Alþýðublaðið - 14.02.1952, Page 6

Alþýðublaðið - 14.02.1952, Page 6
 Dr: Álfur Orðfaengríls: NÚ ER ÞAÐ SVART, MAÐUR Nú er það svart maður, allt í bólakafi í snjó; f>að &r að segja, þetta helzt ekki sem hreinlegur snjór til lengdar, sem væri í sjálfu sér þakkarvert, heldur verður snjórinn að svellbunkum og gjörðum á götum og gang- stéttum og gerir alla umferð stór háskalega. Svo háir eru þessir garðar orðnir, að ekki aðeins venjulegar drossíur vega salt á þeim, heldur og háhjólaðir strætisvagnar, sem þó ekki kalla allt ömmu sína, þegar um færð, eða öllu held-.ir ófærð er að ræða. Og farþegarnir :':á aðeins að kenna á því, þegar strætisvagn arnir eru að skrönglast með þá á milli ákvörðunarstaða. Þeirra líðan mætti einna helzt líkja við það, að þeir voru staddir á litlu skipi í óveðri á hafi úti, strætisvagnarnir skellast til sitt á hvað hlunkast upp á svellbunk ana og niður af þeim aftur, standa á endum, hristast og nötra og láta öllum hinum verstu lát um. Og farþegarnir hristast og skakast og skellast, — ekki sem einstaklingar, heldur sem ein heild, — einskonar kaka eða kjötflykki; hristast og skakast og skella utan á vagnhliðarnar, vellta til og frá, án þess þó, að þeir hafi nokkurt autt rúm til umráða, til þess að velta og hrist ast í. Allt hrrstist og skekst sam an, öll einstaklingseinkenni hverfa; enda þótt að svo troðið sé í vagninn á Lækjartorgi, að enginn geti andað að sér, er orð ið svo rúmt í honum næstu stoppustöð, að hægt er að bæta tíu — tólf stykkjum í vagninn í viðbót; svona hefur þetta hrisst saman, — og svona er það á hverri einustu stoppustöð — það er eins og’ einhver tröll- skessuhönd hafi hremmt farar tækið og geri sitt j+rasta til að skaka úr því líftóruna. En — strætisvagnarnir eru líf sveigir. Og strætisvagnafarþeg arnir eru aldreilis ótrúlega líf- seigir. Iútta skapast af venj unni. Það þarf meira en lítið á fall til þess að drepa þann mann, sem ferðast daglega með stræt isvagni .... Virðingaríyilst. Dr. Álfur Oorðhengils. menjar síðan. Ég hef lesið margt og mikið um slík mál; ég geri ráð fyrir, að ég hafi lesið megnið af þeim leynilögreglu- sögum, sem skrifaðar hafa ver- ið. Það er ekkert, sem styttir manni eins vel stundirnar. Berti minn; kallaðu á hana Edith og segðu henni að koma með teið handa okkur.“ „Ég skal gera það, góða mín.“ „Edith er að vissu leysti hjúkrunarkonan mín,“ sagði frú Croft til skýringar. „Hún kem- ur hingað á hverjum morgni og hjálpar mér. Við þurfum því ekki að hafa neinar áhyggjur hvað þjóna snertir. Berti ann- ast matreiðsluna eins vel og færasta eldabuska, og hann hefur því nóg að gera, bæði við það og garðræktina.“ „Hérna komum við með te- ið,“ hrópaði Croft og kom inn með tekönnu og bolla á bakka. „Hérna kemur það. Þetta er sannkallaður merkisdagur, góða mín.“ „Ég geri ráð fyrir, að þér dveljist hérna í nágrenninu um hríð, herra Poirot,“ mælti frú Croft, um Ieið og hún vatt sér til á bekknum, svo að hún gæti náð til tekönnunnar. „Já: ég held að það svari því, frú. Ég er hérna í sumarleyfi mínu.“ „En hvemig er það, ■— mig minnir, að ég hafi lesið það einhvers staðar, að þér væruð hættur störfum fyrir fullt og allt? „Frú mín góð,“ sagði Poirot og brosti við. „Þér megið ekki trúa öllu, sem stendur í blöð- unum.“ ,,Satt er það. Þér eruð þá enn við sama heygarðshornð?“ „Þegar ég kemst í tæri við eitthvað, sem vekur hjá mér á- huga.“ „Þér eruð þó ekki þeirra er- inda hérna?“ spurði Croft og gaut til hans augunum. „Ég á við, að það sé aðeins bragð yðar, þegar þér látið sem þér séu hérna til þess að hvíla yð- ur?“ „Þú mátt ekki spyrja hann nærgöngulia spurninga, Berti,“ mælti frú Croft. „Það getur orðið til þess, að hann komi hingað ekki aftur. Við erum ósköp blátt áfram manneskjur, herra Poirot, og þér sýnið oss mikinn heiður með því að ésiei s s s s s 4 stærðir. s Pottasleikjur S með löngu skafti. S Fiskspaðar S tvöfaldir og einfaldir. S Súpuausur. S Sósuskeiðar. S Buffliamrar. S S s Þorsteinsbúð s Sími 2803. S heimsækja okkur; þér og vinur yðar. Þér getið bókstaflega ekki gert yður í hugarlund, hvílíka ánægju þér veitið okk- ur.“ Hún var svo látlaus og þakk- læti hennar svo einlægt, að það yljaði mér um hjartaræturnar. „Það var leiðinlegt, þetta með myndina,“ varð Croft bónda að orði. „Vesalings stúlkan hefði auð- veldlega getað beðið bana,“ tók frúin undir af ríkri samúð. „Það er hún, sem gæðir um- hverfið hérna lífi og sál. Allt breytir um svip, jafnskjótt og hún kemur hingað til dvalar. Raunar hef ég heyrt, að hún sé ekki sem bezt liðin hérna í nágrenninu. En það er nú svona á þessum afskekktu stöð- um á Bretlandi. Fólkið er gam- aldags og telur ekki sæma ungri stúlku, að hún sé lífsglöð og kát. Mig undrar ekki, þótt hún dveljst hér ekki nema litla hríð á ári hverju. Og þessi neflangi frændi hennar hefur ekki meiri áhrif á hana varð- andi það, að hún setjist hérna að fyrir fullt og allt, heldur en ég veit ekki hvað.“ „Vertu ekki með þetta þvað- ur, Milly,“ sagði húsbóndinn. „Já, — einmitt það,“ varð Poirot að orði. „Það er þá úr þeirri áttinni, sem vindurinn blæs. Þér getið reitt yður á huboð yðar, frú. Já, svo að Karl Vyse er þá ástfangínn af þessari litlu frænku sinni.“ „Hann er vitlaus eftir henni,“ svaraði frú Croft. „En hún vill ekki giftast svona þorpslögfræðingi, og sannar- lega lái ég henni það ekki. Þess utan er hann bláfátækur. Ég vildi óska, að hún giftist þess- um laglega og viðkunnanlegá sjóliðsforingja, — hvað hann nú heitir aftur, — Challenger. Það gæti orðið glæsilegasta hjónaband. Hann er eldri en hún; en hvað gerir það til. Hún þarf eitthvað öruggt við að styðjast. Það væri eitthvað annað, en að vera á eilífri ferð og flugi um allar trissur með þessari undarlegu frú Rice. Ungfrú Buckley er indæl stúlka, herra Poirot; það ætti ég bezt að vita. En henni hefur ekki liðið rétt vel núna að und- anförnu. Satt bezt að segja, þá hef ég áhyggjur hennar vegna. Það er eitthvert sífellt eirðar- leysí í svip hennar, og það fell- ur mér ekki. Og ég hef nokkra ástæðu til þess að láta mig stúlkuna máli skipta, get ég sagt yður. Er það ekki rétt hjá mér, Berti?“ Croft bóndi reis skyndilega úr sæti sínu. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara nánar út í þá sálma,“ sagði hann. „Heyrið mig, herra Poirot, — þér hefðuð víst ekki garnan af að líta á nokkrar augnabliksmyndir frá Ástra- líu?“ Að nokkurri stundu liðinni héldum við á brott. „Skemmtilegustu manneskj- ur,“ mælti ég. „Látlausar og einlægar í framkomu. Svona eru Ástralíubúar.“ „Þér féll vel við þau?“ „Féll þér ekki við þau?“ „Þau voru ákaflega skemmti leg .... ákaflega ástúðleg.“ „Jæja, — hvað var þá áð? Eitthvað er það, þykist ég vita.“ „Ef til vill eru þau helzt til blátt áfram,“ mælti Poirot hugsi. „Þetta „hó“-kall þeirra til dæmis, og eins þetta, að fara að sýna okkur myndirnar..... Mér þótti sem þau léku hlut- verk sín helzt til vel . . . . “ „Þú sérð fjandann alls stað- ar.“ „Oldungis rétt, vinur minn; — ég gruna alla um allt. Ég er hræddur, Hástings, ákaflega hræddur." Sjötti kafli. VYSE MÁLAFÆSLU- MAÐUR Poirot hélt alltaf sinni föstu meginlandsvenju hvað morg- unverð snerti. Hann kvaðst alltaf hryggjast af því, að sjá mig eta egg og flesk. Þess vegna lét hann venjulega færa sér kaffi og brauð í rúmið, og ég var frjáls að því, að háma I mig hinn þjóðlega morgunverð okkar Breta; eggin, fleskið og ávaxtamaukið. Vaxdúkur l/ Myndasaga barnanna: Tuskuasninii Wk- ’l-—45l=c«aaí,v_. . ^ Bangsi átti ekki um annað að velja eh að rekja slóðina. Hann gekk því frá runnanum út á sléttuna, en þá heyrði hann allt í einu einkennilegt flugvélarhljóð í lofti, og þegar hann leit upp, sá hann, hvar stór barnaflugvél sveif yfir höfði hans. Hljóðið hafði líka verið öðru vísi en í venjuleg- um flugvélum. En svo hurfu sporin í snjón- um einmitt þar, sem flugvélin hafði hafið sig til flugs, skammt frá runnanum. Rétt í þessu bar Edda rana þar.aö. „Sástu hver var í flugvélinni?“ spurði Bangsi ákafur. „Já, það var pínuiítill skáti,“ svaraði Eddi. „Hann hélt á einbverju undir hendinni.“ „Það hefur verið tuskuasninn!“ hrópaði Bangsi. AB 6 / Nú fór Bangsi heim. Hann þóttist viss um, að hann mundi aldrei sjá tuskuasnann aftur. Mamma hans reyndi að hugga hann og sagði, að asninn hefði alltaf verið hálf.eiðinlegur. En Bangsi kjökraði og stundi og sagði, að sig hefði langað svo ósköp mikið til að vita, hvers vegna hann hefði stokkið og ' verið svona óþekkur. 10'. AB inn í hvert hús. Köld borð og heitor veiziu-' Síid & Fiskur. s • s s ls s s s s s s s ■ s Aonest alSar teg-j uodir raflagna. s Viðhald rafl.Tgna. S Viðgerðir á heimilis- s tækjum og öðrum S rafvélum. s Raftækjavinnustofa > Siguroddur Magnússon ^ Urðarstíg 10. Sími 80720 ; Ora-viðgerðir. s Fljót og góð afgreiðsla, ^ GUDL. GÍSLASON, Laugavegi 63, sími 81218. Nýfa ; sefidibílastöðin s hefur afgreiðslu í Bæjar^ bílastöðinni í Aðalstragti s, 16. —- Sími 1395. S Minningarspjötd dvalarheimilis aldraðra sjó manna fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrif- stofu Sjómannadagsráðs Grófin 1 (geigið inn frá Tryggvagötu) sími 80788, skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur, • Hverfisgötu 8—10, Veiðafæraverziunin Verðandi, Mjólkurfélagshús ir.u, Verzluninni Laugateig ur, Laugateig 24, bókaverzl unínni Fróði Leifsgötu 4, tóbaksverzluninni Boston, Laugaveg 8 og Nesbúðinni, Nesveg 39. -—■ í Hafnarfirði hjá V. Long. Mlnningarspjöid ^ Barnaspítalasjöös Hringsins S eru afgreidd í Hannyrða-S verzl. Refill, Aðalstræti 12. s (áður verzl. Aug. Svends sen), í Bókabúð Austurbæj s ar, Laugav. 34, Holts-Apó- ^ teki, Langhoitsvegi 84,^ Verzl. Álfabrekku við Suð- ^ urlandsbraut og Þorsteins- ^ búð, Snorrabraui 61. ^ . Minningarspjöld s Krabbameins- ; félagsins $ fást í Verzl. Remedía, Aust^ urstræti G og skrifstofu^ Elliheimilisins. ■ \ ÍAB i __________^ Smurt brauð s og snittur. J Nestispaklcar. s Odýrast og bszt. Vin-ij samlegast pnritið með^ fyrirvara. : MATBARINN ' Lækjargötu 6. : Sími 80340. £ . s s s V s V s s s s s s N s \ s Smurtbrauð. ■ Snittur. Til í búðinrii allan daginn. Komið og veljið eða símið. Síld & Fis'kur. Guðmundur isson klæðskerameistari Snorrabraut 42. ENSIt FATAEFNI nýkomin. 1. flokks vinna. Sanngjarnt verð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.