Alþýðublaðið - 09.01.1952, Síða 4
AB'Afþýðublaðið
9. janúar 1952,
Rafmagnið og heita vatnið
REYKVÍKINGUM hafa að
vonum gramizt undanfama-
daga bilanimar á rafmagninu
og heita vatninu, og þó er það
löngu hætt að teljast til tíð-
inda, að rafmagnið hverfi og
heita vatnið verði kalt. Hvass-
viðrið um he'gina olli því, að
rafstraumurinn til höfuðborg-
arinnar rofnaði, svo að upp
varð 8(3 taka stranga skömmt-
un á rafmagninu, og bæjar-
hverfin skiptust á um hlut-
skiplti myrkuriiins klukku-
stundum saman. Jafnframt
hefur verið venju fremur
kalt í veðri, þó að ekki sé
ástæða yfir því að kvarta í
jafn norðlægu landi. Á svo til
samri stundu reyndist hita-
veitan meira og minna óvirk
víðs vegar í bænum. Raf-
magnsskorturinn rak svo enda
hnútinn á þetta mótlæti
þeirra Reykvíkinga, sem hita-
veitunnar eiga að njóta Þeir
urðu samtímis að sætta. sig
við kuldann og myrkrið.
AB vill í þessu sambandi
spyrja hlutaðeigandi aðila
þess, hvort hinar tíðu og
miklu rafmagnsbilanir hér í
bæ muni vera eitt af því, sem
aðgreinir Reykjavík frá öðr-
um borgum. Nú liggur í aug-
um uppi, að víðar koma
hvassviðri en á íslandi. Leiða
veðrabrigði erlendis, þó að
snögg og mikil séu, til þess að
höfuðborgirnar reynist ofur-
seldar valdi myrkursins og
kuldans? Og sé raunin sú, að
erlendis muni rafmagnsbilan-
ir fátíðar líkt og stærstu
náttúruundur, hvaða skýr-
ingu vilja þá ráðamenn raf-
veitunnar gefa á þessu hvim-
leiða fyrirbæri? AB telur
miklu ráðlegra, að bæjarbú-
um sé sagður hreinskilnislega
sannleikur þessa máls, heldur
en að reynt sé að kæfa óá-
nægju þeirra með undan-
færslu og þögn.
Náttúruöflín virðast síður
en svo hliðholl bæjarstjóm-
armeirihluta íhaldsins í
Reykjavík. Þessi nýjasta óá-
nægja bæjarbúa kemur sem
sé til sögunnar um leið og
rafmagnið og heita vatnið
hækkar tilfinnanlega í verði.
Nú dettur auðvitað engum í
hug að neita 'því, hversu
stórfe'ld þægindi eru að raf-
magninu og heita vatninu,
þegar rafljósin loga og heita
vatnið er nægilega heitt.
Enginn vildi án þessara þæg-
inda vera. En það haggar
ekki hætishót þeirri stað-
reynd, að bilanimar séu
hvimleiðar og óverjandi, að
ekki sé ráðin bót á þeim, ef
þess er nokkur kostur. Og sé
hægt að koma í veg fyrir raf-
magnsbilanir erlendis, þrátt
fyrir misjafnt veðurfar óg
ýmsa erfiðleika frá náttúr-
unnar hendi, þá ætti einnig að
mega vænta þess hér á landi,
að rafljósin héldu áfram að
loga og heita vátnið að vera
viðunanlega heitt, þó að geri
storm og frost.
í þessu sambandi er einnig
ástæða til að víkja að fyrir-
komulagi rafmagnsskömmt-
unarinnar, sem gripið hefur
verið til vegna skorts á
rafmagni og bilana á raf-
\;eitunni. Henni virðist ærið
ábótavant. Bæjarbúar hljóta
að hafa gefið því gætur und-
anfarna sólarhringa, að sam-
tímis því, sem heil bæjar-
hverfi voru myrkvuð klukku-
stundum saman, gat að 3íta
mikla ljósadýrð í sýningar-
gluggum verzlananna í öðr-
um bæjarhverfum, er raf-
magnsins nutu. Hefði ekki
verið sjálfSagt fyrir ráðamenn
rafveitunnar að beita sér
fyrir sparnaði á þessari raf-
magnseyðslu? Fljótt á litið
mun flestum finnast það
liggja í augum uppi. Ráða-
menn rafveitunnar ættu að
minnsta kosti að gefa skýr-
ingu á þessu, ef hún skyldi
einhver vera handbær af
þeirra hálfu.
Hitt er svo sjálfsagt mál,
að bæjarbúar geri sér far um
að spara rafmagnið og heita
vatnið eftir megni, þegar þess
gerist þörf. En sá sparnaður
getur því aðeins orðið eins og
vera þarf, að góð samvinna
takist með bæjarbúum og
ráðamönnum rafveitunnar.
Enn skortir mikið á, að reynt
hafi verið að koma þeirri sam
vinnu í æskilegt horf, og það
er tvímælalaust að mestu leyti
sök ráðamanna rafveitunnar.
Þeir verða að gera sér allt far
um að ná sambandi við bæj-
arbúa og láta þá verða þess
vara, að allt sé gert til þess
að létta þeim óþægindin. En
þessi samvinna, svo nauðsyn-
leg og sjálfsögð sem hún er,
virðist eiga langt í land,
meðan sýningargluggar verzl-
ananna skarta uppljómaðir á
síðkvöldum is^mtímis því
sem heil bæjarhverfi eru
myrkvuð.
Frelsisstyttan í Neiv York. Þetta er Mp5-
J stytta Bandaríkja
manna, sem gnæfir á háum fótstalli yfir innsiglinguna í New
York. Bandaríkjamenn hafa veij* viðtöku geysimiklum fjölda
flóttamanna frá Evrópu, og komi þeir til lands vestan hafs i
New York er hún hin fyrsta landsýn þeirra.
Eœkur og höíundar:
)
FRAM.
VlKINGUR.
Jólatrésskemmfun
Fram og Víkings verður í Sjálfstæðishúsinu á
morgun, fimmtudaginn 10. þessa mánaðar. Hefst
klukkan 3 eftir hádegi.
DANSLEIKUR FYRIR FULLORÐNA KL. 9.
Aðgöngumiðar seldir í KRON, Hverfisgötu 52. Verzlun
Sigurðar Halldórssonar, Öldugötu 29, Krónunni, IVIáva-
hlíð 25, B. Stefánssyni, Laugavegi 22 og Agli Jacob-
sen, Austurstræti 9.
AB — AlþýðublaBið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rltstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýstogastjóri: Emma MöUer. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
rfmi: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Jakob Thorareusen: Hrím-
nætur. Ljóð. Helgafell. Vík-
ingsprent. Reyk.javík 1951.
JAKOB THORARENSEN er
sérlundaður sem Ijóðskáld og
stundum ærið fo,-n í skapi.
Kvæði hans eru auðkennileg.
hvort sem hann kveður þrott-
mikla bragi um hetjur fortíðar
og dyggðir þær, sem hann met-
ur mest í dómum sínum um
menn og málefni, eða slær á
strengi persónulegrar og sér-
stæðrar kímni. Hani fengi ekk;
dulizt, þó að hann vildi. Aldur
hans og lífsskoðun sltipar hon-
um á bekk méð skáldum nítj-
ándu aldarinnar, en vinnu-
brögð hans sýna, að hann heíur
fylgzt vel með því, sem heilla ■
vænlegast er og farsælast í
Ijóðagerð þeirra skáida, er tutt
ugasta öldin hefur í senn álið
og fóstrað. Afbragðskvæði tons
eru mörg og munu þola vel
tímans tönn eins og skáldskap-
ur Gríms Thomseas, Stephar. í
G. Stephanssonar >g Guðmund
ar Friðjónssonar, en þeim e-
Jakob skyldastur. Hitt er þó
sannarlega ekki síður frásagn-
arvert, hvað Jakob Thoraran -
sen hefur verið blessunarlega
laus við að birta léleg kvæði.
i En ljóðagerðin er aðeins apnar
akurinn af tveimur í ríki skáld
skapar hans. Hinn er smásag"u
gerðin. Þar hefur Jakob gengið
svo vel til verks, að vandasamt
er að gera upp á milli beztu
smásagna hans og ekkert álita-
mál, að þær beri að telja
til úrvalsins i þeirri grein ís-
lenzkra bókmennta.
,,Hrímnætur“ er óttunda
ljóðabók Jakobs Thorarensens.
Hún eykur naumast orðstír
hans, en samt fer þvi fjarri, að
ellimörk sjái á hinu hálfsjö-
tuga skáidi. Jakob hefur sjaldan
verið glettnari og skopskygg '-
ari en í þessari bók, enda þótt í
henni séu mörg k/æði, sem
eiga meginstoð í alvöru og
festu. Ljóðin um Hornstrandir
og Þórð kakala eru svipmikil
og Jakobi lík, en ekki á borð
við það, sem hann nefur áður
bezt ort um svipað efni. Minn-
ingakvæðin um Guðmund Frið
jónsson og Jón Magnússon virð
ast ekki rísa hátt í fljóta bragoi,
en þau leyna á sér og eru minn-
isstæðar og áreiðaniega. sannar
mannlýsingar. Kvæðin Gömul
klukka, Fjallagrös, Eyðibær-
leggja út af í löngu máli. Jakob
gerir því þessi skil:
Rokviðri á Kili ríkir,
rumbur og slög í bland. I
, Stórlyndur strókuhestur
steðjar um reginsand.
. Svangur og vegavilltur
veil hánn :sig hrjáðán gand.
Fyrr skal þó dáuður faiía
tn fjÖtrast við Suðurláricl. '
Auðvitað er hér margt látið
ósagt. En manni finnst, að betta ,
nægi. Lesandinn .sér í húganum
mvndina af strokuhestinum og
skynjar sögu hans sila..
Kvæðið Mikill mur.ur vitnar
um sömu öruggu vinriubrögðiri. I
Það er svona:
Hóglæti er háttur Skrautu,
hún -er að jórtra í kyrrð,
liggjandi í grænni iautu;
lítils hún skyldi éi virð,
auðug að lífsins lindum,
ljómandi nytja-þing,
\jklaus af öllum syndum
og siðspilltri heimsmenning. —
Ofbeldis gammar óðir
árangri miklum ná,
lamandi lönd og þjóðir,
lífið þeir smá og hi já;
sturlan og styrjardrunur
stofna þeir víða um heim.
Já, mikill er gagnsins munur
á mjólkandi kúnni og þeim.
Þetta eru ef til vill ekki
beztu kvæðin í ,,Hrímnóttum“,
en á sinn hátt táknræn sýnis-
horn þessara nýju ijóða Jakobs
Thorarensens. Skáld, sem þann
ig kv-eður, þolir ágætlega að
bæta enn árum við ævi sína og
halda áfram að yrxja.
Helgi Sæ nundsson.
Jakob Thorarensen.
inn, Tréð við gluggann, Stroku-
hestur, Frú allra frúa, Tólf ára
telpa og Húsfreyjuhróður eru
harðmeitluð og sorfin eins
og Jakob kemst að orðí urn
skáldskap Guðmundar. heitins á
Sandi, og öll kæmu þau til álita
í úrval af ljóðum Jakobs. G:.st
á víðavangi og íslandsstef er i
einnig ágæt kvæði, en helzt til
misjöfn. Undirritaður telur
samt hin kímnu smskvæði bók-
arinnar eins og Dýrabogann,
Samtal þrevetlinga, Höfuðsig u\
Lóíaklapp, Mikinn mun, Sam-
býli og Hugfall órækust vitni
þess, hvað Jakob ætlar að eld-
ast skemmtilega sern ljóðskáid.
Fyndni þeirra og ádeila missir
hvergi marks, og þau þola
mætavel rækilegan lestur.
Jakob Thorarensen er að
mestu hættur að yrkja rímaðar
frásögur, en leggur því meiri
herzlu á að bregða upp mynd-
um í kvæðum sínum. Ljóðin í
,,Hrímnóttum“ eru flest stutt,
og það stafar af þessum nýiu
vinnubrögðum skáldsins. Sú oý
breytni er tvímælalaus-t iil
bóta. Hún stækkar Jakob varia
sem skáld, enda naumast sann-
gjarnt að krefjast slíks, þegar
hliðsjón er höfð af aldri hans
og.fyrri afrekum. En Jakob á
henni hins vegar það að þakka,
hvað kvæðin í „Hrímnóttum“
eru jafngóð og fjölbreytileg.
Hún hjálpar honum að halda
sér ungum í andanum.
Strokuhestur er yrkisefni,
sem flest skáld nítjándu aldar-
innar hefðu séð ástæðu til að
í FRÉTTUM FRÁ WAS-
HINGTON er skýrt frá því, að
Frakkar beri kvíðboga fyrir
því, að kínverskir kommúnistar
auki liðsinni sitt við uppreisn-
armenn í franska Indó-Kína,
,ef vopnahlé verður samið í
Kóreu. Telja franskir hernaðar
sérfræðSLngai?, að Kóreustyrj-
öldin hafi dregið úr aðstoð
Kínverja við upreisnarmenn-
ina, síðan kommúnistar kom-
ust í varnaraðstöðu í Kóreu,
og mun þeir því geta veitt upp-
reisnarmönnum ótakmarkað
fylgi, er Kóreústyrjöidinni
lýkur.
í lok þesarar viku verður
haidin herráðsstefna í Was-
:hington. Þar munu herráðsfor-
] ingjar Breta, Bandarík-jamanna
I og Frakka ræðast við, óg munu
I þeir sérstaklega ræða ástandið
í Austur-Asíu, að því er hermir
í Washingtonfréttinni.
Kvifcnar í jakka
UM KLUKKAN ELLEFU í
gærkveldi var slökkviliði
kvatt að Hávallagötu 29. Hafði
þar kviknað í jakka í kjalLara-
| gangi; en e'durinn var strax
I slökktur, og skemmdir urðu
' engar, nema hvað málning
j sviðnaði lítils háttar á veggn-
um eða þilinu, þar sem jakkinn
hékk.
IBUARNIR í NEPAL, hinu
litla ríki sunnan til í Himalja-
fjölium eru þegar farnir að verða
varir við húsbóndaskiptin í Ti-
bet, nágrannaríki jeirra. Síðan
kínv-ersku kommúnistarhir her-
námu Tibert hafa þeir sett öflug
an hervörg við landamæri ríkj
anna, sem áður voru óvarin.
AB 4