Tíminn - 11.06.1964, Blaðsíða 13
/
MINNING
Jóhannes
Einarsson
frá Dunk
Samúðarljóð til móður hans.
Liðinn er vetur með sælu og
sorgum,
sælu og hrynjandi gleðinnar
borgum.
Það er svo erfitt að þakka og
trúa.
ef þjáningin ein vill í hjartanu
búa.
Elskaða móðir þú veizt þó minn
vilja,
vetur og sumar þig gleðja og
ylja.
Síðasta vetrar þín sár vil ég græða
sendi um þtó bænir til guðdóms-
ins hæða.
Elskaður sonur þinn, bróðir minn
blíður,
á bernskunnar vori var heimilis
prýði.
Allt er nú breytt svo að grátin þú
gengur,
góðlyndur sonur ei vitjar þín
lengur.
Grimmileg örlögin vítum þeim
valda,
að veginn til gæfu ei megnar að
halda.
Engur og viðkvæmur Dalanna
drengur,
í dimmviðri nætnr á heljarveg
gengur,
Dóttir hans unga í bernskunnar
blóma,
barnið ei skilur þá örlaga dóma.
að élskaðan pabba sinn aldrei hún
sjái,
aðeins í minningum notið hans
fái.
Við skulum reyna að vona og trúa,
viðkvæmum bænum til alföður
snúa.
Að blessi hann framliðinn bróður
og soninn
Birtuna veiti þér samfunda vonin.
L. B.
Arsæll Jónsson
Trúðu á tvennt í heijni,
tign sem æðsta ber,
Guð í alheimsgeimi,
I Guð í sjálfum þér.
Stgr. Thorst.
Þessar ljóðlínur skáldsins lýsa
bezt hugsjón og starfssviði vinar
míns og frænda Ársæls í Bafeka-
koti, þegar litið er yfir farinn veg
hans af okkur, sem þekktum hann
bezt — ég vil segja frá vöggu
j til grafar. Hann skilaði afköst-
j um sínum þannig, að hann galt
; keisaranum sitt og Guði, sem Guðs
var. i
Ársæll var fæddur 7. maí 1889
og dó 9. marz s.l. Hann var dugn-
aðarmaður að öllum verkum, sem
heimili hans bar ljósan vott um.
Þar var myndarlegur búskapur,
reisulegar byggingar og fallegur
fénaður, meðal annars að jafnaði
valdir góðhestar í fremsta flokki,
þvi Ársæll var hestamaður í orðs
ins fyllstu merkingu. Á yngri ár-
um ferðaðist Ársæll um með hesta
og jarðvinnsluverkfæri og ruddi
um þýfðum túnum og óræktar-
móum. Fram að því hafði þýfið
völdin á mörgum bæjum. Þetta
voru og þóttu þörf og falleg vinnu
brögð; Allt sýndi þetta dugnaðar-
hug Ársæls, hversu hann var víð;
tækur bæði heima og heiman. Og
Ársæll gleymdi ekki heldur Guði i
sínum. Hann var mikill kirkjunn-,
ar maður, söngmaður mikill að
upplagi, lærði snemma að spilg á
orgel og var forsöngvari og org-
anisti um margra ára
skeið við sóknarkirkju sína. sjálf
kjörinn til að leiða söng í mörg-
um öðrum tilfellum næt og fjær.
Skemmti hann gestum sínum oft
af alúð með söng sínum og orgel
spili.
Ársæll og Ragnheiður kona hans
voru samhuga um að láta gestum
sínum líða vel í allan máta, gest-
risnin átti þar öndvegið og ekk-
ert til sparað. Bæði voru þau af
traustu og dugmiklu fólki komin.
Ársæll var einn hinna ágætu Álf-
hólasystkina, sonur Jóns Nikulás
sonar i Álfhólum og konu hans
Sigríðar Sigurðardóttur frá Mið-
koti í Vestur-Landeyjum. Ragn-
heiður er dóttir Guðna Þorsteins-
sonar í Tungu, sem var rómað
karlmenni til allra verka á sínum
tíma. Kona hans og móðir Ragn-
heiðar var Ingibjörg Vigfúsdótt-
ir Thorarensen sýslumanns í
Strandasýslu. Kona Vigfúsar sýslu
manns var Ragnheiður dóttir Páls
Melsted amtmanns.
Börn Ársæls og Ragnheiðar eru:
Guðríður húsfreyja á Skúmsstöð
um, Sigríður húsfrú í Reykjavík
Guðni húsasmiður í Reykjavík,
Jón bóndi i Bakkakoti, Bjami
bóndi s.st. og Ingi Björgvin full-
trúi í fjármálaráðuneytinu. — Af
þessum fáu minningarorðum má
sjá, að Ársæll, ásamt sinni góðu
konu, skilaði góðu dagsverki fyrir
land og lýð.
Að lokum þakka ég frænda mín
um samverustundirnar, sem við
KÁUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Meðal vorverkanna
er viðhald húsa og skipa, því er dýrt að gleyma. Munið því að kaupa og nota í tíma
á húsin og á skipin, og yfir höfuð allt, sem mála þarf SJAFNARMÁLNINGU.
Mikið litaval — Handhæg í notkun.
Málningin fæst hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, Hringbraut 119. II. hæð, sími 3-53-
18. Reykjavík, og hjá verksmiðjunni Akureyri, sími 1700
OMaMtMUHaUiÍlk Mlimk
Ljóða- og píanókvöd í
Iláskólabíói.
Kristinn, HaUssc.n og Vladimir
Asjkenazy héldu ljóða- og píanó-
hljómleika í sainkomuhúsi Háskól-
ans s. 1. mánudagskvöld. Efnisskrá
in var mjög vöndiið. An die ferne
Geliebte, ljóðaíiokkur op. 98 eft-
ir Beethoven, píanósónata op. 110
í as dúr eftir Beethoven og Dicht-
erliebe ljóðaflokkur op. 48 eftir
Robert Schumann.
Það er ekki vaiið af verri end-
anum hér og er það ekki á færi
nema fyrsta flofeks listamanna að
gera slíkum meisraraverkum við-
unandi skil. Krislinn stóðst þessa
miklu raun með slíkum ágætum
að unun var á að hlýða. Hann
söng Ijóðaflokk Beethovens m=ð
skáldlegu innsæi og þeirri mýkt,
sem verkið kref.st, enda studdur
dyggilega af hinum unga frábæra
píanista Vladimcr Asjkenazy, se.n
spilaði meistaralega undir og var
mjög góður heildarsvipur á ljóða
flokknum. Því i-æst spilaði Asjke
nazy píanósónötu op- 110 í as dúr
eftir Beethoven. Þessi sónata er
ein af síðustu sónötum risans Beet
hovens og eitt a£ mestu meistara-
verkum tónbókmenntanna. Asjken
azy túlkaði verkið frábærlega vel
svo að verkið birtist manni í allii
sinni dýrð. Þar fór saman yfirsýn,
ró og vald á öllum blæbrigðum,
secn hvergi skeikaði. Eftir hlé túlk
uðu þeir félagai hinn yndislega
Ijóðaflokk Schun-anns, Dichter-
liebe op. 48. Kristinn sýndi enn
hversu ágætur ljóðasöngvari hann
er og er leitt að vita að hann hafi
ekki sinnt þessu formi meira en
raun ber vitni. Þó öll lögin hafi
ekki verið eins vel. sungin þá var
einnig hér ágætur heildarsvipur
a túlkuninni og sumt mjög vel
gert, eins og t. <i Ich grolle nioht,
sem Kristinn sör.'g með miklum
ágætum. Hins vegar verð ég að
játa að það fór dálítið í taugar
mínar þetta rýn ' textann. Það æ'.ti
að vera leikur einn fyrir Kris'in
að kunna textar.n utan að. Asjken
azy lét ekki sinn hlut eftir liggja
og var mikil nrifning áheyrenda
sem létu óspart fögnuð sinn í
Ijós með dynjandi iófataki og vora
þakksamlega þegir 3 aukalög, sem
öll voru eftir Sehucnann. Þökk fyr
ir eftirminnilega kvöldstund.
Rögnva'dur Sigurjónsson.
STALlN
Framhald af 7. síðu.
hundraðasta allrar kínversku
utanrikisverzlunarinnar og til
þess lágu eðlilegar ástæður,
Kína hefir langa strandlengju
og þar eru margar ágætar ís-
lausai hafnir við mikil fljót,
sem renna. í rétta átt. AUt er
þetta öfugt við það, sem til er
að dreifa hjá Rússum. Kínverj
ar haia hér þá afsökun að ein
angrun þeirra er nokkru afleið
ing af stefnu Bandaríkjamanna
sem hafa haldið Japönum í
skefjum. Undangengið misseri
hefir þó komizt hreyfing á
þessi mál við viðurkenningu
Frak«.a á stjórninni í Peking.
En þeim skjátlast í París, ef
þeir gera sér í hugarlund r
Kínverjar geti létt rússneskum
þrýstmgi af Vestur-Evrópu.
Hemaðarlegt uppgjör á landa
mærum Sovétríkjanna og Kína
væri jafnfjarstætt og uppbvgg-
ing efnahagsþróunar á samgöng
um um þetta svæði. Svo er um
búið frá náttúrunnar hendi að
Kína og Rússland snúa hvort
frá öðru, bæði hemaðarlega og
efnahagslega.
Það, sem Kínverjar þarfnast
er ekki í Siberíu. Það er að
finna : Suðaustur-Asíu, sem er
strjálbýl og frjósöm. Og þetta
vakir einmitt fyrir de Gaulle
þegar hann mótar stefnu sína
gagnvart Kína Þarna hafa Jap
anir einnig hagsmuna að gæta
Spurningin er aðeins, hvort
A thugasemd írá Fél.
ísl. stórkaupmanna
Á NÝAFSTÖÐNUM' áðalfundi
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
var m. a. gerð ályktun á þá leið
.....að stórskaðlegt sé framtíð
arþróun íslenzkra markaðstnála
erlendis, að margir útflytjendar
eigi að fjalla um þessi mál og var
ar (aðalfundurinn) við þeirr'
stefnu“.
Svo heldur áfram: ,,Það er álit
fundarins, að tilhögun þessaro
mála sé bezt koir.ið þannig, að af>
eins tveim stærstu framleiðslu- og
söluaðilum þjóðarinnar sé vei't
áttum á æskuárum og oft síðar
á ævinni. Heilsa mín hindraði mig
frá að fylgja honum síðasta 9pöl-
inn. f þess stað læt ég þessar ör-
fáu línur mínar sem eitt lítið,
gróandi blóm að legstað hans. Og
ég vil ljúka þeim með einu af
versunum, sem Ársæll söng og
spilaði svo fagurlega:
Ó, syng þínum Drottni, Guðs
safnaðar hjörð
Syngið nýja söng
þér englanna herskarar,
himinn og jörð.
Öll veröldin ,’egsami Drottinn.
í guðs friði góði vinur.
Guðni Gíslason frá Krossi
,,auðvaldsríkin“ geta keypt
pólitískt sjálfstæði til handa
ríkjunum í Suðaustur-Asíu fyr-
ir vinsamlega stefnu í efnahags
málum gagnvart Kína. Snert-
ingin er auðvitað fyrsta skref
ið á þeirri leið.
SKÓGASKÓLI
Framhalö af 6 síðu
þórsdóttir, Skagnesi, Mýrdal, 8,81.
Með þessari skólauppsögn er
lokið 15. starfsári Skógaskóla og
minntist skólastjórinn þess í ræðu
sinni. Hið " sama gerði formaður
skólanefndar. Einnig ræddi hann
nauðsyn skólans á auknu húsnæði
og kvaðst vonast til að senn rætt-
ist fram úr þeim vanda.
Að loknum prófum fóru nem-
endur þriðja bekkjar í skólaferða-
lag inn að Landmannalaugum. Var
þar gist í skála Ferðafélagsins og
umhverfið kannað. Næsta dag var
svo ekið austur hina fornu Fjalla-
baksleið. Reyndist vegurinn furðu
góður lengi vel, en austur undir
Eldgjá þyngdist færð skyndilega
og gerði að síðustu ófært sakir
snjóa. Var þá ekki um annað að
ræða en snúa við og aka sömu
leið heim. En þótt ekki yrði af
ferð í Skaftafellssýslu að fjalla-
baki: heppnaðist för þessi vel og
var í senn bæði óvenjuleg og
ánægjuleg.
leyfi til útflutnings frystra sjávár-
afurða“.
Félag íslenzkra stórkaupmanna
vill benda á, að sú hefir þróunin
verið hér á landi hin síðari ár, að
veita sem mest frelsi í verzlunar-
málum þjóðarinnar.
Það hefir verið einstaiklingum
fjötur ucn fót, hve óhægt hefir
verið um vik, að fá íslenzkar fisk-
afurðir til sölu á erlendum mörk
uðum, því svo fast hefir verið um
þær haldið, að enginn hefir þar
mátt nálægt koma, nema þeir
„tveir stærstu". Þessi og slík ein
okunarviðskipti eru fordæmd í
nágrannalöndurr okkar og hefir
þótt nauðsynlegt að setja lagaá-
kvæði til hindrunar slíkri þróun.
Undanfarin 2—3 ár hefir orðið
nokkur breyting á útflutningi
frystra sjávarafurða með þátttöku
einstaklinga í verzlunarstétt, sem
sumum hverjum hefir tekizt að
skapa sér aðstöðu með framleið-
endum, sem standa utan við fas'*-
bundin söluloforð til samtaka
Iramleiðenda svo sem SH og SÍS.
Það er jafnframt staðreynd að
einstaklingar hafa um áratugi
byggt upp umfangsmikil útflutn-
ingsviðskipti, á ýmsum sviðum ís-
lenzkrar framleiðslu og hefir það
verið samdóma álit framleiðenda,
sem skipt hafa við þessa aðila, að
viðskiptin hafi farið vel úr henii
og hefir ekki með neinum rökum
"erið bent á hið gagnstæða.
Félag ísl. stórkaupmanna vill
beina þeirri ósk til SH, og annarra
samtaka framleiðenda, að þeir
taki upp víðtæka samvinnu við út-
flytjendur, um söiu á íslenzkum
afurðum og stuðli jafnframt að
því að ungir verzlunarmenn finni
hvöt hjá sér til að bætas* f hóp út-
flytjenda og vinna íslenzkum af-
urðum sem víðtækaste markaði,
landi og þjóð til hagsbóta.
Félag ísl. stórkaupmanna.
TÍMINN, fimmtudaginn 11. júní 1964
{
. .•‘V'y» r, -«s
~ ■ ■ j’v /y. 7 • v, v, 77
13