Alþýðublaðið - 20.01.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 20.01.1952, Side 4
AB-AIþýðublaðíð 20. janúar 1952. Afvinnuleysið og bæjaríhaldið ÞAÐ VIRÐIST SVO af fregnum blaðanna af síðasta hæjarstjórnarfundi, sem íhald ið með borgarstjórann í broddi fylkingar sjái sér ekki fært að verja einum eyri af fé bæj arins til að bæta úr þeirri neyð, sem atvinnuleysið er að leiða inn á mörg hundruð al- þýðuheimili í bænum. Að vísu er ætlunin að taka 40—50 menn í vinnu við að leggja vatnsleiðslur í smáíbúðar- hverfið, enda væri það ólíkt íhaldínu, ef skjólstæðingar þess í Óðni fengju ekki örlít inn bita til að veifa framan í verkamenn fyrir Dagsbrúnar kosninguna. En þessari rausn arlegu ráðstöfun fylgir sá galli, að bæjarvinnan á að minnka sem þessu nemur síð ar á árinu, svo að atvinnuaukn ing reykvískra verkamanna verður nákvæmlega engin. I- haldið er enn einu sinni að- eins að nota fé borgaranna til pólitískra blekkinga. Ástæðan'til þess, að ekki má verja einum eyri til þess að bæta úr sárustu neyð hinna atvinnulausu er sú, að fjár- hagsáætlun bæjarins verður að standast, að því er borgar- stjórinn lýsir yfir. Þessi fjár hagsáætlun gerir ráð fyrir, að bærinn hafi í tekjur á þessu ári 94.081.000 króna; en af þeirri upphæð sá íhaldið ekki ástæðu til að verja einum eyri til atvinnuaukningar og það felldi eðfc. vísaði frá tillögum alþýðuflokksmanna um slíkt framlag. Þó hiaut það að vera hverjum manni ljóst í desembermánuði, að hér mundi verða stórfellt atvinnu leysi eftir nýárið. Það var því knýjandi nauðsyn að gera ráð fyrir slíku framiagi, eins og jafnan var gert fyrir stríð, enda þótt atvinnuleysi væri þá aldrei líkt því eins mikið og það er nú. íhaldið eitt er á annarri skoðun í þessu máli. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri slær úr og í um þetta í ræðum sínum, en dregur all ar aðgerðir, sem nokkru gætu breytt, á langinn eða hummar þær fram af sér. Það er venjulega viðkvæði íhaldsins, þegar um atvinnu- ieysið er rætt, að þetta sé tíð arfari, aflabresti éða einhverju slíku að kenna, og borgarstjór inn heldur sýnilega, að það muni fylla potta hinna at- vinnulausu eða hita hús þeirra, að þeir séu minntir á vinnu, sem ef til vill verður næsta vor og sumar. Nei, þess ir fínu menn hafa sýnilega litla hugmynd um það, hvað það er að ganga um atvinnu- laus vikum og mánuðum sam an. Reykjavíkurbær hefur marg víslegar framkvæmdir með höndum og þarf mörg verk að láta vinna. Samt ber borgar stjórinn því við, að ekki séu til verkefni fyrir verkamenn hjá bænum, nema þetta eina í smáíbúðahverfinu. Þó blasir sú staðreynd við hverjum manni í þessum bæ, að götur bæjarins hafa verið illfærar fyrir snjó. Jafn að- kallandi verkefni og þetta er látið hálfunnið á sama tíma sem hundruð verkamanna eru atvinnulausir á eyrinni! Ætli 200 verkamenn eða svo myndu ' ekki taka fegins hendi snjó hreinsun í nokkra daga? Og ætli vörubílstjórarnir gætu ekki annað slíkj verki? Og skyldi umferðin í bænum ekki taka því með þökkum, að göt urnar yrðu rýmdar? Skyldu fótgangandi bæiarbúar ekki fagna því, ef klakahellurnar yrðu brotnar af gangstéttum miðbæjarins og slysahætta ör lítið minnkuð? Atvinnunefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna gekk á fund bæjarráðs sl. þriðjudag og ræddi þessi mál við ráðið. Borgarstjóri hafði þá orð á að bæjarráð kæmi saman næsta dag og ræddi atvinnu- leysismálin. Sá fundur var hins vegar aldrei haldinn, en í þess stað hélt borgarstjóri bæjarráðsfund um bílastyrki embættismannanna, og var helzt á honum að heyra, að athuga bæri, hvort styrkirnir ættu ekki að hækka! En að verja einum eyri til að vinna gegn atvinnuleysinu, — það kemur ekki til mála! íhaldið er sjálfu sér líkt í atvinnuleysismálunum. Það ætlar sér að dotta 1 skamm- deginu án þess að grípa til nokkurra raunhæfra ráðstaf- ana gegn versta böli reyk- vískrar alþýðu! Hækkun framfærslukostnaðarins í Yestur-Evrópu á árunum 1948—1951. Faslefpaep til bæjarsjóðs Reykjavíkur féllu í gjalddaga 2. þ. mán. Gjaldseðlar hafa verið sendir eigendum og og fór- dáðamönnum allra gjaldskyldra eigna, en reynslan hef- ur jafnan orðið sú, að allmargir seðlar koma ekki í hendur réttum aðilum, einkum reikningar um gjöld af óbyggðum lóðum. Gjaldendum í Langholts- og Laugarásbyggð er bent á að greiða fasteignagjöldin til Útibús Landsbankans, Langholtsvegi 43. Opið virka daga kl. 10—12 og 4—7, nema laugardaga kl. 10—12 og 1—3. SKRIFSTOFA BORGARSTJÓRA. AB AlþýðublaSiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Eitstjómarsimar: 4901 og 4902. _Auglýsinga- sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Aiþýðuprentsmiðjan, Hverlisgötu 8—10. AB 4 TÍMARITIÐ „EUROPEAN REVIEW“, sem gefið er út á tveimur tungumálum, i London og Paris, til stuðnings við Ev- rópuhreyfinguna, birti í desem ber athyglisverða línuritamynd af vexti dýrtíðarinnar eða hækkun framfærslukostnaðar- ins í 16 Vestur-Evrópulöndum og í Bandaríkjum Norður-Ame ríku á árunum 1948—1951, að báðum meðtöldum. Þykir AB rétt, að láta þessa fróðlegu línu ritamynd koma fyrir augu les- enda sinna og birtir hana því hér með. Eins og myndin ber með sér, eru línuritin jafnmörg og iönd- in, og sýna þau breytingarnar á framfærslukostnaðinum í hverju þeirra síðan 1943; en það ár er framíærslukostnaður inn settur 100. Ef miðað er við 1948 hefur Austurríkii (Austria), eins og myndin sjmir, metið í hækkun framfærslukostnaðarins, sem á fjórum árum hefur hækkað þar um 100% <eða ur 100 upp í 200. En þar næst hefur hækk un framfærslukostnaðarins orð ið mest á þessum fjórum árum á íslandi (Iceland). En séu að- eins tvö síðustu árin tekin, 1950 og 1951, þá hefur ísiand dýrtíðarmetið, því að á þeim árum hefur framfærslukostnað- urinn hækkað hér úr rúmlega 100 upp í rúmlega 100 eSn um 60%, en í Austurríki á sömu árum ekki nema úr 150 upp í 200, eða um 33 %. Það er athyglisvert víð línu- ritið af hækkun frarnfærslu- kostnaðarins á íslandi, að hann hækkar svo að segja ekki neitt á árunum 1948—',949, enda var dýrtíðinni þá haldið í skefj um af stjórn Stefáns Jóh. Stef- ánssonar með niðurgreiðslti á Útsöluverði ýmissa nauðsynja og öðrum ráðstöfunum. En um áramótin 1949—1950, þeg- ar sú stjórn var farin frá, og breytt var um stjórnarstefnu, tók dýrtíðin aftur að vaxa og framfærslukostnaðurinn • o hækka, eins og myndin sýnir, og þá hraðar og gífurlegar en í nokkru öðru Vestur-Evrópu- landi. Nokkur hækkun hefur orðið á framxærslukostnaðinum í Danmörku (Benmark;, Noregi (Norway) og Svíþjóð (Swed- en), í Danmörku rúmlega 20% og í Noregi um 25%, áðallegn á árunum 1950—1951 í báðum löndum, og í Svíþjóð rúmlega 20%, aðallega á einu ári, 1951. Nokkur hækkun hefur einnig orðið á Bretlandi (U. K. þ. e. United Kingdom), bó hægari en á Norðurlöndum og ekki eins mikil og þar. Ört vaxandi dýr- tíð hefur aftur á móti verið á Frakklandi (France) og Grikk landi (Greece), þó að hvorugt þeirra landa komizt neitt ná- lægt dýrtíðarmeti íslands, síðan íhaldsstjórnin tók við hér fyrir tveimur árum. Unglingar 18-22 ára fíerskyfdir á Vesfur-Þýzkatandi BONNSTJORNIN tilkynnll í gær, að allir ungíingar á Vest ur-Þýzkalandi 18—22 ára verði kvaddir til herbjónustu. Þessir æskumenn munu þó ekki allir hljóta hernaðarlega þjálfun, heldur aðeins þær 300 þúsundir, sem Vestur-Þýzka- land á að leggja hinum fyrir- hugaða Evrópuher til. Þær verða valdar úr öllum hinum skrásettu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.