Alþýðublaðið - 26.01.1952, Síða 4
AB-AIþýðublaðið
26. janúar 1952
Starf langrar ævi fyrir land og þjóð
VIÐ ANDLÁT Sveins
Björnssonar, forseta íslands,
er lokið langri og göfugri
mannsævi, sem helguð var
landi okkar og þjóð. íslend-
ingar kveðja hann í þökk og
lotningu og munu halda í
heiðri minningu hans sem
manns og þjóðhöfðingja.
Strax að loknu námi, og áð-
ur en Sveinn Björnsson réð-
is í opinbera þjónustu, hafði
hann mikil og farsæl afskipti
af ýmsum þjóðþrifamálum.
Hann hafði forustu um stofn-
un Eimskipafélags íslands og
Sjóvátryggingafélags íslands,
og þá þegar kom í ljós áhugi
hans og lægni, sem síðar átti
ríkan þátt í vinsældum hans,
áhrifum og farsæld. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina varð hann
fyrsti sendiherra íslands er-
lendis, og síðan sat hann sem
sendiherra landsins í Kaup-
mannahöfn í nær tvo áratugi.
Hann var kjörinn ríkisstjóri
ári eftir að samband Islands
og Danmerkur rofnaði af völd
um síðari heimsstyrjaldarinn-
ar. Forseti íslands var hann
kjörinn við endurreisn lýð-
veldisins að Þingvelli við Öx-
ará 17. júní 1944 og síðan
endurkjörinn til þess æðsta
embættis þjóðarinnar árin
1945 og 1949 og varð í
bæði skiptin sjálfkjörinn.
Hann gat sér mikla ástsæld
sem forseti; enda gerði hann
sér mikið far um að ferðast
um landið og kynnast þjóð-
inni, þó að hann ætti
löngum við vanheilsu að stríða
síðustu árin. Mun ekki of
mælt, þótt fullyrt sé, að hann
hafi orðið hvers manns hug-
Ijúfi.
Sveinn Björnsson hafði á
margvíslegan hátt fengið
ágætan undirbúning að því
vandasama starfi, sem honum
var falið við sambandsslit ís-
lands og Danmerkur og endur
reisn Iýðveldisins. Hann var
víðkunnur maður heima og
erlendis og hafði lengstum
starfað handan storma og
strauma hinnar skefjalausu
stjórnmálabaráttu. Þess vegna
reyndist auðvelt að sameina
sundraða aðila um val lians
og kjör; enda varð hann á
skömmum tíma sameiningar-
tákn þjóðarinnar. Skiptar
skoðanir hafa löngum verið
einkenni íslendinga. En þeir
voru einjiuga í afstöðu sinm
til hins fyrsta þjóðhöfðingja
í morgunsári hins endurreista
lýðveldis. Það sýnir bezt, hver
afburðamaður Sveinn Björns-
son var og hvers trausts hann
naut með þjóðinni.
Sveinn Björnsson hafði átt
við þráláta vanheilsu að stríða
undanfarin ár og margsinnis
leitað sér lækninga erlendis
eða dvalizt til hressingar.
Samt bar fráfall hans að með
skjótum og óvæntum hætti.
Forsetinn hafði flutt þjóðinni
nýársboðskap sinn að vanda
og verið bjartsýnn og hress.
Nokkrum dögum síðar lagðist
hann í sjúkrahús, en ekki var
þó talin hætta á ferðum. Hann
gat ekki verið viðstaddur
þingslitin í fyrradag, en eng-
inn hafði þá hugmynd um, að
ævi hans væri þegar öll. í
gærmorgun barst svo fréttin
um lát hans út um borg og
byggð. Þjóðin drúpir höfði í
sorg og harmi. Hún hefur séð
á bak ástsælum syni sínum,
sem var æðsti leiðtogi hennar.
Hinn látni forseti lifði
merkleg tímamót í sögu lands
okkar og þjóðar. Breytingarn-
ar á áraskeiði því, sem var
lífstíð hans, hafa verið miklar
og margþættar. Þjóðin hefur
endurheimt frelsi sitt og sjálf-
stæði, endurreist hið fornr
lýðveldi, gerbreytt atvinnu
vegunum og þjóðháttunum
séð land sitt komast í þjóð
braut og tekizt á herðar auk-
inn vanda með hverri nýrr
vegsemd Kynslóð Svein'
Björnssonar lætur eftir sif
mikið starf og mikinn arf. Of
þó að syrti í áninn og marg"
fari aflaga, mun enginn efast
um, að ísland eigi sér framtíð
Merkið, sem Sveinn Björnssor
valdist til að bera, verður haf-
ið á loft af öðrum að honum
föllnum. Hugsjónir þær, sem
vörpuðu sögubjarma á ísland
á lýðveldishátíðinni á Þing-
velli 17. júní 1944, halda á-
fram að lifa með þjóðinni,
eggja hana til dáða og vísa
henni veg til háleitra mark-
miða. Og í sókn og baráttu
framtíðarinnar verður gott að
minnast hins fyrsta þjóðhöfð-
ingja hins endurreista lýð-
veldis, velvildar hans og far-
sældar í starfi langrar ævi,
sem öll var helguð landi og
þjóð.
11
Eftir endurkiörið 1949 . Sveinn Björnsson, hinn
J tátni forseti Islands, var
upphaflega, 1944, kjörinn forseti lýðveldisins af alþingi til eins
árs til bráðabirgða, en endurkosinn af þjóðinni 1945 og 1949,
bæði skiptin án gagnframboðs, svo að hann varð sjálfkjörinn.
Myndin var tekinn er forsetinn var að undirrita embættiseið
sinn eftir síðara endurkjörið, 1949.
Hafnarfjörður.
Vegna eftirlits og viðgerðar á háspennu-
Tínu frá Elliðaám til Hafnarfjarðar verð-
ur Hjafnarfjörður og nágrenni væntanlega
straumlaust í dag og á morgun (laugar-
dag og sunnudag) kl. 1—4 e. h., ef veður
leyfir viðgerð.
Rafveifa
Hafnarfjarðar.
Verkamannafélagið HIí
s Hafnaríirði 45 ára
VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF í Hafnaifirði er 45 ára
um þessar mundir. Það var stofna'ð á öndverðu ári 1907 óg
teljast stofnfélagar vera um 40, bæði karlar og konur, en nú telur
þaft rösklega 600 félaga.
. — „ Tildrög að stofnun félagsins
voru þau, að þrír Hafnfirðing-
rr, þeir Jóhann Tómasson, Jón
^órðarson og Gunnlaugur
Tildibrandsson rituðu verka-
nannafélaginu Dagsbrún í Rvík
>g fóru þess á leit, að það geng-
st fyrir stofnun verkamanna-
'élags í Hafnarfirði. Var eftir
oað hafinn undirbúningur að
élagsstofnun með aðstoð Dags-
múnar og stofnfundur haldinn.
i'yrsti formaður félagsins, sem
lefnt var „Verkamannafélagið
Ilíf“, var kjörinn Isak Bjarna-
on frá Óseyri, síðar bóndi í
rífuhvammi.
Félagafjöldinn óx mjög ört,
)g er þess getið 17. marz þetta
ir í Alþýðublaðinu (gamla), að
élagsmenn séu orðnir 230 tals-
ins.
Starf félagsins hefur alla tíð
verið fyrst og fremst kjara- og
réttindabarátta fyrir verkalýð-
inn. Það gekkst og fyrir stofnun
^pöntunarfélags fyrir verka-
menn árið 1916, en það varð
vísir að Kaupfélagi Haínar-
fjarðar. Sjóð til styrktar fátæk-
um verkamönnum stofnaði það
þegar 1914, og blað hefur það
öðru hvoru gefið út síðan .1912,
handskrifað í fyrstu.
Lengst hefur verið formaður
félagsins Hsrmann Guðmunds-
son, núverandi formaður þess, í
Vill ekki verða
„sjálfdauður
á Drangsnesi
HAGUR MANNA allstaðar á
landinu fer stórum versnandi,
en þó mun ástandift vera lang
yest á Vesturlandi. Fólkið flýr
byggðirnar ef það á þess nokk-
úrn kost, og er nú svo komið í
sumum hreppum þar vestra, að
örfáarar hræður hýrast þar, se’m
áður var blómleg og fjölmenn
byggð.
Það er margt, sem hjálpást
að því að eyða þessa staði, afla-
leysi, heybrestur, iélegar sam-
göngur og algert atvinnuleysi
ásamt hraðvaxandi dýrtíð. Fer
hér á eftir útdráttur úr frétta-
bréfi frá Drangsnesi í Sranda-
sýslu, dagsett 9. janúar, sem
gefur góða hugmynd um ör-
væntingu þá, sem líkir í huga
þess fólks, sem þar býr.
„Fréttir fáar héðan, nema at-
vinnuleysi, fiskleysi og þar af
Isiðandi almennur aumingja-
skapur, má hammgjan ráða
hvaða endi það hefur.“
Næst þegar ég kem, þá geri
ég ráð fyrir að líta fremur
venju í kringum mig, því nú
fer ég að hyggja í alvöru til
burtferðar héðan, cg vil helzt
ekki þurfa að verða „sjálfdauð-
ur“ hér.“
Jóhann Tómasson,
aðalhvatamaður að stofun Hlífar
Háskéíafyrirlesfur
um bókmen nfastef nu
á Sunnudaginn
AB — AXpýSublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjórí: Emma Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4906. — Afgreiðslusíml: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Á MORGUN flytur
dr. Sveinn Bergsveinsson fyr-
irlestur í hátíðasal háskó’ans.
Fyrirlesturinn nefnist: „Bók-
menntastefna kynnt“.
Fjallar hann um tímamótin
1918 í íslenzkri ljóðagerð, er
I skáldskapurinn ryður sér nýj-
án farveg og tekur á sig nýtt
snið. Orsakirnar eru bæði af
þjóðfélagslegum og listrænum
toga spunnar.
Mun dr. Sveinn ræða um rök
og eðli hinnar nýju stefnu.
Dæmi verða tekin frá fyrsta
ská’di hennar, Stefáni frá
Hvítadal, og rakið hvernig það
mótast smám saman fyrir hin
nýju áhrif og hvaða skilyrði
það hafði til að bera uppi hina
nýju bókmenntastefnu. Að lok
um verður gengið í smiðju
skáldsins og athugaðar aðferð-
ir og vinnubrögð við bragar-
smíð.
Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e.
h. og er öllum heimill aðgáng-
ur.
FERÐASKRIFí> OFAN efnir
til skíðafsrðar að Lögbergi'
(Lækjarbotnum) næsta sunnu-
dag, ef veður og færi leyfir.
Lagt verður af stað kl. 10.00,
og verður skíðafólk tekið á eft
irtöldum stöðum:
Kl. 9,30 : Sunnutorgi, kl. 9,
40 vegamót Laugarness- óg
Sundlaugavegar, kl. 9,30 vega-
mót Miklubrautar og Lönguhlíð
ar, kl. 9,40 á Hlemmtorgi (Litla
bílastöðin), kl. 9,30 vsgamót
Nesvegar og Kaplaskjóls, kl. 9,
40 vegamót Hofsvallagötu og
Hringbrautar.
Þátttakendur eru áminntir um
að búa sig vel og athuga að skíði,
bindingar og stafir séu í lagi,
og unglingar beðnir að fara ekki
af alfaraleið, en halda sig í nám
unda við fullorðið fólk.
12 ár. En lengst átti sæti í
stjórn Guðjón Gunnarsson í 13
ár, gjaldkeri í 10 ár sam-
fleytt.
Félagið heldur hóf í kvöid í
Alþýðuhúsinu í tileíni af af-
mælinu.
HafnarMi á sunnudag
------«—r-----
Fjórir rithöfundar lesa upp og eonfrem-
ur verÖur kvartettsöngur og tvísöngur.
------4—------
BÓKMENNTAKYNNING verðijr ha’ktfn í Eæjarbíóí í
HafnarfirSi á sunnudag og hefst kl. 3 síðdegis. Þar munu fjórir
rithöfundar lesa upp, en ennfremur verður söngur. Þetta er
önnur bókmenn/akynningin, sem MFH efnir til í Hafnarfirði.
Hin fyrri var nokkru fyrir jól og þótti takast með miklum
ágætum.
Rithöfundarnir, sem lesa upp
á bákmenntakynningunni í Hafn
arfirði á sunnudag, eru Gunnar
Gunnarsson, Helgi Hjörvar,
Kristján Einarsson frá Djúpa-
læk og Ragnheiður Jónsdóttir.
Enn frsmur verður til skemmt
unar kvartettsöngur og tvísöng
ur fjögurra söngvara úr karla-
1 kórnum Þröstum. Söngvararnir
eru Páll Þorleifsson, Kristján
Gamalíelsson, Árni Gunnlaugs
son og Árni Friðfinnsson.
Aðgöngumiðar að bókakynn
ingunni verða seldir í bókaverzl
ununum í Hafnarfirði og enn
fremur í bókaverzlun ísafoldar
og Bókum og ritföngum í Aust
urstræti 1 í Reykjavík.
AB 4