Alþýðublaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðublaðið 2.febrúar 1952 Forsetinn ÍSLENZKA ÞJÓÐIN kveð- ur í dag fyrsta forseta hins endurreista lýðveldis, Svein Björnsson, með söknuði og þakklæti. Löngu og farsælu starfi hans í þágu lands og þjóðar er lokið, en minning- in um manninn og þjóðhöfð- ingjan lífir. Að gervallri þjóð inni hefur sár harmur verið kveðinn við fráfall hans og samúðarkveðjur hafa borizt víðs vegar að utan úr heimi. Sveinn Björnsson var elskað- ur og virtur af öllum, sem þekktu hann, heima og erlend ís; og í sögu íslenzku þjóð- arinnar hefur hann með lífi sínu og starfi ritað nafn sitt skýrum stöfum. Hann var hafinn yfir flokkadrátt og ríg, sameiningartákn þjóðar- innar, þegar henni reið mest á að takast í hendur og slá hring um endurheimt frelsi. Slíks manns er gott að minn- ast. Sveinn Björnsson var mik ill gæfumaður, og íslenzku þjóðinni var það ómetanleg gæfa að njóta hans, þegar hið forna lýðveldi var endur- reist. Skuggi síðari heims- styrjaldarinnar grúfði þá enn yfir heiminum, er sá sögulegi viðburður gerðist á alþingi á Þingvelli 17. júní 1944. Þá var Islendingum mikils virði að finna mann, sem þeir gætu sameinazt um, hvar í stétt, sem þeir stóðu, og hverjar sem skoðanir þeirra ella voru. Og það val tókst giftusam- lega. Sveinn Björnsson var vandanum vaxinn. Þetta fann þjóðin og kunni að meta eins og sjá má á því, að hann var endurkjörinn tvisvar sinn um og varð í bæði skiptin sjálfkjörinn. Undirbúningur Sveins Björnssonar að starfi því, sem honum var falið í árdög um hins endurreista lýðveld is, var mikill og góður. Strax að námi loknu vakti hann at- hygli fyrir einlægan áhuga á framfaramálum þjóðarinn- ar. Hann beitti sér fyrir marg víslegum nýjungum af kappi og framsýni, og hafði brátt nokkur afskipti af stjórnmál um, en kom jafnan fram á þeim vettvangi sem manna- sættir en ekki hólmgöngu- maður. Síðan varð hann fyrsti sendiherra íslands er- lendis með aðsetur í Kaup- mannahöfn, og um nær tveggja áratuga skeið var hann eini fulltrúi okkar í út- löndum. Það starf vann hann af mikilli samvizkusemi og umhyggju fyrir hag og mál- stað íslands. Hann fluttist hingað heim í byrjun ófriðarins og varð ríkisstjóri nokkru eftir að rás heimsviðburðanna rauf raun- verulega allt samband íslands og Danmerkur. Við endur- reisn lýðveldisins var því að sjálfsögðu leitað til hans sem hins dáða og lífsreynda manns, er staðið hafði utan við höggorrustur stjórnmála- baráttunnar hér heima og all ir gátu treyst og orðið sam- mála um, og hann kjörinn fyrsti forseti lýðve’disins. Hann átti löngum við van - heilsu að stríða síðustu árin, en áhugi hans og starfsvilji entist fram í andlátið. í hvert sinn, sem hann ávarp- aði þjóð sína, var hann bjart sýnn og reifur og bar áhuga- mál hennar fyrir brjósti. Hann óx af vanda sínum í áliti þjóð arinnar. Og nú drúpa íslend- ingar höfði og kveðja hann allir sem einn og einn sem allir. Fegurstu eftirmæli hans verða hljóðlátar og einlægar óskir fjöldans, sem í dag kveð ur hann í hinzta sinn á landa mærum lífs og dauða. Við fráfall Sveins Björns- sonar forseta er stórt skarð fyrir skildi á ís’andi. Nú er íslendingum sá vandi á hönd um að velja nýjan mann til að hefja á loft merki þaö, sem Sveinn Björnsson bar, og bera það lengra fram á Ieið. Vonandi verður ham- ingja þjóðarinnar slík, áð henni auðníst að velja í stað hans mann, sem starfar í anda hins látna forseta og reynist verðugur arftaki hans. Þess og einskis annars munu íslendingar óslia sér í því efni. r- ....7 * * ■** ’ je f . flí|' ■ ;:;i ý ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■>■■■*rl Sljórnmálaskóli FUJ hefsf á morgun [ STJORNMALASKOLI : FUJ hefst kl. 2 e. h. á morg ; un, sunnudag. Þá mun Gylfi ; Þ. Gíslason flytja fyrsta er- j indi sitt um sósíalisma. : óriiui og dúfurnar. Það eru fleiri en menn. irnir, sem nú finna til snjóþyngslanna. Þau eru ekki síður vandamál fyrir dúfurnar, sem verða að leita sér viðurværis úti á víðavangi og nú sjá allt þakið snjó. Myndin sýnir stóran hóp af dúfum í snjónum á einni götu Reykjavíkur í gær. Snj mmummmmmamnu ■ ■ ■ ■ ■ ■.■ ■ keppéndur á sundmóti Ægis á Fulltrúaráð verkaiýðsfélaganna í Keykjavílt, verður haldinn mánudaginn 4. febrúar 1952 kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. FUND AREFNI: 1. Atvinnumál. 2. Reikningar 1. maí. 3. Kosning l.-maí-nefndar. 4. Kosning tveggja manna í stjórn styrktar sjóðs verkamanna- og sjómannafélaganna í Reykjavík. 5. Önnur mál. 4 Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. — Alþýðublaöið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-r sími: 4905. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Heidmr söngkévnmtun í Gamla n. k. þriðusdadskvöld. I UNGUR REYKVÍKINGUR, Ketill Jensson, sem er nýkom- inn heim eftir þriggja ára söngnám á Ítalíu, heldur fyrstu sjálf- stæðu söngíkemmtun sína í Gamla Bíó næstkomandi þriðju- dag 5 febrúar .. ..... - Ævintýrin gerast tnn í dag.! Ungur íslendingur hefur valið sér sjómennsku að ævistarfi, en án þess að vera þess meðvitandi, að örlög'n hafa etlað honum annað hlutverk. Ketill Jensson stundaði sjómennsku á togur- urnum langt skeið ^g bjóst víst varla við því að an.iað ætti fyr- ir sér að liggja. Félagar hans um borð vissu, að hánn hafði fallega söngrödd, en hvað hef- ur maður að gera með fallega og bjarta tenórrö.H á togara vestur á Halamiðum, þar er öðru að sinna. FRÁ HALAMIÐUM TIL ; MILANO. Keíill er 26 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Söngíer- ill hans byrjaði með því að I hann var í söngtímum hjá Pétri I Jónssyni í nokkra .Tsánuði vet- 1 urinn 1947 og 1943, síðan vsr hann í Karlakór R: ykjavíkur og kom meðal annars frarn sem einsöngvari. Var það fyrir tilstilli og að- stoð nokkurra manna, að Katli var gert kleift að fara ,utan til söngnáms. Að dómi söngfróðra manna hafði Ketill óvenju- mikla og fagra tenörrödd, sem með réttri þjálfu i gat skipað sess með hinum beztu tenór- röddum og margir gei a sér von ir um að hann verði með tím- anum annar Stefán íslandi. það má því búast við, að margt verði um mannin í á söng- skemmtuninni í Gamla Bíó til að vita, hvernig fyrsti konsert þessa unga lístamanns tekst. Fréttamenn áttu tal við Ketil í gær og spurðu íann tíðinda af námsferli hans og fyrirætl- unum. -— Hver var kenntri þliin? „Ég var allan timann hjf söngkennaranum Angelo A1 bergoni í Milano. Bjá honurr hafa nokkrir íslendi.igar stunc’ að söngnám, m. a. Víavnús Jón- -on og Þuríður Pálsdóttir (ís- álfssonar) en þau munu nú öafa skipt um kennara-. — Eru ekki fleiri íslending- sr við, söngnám á /talíu? „Jú, Ólafur Jak bsson, Gunn ar Óskarsson og Jón Sigur-1 björnsson eru þar I.ka. — Hver er talinn nezti tenór ' — . KetiH Jensson. söngvari á Ítalíu um þessar mundir? „Flestir álíta, að De Stefano sé beztur. Gigli er hættur að syngja opinberlega, enda er hann kominn um sextugt. Hann A MANUDAGSKVÖX DIÐ fer fram í Sundhöllinni fyrsta sundmót ársins — sundmót Æg is. Hefst það kl. 8.30 og eru keppendur rúmlegi 50, frá Keflavík, úr Ölfusi, Horgarfirffi og Reykjavík. Keppnisgreinarnar eru 300 m: skriðsund karla, 200 m. bringusund karla, 0 m. bak- sund karla, 100 m. skriðsund drengja, 100 m. bringusund kvenna, 50 m. bringusund telpna, 50 m. baksund drengja og 4X100 m. fjórs'md karla. Meðal keppenda má nefna: Pétur Kristjánsson, Ara Guð- mundsson, Hörð Jóhannesson, Sigurð Jónsson KR >g Kristján Þórisson úr Reykholti. Sú nýbreytni verður tekin upp, að tveir framhaldsskól- anna keppa í boðsundi. Eru það ó þessu móti Menntaskólinn og Gagnfræðaskóli Austurbæjar, en lið þeirra urðu nr. 1 og 2 og ákaflega jöfn á skólaboðsunds- keppninni fyrir áramótin. ----------A----------- SÝNIN G-ARNEFND iðnsýn ingarinnar, sem halda á hér á komandi sumri, er nú fúllskip uð, og eru í nefnainni þessir menn: Sveinn Guðmundsson, Sveinn Valfells, Axel Kristjáns son, Guðbjörn Guðmundsson, Harry Frederiksen, ólafur Þórð arson og Helgi Hallgrímsson. kvaddi sönginn með söng- skemmtun í borginni Rougio, þar sem. hann kom ívrst fram fyrir 37 árum. Það kom til iiíla að De Stefano færi með i' utverk Car uso í kvikmyndinni urr hann, en hann varð að velja á milli óper 'unnar og kvikmyndanna og kaus að halda áframi í óperunni, en hinn ungi amerísk-ítalski söngvari Mario l.anza mun leika Caruso. — Hvað er framundan? „Ég veit það ek'.d., það er allt ór.áðið enn og fer teftir því, hvernig þetta tekst. Fundurinn, . sem frestað var á miðvikudag, verður haldinn í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 3. febrúar kl. 2' e. h. stundvíslega. (Inngangur frá Hverfisgötu.) Stjórnin. irðingafélagið hefi,ir kvöldvöku í þjóðleikhússkjallaranum n.k. sunnu- dag kl. 20 stundvíslega. Til skemmtunar: — Félagsvist. Upplestur, Lúðvík Hjaltason. Einsöngur, Gunnar Kristinsson. Dans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.