Alþýðublaðið - 23.01.1952, Blaðsíða 7
Framhald af 5. síðu.
verðmæti með sparnaði á er-
lendum gjaldeyri. sem við
vissulega erum ekki of ríkir af.
Það er hægur nærri fyrir þá,
sem með' völdin fara, að tryggja
öruggan rekstur iðnaðarins og
iðnverkafólki stöðuga vinnu á
þann einfalda hátt að beina
innflutningi þjóðarinnar inn á
þær brautir, að í.stað þess að
flytja inn fullunnar iðnaðar-
vörur sé megináherzla lögð á
að tryggja innflutning á góð-
um hráefnum, sem við höfum
tök á að fullvinna hér heirna.
Slíkt er þjóðhagslegur ávinn-
ingur. Engin stétt þjóðfélags-
ins mundi á því tapa. Állir,
sem við iðnað fást, mundu bein
línis græða á því. Fyrir aimenn
ing kemur það í sama stað nið
ur, hvort hann kaupir erlenda
vöru eða íslenzka, samsvarándi
að gæðum. Aðeins heildsalar
mundu við þetta paissa spón
úr aski sínum. Hér þurfa vald-
hafarnir því aðeins að velja
milli hagsmuna þjóðféiagsins i
heild og hagsmuna fárra sér-
réttindamanna. Valið virðist
auðvelt. Samt sem áður hefur
sú leið verið farin, sem þjóð-
inni kemur verr, en sérrétt-
indamönnunum betur.
Það er engum efa undir orp-
ið, að það er geysimikið hags-
munamál fyrir alla alþýðu, við
sjávarsíðuna, að togararnir
leggi afla sinn hér á ]and; auk
þess sem það mundi einnig
vera beinn þjóðhagslegur á-
vinningur.
TOGARARNIR.
Sem betur fer hefur fiskafli
á djúpmiðum ekki brugðizt.
En alkunna er, að sá háttur hef
ur. verið á hafður um afsetn-
ingu togaraaflans, að skipin
hafa selt hann sjálf erlendis.
Á þennan hátt höfum við selt
á erlendan markað stóran
hlut afr fiskframleiðslu okkar
sem algerlega óunna vöru.
Þúsundir tonna eru þannig
seld út úr landinu, án þess að
á nokkurn hátt hafi verið reynt
að auka verðmæti hennar með
verkun eða vinnslu. Það er í
f.yrsta lagi aldrei vanzalaust að
flytja hráefni í stórum stíl xit
úr landinu, fyrst og fremst sök
um þess að verðmæti vörunn-
ar er þá miklum mun minna,
heldur en ef seld, er út full-
unnin vara, og afsölum við
ckkur með því möguleika til
sköpunar atvinnu og* þeim
tekjuauka, sem af vinnslu hrá
efnisins leiðir. Þetta kom þó
ekki verulega að sök, á meðan
atvinna var nægileg í landinu.
En óverjandi er með ö!lu að
fullvinna ekki þau hráefni,
sem við höfum yfir að ráða, og
nýta þannig til fullnustu ís-
lenzkt vinnuafl til að auka
verðmæti útflutningsins, þeg-
ar hundruð og jafnvel þúsund
ir manna víðs vegar um lana-
ið ganga atvinnulausir.
Þó tók steininn úr um úr-
ræðaleysið í þessum efnum,
þegar togararnir lönduðu í
haust, hvað eftir annað, salt-
fiski í Esbjerg í Danmörku, en
þar var hann síðan tekinn til
pökkunar. Erlendu vinnuafli
var þá beinlínis sköpuð vinna
við að koma íslenzku hráefni í
söluhæft ástand.
Auðug er sú þjóð, er efni
hefur á slíku, enda fullkomin
ofrausn, þv-í að á sama tíma
var atvinnuleysið að sliga efna
hagslega afkomu íslenzkrar al-
þýðu.
' 1
AKRANES.
Nokkur reynsla er nú feng-
in á fullkominni verkun og
nýtingu á afla togara í hrað-
frystihúsum og öðrum fisk-
verkunarstöðvum, og hafa Ak-
urnesingar haft forgöngu um
það mál.
Tcgarinn Bjarni Ólafsson,
sem er eign bæjarins, hefur
lagt upp allan sinn afla á Akra
nesi 'nú í nærfellt ár. Þar hef-
ur fiskurinn verið hagnýttur
til fulls, að mestu hraðfrystur.
Þetta hefur vitaskuld skap-
að landverkafólki geysimikla
atvinnu, enda hefur Akranes
,þá sérstöðu . meðal bæja og
kauptúna víðs vegar um land-
ið, að þar er atvinnuleysi nú
óþekkt fyrirbrigði. Slíkum
árangri er hægt að ná, þegar
allir möguleikar til íullkominn
ar hagnýtingar þess hráefnis,
sem fyrir héndi er, eru not-
aðir.
Af þessum nýja rekstri leið-
ir einnig fjárhagslegur ávinn-
ingur fyrir fleiri aðila en land
verkafólkið, t. d. munu háset-
ar á togaranum bafa haft á
liðnu ári betri hlut en almennt
hefur verið á þeim togurum,
sem afla sinn hafa selt erlend-
is. Orsakast það af því, að tog-
árinn getur verið fleiri daga
að veiðum, þegar enginn tími
fer í siglingu, og þess vegna
verður meira aflamagni skilað
á land. Og rekstrarafkoma tog-
arans hefur að minnsta kosti
verið eins góð eða jafnvel
betri en rneðan hann lagði afla
sinn upp erlendis.
ÞJÓÐARHAGUR.
Reynslan hefur því leitt í
ljós, að með þessu fyrirkomu-
lagi á afsetningu á afla togar-
anna, er að engu leyti teflt í
tvísýnu, heldur þvert á móti,
að allir aðilar mundu á því
hagnast. Verkafólkið fær við
það atvinnu, sem svo mjög hef
ur skort, rekstursafkoma tog-
aranna er jafnörugg og áður
og þjóðarheildinni skapast
verulega auknar gjaldeyris-
tekjur við breytingu hráefnis-
ins í fullverkaða og unna vöru.
Þess vegna er það hrein og
bein þjóðfélagsleg nauðsyn og
skylda stjórnarvaldanna að
trvggja, að afli togaranna sé
að eins miklu leyti unninn hér
heima og nokkur tök eru á.
Nú síðustu vikurnar virðist
vera að komast skriður á þetta
mál, því að nokkrir togarar
munu farnir að landa afla sín-
um til vinnslu? í hraðfrystihús
um hér í Reykjavík, og vissu-
lega ber að fagna því: og
þess ber að vænta, að sá hátt-
ur verði upp tekinn af öllum
togaraflotanum.
Hér hefur verið bent á tvær
leiðir, sem mjög verulega
myndu bæta úr hinu gífurlega
atvinnulevsi, ef farnar væru,
og báðum þessum leiðum er
bað sameiginlegt, að þær skapa
beinan og verulegan þjóðhags
legan ávinning. Við höfum
vissulega ekki efni á að láta
þær ófarnar.
Jón. Hjálmarsson.
kíkt&tkikA&hakikifaktk
MARGT Á SAMA STAÐ
Framh. af 4. síðu.
19. Lindberg, Peter Hans,
skipasmiður í Hafnarfirði, fædd
ur 5. ágúst 1920 í Færeyjum.
20. Lönning, EUif Olufson,
verkamaður í Kópavogshreppi,
fæddur 7. janúar 18JP í Noregi.
21. Moolenschot, Geertruida
Alphonsa Maria, nunná í Hafn-
arfirði, fædd 9. febrúar 1910 í
Hollandi.
22. Mortensen, Jens Victor
Ludvig, skipasmiður í Reykja-
vík, ræddur 28. desember 1916
í Færeyjum. . .
23. Munch, Ferdinand Emil
Eruno, nemandi í Reykjavík,
fæddur 17. september 1937 í
Þýzkalandi.
24. Pettersen, Alexander Hart
mann. rafvirkjanemi í Reykja-
vík, fæddur 21. september 1908
í Noregi.
25. Pietsch, Herbert Jósef,
gleraugnasérfræðingur Reykja
vík, fæddur 12. marz 1910 í
Þýzkalandi.
26. Rafn, Vidku í Amandus,
vélvirkjanemi í Reykjavík,
fæddur 26. maí 1923 í Noregi.
27. Rosenthal, Hairy, iðnað-
armaðc(r á Akureyri, tfæddur
15. júlí 1895 í Þýzkalandi.
28. Sshulz, Frithjof Max
Karlsson, nemandi í Reykjavík,
fæddur 6. maí 1937 í Þýzka-
landi.
29. Steinunn Ásta Guðmunds
dóttir, Akranesi, fædd 5. nóv.
1929 á íslandi.
30. Syre, Gerd, vinnukona á
ísafirði.. fædd 28. febrúar 1904
í Noregi.
31. Syre, Valborg, saumakona
á ísafirði, fædd 15. agúst 1908
í Noregi.
32. Söderholm, Einar Leand
er Gustav-Adolfsson, vélamaður
í Reykjavík, fæddur 17. nóvem
ber 1916 í Finnlandi.
33. Thomassen, Glufine Lou
ise, vinnukona á Pi.treksfirði,
fædd 8. ágúst 1912 í Noregi. Rétt
ur þessi tekur og.til barns henn
ar, Jan Wladyslaw Lotkowski,
sem fæddur er 15. marz 1943 í
Reykjavík.
34. Vedder, Wilhelm, úrsmið
ur í Reykjavík, fæddur 18. júní
1903 í Þýzkalandi.
35. Vroomen, Pieter Martin
Hubert, prestur, Landakoti í
Reykjavík, fæddur 13. ágúst
1906 í Hollandi.
36. Wálbom, Wagner, pylsu-
gerðarmaður í Reykjavík, fædd
ur 19. marz 1916 i- Danmörku.
37. Weg, Otto Arnold, kennari
í Reykjavík, fædduv 8. janúar
1933 í Þýzkalandi.
Þeir, sem heita erlendum
nöfnum, skulu þó ekki öðlast ís
lenzkan ríkisborgararétt með lög
um þessum fyrr en þeir hafa
fengið íslenzk nöfn.
. LAUGAVEG 10 - SIMI 3367
liwioimww
(Frmh. af 8. síðu.)
mánaða íangelsi, skilorðsbund-
ið. Allir voru þeir sviptir kosn-
ingarrétti og kjörgengi.
Innbrotin, sem menn þessir
frömdu, tveir og tveir saman á
víxl, voru í Adlonbar á Klapp-
ar'stíg 26, Skátaheimilið við
Snorrabraut, Mjólkurbarian á
Laugavegi 162, Harnpiðjuna
(tilraun) og verziunarskálá við
Suðurlandsbraut (tilraun). Inn-
brotið í Adlonbar frönidu þeir
Grétar Gíslason og .Jón Magnús
Benediktsson á jó'ianóttina, óg
var þar stolið um 30 Tengjum
af vindlingum og sælgæti. Ann-
ars var í þjófnuðum þessum
stolið ófengi, peningum, írakka,
skóhlífum o. fl. Áðurriefndir
þrír menn, sem óskuorðsbundna
dóma hlutu, eru á aldrinum 18
—25 ára, bafa marg'sinnis áður
gerzt sekir um þjófnaði.
Þá hefur undanfarið staðið
yfir hjá. rannsóknarlögreglunni
rannsókn á þjófnaðarmálum
tveggja 15 ára gamalla drengje,
Drengir þessir hafa nú játað
að hafá framið 11 þjófnaði :-am-
tals- og: höfðu þeir verið ýmist
saman eða sitt í hvoru iagi, er
]þeir frömdu afbrotin.
Einnig hafa fjórir aðrir drexig
af beltum
Handsniðin
GULLFOSS
ASalstræti 9.
„FrjáSsrar venlunar"
Frestur til að skila ráðningu á jólagetraun blaðsins
er til 31. janúar. Veitt verða 5 verðlaun fyrir réttar
ráðningar, 1 peningaverðlaun og 4 bækur. — Það skal
tekið fram fyrir þá, sem halda blaðinu saman, að ekki
er nauðsynlegt að senda svörin á eyðublaði því, sem
vísað er til í síðasta hefti.
Tímaritið „Frjáls verzlun“
Vonarstræti 4.
Blátt — Brúnt — Svart — Rautt — Grænt.
Efnaiaug HafnarijarSár h.f.
Gunnarssundi 2.
Sími 9339.
Verkamannaféiagið Dagsbrún
verður í Iðnó, fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 8,30 s. d.
Dagskrá:
Stjórnarkjörið.
Félagsmenn eru beðnir að mæta srtundvíslega.
Stjórnin.
tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum fvrr og síðar, að
1 j ósmyndastofan starfar áfram og mun eftirleiðis jæra
áður kappkosta að gera viðskiptavini sína ánægða í Rví-
vetna.
Myndað er alla virka daga nema laugardaga, kl. 1—5
síðdegis.
Bárugötu 5. Sími 4772.
ir á svipuðum aldri verið lítils
•háttar viðriðnir sunn þjófnað-
ina með drengjum þessum,
Þjófnaðina hafa drengir þessir
framið í íbúðum, verziimum,
skipurn og bifreiðum. í tveim-
ur tilfellum var um innbrot að
ræða, í útsölu sölunefndar setu
liðseigna og íbúð í Garðastræti,
en stolið hafa piltar þessir pen-
ingum, fatnaði og ýmsum mun-
um. Peningunum. segjast peir
hafa. eytt aðallega í áíengi og
leigutaifreiðar.
AB Z