Alþýðublaðið - 24.04.1920, Síða 2
2
ALÞYÐUBLAðið
ura 10 mili. kr. meirá fé erlendis
Braskið með síldina og kjötið er
því önnur aðalorsök til fjárhags-
kreppunnar nú. Því miður sýnist
svo, sem bankarnir hafi ekki gert
skyidu sína í því efni, með því
að koma í veg fyrir braskið og
sneyða Sláturfélagið og síidareig-
endurna til þess að selja síðastl.
haust, þegar afurðir voru f háu
verði. Nú verður síldin ýmist ó-
nýt eða seld langt undir kostn-
aðarverði, og bændur sunnanlands
verða sjálfir að hirða mikinn hluta
kjöts síns. Að aðalbankinn, íslands
banki, hefir ekki þarna verið á
verði og haft vit fyrir bröskurun-
um, hefir haft f för með sér stór-
tap fyrir þá og landið í heild
sinni og skapað fjárhagsneyð þá,
sem nú er.
Það er hægt að færa bankan-
um eitt til afsökunar, að „frjáls
samkepni" sé milli hans og Lands-
bankans, svo að þeir geti ekki
ráðið ráðum sínum í sameiningu,
og íslands banki mundi tapa við
að draga þannig inn seglin einn.
En fyrst og fremst er þess að
gæta, að íslands banki hefir feng-
ið öll sín hlunnindi með það fyrir
augum, að hann einblíni ekki að-
eins á stundarhagnað fyrir sjálfan
sig, heldur gæti hagsmuna lands-
ins á viðskiftasviðinu. Og f öðru
lagi er þessi afsökun um leið hörð
ásökun á bankafyrirkomulagið í
landinu, og sýnir að stjórnin á
viðskiftum landsins á að vera á
einni hendi, en ekkí tveim, hvað
þá heldur á þremur. Viðskifta-
stjórnin á auðvitað að vera hjá
Landsbankanum, hvort heldur sem
ríkið á að eiga hann alian, eða
— eins og sennilega væri heppi-
Jegra nú — að íslands banki rynni
saman við hann þannig, að yfir-
tökin yrðu þó íslenzk. Enda er
nú svo komið, að landsstjórnin
hefir ekki séð sér fært annað, en
leggja yfirstjórn peningamálanna
og viðskiftanna undir ,eina hönd,
innflutningsnefndina, sem auðvitað
er aðeins krókaleið eða áfangi til
þess að hafa einn einasta bánka.
Menn muna að því hefir áður
verið haldið fram f Alþýðubladinu
að Iandið mundi lenda í fjárhags-
vandræðum, ef ekki væri tekið
sterklega f taumana, minkaðir að-
flutningar og yfirráð yfir erlendri
tnynt sett undir eina stjórn. »Vísir«
barðist dyggilega móti þessu.
Reynslan hefir sýnt hvor hafði
á réttu að standa.
Það getur verið gott að reka
sig á. Við sjánm nú að við verð-
um að standa á eigin fótum fjár-
hagslega. Sfðustu fregnir fra Dan-
mörku benda ekld á, að þaðan sé
hjálpar að vænta. Eu þessi fjár-
hagsvandræði geta ef tii vill lag-
ast á nokkrum mánuðum rneð
náinni samvinnu bankanna, kaup-
sýslumanna og samvinnufélaga
Smárosaman kemur inn erlendis
fé við fisksölu, ef hún gengur
nokkurnveginn greiðlega og inn
flutningsnefndin verður að sjá um,
að þeim peningum verði ekki
varið til kaupa á öðru, en lífs-
nauðsynjum og hrávörum. En
jafnframt verður sð gefa því ná-
kvæmlega gaum, að með þessuin
ráðstöfunum öllum stendur ísland
í raun og veru fjárhagsíega sjálf-
stætt nú. Ástæðurnar eru þannig,
að fslenzk króna getur fengið sér-
stakt verð annað en dönsk króna
og þá er ekki annað fyrir hendi,
en að reyna að koma henni í
hærra verð. En þá verður enn
meira áríðandi en fyr, að gæta
þess, hvernig íslands banki hefir
gegnt skyldu sinni, að halda uppi
verðgildi seðlanna innanlands
með hæfilegri seðiaútgáfu. Öllum
er kunnugt, að bankinn hefir ordið
að fá sig með lögum undanþegin
því, að innleysa seðla með gulli,
og þá getur orðið erfitt að dæma,
hvort seðlaumferðin sé of mikil eða
ekki. En það er töluverð hætta á,
að bankinn hafi aukið dýrtíð í land-
inu með því að hafa of mikla
seðlaumferð. Það getur, ef við
stöndum eins og nú fjárhagslega
sjálfstæðir, einnig háft mikil áhrif
á gengi íslenskrar króau. Þetta
atriði þarf að rannsakast nákvæm-
lega, því að ef svo væri, dygðu
engar lyfjalækningar, heldur þyrfti
að skera í meinið. Fyrsta ráðið
væri að reka burtu þær 2 miij. kr.
danskra seðla, sem nú eru f um-
ferð í landinu, og bankarnir tækju
ekki við dönskum seðlum eftir
ákveðinn tíma, nema með afiollum,
sem næmu minst r/4°/°. eins og
nú eru á íslenskum seðlum í Dan-
mörku.
Það hefir sýnt sig nú, eins og
hér hefir verið skýrt frá, að ís-
landsþanki hefir ekki gætt hags-
muna þjóðarinnar í viðskiftamál-
unum, eins og honum bar. Út á
við er árangurinn, að við höfum
orðið einangraðir frá öðrum þjóð-
um í viðskiftum. Inn á við er
hættan, að of mikil seðlaumferð
hafi aulcið dýrtíð í landinu.
Opinbert eftirlit með stjórn við-
skiftamálanna sýnist ekki síður
nauðsynlegt, heldur en með verzl-
uninni með kjöt og sfld.
Héðinn Valdimarsson.
Saa Remo |unðurinn»
Kastast í kekki.
Khöfn 22. apríl.
Fregn frá San Remo hermirp
að mikil sundurþykkja sé milli'
Frakka annars vegar og Englead-
inga og ítala hins vegar. Frakk*
ar óska að haldið sé fast við frið-
arsamningana.
Lönd Tyrkja til Srikkja.
Landamerki Tyrklands eru fast-
ákveðin og fær Grikkland lönd
Tyrkja í Evrópu, netna Miklagarð
ásamt nágrenni.
Khöfn 23. apríl.
Frá San Remo berst sá orð-
rómur, að Nitti og Lloyd George
æski þess, að þýzki ríkiskanslar-
inn komi til fundarins.
Blaðið Daily News segir, að
Sovjet-Rússland (bolsivíkar) sendi
fulltrúa á friðarfundinn í San Re-
mo.
Skoerur.
Khöfn 22. apríl.
Sfmað frá Kowno, að aftur hafi
orustur hafist milli Rússa og Pól-
verja á Beresina vígstöðvunum.
yimunðsen til /Haska.
Frá Kristianíu er símad, að
Amundsen korni í júlí til Nome
á Alaska, utan áætlunar.