Alþýðublaðið - 26.01.1952, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 26.01.1952, Qupperneq 6
■BHRS - Framha!dssagan 6 Agatha Christie: y'«y'V«y«y*. Morðgátan á Höfða Jón. J. Gangan. K E X Kcx er merkilegra atriði 1 menningarsögu þjóðarinnar en margur hsldur. Það er menning arsögulsgt meðlæti, ef fólk skil ur forníslenzku. Það var um langt skeið gjaldmiðill í verzl- unarviðskiptum tvegg.ia merkra menningarþjóða; öll kynni og viðskipti íslenzkra og franskra grundvölluðust á biskvíinu. Og meira en það; þarna myndaðist sérstakt viðskiptamái, eitt af fyrstu alþjóðamálum heimsins, biskvífranskan. Síðan eru liðn- ar aldir; svona er kexið merki- iegt í sögu þjóðarinnar. Svo var líka skútukex. Nú lítur helzt út fyrir að kex ið ætli aftur að verða stórmerki legt menningaratnði í sögu þjóðarinnar. Sem sé prófsteinn- inn á það, hvort þjóðin kann að meta og skilur hcilbrigt fjár- mália- og viðskiptalíf! Hingað hefur verið innflutt brezkt bis- kví, fínt kex, búið til í verk- smiðjum, sem fengið hafa verð- launapeninga og diplóm; um- búðirnar eru fyrsta flokks, öll áletrun á ensku. Hér á landi er ■ búið til kex, íslenzkur iðnaður og allt x lagi með það. íslenzkur iðnaður er líka hugsjón. En svo er bara þetta; brezka biskvíið er margfalt dýrara en íslenzka kexið. Hefur þjóðin hugsjónalegan þroska til þess að skilja þetta? Að þarná er um að ræða merkilegasta óg háleit- asta hugsjónafyrirbæri í við- skiptasögu og verziunarlífi þjóð arinnar! Sú hugsjón, afj allir græði, það er að segja, þeir sem eiga að græða; krónurnar safn- ist þangað, sem þær eiga að safnast; — til þeirra manna, sem vita að peningurinn er und irstaða sjálfstæðis og menning- ar þjóðarinnar, og verja hagn- aðinum til þess að kaupa meirá" brezkt biskví. Brezkt biskví er þannig orðið samnefnari allra verzlunar- og viöskiptahug- sjóna og þroska á því sviði! Meiri hugsjónir! Meira brezkt biskví! En nú er hitt, skiiur þjóðin þetta? Kaupir hún brezka bis- kvíið fremur en innlenda kex- ið? Ég held það. Ég treysti þjóð minni og menningarlegum þroska hennar. Ég treysti því, að umbúðirnar og enska áletr- unin geri sitt til. Hafi sín áhrif. Og að þjóðin fari ekki að vera með neinar smáskítlegar hug- leiðingar, þótt brezka biskvíið sé margfalt dýrara. Hvers virði ier ekki ein göfug hugsjón fyrir þjóðiifið? Hvers vixði er ekki ensk áletrun fyrir menninguna. Meira brezkt biskví! Meiri hugsjónir. Skrifað á bóndadag. Jón J. Gangaix. unnar. Ég skildi tilfinniugar hennar ósköp vel. Hún óttaðist bersýilega, að þessi aldni, iág- vaxni og skrafhreyfni útlend- ingur ætlaði að fara að gerast ærið uppáþi'engjandi. Og ég gat ekki annað en haft samúð með henni, þar sem mér var Ijóst hverjum augum hún hlaut að líta á framkomu. hans. Hún reis samt á fætur og gekk til móts við hann, enda þótt það væri auðséð á henni, að henni var það þvert um geð. En svipur hennar var ekki lengi að breytast, þegar Poirot hafði mælti við hana nokkur orð í hálfum hljóðum. Mér leið ekki sem bezt með- an á þessu stóð; ég Iiafði það á tilfinningunni, að ég stæði þarna . sem iila garður hlutur og að mér væri algerlega of- aukið. Þá kom Challenger iiðs- foringi mér til hjálpar með ein stakri hæversku; bauð mér vindling og tók að spjalla við mig um daginn og veginn. Það kom begar ósjálfrátt á daginn, að við höfðum veiít hvor öðr- um athygli og féll vel hvorura við annan. Ég geri einnig ráð fyrir, að honum hafi veriö ég betur að skapi heldur en urigi maðurinn, sem var í fylgd með honum. Mér gafst nú fyrst tækifæri til að virða hann nán ar fyrir mér. Þett.a var ungur maður, hávaxinn, bjartJeitur. dálítið stórnefjaður og allt of glæsilegur, laglegur og nost- urslega til hafður. Máthreimur hans var þreytulegur, frani- koman tilgerðarleg otf letileg. Þó féll mér verst hi-i ytri of- fágun hans. Síðan varð mér litið á stúlk- una. Hún sat í djúpum stól, andspænis mér, og hafði ein- mitt í þessum svifum tekið af sér hattinn. Að útliti var þetta óvenjuleg stúlka; eins og þreytt dýrlingamynd; að minnsta kosti get ég ekki lýst henni bet ur í fáum orðum. Hár hennar v,ar bjart, því sem næst litar- vana, skipt í miðju og vafið í hnakkahnút. Litarraft hennar var marmarahvítt og þó óvenju lega lífrænt, augun ljósgrá, sjáöldrin stór, augnaráðið star andi og þyrst. Ég varð þess var, að hún horfði á mig og allt í einu tók hún til máls. „Fáið yður sæti á meðan vinur yðar lýkur erindinu við Nick“. Rödd hennar var ekki laus við tilgerð; hljómblærinn dá- lítið óeiginlegur og áherzlurn- ar ýktar; engu að síður var röddin gædd áhrifstöfrum; þýð og að vissu leyti fögur. Hún verður mér minnisstæð, hugs- aði ég,. sem sú þreyttasta mann eskja, sem ég hef nokkru sinni fyrir hitt; ekki líkamlega þreytt, heldur andlega; eins og hún hafi komizt að raun um, að allt, sem þessi veröld hefur börnum sínum að bjóða, sé einskisverður hégómi. „Ungfrú Buckley var svo vingjarnleg að veita kunningja mínum aðstoð, þegar hann datt og snerist í öklalið fyrir skömmu“, sagði ég um leið og ég þekktist boð hennar og tók mér sæti. „Já, Nick sagði okkur þá sögu“, mælti hún og starði enn á mig. „Honum hefur batnað meiðslið, að því er virðist?“ ' Ég fann að ég roðnaði við. „Þetta var aðeins smávægi- leg tognun", sagði ég. „Allt í lagi. Það gleður mig bara, að komast að raun um, að Nick hefur ekki skrökvað upp allri sögunni. Hún er ein- hver sá dásamlegasti lygari, sem fyrirfinnst á þessari jörð, skal ég segja yður. Undraverð ur hæfileiki“. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara. Og hún virtist, hafa hið mesta gaman af vandræð- um mínum. „Hún er ein þeirra vina minna, sem ég hef lengst hald ið tryggð við“, mælti hún enn. „Mér hefur alltaf þótt tryggð mjög þreytandi dyggð. Eruð þér ekki á sama máli? Skotar kváðu vera manna tryggastir; einkum við gamlar venjur, eins og helgíhald hvíldardags- ins og þess háttar. En Nick er hraðlygin, — eða hvað finnst þér, Jim? Hún var blátt áfram dásamleg lygasagan, sem hún sagði: okkur um bifreiðarheml- ana. Og Jim fuilyrðir, að ekk- ert hafi verið við hemlana að athuga“. Og bjarthærði maðurinn mælti hljómmikilli röddu: „Ég ætti að hafa talsverða þekkingu á bifreiðum“. Hann leit um öxl. Meðal bif reiðanna, sem stóðu fýrir utan gluggann, gat að líta langa, rauða bifreið. Mér virtist hún bæði lengri og rauðari. heldur en bifreiðar gætu með góðu móti verið. Hún var gljámáluð og fáguð, svo að það stirndi á hana í sólskininu; vandaðasta og dýrasta gerð, hugsaði ég. „Eigið þér þessa bifreið þarna?“ spurði ég skyndilega, og án þess að vita hvers vegna. Hann kinkaði kolli til sam- þj«kkis. „Já“. Mig langaði óskiljanlega mik ið til a& segja: „Það hlaut að . vera!“ Poirot kom að í þessu. Ég reis á fætur, harfb stakk hönd- inni undir arm mér, laut hin- [um lítilsháttar í kveðjuskyni og leiddi mig hratt á brott. „Þetta er allt í lagi, kunn- ingi. Við erum boðnir í heim- sókn til ungfrúarinnar að Höfða klukkan hálfsjó. Húr. verður þá komin heiro úr öku- ferðinni, að öllu forfallalausu.11 Það var áliyggjusvipur á and liti hans og rómur hans kvíða þrunginn. „Hvað sagðir þú henni?“ spurði ég. ,,Ég bað hana að veita mér viðtal eins fljótt og auðið væri. Fvrst í stað var hún dalítið treg til þess, enda iái ég henni það ekki. Hún hugsaði sem svo; ég gat nefnilega lesið huga hennar eins og opna bók; hún hugsaði sem svo: Hver er hann, þessi litli karl? Er hann svindl ari, kvennaloddi eða kvik- myndatökustjóri? Hún myndi hafa neitað beiðni minni, ef henni hefði verið það auðið. — en hún átti örðugt með það, — slíkt er elcki svo auðvelt, þegar i beiðnin er borin óvænt fram j og enginn frestur gefin til um- , hugsunar. Hún kveðst rnunu I bíða okkar heima klukkán hálfsjö, — ef ekkert óvænt kemur fyrir.“ Ég sagði eitthvað í þá áttina, |að ekki væri líklegt, að neitt j óvænt kæmi fyrir, en kunningi | minn tók lítt í það. Hann hafði ekki eirð í sínum beinum frem ur en köttur, sem veit af bráð á næstu grösum. Hann æddi fram og aftur um setustofu okkar, tautandi og tuldrandi við sjálfan sig, og fann sér að venju sitt af hverju til að lag- færa. Ef ég yrti á hann, gerði hann annað hvort að banda frá sér með hendinni eða hrista höfuðið. Klukka var um það bil sex, þegar við loksins lögðum af stað. „Það virðist óhugsandi", varð mér að orði, þegar við komum út á veröndina. „að nokkur skuli freista að skjóta mann til bana, hér í veitinga- hússgarðinum. Slíkt væri óðs manns æði“. Myndasaga harncmna Dvergurinn fjölkunnugi X[W":—TVf'WfW—- if W.- t. ’ N ! Dvergurinn og fólk hans tók nú að breyta rúminu í segl, en Bangsi og Alli fóru að sofa á sefbeði, sem þeim var búinn. En fyrir afturelding vaknaði Bangsi, og var þá seglið að verða tilbúið. Trúðurinn setti upp siglu- tréð og vatt upp seglið inni í hellinum til að vita, hvernig það væri. Hann sagði að þau gætu ekki gert það betur úr garði, og svo steig Bangsi um borð. Síðan reri Bangsi af stað út úr hellinum. Hann aúlaði ekki að vinda upp segl fyrr en hann væri kominn nokkuð frá landi, því að sterkur byr var til Sand flóa, og báturinn lét illa að stjórn. VINKONA mín kom þjótandi til mín einn morgua gremjuleg á svipinn og sagði: „Ég er svo reið við hann Guðmund, mann- inn minn, að ég veit ekki hvað ég á að gera við hann.“ „Nú, hvers vegna?“ „í nótt dreymdi mig að það var einhver ljóshærð stelpugála að fjolla við hann og hann virt- ist eins ánægður og köttur, sem strokið er um bakið.“ „Blessuð vertu, ‘ sagði ég, „þetta var bara draumur.“ „Nú, ef hann lætur svona í mínum draumum, hvernig held urðu þá að hann láti í sínum?“ * * *■ ÞAÐ var mjög þröngt í stræt isvagninum og í miðri þvögunni stóð bústin kona og hélt í hend ina á litlum strákhnokka. Mað- ur nokkur, er stóð lijá konunni, spurði hana hvort hún væri ekki hrædd um að -trákhnokk- inn sonur hennar yrði troðinn undir. „Nei, alls ekki,“ sagði konan. „Hann bítur.“ * * SÚ saga gengur í París, að Malenkov liafi farið til Stalins og skýrt honum fra því að það hafi verið staðfest, að Adam og Eva hafi verið Rússar. „Nú, ef Bandaríkjamenn segja að það sé bara áróður, hvaða sönnun höfum við þá?“ spurði Stalin. „Það sannar sig sjálft,“ sagði Malenkov. ,,Adam og Eva attu engin föt til að skýia með nekt sinni og þau áttu ekkert hús og höfðu ekkert sér til viðurværis annað en epli — og þau trúðu því að þau væru í Paradís. Þau hljóta að hafa verið Rússar.“. * * >!« * BIFREIÐ ók á hraðri ferð fram úr umferðarlögreglumii og sat kona við stýrið. Þegar bifreiðin fór fram hjá tóku lög- regluþjónarnir eftir því að fót- leggir á karlmanni légu upp í afturgluggann. Lögreglan ók á eftir konunni og náði henni brátt og skipaði henni að nema staðar. Reis þé upp maðurinn, sem legið hafði á taakinu í aft- ursætinu með fæturna upp að rúðunni og sagði lcindarlegur: „Þegar konan mín ekur taíln- um leggst ég alltáf í svona stell ingar, því ég get ekki þolað að .sjá hana stjórna bifreiðinni.“ * * HIN fræga vísindakpna Ma- dame Curie hafði mesta ýmu- gust á þeim, sem sóínuðu eigin- handarundirskriftum. Síðustu ár ævinnar neitaði hún alveg að látá eiginhandarundirritun sína í té og neytti allra bragða til að sjá við snörum þeirra, er revndu að komast yfir ritbönd hennar. Sniðugur riíhandasafnari hugðist leika á gömlu konuna og sendi henni ávísun með all- stórri upphæð og bað hapa að gefa peningana til einhverrar góðgerðastarfsemi, er hún sjálf myndi kjósa. Hann vissi sem var að ef hún íramseldí ávísun- ina myndi hann fá ávísunina til baka með undirájírift hinnar frægu konu. Það er hægt aö gera sér í hugarlund tilfintdngar aum- ingja mannsins þegar hann féklc eítirfarandi bréf frá einkaritara' hennar: Madame Curie hefur beðið rnig að færa yðúr kærar þakkir fyrir hina vinsamlegu gjöf. Hún hefur ákveðið að framvísa éltki ávísuninni, vegua þess að það vill svo til að hún er rit- handasafnari. AB 6

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.