Alþýðublaðið - 14.02.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýðublaðið
14. febrúar 1052
Aflabresíur og atvinnuleysi
STJÓRNARBLÖÐIN halda
áfram að fullyrða, að atvinnu-
leysið stafi af aflabresti. AB
hefur svarað því til, að þessi
skýring væri fráleit eins og
gleggst megi ráða af því, að
fiskafli var minni síðasta árið,
sem stjóm Stefáns Jóh. Stef-
ánssonar sat við völd, heldur
en árið, er leið; og þó var
ekkert atvinnuleysi í tíð
þeirrar stjórnar. Stjórnarblöð
unum dettur auðvitað ekki í
; hug að neita þessari stað-
reynd. En þau láta eins og
hún hafi ekki komið fram og
halda áfram að stagl'ast á fyrri
fullyrðingum.
Auðvitað dettur engum í
hug að neita því, að aflabrest-
urinn undanfarin ár hafi fært
þjóðinni mikinn vanda að
Höndum. En hann er ekkert
nýtt fyrirbæri. Hér hefur orð-
ið aflabrestur ár eftir ár síðan
1946. En atvinnuleysið kom
ekki til sögunnar fyrr en nú-
verandi stjórn var setzt að
völdum. Þó var henni minni
vandi á höndum en fyrrver-
andi ríkisstjórn. Fiskafli
reyndist meiri árið, sem leið,
bæði á vetrarvertíðinni og
síldarvertíðinni, heldur en
1949, síðasta árið, sem stjórn
Stefáns Jóh. Stefánssonar sat
að völdum. Núverandi stjórn
hefur að auki fengið fúlgur af
erlendu gjafafé. Samt hefur
atvinnu’eysið fylgt henni eins
og skugginn föstum hlut; en
það þekktist ekki í tíð fyrrver)
andi stjórnax. Hvað kemur til?
Auðvítað stafar þetta ekki af
aflabrestinum eins og stjórnar
blöðin vilja vera láta. Orsökin
er stefna og starf núverandi
af turhaldsst j órnar.
Bjarni Benediktsson utan-
ríkismálaráðherra flutti fyrir
nokkru ræðu á Varðarfundi
hér í Reykjavík. Morgunblað-
ið rekur meginatriði hennar í
forustugrein sinni í gær og
birtir upplýsingar ráðherrans
um afleiðingar aflabrestsins
undanfarin ár. Bjarni Bene-
diktsson telur, að á árunum
1946-1951 hafi af?abresturinn
haft í för með sér 885 milljón
króna rýrnun útflutnings-
verðmætis þjóðarinnar mið-
að við, að meðalafli hefði
verið á þessu tímabili. En við
þessa upphæð telur ráðherr-
ann að bæta megi 2-300 millj-
ónum vegna þess, að lengst
um á þessu tímabili brást
einnig síldveiði í Hvalfirði. 1
Samtals nemur þannig hagn-
aðartapið við aflabrestinn á
umræddu áraskeiði um 1000
milljónum króna miðað við
meðalafla.
AB hefur síður en svo
ástæðu til að vefengja þessar
upplýsingar utanríkismálaráð
herra. En þær eru hins vegar
engin vörn fyrir núverandi
ríkisstjórn. Þær leiða í ljós,
að hér varð geysilegur afla-
brestur öll árin, sem ríkis-
stjórn Stefáns Jóh. Stefáns-
sonár sat að völdum. engu
síður en í tíð núverandi rík-
isstjómar, og þó tókst stjórn
Stefáns Jóhanns að firra þjóð
ina böli atvinnuleysisins. En
strax og núverand ríkisstjóm
var tekin við, fór að bera á
vofu atvinnuleysisins, og nú
gengur hún ljósum logum um
þvert og endilangt Island.
Samt hefur núverandi ríkis
stjórn til umráða fúlgur er-
lends gjafafjár, sem fyrrver-
andi ríkisstjóm hafði ekki
handa á milli. Og hvað veld-
ur svo þessum mikla mun?
Ekki aflabresturinn, því að
hann hefur sagt til sín árlega
síðan 1946, eins og utanríkis
málaráðherra játar í ræðu
sinni á Varðarfundinum sam-
kvæmt frásögn Morgunblaðs-
ins. Munurinn er fólginn i
breyttri stjórnarstefnu,
skammsýnni viðskiptapólitík,
skipulagslausum innflutningi
og hömlu’ausu frelsi fyrir
brask og okur. Það er sann-
leikur málsins, en hann fást
stjórnarblöðin ekki til að játa
af skiljanlegum ástæðum.
Bjarni Benediktsson sakar
Alþýðuf'okkinn um að kenna
núverandi ríkisstjórn um afla
brestinn. Það er blekking. Al-
þýðuflokknum hefur aldrei
dottið slíkt og þvílíkt í hug.
Af'abrestur verður ekki færð
ur á reikning núverandi rík-
isstjómar fremur en annarra.
En ríkisstjórn afturhaldsflokk
anna hefur búið gróðastéttun
um hlut góðæris, en almenn
ingi hlutskipti hallæris, stjórn
að af ráðleysi og skipt rang-
lega milli stéttanna. Og því er
nú komið sem komið er.
Lifum
Blátt — Brúnt — Svart — Rautt —r Grænt.
Efnafaug HafnarfjarSár h.f.
Gunnarssundi 2. Srni 9389.
Lokað
frá kl. 1—3 í dag vegna jarðarfarar.
SKRIFSTOFA FLUGRAÐS.
Dregið í bókahapp-
dræftinu í dag
í DAG mun verða dregið í
bókahappdrætti bókamarkaðs-
ins, en honum lauk í gærkveldi
klukkan 10. Alls'Voru afhentir
um 5000 happdrættismiðar, en
einn miði var látinn með hverri
afgreiddri bók, sem seld var á
markaðinum. Miklu fteiri mu.nu
þó hafa sótt bókasýninguna.'
Eins og skýrt hefur verið frá
eru sjö íslenzk ritverk í bóka-
happdrættinu: Ritsafn Bólu-
Hjálmars I—V, Öld:n okkar I
—II, Úr fórum Jóns Árnasonar
I—II, Reisubók Jóns Indíafara
I—II, Napoleon I—III, Sjó-
mannaútgáfan 16 bækur og
fornrit Helgafells, Njála, Heims
kringla, Grettissaga og Land-
náma.
Aðaífundur skíða-
Fleira en sápan, sem freyðir. Brezkur rak-
1 ari í Morden
í Surrey á Englandi hefur fundið upp gott ráð til þess að fá
menn til að hætta við heimarakstur og gerast daglegir gestir á
rakarastofu hans. Auk rakstusins er þar nefnilega einnig á boð-
stólum öl, svo að það er fleira en sápan, sem freyðir þar. En
sagt er, að það sé orðinn siður manna í Morden, er þeir koma
heim angandi af öli eða einhverju líku, að segja að þeir hafi
verið hjá rakaranum. Myndin var tekin á rakarastofunni í
Morden og sýnir einn viðskiptavininn í rakstólnum með öl-
krúsina á hnénu.
Þúanir eða þéranir
»
í skóiunuml
r.B — AlþýSublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjórnarsímar: 4961 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Tímaritið Menntamál (rit-
stjóri Ármann IL.lldórsson)
birtir í ,,Ritstjórarabbi“ í ný-
útkomnu hefti síau eftirfar-
andi hugleiðingu um þúanir
og þéranir, einku.n í skólum:
ÝMSIR GÓÐIR M5NN hafa
þungar áhyggjur af því, hversu
þérunum fer nú hnignandi með
þjóðinni. Er heitið á skólana til
halds og trausts að varðveiða
þennan sið frá glötun. Það er
því þess vert, að þetta mál sé
rætt og athugað frá ýmsum hlið
um. Sannast að segja er mér ekki
kunnugt um, að rannsóknir hafi
verið á því gerðar, hvenær og
hvern veg þessi siður hefur ver
ið upp tekinn í land .au, og skipt
ir það ekki miklu máli í þessu
sambandi. Þó þykir mér líkleg
ast, að hann hafi borizt hingað
fyrir dönsk áhrif. Að minnsta
kosti virðist hann nafa náð lant;
mestri fótfestu í laupstöðum,
eða yfirleitt þar se.rn danskra á
hrifa hefur gætt mest t. d. meðal
lærðra manna og verzlunar
stéttar. í sveitunurn mun hans
mjög lítið hafa gært, nema að
almenningur þéraðí prestinn og
sýslumanninn. Enn fremur hef
ur hann á tímabili tíðkazt meðal
,,heldri“ bænda, t. d. að börn
þéruðu foreldra síni og hjú hús
bændur.
.
Þannig hefur þetta jafnan ver
ið, að landsmenn haía skipzt í
tvær fylkingar um þennan sið.
Sá óþérandi hluti mun yfirleitt
hafa verið óöruggari um sig og
gætt þess að fóðga hínn sem
minnst og virt hans sið til þess
að valda ekki hneykslun og forð
ast að fá á sig orð fyrir kunnáttu
léysi í mannasiðum. En oft hef
ur það leitt til minni og þyrrk
ingslegri samskipta manna.
Þeir, sem þéranir hafa verið ó-
tamar, hafa hliðrað sér hjá því
að <?'ga aðrar viðræður við þá,
sem þeir hafa þurft að þéra, en
þær, sem óhjákvæmilegar hafa
verið. Meðal Vestur-íslendinga
hafa þúanir unnið hefð. Og halda
þeir fast við þann sig cg af full
um metnaði. Gaman er að frá-
sögn Stefáns G., er hann var hér
á ferðalagi um landið með mjög
virðulegum embættismanni.
Stefán sat við sinn R.eip og emb
ættismaðurinn við si.in. Lét hinn
síðarnefndi ekki uaclan, fyrr en
komið var austur á Fljótsdals
hérað.
Annars var þessu preinarkorni
ætlað að ræða það, hvort skipa
ætti fyrir um, að þeranir yrðu
teknar upp í skólum eða ekki.
Ég skal segja það þegar, að ég
er mjög andvígur slíkri fyrir-
skipun, en að öðru leyti skal ég
játa á mig dálitlahálfvelgju í því
máli, hvort útrýma skuli þérun
um eða efla. Mér er í þeim efn-
um líkt farið og manni, sem
myrkfælinn hefur verið í
bernsku og aldrei lagt til alvar
legrar atlögu við myrkfælnina.
Þessi siður og virðir.g fyrir hon
um var laminn inn í mig í ung
dæmi minu. Og mér mundi
þykja óviðkunnanlegt í .fyrstu
að láta af honum með öllu.
Hins vegar hef ég aldrei getað
fundið, að hann hefði neitt sér-
stakt gildi í sjálfu.n sér. Ýmsir
halda því fram, að hann tryggi
meiri tillitsemi í framkomu
manna og sé í sjálfum sér ein-
hver kurteisi. Ég hef aftur á
móti nærri því dagiega reynslu
af því, að fólk, sem heldur þér-
anir í fullum heiðri, getur verið
svo ótillitsamt og siðiaust í um
gengni, að framar /erður varla
komizt í þeirri grein. Á hinn
bóginn þekki ég margt fólk, sem
ótilneytt ber sér þéranir aldrei
í munn, en býr þó yfir svo hár
næmri háttvísi og g ignmannaðri
umgengni, að hverri þjóð er til
hins mesta sóma.
Þá hef ég heyrt því haldið
fram, aS skólar ættu að hafa
þennan sið til þess að gera grein
Framhald á 7. síðu.
Á NÝAFSTÖÐNUM aðal-
fundi Skíðaráðs Reykjavíkur
var Ragnar Ingólfsson (KR)
kjörinn formaður. Með honum
í stjórn voru tilnefnd Sigurður
Þórðarson (ÍR), Árni Kjartans
son (Á), Ten Síghvatsson (ÍK),
Þórarinn Björnsson (Skátar),
Lárus Jónsson (Skíðafél. Rvík-
ur), Valgeir Ársælsson (Valur)
og Sigurður S. Waage (Víking
ur).
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa voru gerðar ýmsar sam
þykktir, m. a. þessi:
,,Aðalfundur Skíðaráðs Rvík
ur, 1952, þakkar hér með borg
arstjóra Reykjavíkur, hr. Gunn
ari Thoroddstn, og Reykjavík
urbæ, svo og végamálastjóra,
hr. Geir Zöega, og vegagerð rík
isins, fyrir þær tilraunir og
framkvæmdir við að halda op-
inni akfærri leið að skíðaskál
um íþróttafélaganna s. 1. vetur.
■ Treystir fundurinn nefndum
aðilum til þess að gjöra allt
sem hægt er til þess að opna
þær leiðir nú, svo fljótt sem
. við verður komið. — Þótt segja
i megi að nægilegur snjór sé á
; nærliggjandi skíðaslóðum, er
i það mjög áríðandi fyrir félög-
in, vegna fjárhagsafkomu skál
anna, að þeir standi ekki auðir
' yfir bezta skíðatímann, því að
j aðaltekjur þeirra eru skála-
gjöld, veitingsala og leigu-
tekjur.
Jafnframt beinir fundurinn
því til sörnu aðila, hyort ekki
séu mögu’eikar á því að láta
þungar ýtur þjappa snjóinn,
svo að bifreiðar með drifi á öll
um hjólum get ekið á hjami“.
Fruxa komst ekki til
Vestmannaeyja
ÞÓ að Truxa sé göldróttur
gengur honum illa að ráða við
veðurguðina. Ákveðið var að
hann hefði sýningu í Vest-
mannaeyjum í gærkveldi, en í
gær var ekkert floglð til Vest-
mannaeyja vegna veðurs og
getur því ekkert orðið úr sýn-
ingum þar. Sama ixráli gegnir
með ísafjörð, þar sem hann átti
að sýna. Þar verður engin sýn-
ing og ekki heldur á Akranesi,
en þar er aðeins fáaulegt hús á
sunnudegi.
Truxa mun því aðeins halda
fimm sýningar hér á landi enn-
bá; í Njarðvíkunum í kvöld kl.
8 og kl. 10.15, í Hafnarfirði ann
að kvöld kl. 9 og að lokum í
Reykjavík á laugardaginn kl. 5
og kl. 11.15. Á þriðjudaginn
fara Truxahjónin af landi burt.
AB 4