nýrra verkamannabú- staða af tekjuafgangi síðasta árs. Þetta er annað hvort mis skilningur eða blekking. Þings ályktunartillaga Gunnars og Jóhanns hefur ekki einu sinni orkað því smáræði, hvað þá meiru. Samkvæmt henni er einskis fjár að vænta, því að rannsókn á heilsuspillandi húsnæði, sem hún mælir fyr- ir um, hefur enn ekki farið fram. Það er þess vegna hlægilegt, þegar Morgun- blaðið sakar Rannveigu Þor- steinsdóttur um yfirboð við tillögur Gunnars og Jóhanns — yfirboð við það, sem ekk- ert er! Og tillögur Rannveig- ar eru sama sýndarrnennsk- an og Gunnar og Jóhann hafa í frammi! FINNUR JONSSO ÓEFAÐ verður þess síðar minnzt í sögu íslands, að á ár- inu 1951 var ráðizt í stórfelld- ari mannvirki, en þjóðin hafði áður faspzt í fang . Má því telja líklegt, að • athar'nir þess' árs marki ýmis þau spor. er máist trauð.’a í næstu framtíð. Á seinustu stundum þess i tæmdist Og st-undagias athafna samrar ævi atorku- og dugn- aðarmanns, sem vel hafði unn ið laiidi sínu og þjóð. Að kvöldi hins 30. des- embers síðast liðins andaðist ao heimili sínu hér í Reykja- vík Finnur Jónsson alþingis- maður, fyrrum ráðherra, að- eins 57 ára að aldri. Finnur Jónsson var fæddur að Harðbak á Melrakkasléttr hinn 28. september árið 1894 Foreldrar hans voru Jón Frið- finnsson bóndi þar og síðar f Evrarlandi og kona hans Þuríð ur Sigurðardóttir, bæði af góð um eyfirzkum bændaætturr komin. Morgunblaðið reynir auð- vitað að mikla Sjálfstæðis- flokkinn fyrir bæjarbygging- arnar. En það er vonlaust verk. Framtak bæjarstjórnar- íhaldsins í húsbyggingarmál- unum er óvera miðað við það, sem þurft hefði að vera. Al- þýðuflokkurinn hefur undan- farin ár krafizt margfalt meiri ijárveitinga til hús- bygginga í Reykjavík en í- haldið hefur dtattast' til að láta af hendi ralma. Og harin myndi hafa fylgt þeim tillög- um sínum fast fram í fram- kvæmd, ef hann hefði farið með völdin í Reykjavík í góð- ærinu, sem íhaldið lét fram hjá sér fara. Áðalfundur Slysavarnadeildin Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur . að^fund sinn í^.kvþld í + Sjálfstæðishúsinu kl.’ 8.30 æ h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kvikmyndasýnirig. 3. Kaffidrykkja. 4. Félagsvist. Konur eru beðnar að hafa með sér spil. Stjórnin. AB — AlþýBublaðiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Steíán Pjetursson. Augiýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. -— Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Á Akureyri ó’.st Finnur upr við eyrarvinnu og einkum sjó sókn með föður sínum, serr var afburða verkmaður á sj'' og landi og entist fjör og orkr fram á elliár. Strax á unglingsaidri gekl Finnur í Verkamannafélag Ak- ureyrar og hóf þar með sín fyrstu afskipti af verkalýðs- málum undir þrautseigri og far sælli forustu Erlings Friðjóns- sonar. Gegndi Finnur brátt trúnaðarstörfum í félaginu, þótt ungur væri. Þrettán ára að a’dri fór F-inn ur í Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri og lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1910. Það ár gerðist hann póst- þjónn hjá Friðrik Möller, föð- ur Ólafs Friðrikssonar, og mun hann þar hafa fengið fyrstu kynnin af hugsjónum jafnað- arstefnunnar, boðuðum af brennandi eldmóði og snerpu hins fædda hugsjónamanns. Við þessi kynni mótaðist lífsskoðun Finns Jónssonar. Teningunum var kastað. Héðan af gat hann ekki orðið afskipta laus um málefni verkafólks og sjómanna. Hann hafði gengið undir vígslu og tekið upp merki verkalýðshreyfingarinn- ar og jafnaðarstefnunnar. Starfi ; póstþjónsins gegndi- Finnur fráríi til ársins 1919, en vék þá að verzlunarstörfum fram á næsta ár, er hann var skipaður póstmeistari á ísa- firði á miðju ári 1920. Til ísafjarðar fluttist Finnur nú 26 ára gamall með fjöl- skyldu siiini, konu og þremur börnum. Hann sýndi strax mik inn dugnað í embættinu og rækti póstmeistarastörfin af slíkri alúð og svo strangri reglusemi, að athygli vakti. En embættið tók þó ekki hug ham aUanjaHinn ungi' embæ.ttismað ur^átMfidrjúgan yarásjóð. orku og áhuga, og honum var fylli- léga ljóst, að þeim sjóði bar að verja í þjónustu þeirra hug- sjóna, sem hann hafði ungur tekið ástfóstri við á Akurevri. Átökin milli alþýðuhags ■ muna og kaupmannavalds voru löngu hafin á ísafirði. Þau hófust með baráttu Skúla Thoroddsen fyrir greiðsla vinnu’auna í peningum og kaupfélagsverzlun hans í bæ og sýslu. Hans fallna merki hafði aftur verið tekið upp með skörungsskap af Magnúsi Torfa syni og mönnuni eins og séra Guðmundi Guðmundssyni frá FINNUR JONSSON. Gufudal, Helga Sveinssynj og fleirum í samstarfi við hann. Og nú var baráttan milli verka fólks og verzlunariöfranna á ísafirði í fu’lum gangi. Verka menn á Isafirði höfðu stofnað verkamannafélag 1907, en það hafði verzlunarvaldinu tekizt að kyrkja svo að segja í fæð- ingunni. Árið 1916 var Sjó- mannafélag ísfirðinga stofnað, og verkamenn fóru samtímis á stað í 'annað sinn. Kenndu þeir nú samtök sín við Baldurs nafn,; hins bjarta áss. Nú voru liðin 4 ár frá stofnun þess, en samt var óvíst, hvort það mundi lifa eða deyja. Félagið hafði ekki náð samningum við atvinnu- rekendur og lítil áhrif getað haft til kjarabóta fyrir félags- menn enn sem komið var. En það var líf í loftinu, átök í bæjarfélaginu. Þegar Finnur kom til ísafjarðar, sumarið 1920, voru aðeins tveir jafnað- armenn af níu í bæjarstjórn ísafjarðar, Haraldur Guðmunds son og Jónas Tómasson. En í janúar 1921, er kosið var um þrjá menn, unnu jafnaðarmenn tvo þeirra. Nu voru hlutföllin 4 og 5. Og þá vöknuðu sterkar vonir. í þessum sama janúar- mánuði hélt félag verkamanna, Baldur, aða’fund sinn. Á hon- um var Finnur Jónsson póst- meistari kosinn formaður fé- lagsins og það var hann í 11 ár. Verkamenn fundu strax,. að þeir höfðu fengio sterkan j forustumann þar sem hann . var. Félagsstarfið jókst og fé- j lagsandinn þroskaðist. Haustið 1821 fluttist einn af bæjarfull- trúum kaupmannaliðsins úr : bænum. Þann 26. nóvember ; var boðað til aukakosningar í UNGUR AÐ ALDRI og í ár- dögum hinna skipulagsbundnu íslenzku alþýðusamíaka vígðist Finnur Jónsson hugsjón jafn- aðarstéfnunriar. Þeirri hugsjón brást hann aldrei. Uppistaðan og aðalkjarninn, bæði á æsku- aldri og manndómsárum, í lífi Finns Jónssonar, var ótrauð og árangursrík barátta hans fyrir Alþýðuflokkinn, stefnumál hans og hagsæld almennings. Um. þriðjung-;aldar ’stéðj. J’jrip- ur Jónsson: í: fremstu-röð for- ystuliðs Alþýðúöpkksitts, alltaf gunnreifur, fastur og fylgihri sér, fullviss um sigur.góðra mál- efna, taldi aldrei eftir sér ómök og eríl, tryggur, trúr og stað- fastur. Þegar við,. gamlir samstarfs- menn og félagar Finns Jónsson- ar stöndum hryggir við líkbör- ur hans, minnumst við með þökk og söknuði hinna miklu og árangursríku starfa hans og ágætrar samvinnu. Hann hvarf alltof fljótt úr fylkingpnni, þessi duglegi, og . drenglyndi félagi. í fari Finns Jónssonar fóru saman góðar gáfur, afburða dugnaður, bjartsýni og baráttu- hugur og óbrigðult traust óg trúnaður við .hugsjón jafnaðar- | stefnunnar. Það vár því engín j furða þótt hann yrði Alþýðú- flokknum ómetanlegur frum- herji og forystumaður. Flokk- urinn á honum miklar þakkir að gjalda. Við fráfall Finns Jóns- sonar hefir flokkurinn mikið .rais.st. Og.hið., sama.mega ,sj|- ... segja; Þéirra ’áhúgámál voru . 'i;.ý hans baM'ttúírfáír ’Háiirí'*1 þeirra '-maður, maður þeirra málefna. . . : í nafrii ; Álþýðuflokksiris minnist ég Finns Jónssonar méð innilegu þakklæti og sárum söknuði. Saga f!okksins mun geyma nafn hans; þar er það óafmáanlega skráð. Eg kveð einnig Finn Jónsson persónulega með einlægri þökk og sorg. Eg kveð ágætan félaga og samstarfsmann og þakka tryggðina, trúnaðinn, festuna og.fórnfús störf. Stefán Jóh. Stefánsson. AB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.