Tíminn - 11.06.1964, Blaðsíða 15
«
(MINNISVARBT
I Framhaio a b. sí3u.
1 starfaði sín mestu manndómsá:.
j Og er það von þeirra og ósk, a3
fmargir góöir mtnn og konur
(styðji málið mcfi fjárframlögur.i
! og á annan hátt.
Stjórn sjóðsins skipa: Þórður
Gísiason, bóndi, Óikeldu, séra Þor-
grímur Sigurðs.son, prófastur,
Staðarstað og Þráinn Bjarnason,
oddviti, Hlíðaruolti. í Reykjavík
ta'ka á móti framlögum í sjóðinn
þeir Óskar Clausen, rithöfundur
og Þórður Kárason, lögregluþjónn,
Sundl.v 28.
ÖRLÖG
i Framhaití aí 9 síðu.
( ríkjanna; sem Texasmaður hlýtur
hann að skoða sjálfræði rikjanna
. sem heilög og óhagganleg. Lyndon
B. Johnson er maður lagabókstafs
ins. Hins vegar má geta sér til, að
sagan líti á Kennedystefnuna. sem
byltingarkennda stefnu í USA,
með hæpna stoð í lögum.
í þessu er ekki fólginn dómur
yfir Kennedy og aðgerðum hans,
sem hlutu að verða róttækar, af
brýnni nauðsyn og harðri and-
stöðu. Framkvæmd slíkrar stefnu
, getur leitt til átaka víðar en í
Bandaríkjunum, því hún er á-
hættusöm, þótt hún sé ef til vill
ekki vonlaus — en eins og Keynes
segir í bók sinni The General
Theory of Bmployment, Interest
and Money, um efnahags- og stjóm
speki, fyrirfinnast ekki margir,
sem láta hrífast af nýjum kenn-
ingum eftir að þeir eru komnir yf
ir 25—30 ára aldur. Þær hug-
myndir sem embættismenn, stjóm
málamenn og sjálfir áróðursimenn
irnir nota, eru sjaldan hina nýstár
legustu. En fyrr eða síðar eru það
hugmyndirnar, en ekki hin gömlu
áhugamál, sem láta til sín taka.
(Information — O. B. Henr-
iksen).
ÞORSKANÓT
Framhald at 16. síðu. .
ekki í bága við samninga viðkom-
andi stéttarfélaga.
Margir bátanna lögskráðu hjá
sér áhafnir upp á væntanlega
samninga og er þeirra vandamál
óleyst. f íréttatilkynningu útvegs-
manna er tekin fram, að óheppi-
legt sé að hver útgerðarmaður
sernji við sína skipshöfn, þannig
að samningarnir verði jafnmarg-
ir og skipin. Útgerðarmenn vilja
því semja við sjómannasamtökin
og taka þeir fram í fréttatilkynn-
ingu sinni, að kostnaður við þorsk
veiðar í nót hafi orðið mun meiri
en gert hafi verið ráð fyrir og
þar segir einnig, að útgerðarmenn
voni, að sjómenn geri sér ljóst,
að hagsmunir þeirra séu ekki bezt
tryggðir með því að gera kröfu til
of stórs hluta af verðmæti því,
sem skipin afla.
SÍLDARLEIÐANGUR
Framhaic' ai 16 síðu
þessum slóðum um þetta leyti árs.
Norðanlands hefur hins vegar ekki
myndast hitaskiptalag í sjónum,
en þar er hitastigið í efstu 50
metrunum um )—6% gráða. Út af
Kögri og Húnaflóa gætti nokkurra
áhrifa íss, þannig að þunnt yfir-
borðslag af allt að 2 st. köldum
sjó fannst á stöku stað. Þörunga
magn er víðast hvar í meira lagi
á rannsóknarsvæðinu og nokkru
meira en í fjmra. Átumagn er al-
mennt mikið á öllu svæðinu og
er hærra en meðalátumagn ár-
anna 1956—1963, og mun meira
en á sama tíma í fyrra. Þó sker
Húnaflóasvæðið sig úr, en þar er
átumagnið talsvert undir meðal-
lagi og var reyndar einnig í fyrra
vor. Einnig kemur fram, að átu-
magnið er almennt meira á djúp-
slóðum en nær landi. Út af vest-
urlandi og Vestfjörðum er allmik
ið af fullvaxinni rauðátu, en á
vestur og miðsvæðinu norðanlands
er mestur hluti rauðátunnar ung
og óþroska dýr, sem ekki munu
hrygna fyrr en eftir nokkrar vik-
ur. Einnig er áberandi að tals-
vert magn er af fiskseyðum í át-
unni, aðallega á vestursvæðinu
norðanlands, og er hér mestmegn
áta, það eru lirfur ýmissa botn-
is um loðnuseyði að ræða. Strand
dýra sem lifa á grunnu vatni, nær
einnig óvenjulangt á haf út.
Þrátt fyrir tiltölulega góð fæðu-
sikilyrði og heppilegt leitarveður,
hefur enn ekki orðið vart við neitt
verulegt síldarmagn á rannsókn-
arsvæðinu, fremur en á þessum
tíma í fyrra. Vestangöngur síld-
arinnar inn á norðurlandið virð-
ast því vera mjög veikar, en aust-
angangan, sem nú er út af Mel-
rakkasléttu, er enn á vesturleið,
og verður lögð á það mikil áherzla
að fylgjast sem bezt með því, hve
langt vestur hún fer. Síldarleitar-
skipið Pétur Thorsteinsson hefur
nú athugað svæðið út af austur-
og norðausturlandi. Samkvæmt
þeim athugunum er nú þegar tals
vert átumagn á djúpmiðum aust-
anlands. Síldar hefur víða orðið
vart og stórar torfur fundist út
af Digranesgrunni. Virðist þar
vera um nýja síldargöngu að ræða,
sem einnig verður fylgst með eft-
ir föngum. Skipstjóri á Pétri Thor
steinssyni er Jón Einarsson. Þá
mun leitarskipið Fanney hefja
síldarleit einhverja næstu daga,
en skipstjóri á því er Benedikt
Guðmundsson.
FULLAR ÞRÆR
Framhald ai 16. síðu.
að hann væri á leið til lands með
1600 mál til viðbótar, Arnfirðing-
ur 1100, Jón Kjartansson 1350,
Helga Guðmundsdóttir 1000, Gylfi
II. 600, Ásþór 1100, Bjarmi 600.
♦ Skipin verða nú að fara annað
hvort vestur fyrir eða austur fyr-
ir Raufarhöfn, þar sem enn er
ekki byrjað að bræða þar, og
varla rúm(fyrir meiri síld. í kvöld
hóf þó fyrsta vaktin vinnu sína í
síldarbræðslunni, og var búizt við
að hún tæki til starfa í kvöld.
Á Raufarhöfn eru frystar um
100 tunnur á dag, og er nú búið
að frysta þar 600 tunnur.
Steingrímur trölli kom með
fyrstu síldina til Vopnafjarðar,
900 málivjÞar verður ekki byrjað
að bræða' fyrr en komin eru um
10.000 mál, en þróarrými .er um
20.000 mál.
SANDGRÆÐSLA
Framhald af 1. síðu.
um. Eftir það var farið upp í Mos-
fellssveit, á Kjalarnesið og í Kjós-
ina og þar dreift samtals 31 lest
frá 6 flugvöllum. Síðan var byrjað
að dreifa á Hvalfjarðarströndinni,
þar sem dreifa átti 33 lestum, en
aðeins var búið að dreifa 16 lest-
um frá einum velli, þegar óhapp-
ið vildi til á mánudaginn.
Nú hefur verð ákveðið að taka
nýju vél sandgræðslunnar í notk
un til dreifingarinnar, en sú vél
var keypt í vor frá Bandaríkjun-
um og er af sömu gerð og gamla
vélin, Piper Super Cup. Komið
hefur í Ijós, að skipta verður um
hjólastell undir gömlu vélinni, en
þau þarf að fá utanlands frá, og
ekki er tími til þess að bíða eftir
að þau komi hingað, þar eð í sum
ar á að dreifa 500 lestum af á-
burði.
Tveir flugmenn annast dreifing
una, Páll Halldórsson, sem er nú
við þetta í þriðja sinn, og Árni
Guðmundsson, sem byrjaði fyrir
skömmu. Árni var með vélina,
þegar hún hrapaði uppi í Hval-
firði og er talið líklegt að benzín
stífla hafi orsakað slysið.
„í MÚRNUM“
(Framhald af 2. síðu).
dikt Gunnarsson listmálara.
Nokkrar myndu eru í bókinni,
t d. af elztu teikningu Múrsins,
irá 1802 og af ieikstjóra og leik-
endum, er fluttu ieikritið í útvarp-
inu.
ELLEFU LÖMB
Framhald af 1. síðu.
inna erfðaeiginleika, sem leynd
ust þá í blóði í ánum og hrút
unum. f slíkum tilfellum má
eiga von á að allt að 1/8 lamb
anna verði vanskapaður, en
þarna hefðu hlutföllin verið
1/15. Ekki hefur verið1 hægt
að fá nægilegar upplýsingar til
þess að staðfesta hverjar or-
sakir eru fyrir vansköpuninni,
og því hvorki hægt að sanna
eða afsanna að um dulda
erfðaeiginleika sé að ræða. —
Vansköpunin var dálitið mis-
munandi. Á rnörg lambanna
vantaði efri skolt og neðri skolt
ur brettist upp einna líkast og
á svínum, en á sum lömbin
vantaði bæði efri og neðri skolt
allt upp undir auga. Einnig
voru fætur snúnir og undnir.
Yfirleitt voru lömbin dauð, þeg
ar þau fæddust eða rétt með
lífsmarki.
í september í haust sagði
blaðið frá því, að ær hjá Guðna
Guðjónssyni á Brekkum í Hvol-
hreppi hefði fætt af sér van-
$ls<ipna?S se^i mest líktist.sjúnl
í þessu sambandi má geta þess,
að mörg lambanna í Störa-
Klofa voru ekki ólík því, sem
lýst var lambinu á Brekkum,
en ekki hefur enn verið hægt
að rekja ættir kindanna sam-
an, og því ekki vitað, hvort hér
gæti verið um skyldan stofn að
ræða, en féð er allt komið í
fjárskiptum af Vestfjörðum og
nokkuð úr Öræfum.
Stefán lét 1 e.ss að lokum get-
ið, að mjög mikilvægt væri, að
fylgzt væri íi'f ð öllum vanskóp
uðum lömbum, sem fæddust,
og gott væri, ef hann fengi að
vita um allt sbkt, strax og það
kætni fyrir.
Stefán sagði einnig, að mik-
ill áhugi væn ríkjandi um að
rannsaka þelta mál nánar, fá
hrútana og æmar lánaðar, eða
keyptar og sjá hvernig útkom-
an yrði. Aftur á móti væri hugs
iþróffir
Framhald af 5 síðu
var vel að sigrinum komið og í
þessum leik sá maður, að KR-liðið
er að sækja sig frá fyrri leikjum
í vor. Ellert var sterkasti maður
liðsins, en einnig var Gunnar Fel.
góður í framlínunni. Báðir hliða-
framverðirnir, Svein og Þórður,
komu vel frá leiknum. — Lítið
reyndi á vörnina, en Bjarni og
Hreiðar stóðu fyrir sínu.
Þróttarar voru óvenju daufir og
sýndu nú allt annan og lélegri
leik en gegn Val á dögunum. —
Dómari var Einar Hjartarson.
Auglýsing i Timanum
kemur dagiega fyrir
augu vandláfra bia9a>
lesenda um allf land.
anlegur skaði svo mikill, að
Atvinnudeild Háskólans hefði
varla fjármagn til þess að
framkvæma rannsóknirnar, þar
sem greiða þyrfti tjón viðkom-
andi bónda, ef út í þetta yrði
farið. *
TEKNIR AF LÍFI?
Framhald ai 2 síðu
anna, Arthur Goldreich og Harold
Wolpe, flúðu úr klefa sínum i
aðalstöð-um lögreglunnar rétt áð-
ur en réttarhöldin, sem nú hafa
staðið í 11 mánuði, hófust. Annar
maður, sem uprunalega var ákærð-
ur í þessu máli lögfræðingurinn
Bob Alexander Hepple, flúði f i
Suður-Afríku, eftir að honum var
sleppt iausum gegn loforði um, að
vitna fyrir ákæruvaldið.
Nelson Mandela er leiðtogi
hinna ákærðu. Ásamt sex öðrum
er hann ák-ærður fyrir að vera í
þjóðlegri yfirnefnd, sem væri að
undirbúa hryðjuverk, skæruhern-
að og innrás í Suður-Afríku. Hinir
ákærðu eru alls 9, sex blökku-
menn, tveir hvítir og einn Ind-
verji. .. ’ -...""
STÉTTARSAMBANDIÐ
Framhald af 1. síðu.
viðmiðunarstéttanna.
1 Sýni það sig, að hér hafi ekki
verið unnið samkvæmt anda og
fyrirmælum laganna, telur fund-
urinn, að bændastéttin eigi af þess
um sökum bótakröfu á hendur r’
isvaldinu fyrir yfirstandandi verð-
lagsár.
2. Aðalfundurinn vekur alvarlega
athygli í þeirri hættu, sem í því
felst, að rökstuddir gjaldaliðir í.
rekstri búanna eru ýmist vantald-
ir eða vanreiknaðir í úrskurði ‘
yfirnefndar frá s.l. hausti. Má þar
til nefna áburð, kjarnfóður, við- '
hald girðinga, vexti og fleira. Þá
má benda á, að magn sauðfjáraf- ,
urða virðist oftalið. >
3. Fari svo, að tillögum fulltrúa ,
framleiðenda í sexmannanefnd
verði eigi -tekið betur á komandi
hausti en átti sér stað 1963, felur
fundurinn stjórn Stéttarsambands- .
ins að athuga, hvort ekki sé rétt að
boða til aukafundar, er kanni hvað
bændastéttin geti gert til að ná
rétti sínum.
Innilegar þakkir færum við orlofsnefnd kvenna í
Skagafirði, heimilisfólki og starfsfólki öllu að Hól-
um í Hjaltadal. Sérstakar þakkir færum við hjón-
unum Emmu Hansen og séra Birni Björnssyni og
hjónunum frú Ástríði Sigurmundsdóttur og Hauki
Jörundssyni skólastjóra.
Þá þökkum við Kvenfélagi Akrahrepps fyrir rausn
arlegt heimboð svo og öllum öðrum, sem gerðu
okkur orlofsvikuna ógleymanlega.
Orlofskonur.
Hugheilar þakkir til hinna fjölmörgu nemenda
minna víðs vegar að af landínu og annarra velunn-
ara skólans, sem sýndu honum og mér vinsemd og
hlýhug með heimsóknum og góðum gjöfum á 20
ára starfsafmælinu.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Löngumýri.
EiglnmaSur mlnn.
Guðmundur Bjarnason,
fyrrverandi bóndl á Efrl-Steinsmýrl,
verSur jarSsettur, föstudaginn 12. þ. m. kl. 10.3C I Fossvogskirkju.
Athöfninni verSur útvarpaS.
Fyrir hönd vandamanna,
Emilía Pálsdóttir.
Hjartans þakklæti fyrir auSsýnda samúS viS f'éfall og útför eig-
inmanns míns,
Krístins Jónssonar
Kirkjuvegl 1, Keflavík.
SömuleiSis vil óg þakka Kaupfélagi SuSurnerja, Keflavík hina
höfSlnglegu minnlngargjöf.
Ragnhlldur Stefánsdóttir, börn,
tengdabörn og fóstursystlr.
15
T í M I N N, mlSvikudagur 11. júni 1964. —
\ ' . .. v ’
r *