Alþýðublaðið - 19.02.1952, Blaðsíða 8
Forn frœgð endurný jnð. Borgin isfumberg á
1 J J Þýzkalandi var öld-
um saman fræg fyrir leikfangagerð. En eftir stríðið lagðist hún
niður í nokkur ár. Nú hefur hún hins vegar verið hafin á nýj-
an leik og voru feiknin öll af leikföngum seld þar fyrir jólin.
Og eins og í gdmla daga var vagn sendur um götur borgarinn-
ar til þess að boða opnun jólaleikfangamarkarins á ný. /
Flugféiag Islands gefur út dagatal
með myndum úr Islendingasögum
-------------
Myíidirnar teiknaði Haiidór Pétursson,
og eru f>ær litprentaðar,
FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur gefið út myndarlegt og all
Bérkennilegt dagatal. Fylgja því litmyndir eftir Halldór Pét-
wrsson, og er efni myndanna sótt í íslendingasögurnar. Daga-
talinu fylgja sex myndir en hvert spjald er fyrir tvö mán-
uði. Undir myndunum eru prentaðar setningar úr fornsögun-
um og eru þær bæði á íslenzku og ensku.
Fyrsta myndin ber þessa yfir
skr^.'t: „Hrafna-Flóki gefur
landinu nafníl, en undir mynd
inni stendur: ,,Þá g-ekk Flóki
upp á fjall eitt hátt og sá norður
yfir fjöílin fjörð fullan af hafís
um. Því kölluðu þeir iandið ís
iand".
Næstá mynd heitir ..Skarphéð
inn vegur " Þráinn'" og undir
myndinni stendur „Skarphéð-
iSpilakvöld Aljjýðu I
B *
! flokksféiaganna j
- ---------——--- ;
: ALÞÝÐUFLOSíKSFÉ-
;LÖGIN í Reykjavík haldal
: spila- og skemmíikvöld í Al-*
* þýðuhúsinu við ITverfisgötu:
:í kvöld og hefst það kl. 8j
■ stundvíslega. Þar verður;
; haldið áfram spiiakeppninni, *
»sem hófst á skrmmtifundi ■
; hjá 11. hverfinu fyrir:
j skömmu, enn fremur kaffi-*
; drykkja, stutt ávarp Harald-:
: ar Guðmundssonar varafor-;
; manns Alþýðuflokksins, verð;
: launaafhending og fieira. :
; Félagar eru hvattir til að;
; f jölmenna og taka með sérj
■ gesti. Og þeir, sem taka þátt;
; í spilakeppninni, eru sérstak j
j lega minntir á að mæta j
stundvísiega og hafa spii:
: meðferðis. :
inn hefur sig á loft og hleypur
yfir fljótið meðal liöfuðisa“
Þriðja myndin iieitir „Land-
nám íslands árið 874“ og undir
myndinni stendur: „Þá er Ing
ólfur sá ísland, ska ú hann fyrir
borð öndvegissúlum sínum til
heilla“.
Fjórða myndin nefnist: „Gunn
ar snýr aftur“ og undir mynd-
inni stendur „Fögur er hlíðin,
svá mér hefur hún aldrei jafn
fögur sýnzt“.
Fimmta myndin sýnir bardag
ann á Vigrafirði, og undir mynd
inni stendur: „Steinbór hljóo til
og brá skildi yfir Þórð, er Þor
leifur vildi höggva hann, en ann
arri hendi hjó hann til Þorleifs
kimba og undan lionum fót
inn fyrir neðan hné.‘‘
Síðasta- myndin heitir: Úlf-
ljótur sétur alþingi 930, og sést
þingheimur á Lögbergi en vegg
ir Almannagjár í baksýn. Undir
myndinni stendur: „Alþingi var
sett að ráði Úlfljóts og allra
landsrnanna“.
Dagatalið og m\ ndirnar eru
prentaðar í Lithoprent og eru
myndirnar í litum eins og áður
segir. Er þetta eitt íegursta og
vandaðasta dagatal, sem gefið
hefur verið út hér á ’andi.
ALÞYSUBLABIB
TOGARINN Harðbakur seldi
afla sinn á Bretlandí á laugar
daginn, 3667 kits fyrir 11067
sterlingspund.
í gær seldi Svalbakur, en
ekki var komið skeyti um sölu
hans, er blaðið frétti síðast.
Sovéiœvintyr
JÓN RAFNSSON kvað vera
nýkominn heim frá Rússlandi
eftir alllanga dvöl sér til
hressingar suður á Krím: og
ef trúa má frásögn Þjóðvilj-
ans, þykir honum eftir þá vist
lítið til koma ætt'ands síns.
Sérstaklega kann hann illa
við snjóinn og ísinn á götun-
um hér í Reykjavík; því að
„þai ‘\ þ e. austur á Rússlandi,
; „sést yfideitt ekki snjór né
ís á götunum," segir hann;
„hann er hreinsaður brott á
næturbe’i jafnskjótt og hann
fellur.“
ÞETTA HEFUR NÚ MÁSKE
verið í sólinni suður á Krím:
enda mun ekki falla mikill
snjór þar. En nýtilkomið er
það, ef snjór er hættur að
setjást á götur í Moskvu og
Leningrad, svo að ekki sé
skyggnzt lengra austur og
norður í hið rússneska vetrar-
ríki. þar sem allt land er
undir snjó mánuðum saman.
■Munu .að minnsta kosti upp-
lýstir íslenzkir blaðalesendur
því leyfa sér að draga í hug-
anum nokkuð frá þessari frá-
sögn Jóns Rafnssonar, ekki
síður en frá annarri sögu, sem
sögð var hér ekki alls fyrir
löngu af Guðgeiri Jónssyni,
þá nýkomnum heim frá Rúss-
landi, og var á þá leið, að
áfengisnautn væri ekkert
vandamál lengur austur þar!
EN ÞAÐ ER FLEIRA furðu-
legt, sem Jón Rafnsson segir
frá, að því er Þjóðviljinn
hermir, en snjóleýsið á götum
rússnesku borganna. Það er
t. d. lúxuslífið, sem rússneskir
verkamenn eiga að lifa á
sumrin. Blaðamaður Þjóðvilj-
ans. innti hann nefnilega eftir
því, hvað þeir gerðu yfirleitt
á sumrin! „Þá njóta þeir veð-
urblíðunnar úti í sveit“, segir
Jón Rafnsson, „austur í Úral-
fjöllum, suður á Krím eða
Kákasus, dvelja á sumarsetr-
um verkamanna, synda, tefla
og lesa og eiga náðuga daga“.
ÞANNIG SKILST MANNI
helzt, að það gangi til austur
á Rússlandi allt sumarið; þá
sé yfirleitt ekki unnið þar. —•
Það er því ekki að furða, þótt
Jóni Rafnssyni þyki lítið til
koma, að vera nú aftur heima
á íslaridi. En það skyldi nú
bara ekki vera, að hann blandi
í frásögn sinni eitthvað sam-
an hörðum lífskjörum rúss-
neskra verkamanna og lúxus-
lífinu, sem rússneskir og er-
lendir kommúnistar lifa á
hressingarhælunum og bað-
ströndinni suður á Krím?!
Margs konar undan|>ágiír veittar,
ÞEIM, er ætla sér að fara á óiympíuleikina í Helsinki I
sumar er nú tíðrætt um hvað þeir geti tekið með sér til lands-
ins, án þess að greiða af því toll. I fréttabréfi frá Helsinki
segir svo:
* Þeir, sem taka þátt í olympíu
leikjunum, geta tekið með sér;
án þess að greiða af því tolb
allan íþróttaútbúnað, íþrótta-
föt, íþróttaáhö'd, meðöl eða
annað til lækninga, sérstakaá
mat, skotvopn og skotfæri fyr
ir þá, sem taka þá it í skot-
keppninni. Þeir, sem komg,
KJÖRNEFND Alþýðuflokks me?. he®ta txl kaPPreiðanna,
félags Reykjavíkur hefur lagt ^eyða að hafa urskurð dyra,
fram lista með uppástangum um ! ^æ^na - um hestarnir sei|
stjórn félagsins næsta starfsár. j hraustir og beri ekki smitand|
Listinn liggur frammU í skrif sjúkdóma. Allt, sem.sent er tiS
Lisfi líl stjórnarkjörs í
Alþýðuflokksfél-
agi Reykjavíkur
stofu flokksins í A.pýðuhúsinu
og getur félagsfólk komið tillög
um sínum þar á framfæri.
Leikffokkur FUJ
AF QVIÐRAÐANLEGUM or
sökum verður ekki æfing í
kvöld, en verður þess í stað
annað kvöld kl. 8 é. h. í skrif
stofu félagsins. Ártiðandi að
rrienn mæti stundvísléga.
Tregur aili f Eyjum
Frá fréttaritara AB
VESTMANNAEYJUM í gær
AFLI BÁTANNA hér er mjög
tregur. Það lítið, sem aflast, fá
línuveiði bátar, en aflalaust hjá
togbátum.
Inufluenzu hefur
orðið varf í bænum
HEILSUFAREÐ má teljast
fremur gott hér í bænum um
þessar mundir. Þó er alltaf dá-
lítið um kvefsótt og inflúenza
hefur stungið sér niður.
Vikuna 3.—9. febrúar voru
sjúkdómstilfellin sem hér seg-
ir, samkvæmt skýrslu 28 starf-
andi lækna til borgarlæknis-
skrifstofúnnar, í svigum tölur
frá vikunni á undan:
Finnlands til þess að notast I
sambandi við olympíuleikinas
verður að senda til finnsku
oíympíunefndarinnar. í
Þeir, sem fara til þess aði
horfa á leikina, mega taka meS
sér án þess að greiða af þvl
toT: fatnað og viðleguútbúnað,’
einn líter af sterku áfengi, %
lítra af víni og tvo lítra af ölis
2 kg. kaffi, 400 stykki af síga-
rettum. Reiðhjól, bílar. fíug-
vélar, segl- og mótorbátar fáí
afslátt af toligjöldum. !
Kverkabólga
Kvefsótt
Iðrakvef
Inflúenza
Kveflungnabólga
Skarlatssótt
Hlaupabóla
Ristill (H. Z.)
90 (139)
127 (162)
5 ( 15)
( 8)
( 4)
4
3
1 ( 0)
8 ( 0)
1 ( 0)
Bridgekeppnin \ \
hálfnuð
BRIBGEKEPPNIN, sem staðl®
hefur yfir að undanförnu er nii
hálfnuð, IJafa verið spilaðar 5
umferðií óg í gærkvöldi átti a®
spila þá sjöttu, en i!ls verða ima
ferðirnar 11.
Tólf sveitir taka þátt í keppœ
inni. Eftír umferðina: á supnuf
daginn er sveit Beriedikts Jð
hannssonar efst með 10 stig„
Næst kemur sveit Harðar Þórðarf
sonar með 8 stig, en sveitiíj
Ragnars Jóhannssonar, Ásbjörn^
Jónssonar, Gunnlaugs Pétura
sonar og Sofanías Benediktssons
ar eru allar jafnar með 6 stig„
Aðrar sveitir eru þar fyrir neð)
an.
Kepnin heldur áfram unj
næstu helgi.
Spilakvöid
Hafnarfirði ]
ALÞÝBUFLOKKSFÉLÖG i
IN í Hafnarfirði haida spilðS
kvöld í Alþýðuhúsinu ás
fimmtudagskvöld kl. 8,30. Féj
lagar fjölmennið.
Afli glæðisl hjá
Sandgerðisbáfum
í SÍÐUSTU VIKU var sæmi
legur afli hjá Sandgerðisbátun1
um, að því er fréttaritari AB í)
Sandgerði tjáði blaðinu. Var afl'
inn frá 12—20 skipund á bát á
dag, og hjá þeim afia hæstu frá
20—33 skipund.
Aflahæsti báturinn á vertíð
inni, er stundar róðra frá Sand
gerði er „Víðir“ frá Garði, og
hefur hann aflað um 400 skip
pund.
Vélbáturinn ,Haraldur' strandað
við Sandgerði, en mannbjörg varð
------4-------
Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ strandaði vélbáturinn „Hay
aldur“ á Bæjarskerseyri við Sandgerði, en mannbjörg varða
Veður var gott en svarta þoka er strandið varð. Björgunarbáf
ur frá Sandgeröi fór út á strandstaðinn og bjargaði áhöfia
bátsins.
„Haraldur" er eign Óskars
Halldórssonar útgerðarmanns
og er hann ný byrjaður róðra
frá Sandgerði — var í þriðja
róðrinum. Á sunnudaginn varð
komist út í bátinn og öllum
veiðarfærum og afla bjargað og
í gær var öllu öðru lauslegu
ibjargað úr bátnum.
Báturinn er ekki „iiikið brot
inn, þó er eitt gat á annarri hlið
hans, og hefur nú verið neglt
fyrir það, og var í gær tilraun
gerð til þess að ná béntum á flotD
en það mistókst.
Hefur báturinn færst ofar á1
eyrina, og var í ráði í gær aði
gera aðra björgunartilraun á flóði
inu í gærkvöldi, og þá með því
að draga bátinn yfir eyrina inru
á höfnina.
Veðurútlitið í dagz
Þíðviðri og rigning. j